Morgunblaðið - 19.07.2008, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar
hækkaði lítillega í viðskiptum gær-
dagsins. Þegar upp var staðið var
gildi vísitölunnar 4.163 stig, sem er
0,13% hærra en á fimmtudag.
Mest hækkun varð á bréfum För-
oya Banka, 4,3%, en bréf Century Al-
uminum lækkuðu mest, um 4,6%.
Velta dagsins nam 11,8 millj-
örðum króna. sverrirth@mbl.is
Hækkun í vikulok
● TAP Nýherja á
öðrum ársfjórð-
ungi þessa árs
nam 91 milljón
króna sam-
anborið við 129
milljóna króna
hagnað á sama
tíma í fyrra. Slök
afkoma af fjár-
festingum í nýrri
starfsemi dregur
afkomu fyrirtækisins niður, en Ný-
herji gekk frá kaupum í TM Software í
byrjun árs og átti 99% hlutafjár í lok
júní.
Rekstrarhagnaður félagsins nam
63 milljónum króna á öðrum árs-
fjórðungi, samanborið við 132 millj-
óna króna rekstrarhagnað á sama
tímabili í fyrra. sjakobs@mbl.is
Fjárfesting dregur
niður afkomu Nýherja
● GENGI hlutabréfa deCODE,
móðurfélags Íslenskrar erfðagrein-
ingar, hefur haldist vel yfir einum
dollar eftir að það fór yfir þau mörk í
byrjun þessa mánaðar á Nasdaq-
hlutabréfamarkaðinum í New York.
Hefur gengið farið hæst 1,30 dollara
á hlut, í þessari viku, bæði síðastlið-
inn þriðjudag og fimmtudag. Það
lækkaði hins vegar lítillega í gær og
var lokagildið við lokun markaðar
1,28 dollarar.
Gengi hlutabréfa deCODE var und-
ir einum dollar mestallan júnímánuð
og hafði þá ekki verið lægra frá því
félagið var skráð á markað í Banda-
ríkjunum. gretar@mbl.is
Hlutabréf deCODE
vel yfir dollar
NÝR lánaflokkur hefur verið stofnaður hjá Íbúðalánasjóði,
með samþykkt reglugerðar sem heimilar sjóðunum tíma-
bundna endurfjármögnun íbúðalána, sem fyrirtæki hafa
veitt gegn veði í íbúðahúsnæði.
Verður allt að 30 milljörðum varið í þennan lánaflokk, í
formi íbúðabréfa og verða þau eingöngu notuð í veðlánavið-
skiptum við Seðlabanka Íslands. Í tilkynningu frá Félags-
málaráðuneytinu segir að skilyrði lánveitingar sé að hún sé
til þess fallin að tryggja öryggi og framboð lána á íbúða-
lánamarkaði og eðlilega verðmyndun á íbúðamarkaði.
Hátt hlutfall íbúðalána
Fasteignaveðlán stóru bankanna þriggja eru aðeins brot
af heildarútlánum þeirra og því ólíklegt að þetta komi til
með að breyta miklu fyrir þá. Staða sparisjóðanna er allt
önnur en þar vega fasteignalánin þungt í útlánasafni
þeirra, eins og kom fram í Morgunblaðinu í síðasta mánuði.
Þá nam hlutfall fasteignaveðlána SPRON, samkvæmt út-
tekt, tæpum 60% af heildarútlánum.
Breytir litlu fyrir SPRON
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir
reglugerðina ekki breyta neinu fyrir samningsstöðu
SPRON við Kaupþing þar sem samningar hafi þegar verið
undirritaðir, en eftir er að fá samþykki hluthafafundar og
eftirlitsaðila. Hann telur ljóst að sparisjóðirnir muni nýta
sér þennan fjármögnunarkost og sé SPRON þar ekki und-
anskilinn. sigrunrosa@mbl.is
Nýjum lánaflokki ÍLS
hleypt af stokkunum
Ríkið endurfjármagnar húsnæðislán fjármálafyrirtækja
Markmið reglna er
að gæta að jafnræði
Ekki ljóst hvort brögð hafi verið að mismunun viðskiptamanna
Morgunblaðið/Frikki
Jafnræði fjárfesta Jónas Fr. Jóns-
son, forstjóri FME, í ræðustóli.
