Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 24

Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 24
24 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ínúgildandilögum umnátt- úruvernd er rekstraraðilum friðlýstra svæða heimilt að innheimta aðgangseyri. Þó er sá fyrirvari í lögunum að til þess verði landið að hafa orð- ið fyrir spjöllum vegna ferða- manna eða hætta sé á slíkum spjöllum. Það setur mönnum samt ekki þær skorður að mega ekki innheimta gjald til að leggja stíga, reisa varnar- girðingar og upplýsinga- skilti. Umræða um innheimtu að- gangseyris að fjölsóttum ferðamannastöðum hefur af og til skotið upp kollinum hér á landi. Til dæmis lagði Geir H. Haarde til í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2000 að tekjurnar yrðu notaðar til uppbyggingar á friðlýstum svæðum. Ásta Möller, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram tillögu til þingsályktunar þremur árum seinna um þjónustugjald á fjölsóttum náttúrusvæðum. Hvorug tillagan fékk náð fyr- ir augum þeirra sem um þær fjölluðu. Það ríkir furðuleg við- kvæmni hjá Íslendingum þegar þessi mál ber á góma. Nú þekkja flestir sem ferðast til útlanda að greiða þarf gjald að mörgum merkum náttúrustöðum. Og fæstum þykir neitt tiltökumál að reiða það gjald af hendi. Flestir skilja nefnilega að viðhald, uppbygg- ing og eftirlit kostar peninga. Víða má bæta aðkomu og þjónustu við innlenda og er- lenda ferðalanga við náttúru- perlur á Íslandi. Með auknum straumi ferðamanna hefur ágangur aukist og nauðsyn- legt að stýra umferð um við- kvæm svæði. Einnig er aukin þjónusta, eins og salernis- aðstaða og upplýsingaskilti, sjálfsagður hlutur þegar kemur að verndun. Eðlilega verður gjald ein- ungis innheimt þar sem því verður við komið og þannig að það svari kostnaði. Einnig þýðir aðgangseyrir að til- teknum stöðum ekki endilega að reistar verði mannheldar girðingar um svæði eins og til dæmis Geysi. Fæstir reyna að komast hjá því að greiða sanngjarnt gjald sem nýtist þeim sem á eftir koma eins og það nýttist þeim. Það er því óþarfi að pirrast yfir því að eigendur Kersins hafa ákveðið að fara gjald- tökuleiðina. Á mörgum stöð- um hringinn í kringum landið er æskilegt að fara sömu leið. Áframhaldandi uppbygging á ferðamannastöðum er nauð- synleg til að fyrirbyggja spjöll og bæta þjónustu. Eðli- legt er að þeir sem njóti þess greiði fyrir. Eðlilegt er að þeir sem njóti greiði.}Greið gjaldtökuleið StarfsemiListaháskóla Íslands mun án efa verða mikil lyftistöng fyrir miðborgina. Ný- bygging skólans rís á mótum Laugavegar og Frakkastígs og sú tillaga, sem bar sigur úr býtum í samkeppni um hönnun skólans, gerir ráð fyrir ágætu samspili við þær byggingar sem fyrir eru. Oft er rætt um hnignun miðborgarinnar og þess kraf- ist að gerðar séu ýmsar úr- bætur með viðhaldi og upp- byggingu. Hins vegar verða menn víst seint á eitt sáttir um hvernig þær úrbætur eigi að vera. Hvort leggja eigi allt kapp á að halda í gömlu timburhúsin við götuna eða byggja upp stærri og nýrri hús. Listaháskóli Íslands þarf augljóslega stórt og rúmgott hús. Með því að byggja skól- ann við sjálfan Laugaveginn nýtur hann nálægðarinnar við aðrar listastofnanir og nægir þar að nefna Þjóðleik- húsið, ýmis lista- söfn og Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem nú er í bygg- ingu á hafnar- bakkanum. Almenningur mun líka njóta góðs af staðsetning- unni. Í skólanum verður sýn- ingarsalur, þar sem sýnd verður myndlist, hönnun og arkitektúr og hægt að ganga þar beint inn af Laugaveg- inum; kaffihús verður þar líka að finna og listamiðstöð fyrir almenning. Ástæða er til að óska Listaháskóla Íslands til ham- ingju með þann áfanga að hafa nú fengið mynd á vænt- anlegan skóla, sem vonandi verður fullbúinn haustið 2011. Uppbygging hans í hjarta borgarinnar á án efa eftir að styrkja starfsemi hans, um leið og hún hleypir lífi í miðborgina. Skólinn verður „akkeri miðborgar- innar og mikill drifkraftur,“ svo vitnað sé til orða Þor- gerðar Katrínar Gunnars- dóttur menntamálaráðherra. Almenningur