Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 23

Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 23
krónur. Áður höfðu þau fundið nýja miðstöð hér heima sem kostaði jafnmikið og þau borguðu fyrir hýs- ilinn. „Þetta verður allt svo innilega manns eigið þegar maður gerir þetta sjálfur og það er saga á bak við hvern einasta hlut hérna. Það er líka svo skemmtilegt að setja mark sitt á umhverfið,“ segir Sigríður og býður upp á fljótlegt og ofurgott nasl. Kóríander sækir hún í mat- jurtag arðinn. Hamingjunasl Rjómaostur Sæt rauðpiparssósa (Sweet Chilli Dipping Sauce) Ferskur kóríander Tortillaflögur Rjómaosti skóflað á miðjan disk og rauðpiparsósunni hellt yfir. Kórí- ander rifinn og dreift smekklega yf- ir. Borið fram með tortillaflögum. Vinnustöðin Hér er að finna allt frá skrúfum til glansmynda. „Nú, svo er þetta snyrtiaðstaðan mín,“ segir hýsilsfrúin og dregur fram varasalva. Hugmyndaauðgi Appelsínugula flauelsefnið er gömul gardína sem Sigríður keypti fyrir 20 árum í Fríðu frænku. „Í hýslinum hef ég fundið hlutverk fyrir gamla hluti sem hafa fylgt mér og eiga svo innilega heima þarna.“ Gamalt koddaver sem móðir hennar saumaði upphafsstafi hennar í verður brátt sett upp í einn gluggann. Hún lét sauma utan um allar dýnur, en efnið er rúmteppi sem hún keypti í Rúmfatalagernum. Allt skreytt Sigríður Þóra er að safna töppum til að skreyta hýsilinn að ut- anverðu. „Það má endilega senda mér tappa svo þetta gangi hraðar.“ Þetta verður allt svo innilega manns eigið þegar maður gerir þetta sjálfur og það er saga á bak við hvern einasta hlut hérna. Það er líka svo skemmtilegt að setja mark sitt á um- hverfið Natni Sigríður málaði hvern einasta flöt sem hægt var að mála til að húða og hylja það sem áður var. Sniðugt! Hér hefur Sigríður Þóra nýtt gamla tösku frá Birtu dóttur þeirra. „Ég skrúfaði þetta bara fast,“ segir hún. nef með sólarpúðrinu að lokum.“ Hún segir punktinn yfir i-ið síð- an að nota líka smá bleikan kinna- lit – brosa þá beint framan í speg- ilinn svo kinnbeinin sjáist, setja litinn beint þar á og draga burst- ann síðan aðeins upp. „Þetta gefur frísklegt yfirbragð og gerir förð- unina jafnvel aðeins náttúrulegri,“ segir Helga. „Sjálfri finnst mér svo flott að dusta létt yfir andlitið að lokum með fínlegu glitpúðri eins og Shimmer Brick Compact sem við notum hjá Bobbi Brown. Það á alls ekki að vera áberandi, en gefur andlitinu fallegan ljóma – svona eins og maður sé nýkominn inn úr sólinni.“ Andlitið rammað inn Mest áhersla er lögð á kinnbeinin og andlitið síð- an rammað inn með léttari áferð af sólarpúðrinu. Fyrir andlit og líkama Sólarpúður í Golden frá Mac og Sun Che- rub fyrir andlit og lík- ama frá Lancôme. Frískleg sumarförðun Sólarpúður í Light og Shimmer Brick Compact í Bronze frá Bobbi Brown. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 23 ÚTI í hinum stóra heimi færist í vöxt að veitingastaðir bjóði upp á sér- stakan matseðil fyrir hunda og önn- ur gæludýr. Á vefmiðli Daily Tele- graph kemur fram að Bretar séu að sigla hraðbyri inn í hundamat- armenninguna, og breskir veitinga- staðir reyni að lokka viðskiptavini til sín með því að höfða til hundanna. Alison Ferhi, eigandi veitinga- staðarins „The Tempest“, segist hafa ákveðið að taka opnum örmum öllum fjölskyldumeðlimum sem vilja koma að borða á veitingastaðnum. „Ég áttaði mig á því að hundar eru hluti af fjölskyldunni. Við erum nú þegar með barnamatseðil, því ekki að hafa hundamatseðil líka?“ Af hundamatseðli Ferhi getur Snati gamli valið sér gómsætan kjúklingarétt með hrísgrjónum, grænmeti, sósu og hundakexi, á meðan siðferðilega þenkjandi nú- tímahundur heimilisins getur valið sér grænmetisrétt. Eiginmaður Alison, Lak Ferhi, á sjálfur hund og veit því hvað seppi er sólginn í. „Ég nota olíu í spreybrúsa svo hundamaturinn verði ekki of feitur, skelli matnum í ofninn, nota safann til að gera sósu og bæti svo grænmetinu og hundakexinu út í réttinn. Algjört sælgæti.“ Nautasteik og hundamat, takk AP Svangur? Þó að maður sé hundur er um að gera að klæða sig upp áður en farið er á veitingastað. gæludýr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.