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
FORSTJÓRI Fjármálaeftirlitsins,
Jónas Fr. Jónsson, hefur í erindum
sem hann hefur flutt á undanförnum
misserum oft fjallað um mikilvægi
þess að fjármálastofnanir gæti jafn-
ræðis fjárfesta þegar kemur að veð-
köllum sem og í öðrum tilvikum. Þá
má í ársskýrslu FME fyrir árið 2007
lesa að „Markmið reglna á fjármála-
markaði er einkum að tryggja stöð-
ugleika og öryggi í rekstri fyrirtækja
í fjármálaþjónustu, gæta að jafnræði
viðskiptamanna fjármálaþjónustu-
fyrirtækja og fjárfesta og stuðla al-
mennt að heilbrigðri viðskiptahátt-
semi.“ Ekki hafa fengist upplýsingar
frá eftirlitinu um hvort brögð hafi
verið að því að fjárfestar njóti ekki
jafnræðis en eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær áréttaði Jónas
mikilvægi þess að armslengdarsjón-
armið séu höfð til grundvallar varð-
andi veðköll.
Stórir fjárfestar hluthafar
Í þessu samhengi má einnig velta
því fyrir sér hvaða þýðingu það hefur
að stórir fjárfestar eigi stóra eign-
arhluti í fjármálastofnunum lands-
ins. Í ræðu sinni á ársfundi FME ár-
ið 2006 sagði Jónas m.a.: „Stórir
eignarhlutir eða viðskiptatengsl á
milli eigenda og fjármálafyrirtækja
þurfa ekki að vera óeðlileg en í því
felast hins vegar tilteknar áhættur.
Þær áhættur snúa bæði að heilbrigði
og trausti einstakra fjármálafyrir-
tækja en einnig að orðspori íslenska
markaðarins í heild sinni. Það er
hlutverk Fjármálaeftirlitsins að
reyna að koma í veg fyrir skaðleg
áhrif þröngs eignarhalds og gæta
þess að ákveðnar meginreglur um
jafnræði, hæfi og hagsmunaárekstra
séu í heiðri hafðar.“
ÞRIÐJUDAGURINN 29. október 1929 er skráð-
ur í sögubækurnar sem svarti þriðjudagurinn. Þá
hófst hrun í kauphöllinni í New York, hrun sem
margir vilja meina að hafi markað upphaf krepp-
unnar miklu á 4. áratug síðustu aldar. Óvíst er
hvernig sagan mun fara með föstudaginn 20. júlí
2007 en þá hófst lækkunarhrina í kauphöllum
heimsins eftir að Dow Jones-iðnaðarvísitalan
hafði náð sögulegu hámarki daginn áður, 14.000
stigum. Þessi dagur hefur af sumum verið nefndur
upphafsdagur ólgunnar sem einkennt hefur fjár-
málamarkaði æ síðan og má að einhverju leyti
rekja til óvissu um áhrif varhugaverðra lánveit-
inga til fasteignakaupa víða um Bandaríkin. Miðað
við þetta má því segja að á morgun sé ár liðið síðan
fjármálakreppan hófst en þess ber að geta að þeg-
ar leið á haustið tóku hlutabréfavísitölur víða um
heim að hækka á ný og náði Dow Jones sögulegu
hámarki á ný hinn 9. október 2007, 14.165 stig.
Sömu sögu er ekki að segja af úrvalsvísitölunni
íslensku en í gær var einmitt liðið eitt ár síðan hún
náði sögulegu hámarki, 9.016 stig. Síðan hefur
leiðin að mestu leyti legið niður á við. Vissulega
styrktist vísitalan eitthvað á haustmánuðum en þó
ekki þannig að hún næði fyrri hæðum. Það sem af
er ári hefur botninn síðan dottið úr markaðnum og
úrvalsvísitalan lækkað um ríflega 34% en frá 18.
júlí 2007 hefur hún lækkað um tæp 54%.
Segja má að ládeyðan á íslenska hlutabréfa-
markaðnum hafi verið algjör að undanförnu og til
marks um það nemur velta það sem af er júlí-
mánuði 35,1 milljarði króna. Til samanburðar má
nefna að á tímabilinu 1.-18. júlí 2007 var velta með
hlutabréf 150 milljarðar króna. sverrirth@mbl.is
Toppurinn fyrir ári
Úrvalsvísitalan náði sögulegu hámarki 18. júlí 2007 og
Dow Jones náði sögulegu hámarki daginn eftir
FIMMTÁN
kaupsamningum
var þinglýst á
Akureyri í vik-
unni 11.-17. júlí
og hafa þeir
ekki verið jafn-
margir síðan í
þriðju viku jan-
úar. Þá var 22
samningum
þinglýst.
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga
á höfuðborgarsvæðinu í vikunni
11.-17. júlí var 79 og fækkaði
þeim því um þrjá frá vikunni áð-
ur. Veltan í fasteignaviðskiptum
nam 3,2 milljörðum króna. Þetta
kemur fram í frétt á vef Fast-
eignamats ríkisins.