mun líka njóta góðs af staðsetningunni. } Í hjarta borgarinnar G aldurinn við lífið er að gera ekki „eftirsjána að sínu föðurlandi“ eins og segir svo fallega í ein- hverri bókinni. Ég hóf pistlagöngu mína inn í sumarið með það að leiðarljósi að reyna að halda aftur af mér við að gagnrýna getuleysi ríkisstjórnarinnar. Það er vissulega áskorun. En þótt rigni eldi og brennisteini í samfélaginu og allt keyri um koll, með hjásetu yfirvalda, þá er hjá okkur sem manneskjum þörf til að njóta sólarinnar og sumarsins, bægja frá áhyggjum og dægurþrasi og sækja næringu í eitthvað annað, leita inn á við. Sú þörf er í það minnsta til staðar hjá sjálfri mér, og þótt mér finnist rík- isstjórnin duglaus og yfirborðsleg þá þykir mér samt rétt að í júlí leiti hugurinn annað, fari í göngur, hlaupi í sund, fái sér kaffibolla á svöl- unum, hlæi og geri grín, hitti mann og annan. „Give them a break“ heitir það víst á enskunni. Leyfum þeim að tala sig í kaf um evruna, nýjustu töfralausnina, og vera í andstöðu við sjálfa sig viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, tala og tala; tala og brjóta í leiðinni loforðin öll um fagurt Ísland, jöfnuð og efnahagslegan stöðugleika. Orð og efndir: Ég legg til að „framkvæmdavaldið“ lesi sér til um muninn á þessu tvennu og svo segi ég ekki meir um það að sinni. Það er júlí og við sem erum heppin höfum að öðru dýrmætu að huga og jafnvel njóta. Nú þegar einhverjir geta unnt sér hvíldar og gengið út í geisla sólar þá langar mig að skora á ykkur að taka hálfan dag eða svo áður en sumarið er úti til að ganga meðfram bökkum Þjórsár. Sjá með eigin aug- um hvaða landslag á að eyðileggja í okkar nafni, hvernig á að úthýsa anddyri Þjórs- árdals, nokkuð sem ég held að gangi þvert gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. Þau ykkar sem hafið meiri tíma gætuð jafnvel gengið um Þjórsárver, raunverulegt undur á heims- mælikvarða, og velt fyrir ykkur hvernig í ósköpunum nokkrum manni gat dottið í hug að eyðileggja þetta land. Enn er jafnvel sú hug- detta uppi á borðinu, og er það þó bara brot af því sem koma skal ef allt er talið. Erum við brjáluð? Þeim ykkar sem þykir slíkt „umhverfisvæl“ einskis virði getið dundað ykkur við það í sól- inni að reikna reikningsdæmið. Fáar greinar senda jafnmikinn gróða beint úr landi og skilja eftir sig jafnsviðna jörð. Virðisauki íslensks samfélags af stóriðju erlendra auðhringja er fáránlega lítill, þetta er heimskuleg hagfræði. Eitt þykist ég vita: Þegar fram líða stundir mun eft- irsjáin ein verða föðurland kynslóðanna sem líta yfir far- inn veg og sitja uppi með þau gegndarlausu umhverf- isspjöll sem okkar samtími stendur fyrir. Einhvers staðar hið innra í hvíldinni hljótum við að geta fundið dýpri og veigameiri gildi – lygnan stað sem gerir okkur stærri en við erum. Eyðilagt land er ekkert land og eftirsjáin er nöturleg móðurjörð. Það er sumar og enn er allt hægt. glg@althingi.is Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Föðurland eftirsjár FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þ að eru að verða ákveðin kaflaskil í Evrópumál- unum innan Sjálfstæð- isflokksins,“ segir áhrifa- mikill sjálfstæðismaður á höfuðborgarsvæðinu. „Umræðan er öll að breytast innan flokksins,“ segir flokksbróðir hans úr sjávarútvegsgeir- anum á landsbyggðinni. Eftir samtöl við fjölda sjálfstæðismanna á seinustu dögum fer ekki á milli mála að umræð- an um ESB, evru, hugsanlega aðild og önnur samskipti við ESB er að fara á fleygiferð innan Sjálfstæðisflokksins. Hindranir sem hafa verið í vegi op- inskárrar Evrópuumræðu í Sjálfstæð- isflokknum heyra nú jafnt og þétt sög- unni til. Jafnt Evrópusinnar sem einarðir andstæðingar inngöngu í ESB eru undantekningalaust á þeirri skoðun að Evrópupólitíkin verði mjög fyrirferð- armikil innan flokksins á næstunni. Rótfastri stefnu flokksins gegn ESB- aðild verði að vísu ekki breytt á milli landsfunda en margt bendi til að þessi mál verði eitt stærsta viðfangsefni næsta landsfundar, sem haldinn verð- ur haustið 2009. „Það er fullur vilji til