Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 21
|laugardagur|19. 7. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Eftir Lilju Þorsteinsdóttur
liljath@mbl.is
Svitinn perlaði af enninu á einbeittufólki sem sat í hring og lék á hryn-hljóðfæri í Hinu húsinu á þriðjudag.Aðfarirnar – sem heyrðust langt út á
götu – munu halda áfram í allt sumar og gefst
taktlausum almenningi sem og atvinnutromm-
urum kostur á að stunda þriðjudagsþrusk þar
til þrekið þrýtur.
Einar Rafn Þórhallsson, starfsmaður upp-
lýsingarmiðstöðvar Hins hússins, er sjálfur
áhugatrommari og segir að þótt trommuhring-
urinn kallist þriðjudagsþrusk sé hann svolítið
hávær. „Þetta er svokallaður opinn trommu-
hringur og það má hver sem er koma og taka
þátt. Það er betra að fólk komi með eigin hljóð-
færi en annars eru hérna sex trommur sem
fólk getur notað. Við setjumst í hring og það
fer rosalega mikið eftir fólki hvers konar flæði
myndast í hringnum.“
Skemmtilegast að sleppa
fram af sér beislinu
Einar Rafn segir að góð stemning myndist í
trommuhringnum og í honum felist ákveðið
hópefli. „Ein manneskja byrjar með ákveðinn
takt og hinir fylgja á eftir. Það getur endað
með því að fólk fer í rosalegt flæði, hálfgerða
leiðslu. Þá er það með lokuð augun og er í
takti, þetta er mjög gaman og eflir hópinn því
fólki finnst það vera hluti af einhverju. Ég hef
ekkert nema gott um þetta að segja og allir
eru velkomnir að mæta og prófa.“
Áhugatrommarinn Einar Rafn er ekki lengi
að svara því hvað sé skemmtilegast við
trommuhringinn. „Þetta er svo magnað því
það þarf bara svona 2-3 manneskjur sem
kunna að tromma. Síðan getur hver sem er
komið inn í taktinn og þó hann geri fullt af mis-
tökum þá heyrist það ekkert og hljómar bara
sem skraut í kringum taktinn. Það er lang-
skemmtilegast að sleppa fram af sér beislinu
og gleyma sér í tónlistinni. Það er mjög auð-
velt með trommurnar því á önnur hljóðfæri
þarf maður að kunna visst mikið til að koma
sér í „grúv“, en í trommuhringnum getur mað-
ur strax tekið þátt í djamminu og misst sig
svolítið.“
Morgunblaðið/G.Rúnar
Hávaði Flæðið og stemningin sem myndast í trommuhring er einstakt.
Didgeridoo Einar Rafn Þórhallsson segir
öllum velkomið að mæta og prófa.
Stemning Ein manneskja byrjar með ákveð-
inn takt og hinir fylgja á eftir.
Taktfast hópefli á
þriðjudagsþruski
Efnileg Yngri kynslóðin skemmtir sér ekki
síður vel við að berja á trommurnar.
Þriðjudagsþruskið er haldið í Hinu húsinu
alla þriðjudaga í sumar kl. 16.30 og þó hryn-
hljóðfæri séu í meirihluta má fólk mæta með
hvaða hljóðfæri sem er.
Hið þingeyska fornleifafélag hélt ný-
lega aðalfund sinn og þar greindi
Adolf Friðriksson frá rannsóknum
þeim sem gerðar verða á komandi
sumri í Suður-Þingeyjarsýslu.
Rannsóknir þessar fela það í sér að
reyna að átta sig á sögu byggðar-
innar, m.a. með aldursgreiningu
beina og gjóskulagafræði.
Áfram verður haldið á Litlu-
Núpum í Aðaldal en bátskumlið sem
þar fannst í fyrra er talið með merk-
ari fornleifafundum. Þá verða þing-
búðir í Þingey mældar upp og munu
írskir sérfræðingar koma að því
verki.
Í Þegjandadal verður leitað að
kumlum en þar eru miklar minjar
um byggð frá 10. öld og hefur verið
grafið þar í bænhús og garða. Svo
stendur til að aldursgreina minjar
um byggð í Narfastaðaseli og leggja
í framhaldi af því grunn að minja-
korti í Seljadal sem er vestan
Reykjadals en þar eru mörg eyði-
býli.
Ræktunaráhugi er vaxandi í hérað-
inu en mjög mörg býli taka þátt í
verkefninu „Bændur græða landið“.
Í sumar hefur verið borið á mörg ný
uppgræðslusvæði og mikið hefur
verið plantað af trjám í Norðurlands-
skógaverkefninu.
Margir bæir hafa verulega breytt
um ásýnd á síðasta áratug en bænda-
skógarnir eru víða farnir að sjást og
skjólbeltaræktin er að skila góðum
árangri. Þá nota bændur lúpínu eins
og aðrir en ekki í þvílíku magni sem
Húsvíkingar þar sem lúpínan hefur
tekið völdin í aðalbláberjalautum,
brekkum og búsetuminjum, en lík-
lega hefði sú ræktun þurft í sérstakt
gróðurmat að mati margra sem
sakna flórunnar í gömlu lautunum.
Kúabúum heldur áfram að fækka.
Mjólkurframleiðsla var lögð niður á
Arnstapa við Ljósavatn nýlega og
senn verður hætt framleiðslu á bæn-
um Fagranesi í Aðaldal.
Mikil eftirsjá er eftir góðu fólki úr
búgreininni og því má velta fyrir sér
hvort kúabúskapurinn búi við ákveð-
in hættumörk þegar enginn treystir
sér til þess að byrja og hverjar eru
þá framtíðarhorfurnar spyrja sumir
sem segja að búunum eigi enn eftir
að fækka mikið.
Þokan hefur verið þrálát við norð-
austurströndina og bændur ekki
glaðir sem hafa verið að reyna að
heyja. Þurrkdagar hafa verið fáir
svo ekki sé meira sagt og margir
hafa fengið ofan í en tekið þá á það
ráð að rúlla blautt.
Inn til dala er ástandið heldur
betra en hlýjar sunnanáttir hafa
ekki komið á þessu sumri hvað sem
verður en sem betur fer er veður-
spáin betri og von er um betri tíð.
Margir vilja enn þurrka sitt hey þó
tæknin sé orðin mikil því fátt er
betra en vel þurr heytugga sem
skepnur kunna vel að meta.
Gamall bóndi, Júlíus að nafni, bað
oft um þurrk þegar mikið lá við. Um
hann var ort svo:
Júlíus biður þig um þurrk,
því hann elskar seiminn.
Annars tekur hann eikilurk
og eyðileggur heiminn.
LAXAMÝRI
Eftir Atla Vigfússon
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Sandkökur „Ég er að fara að baka og það er mjög gaman,“ segir Karolína
Anna Russ sem er í leikskólanum í Aðaldal og kann vel að meta útiveruna.
úr bæjarlífinu