Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 19
fastir í ótta sínum og fyrirfram gefnum hug-
myndum. Menn segja að ég hafi selt lögin
mín sem er þvæla. Persóna mín, andlit mitt,
nafnið mitt hefur verið notað í auglýsingar en
ekki lag eftir mig ennþá. Lag eftir Megas er
notað í auglýsingu. Það er fínt. Af hverju má
Megas ekki hafa eitthvað upp úr því sem
hann hefur gert? Músík er bara músík, bæk-
ur eru bara bækur, málverk eru bara mál-
verk. Það er ekkert heilagt eða ósnertanlegt
við þessar listgreinar.
Sumir segja að ég hafi svikið málstaðinn.
Ég spyr: Hvaða málstað hef ég svikið? Ef ég
væri með fimm millljónir á mánuði hjá Björg-
ólfunum mætti kannski segja að ég hefði
landað góðum samningi. Ég held að þetta tal
byggist á öfund og öfund er ótti. Hvernig á
maður að leiðrétta svona vitleysu að maður
hafi selt lögin sín? Maður gerir það ekki. Það
er ekki hægt. Ég hef þroskast með árunum
og hef ekki sömu skoðanir á hlutunum og ég
hafði tvítugur. Ef menn vilja telja það svik þá
þeir um það.“
Á nýju plötunni þinni Fjórir naglar eru lög
um Guð. Þú trúir á Guð?
„Ég er trúaður. Það þarf ekki að ræða það
nánar. Trúin breytti lífi mínu til hins betra
þótt heiðingjarnir séu kannski á öðru máli.“
Skiptir engu að vera númer eitt
Hversu miklu máli skiptir þig að sem lista-
mann að vera númer eitt?
„Einu sinni skipti mig miklu máli að vera
númer eitt, ég væri að ljúga ef ég segði eitt-
hvað annað. Þetta var ótti. Ansi margt sem
fólk gerir byggist á ótta. Fólk sem temur sér
hranalega framkomu og hranaleg tilsvör er
fólk sem er hrætt. Það sama á við um tilfinn-
inguna um að vilja vera númer eitt. Sá sem
það vill hugsar: Öllum verður að líka við mig.
Í dag skiptir mig engu máli að vera númer
eitt. Mér er nákvæmlega sama. Ég er mjög
sjálfsöruggur og að stærstum hluta til er ég
sáttur við það sem ég geri. Og það sem ég
geri vil ég gera eins og almennileg mann-
eskja og ég vil að það sé merking í textunum
mínum, þeir mega ekki vera merkingarleysa.
En það sem skiptir mig mestu máli er að ég
viti nokkurn veginn hver ég er áður en ég
dey. Sumir lifa lífinu án þess að komast
nokkru sinni að því hverjir þeir eru. Það
skiptir mig líka máli hver verða eftirmæli
vina minna og barna. Ég missi hins vegar
ekki svefn yfir því að músíkin mín falli í
gleymsku þegar ég er farinn.“
Finnst þér nokkrar líkur á að tónlistin þín
gleymist?
„Ég get ekki svarað því. Einu sinni, þegar
ég komst að því að það hafði verið skrifuð um
mig BA-ritgerð, fór ég að spekúlera í þessu.
Stundum hef ég á tilfinningunni að ég hafi
haft áhrif, stundum finnst mér ég hafa haft
gífurleg áhrif og stundum finnst mér að ég
hafi ekki haft nein áhrif. Stundum finnst mér
ég vera óhemjuvinsæll og stundum ekki.
Þegar ég fæ bréf frá fólki sem segir að lög
og textar mínir hafi breytt líðan þeirra eða
jafnvel lífi fyllist ég miklu þakklæti. Ég upp-
lifi feril minn sem ævintýri.“
inn hefði sagt honum að hann hefði upplifað
sig sem minnipokamann fyrr en ég gerði það.
Í ævintýrum, gömlum Riddarasögum, Víki-
vökum og þulum fá menn oft þrjú tækifæri.
Þeim mistekst í fyrsta skiptið, og jafnvel í
annað sinn, en í þriðja sinn eignast þeir kon-
ungsdótturina og konungsríkið. Þannig sé ég
líf mitt.“
Tapaði á hlutabréfum
Þú býrð í fallegu umhverfi. Á dögunum
voru haldnir náttúrutónleikar í Reykjavík.
Ert þú eins og svo margir listamenn and-
stæðingur stóriðjuframkvæmda?
„Sá sem býr á Íslandi í íslenskum raun-
veruleika á að gera sér grein fyrir því að það
eru alvarlegri hlutir að gerast en álvers-
framkvæmdir. Við erum að glíma við fátækt,
gjaldþrot heimilanna, fjöldagjaldþrot eru
sennilega í uppsiglingu og rasismi er vanda-
mál. Hvar liggja áherslurnar? Hvort er meiri
þörf á því að mótmæla byggingu álvera eða
kjörum almennings? Ég hefði viljað sjá Björk
og Sigur Rós halda tónleika til að vekja at-
hygli á fátækt á Íslandi.