að taka málið á dagskrá og eiga um það rökræðu, því það er ekki hægt að þegja það í hel,“ segir reyndur sveitarstjórnarmaður, sem kveðst þó vera frekar andvígur aðild að ESB. Annar segir sjálfstæð- ismenn ekki lengur mega loka sig af í einhverri einarðri afstöðu. Haft var á orði í samtölum að flokksmenn væru ekki lengur lagðir í einelti fyrir að voga sér að tala um Evrópumál með öðrum hætti en forystan og áhrifaöfl kærðu sig um. Fæstir eru þeirrar skoðunar að opinská umræða muni magna svo upp deilur að valdi klofningi í afstöð- unni til Evrópumála. Sjálfstæðismaður úr hópi ákveðinna Evrópusinna segir þó viðbúið að þetta geti orðið átakamál á næstunni. Andstæðingar aðildar komi fyrst og fremst úr þremur áttum. Öflugastir eru hagsmunaaðilar úr sjáv- arútvegi og landbúnaði sem hafi horn í síðu umræðu um að skoða aðild- arumsókn. Annar hópur tengist frjáls- hyggjuarmi flokksins, sem hafi lengi gagnrýnt skriffinnskubáknið í Brussel og loks sé lítill hópur sem haldi fram fullveldisrökunum. „Núna eru sífellt fleiri ungir menn farnir að standa upp og segja að það sé bara eðlilegt að ræða opinskátt þessa þróun. Af hverju ættu sósíaldemókratar að ein- oka þessa umræðu, þegar ljóst er að nær allir kostir frjálshyggjunnar sem innleiddir hafa verið á umliðnum ára- tug komu í gegnum EES og eru drifnir áfram af ESB?“ Umræðan að undanförnu er fyrst og fremst til komin vegna veikingar krónunnar, hárra vaxta og verðbólgu og „skipbrots peningastefnunnar“, eins og einn viðmælandi orðaði það. Menn eru á einu máli um að breyt- ingar á Evrópustefnunni leysi ekki núverandi efnahagsvanda en þrýst- ingurinn frá viðskiptalífinu er mikill og gjaldmiðilskreppan setur sitt mark á umræðuna. Útspil Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um að mögulegt sé að semja um evrumál við Evrópusambandið og greinar Þórlinds Kjartanssonar, formanns SUS, um sama efni, hafa vakið mikla athygli og skoðanir á þýðingu þeirra eru ólíkar. Heimildarmaður á lands- byggðinni segir ljóst að með þessu sé reynt að koma Sjálfstæðisflokknum út úr sjálfheldu í Evrópumálunum. Innan sjávarútvegsins séu menn farnir að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif það hefði í sjávarútvegi ef evran yrði ráðandi. Andstaðan við inngöngu í ESB hafi lítið breyst en „vinum krónunnar hefur fækkað“. Ef komi á daginn að leið Björns sé fær fengi hún mikinn hljómgrunn innan sjáv- arútvegsins. Eindreginn Evrópusinni segir þessar hugmyndir um að taka upp evru stærra skref en margir virð- ist átta sig á. Hún sé um leið yfirlýs- ing um kosti evrusvæðisins. Komi í ljós að tvíhliða samningar gangi ekki upp, sé rökrétt næsta skref að ræða aðildarumsókn. Þagnarmúrinn rofinn og umræðan á flug Morgunblaðið/Golli Evrópa á oddinn 2009? ESB-aðild var hafnað á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins 2007. Búist er við meiri Evrópuumræðu á landsfundinum haustið 2009. VIÐMÆLENDUR blaðsins innan Sjálfstæðisflokksins lýsa mis- munandi afstöðu til Evrópu- umræðunnar en eru á einu máli um að hún færist í aukana: „Það er mikil gerjun innan flokksins.“ „Það hefur ekki mátt taka á þessu, þetta hefur verið tabú í umræðunni en núna er það allt að breytast.“ „Það eru fáir sem vilja ganga í ESB vegna þess að það er frekar sósíalískt apparat og tenging almennings við Brussel er lítil.“ ,,Útspil Björns er tilraun til að afmarka gjaldmiðilsmálið og velta upp markvissum leiðum.“ „Það er að koma upp núna ótti ráðamanna í flokknum við að hann geti klofnað í afstöðu sinni, sem væri mjög slæmt.“ „Það er ljóst að Evrópumálin verða mun fyrirferðarmeiri á næsta landsfundi.“ ,,Efnahagsvandræði okkar ýta á þessa umræðu.“ ,,Þegar umræðan nær svona miklu flugi er ég ósáttur við að forsætisráðherra geri ekki meira en að segja að málið verði sett í nefnd.“ ,,Formaðurinn heldur ágæt- lega utan um þetta. Hann vinn- ur í samræmi við stefnu flokks- ins.“ ,,Þeim sem eru meðmæltir aðildarumsókn fer fjölgandi í flokknum og þeir eru að verða meira áberandi.“ Skiptar skoðanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.