Þar segir að 65 samninganna
hafi verið um eignir í fjölbýlis-
húsi, sjö hafi verið um sérbýli og
sjö um annars konar fasteignir en
íbúðarhúsnæði. Í vikunni áður var
82 kaupsamningum þinglýst á
höfuðborgarsvæðinu og er þetta
því fækkun en þó er of snemmt að
segja til um hvort aftur sé tekið
að hægja á markaði. Til saman-
burðar má geta þess að í sömu
viku fyrir ári var fjöldi þinglýstra
samninga 230.
Fjölgar einnig í Árborg
Þinglýstum samningum hefur
einnig fjölgað á Árborgarsvæð-
inu. Þar var átta samningum
þinglýst en fimm í vikunni þar-
áður. Tveimur vikum áður var 12
samningum þinglýst á Árborg-
arsvæðinu. sverrirth@mbl.is
Samningum
fjölgar á
Akureyri
!"# $"%" & # $'# ()' ' * +", - )./
! "!
# $ %& '!(
)
!(
*+ !& !
,!("! '!(
-. $/01 21 "
3
4$
5
!"#
$
678
!
94
! -
$ -:
!
;4 !
<
2
34&& !&$ 0 0 !
= !! 0 !
%&#' (
>
! 4
$ !$ >
# !(
#$ 02!
) $ * +
,$
= 0
(& !
3 "0 ? (&@
*
6AB CD6
6EC BFG
B7 G8C 7FG
B6D EDD D7G
FGB 8EF A6E
BB 8C7
E 67D GC6
B 6D7 D8B 7B8
8DG CCA 8CC
7 7D6 D77
CAG F66
8E GCG CB8
8 EGF
FC8 8FA
/
D
BDD 7AG
F CGC 7BD
6 DAF 7GB
/
/
/
B6C CDE B7D
/
/
7HE7
8H78
CFHA8
7H68
B8HD8
BFHC8
B7H78
GBGHDD
C6HD8
E7H8D
6HD8
AH8B
BH8F
E7HAD
/
BAFHDD
BFA8HDD
CDBHDD
BFFH8D
/
/
/
F6CDHDD
BDHDD
/
7HAB
8H7E
C8HB8
7HFD
B8HBD
BFHF8
B7HED
GBEHDD
C6HBD
EGH8D
6HBD
AH8A
BH87
EGH8D
BHFA
BAGHDD
B8DFHDD
CD8HDD
BFGHDD
CCHDD
/
EH8D
F6E8HDD
/
8H8D
2(
0
B
6
8
FA
67
B
6
FF
CG
8
6
BD
B
C
/
/
B
B7
G
/
/
/
BB
/
/
&
! !&
0
0
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
A G CDDE
BG G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
BE G CDDE
B7 G CDDE
7 BC CDDG
6 7 CDDE
BE G CDDE
B8 G CDDE
G 6 CDDE
3
3
3
I -
I .
J
J
I /
0 I
J
J
9 !
(K
J
J
I
J
J
I 1B8
I %FD
J
J
● STJÓRN matvælaframleiðandans
Alfesca samþykkti á fundi sínum í
fyrradag að hækka hlutafé félagsins
um 1.808.812 krónur að nafnvirði í
samræmi við heimild í samþykktum
félagsins. Heildarhlutafé Alfesca er
eftir aukninguna tæplega 5,9 millj-
ónir króna að nafnverði. Markaðs-
virði félagsins er um 40 milljarðar
króna.
Í tilkynningu til kauphallar kemur
fram að ákvörðun um fjölgun hluta
sé vegna kaupréttaráætlun félags-
ins og hefur samþykktum þess verið
breytt í samræmi við ákvörðunina.
sverrirth@mbl.is
Hlutafé Alfesca aukið
Fjárfestir sem Morgunblaðið
ræddi við sagðist hafa nokkr-
um sinnum þurft að svara veð-
kalli frá fjármálastofnun.
Hann sagði að hringt hefði
verið í sig og sér tjáð að eig-
infjárhlutfall í lánasamningum
væri komið niður fyrir lág-
mark sem samið var um.
Lánið var til kaupa á hluta-
bréfum þar sem bréfin sjálf
voru lögð fram til tryggingar.
Í upphafi hefði eiginfjárhlut-
fallið verið um 30%. Þegar
hlutabréfin lækkuðu í verði
hefði hlutfallið farið niður fyr-
ir 15%.
Hann sagði það erfiðasta við
veðköll að gerð væri krafa um
auknar tryggingar sem
tryggðu upphaflega trygging-
arþekju, þ.e. 30% eiginfjár-
hlutfall. Þegar hart væri í ári
gæti það verið erfiðleikum
bundið að svara veðkalli. Ef
ekki væru eignir seldar til að
greiða skuldir.
Hins vegar væru dæmi um
að menn hefðu lagt pening til
hliðar og ávallt passað vera
rétt fyrir ofan lágmarkið í
lánasamningum til að verða
ekki fyrir veðkalli.
Undir lágmarki