Ég er ekki álverssinni, ég gapi yfir þessum
lausnum landsfeðranna en ég gapi líka yfir
því að enginn af ungu kynslóðinni í tónlist-
arbransanum skuli ganga fram fyrir skjöldu
og benda á að það verði að vinna bug á fá-
tæktinni.“
Þú ert alls ekki á móti öllum stór-
iðjuframkvæmdum?
„Við verðum að vera raunsæ. Þegar skipið
er sokkið og maður svamlar um í sjónum seg-
ir maður ekki: Þessi björgunarbátur er ekki
nógu góður, ég ætla að bíða eftir þeim næsta.
Það er grafalvarlegt ástand á landsbyggð-
inni og fjölskyldur flytja þaðan í stórum stíl
vegna þess að þar er ekkert atvinnulíf. Ef ég
væri venjulegur maður úti á landsbyggðinni
sem ætti hús, væri með fjölskyldu og þyrfti
að borga reikninga og stæði frammi fyrir því
að ekkert nema álver gæti bjargað afkomu
minni þá þyrfti ekki að ræða málið. Viljum
við atvinnulíf á landsbyggðinni eða viljum við
að landsbyggðin verði sumarbústaðanýlenda
auðkýfinga?“
Hefur þú tapað peningum á kreppunni?
„Já, ég tapaði óhemjupeningum á hluta-
bréfum, eins og margir aðrir. Ég tapaði það
miklu að ég fór á bólakaf. Auðvitað var það
áfall. En ég er ekki á vonarvöl og enn fær
um að vinna fyrir mér.
Ég finn fyrir kreppunni. Þeir einu sem
finna ekki fyrir henni eru þeir sem hafa efni
á að tapa. Þeir eru ekki margir.
Maður verður fyrir alls konar áföllum í líf-
inu en maður gerir þau ekki að þungamiðju
lífsins. Peningar eru bara peningar. Ég bý á
fallegum stað, á yndislega konu og heilbrigð
börn og ég er edrú. Það er þetta sem skiptir
mig máli.“
Öfund og ótti
Stundum ertu skammaður fyrir að vera
ekki lengur í uppreisn, sagt er að þú hafir
fjarlægst upprunann?
„Þeir sem segja það eru þeir sem eru enn
stundir í lífi mínu þar sem mér fannst ég
vera á eyðimerkurgöngu en seinna sá ég að
sú ganga var leið inn á akrana.
Sumir sjá aldrei annað en eyðimörk blasa
við sér, trúa því að eyðimerkurgangan sé
þeim ætluð og eru þess vegna sífellt á sömu
göngunni.“
Skiptir þig máli að vera í hjónabandi?
„Ég er mjög gamaldags maður. Mér finnst
skipta máli að vera í hjónabandi. Hjónaband
er ákveðinn rammi, ákveðin höfn. Ég veit að
margir eru mér ósammála, sérstaklega þeir
sem eiga hjónaband eða hjónabönd að baki
og finnst eins og þeir hafi beðið ósigur.
Þegar ég varð ástfanginn af Hrafnhildi og
gerði mér grein fyrir því að við ættum líklega
eftir að búa saman hafði ég á tilfinningunni
að ég væri minnipokamaður. Ég hafði beðið
skipbrot í einkalífi og spurði mig hvort þetta
samband myndi ekki mistakast líka. Ég
spurði mig hvað eftir annað hvað væri að hjá
mér, af hverju mér hefði mistekist svona illa?
Ég varð að horfast í augu við ótta minn við
að mistakast.
Presturinn hafði orð á því að hann hefði
gift þúsundir manna og þar með karlmenn
sem ættu nokkur hjónabönd að baki, en eng-
verkum að menn eru endalaust að skrifa og
syngja og yrkja um ástina.
Að vera ástfanginn er ástand sem varir í
einhvern tíma, kannski eitt til tvö ár. Að
elska er ákvörðun og að hætta að elska ein-
hvern er ákvörðun. Þegar maður tekur þá
ákvörðun að elska einhvern þá þarf að vinna í
því.
Þú spyrð hvað sé öðruvísi. Allt er öðruvísi.
Í dag finnst mér ég vera heppnasti maður í
heimi. Í lífi mínu finnst mér ég endalaust
hafa rambað inn á bleika akra í stað þess að
vera einn á eyðimerkurgöngu. Auðvitað voru
í heimi
Morgunblaðið/Ómar
» Þegar ég varð ástfanginn af Hrafnhildi oggerði mér grein fyrir því að við ættum lík-lega eftir að búa saman hafði ég á tilfinning-
unni að ég væri minnipokamaður. Ég hafði beðið
skipbrot í einkalífi og spurði mig hvort þetta sam-
band myndi ekki mistakast líka. Ég spurði mig hvað
eftir annað hvað væri að hjá mér, af hverju mér
hefði mistekist svona illa? Ég varð að horfast í augu
við ótta minn við að mistakast.
»Ég tapaði óhemjupen-
ingum á hlutabréfum, eins
og margir aðrir. Ég tapaði
það miklu að ég fór á bólakaf.
Auðvitað var það áfall. En ég
er ekki á vonarvöl og enn fær
um að vinna fyrir mér.