Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 25

Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 25 Árni Sæberg Í svörtum fötum Ólafur F. Magnússon borgarstjóri í Reykjavík fór í gær ásamt starfsmönnum sínum, Jakobi Frímanni Magnússyni og Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur, til fundar við dómsmálaráðherrann til að ræða við hann um löggæslumál í borginni. Sumarlegur klæðnaður var ekki áskilinn. Blog.is Jón Ingi Cæsarsson | 18. júlí Óþolandi ástand í löggæslumálum Sú umræða sem fer fram í fjölmiðlum þessa dag- ana er slæm. Löggæslan virðist stórlega svelt og lögreglumenn eru allt of fáir. Ég eiginlega hrökk við þegar ég heyrði að ekki væru ráðnir sumarafleysingamenn til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Umræðan um hverfisgæslu öryggisfyrirtækja er líka áhyggjuefni. Allir sem vilja viðurkenna það vita að öryggisverðir frá Securitas eða öðrum slíkum koma alls ekki í stað löggæslu og lögreglumanna. Það er ein- faldlega ekki staða þeirra samkvæmt lögum. Allt eins mættir greiða stjórnum hverfisnefnda þóknun fyrir að horfa yfir svæðið með reglulegum hætti. … Meira: joningic.blog.is Marinó M. Marinósson | 18. júlí Vitlaust að halda LG í fjársvelti Að hafa bara eina not- hæfa þyrlu í björg- unarmálum er óþolandi ástand. Það verður að bæta úr þessu og dóms- málaráðherra ætti ekki að vera í vandræðum að laga þetta hjá Landhelgisgæslunni. Það á líka að nota tækifærið og hafa eina þyrlu staðsetta á Akureyri svo þessi þjónusta standi öllum til boða. Það er sorglegt að það skuli alltaf þurfa hörmu- legt slys til að ráðamenn vakni og sýni þessum málum áhuga. Héldu menn virkilega að það myndi ekki kosta neitt að halda úti þyrluflota? … Meira: marinomm.blog.is FÁ, en vel valin orð sem Samtök atvinnulífsins og Al- þýðusamband Íslands letruðu á bautastein sem reistur hefur verið á Sólbakka í minningu Einars Odds Kristjánssonar segja eiginlega allt sem segja þarf. – Með þakklæti fyrir framlag hans til þjóðarsátt- arsamninganna árið 1990. Þetta er í rauninni táknrænt. Samtök atvinnulífs og launþega tóku saman höndum um að greypa framlag hans til þjóðarsáttarinnar í óbrotgjarnan stein: vestfirskt berg, sem áréttingu á hinu mikilsverða framlagi þar sem í raun var innsiglað einstakt samstarf launþega og vinnuveitenda á erfiðum tím- um. Margt hefur verið rætt og skrifað um að- draganda þessa. Sjálfur kynntist ég því vel að Einar Oddur lagði sig lítt fram um að halda á lofti sínum eigin hlut. Í minningar- greinum sem skrifaðar voru að honum látn- um voru þessi mál hins vegar afar skil- merkilega rakin af þeim sem gerst mega vita. Þar vísa ég til minningargreina full- trúa atvinnulífsins, svo sem Þórarins V. Þórarinssonar, Gunnars I. Birgissonar og Víglundar Þorsteinssonar. En einnig og ekki síður fulltrúa verkalýðshreyfingar- innar á tímum þjóðarsáttar, þeirra Ás- mundar Stefánssonar, Ögmundar Jón- assonar og Þrastar Ólafssonar. Ásmundur segir meðal annars í grein sinni: „Það er ekki hægt að ofgera hlut Einars Odds í því að þjóðarsáttin tókst. Ögmundur segir þjóðarsáttina hafa byggst á því að þorri þjóðarinnar kæmi að og segir síðan: „Á þeirri hugsun hvíldi þjóðarsáttin og þá hugsun er óhætt að eigna Einari Oddi flest- um öðrum fremur.“ Og af sama tilefni segir Þröstur: „Einar Oddur var rétti maðurinn, á réttum stað og réttum tíma.“ Aðstæðurnar Einn helsti arkitekt þjóðarsáttarinnar var Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. Í ævisögu hans, sem Ómar Valdemarsson skráði, er aðdragandi þjóð- arsáttarinnar rakinn ýtarlega. Bókin kom út árið 1990, strax í kjölfar þjóðarsátt- arinnar, og er því full ástæða að gefnu til- efni nú að rifja upp lýsingu Guðmundar. Eins og aðrir þeir nefna sem voru á vett- vangi á þeim tíma segir Guð- mundur að aðdragandi þjóð- arsáttarinnar hafi verið lengri en margir hafi ætlað. Það er ljóst af skrifum Guðmundar og þeirra annarra sem gerst vita að þjóðarsáttin varð ekki til á einni nóttu. Hún spratt upp úr aðstæðum sem Guðmundur J. lýsir svo: „Nú skulu menn hafa í huga hvert ástandið var og hvert stefndi í þjóðfélaginu á þessum tíma. Það var þessi venjulega verðbólga sem búið er að halda milljón ræður um og skrifa milljón greinar um. Allar kjarabætur, sem við sömdum um þetta vor, hurfu veg allrar veraldar á ör- stuttum tíma. Kaupmáttarhrapið var jafn- ört og áður, vaxtakostnaður fjölda fyr- irtækja var orðinn hærri en vinnulaunin og mörg þeirra römbuðu á barmi gjaldþrots. Gjaldþrotum fyrirtækja og einstaklinga fór stöðugt fjölgandi. Ég fékk hvern dag heim- sóknir öðrum fremur frá ungu fólki, sem annaðhvort var um það bil að missa íbúðir sínar eða búið að því. Venjulegt fólk stóð ekki undir þessum gífurlegu vöxtum. Þetta var undirrót margra persónulegra harmleikja. Atvinnuleysi hélt áfram að aukast. Heilu byggðarlögin og atvinnugreinarnar voru að hrynja. Það hlaut að vera sameiginlegt markmið að stöðva þessa ógæfuþróun.“ Þannig byrjaði þjóðarsáttin að taka á sig mynd Í ævisögunni rekur Guðmundur J. síðan hvernig kynni þeirra Einars Odds hófust. Það var í gegn um Gunnar I. Birgisson sem hafði verið kjörinn varaformaður VSÍ á sama tíma og Einar var kjörinn formaður í júní 1989. Eftir að hafa ámálgað það við Gunnar að hitta hinn nýja forystumann vinnuveitenda að máli segir Guðmundur. „Og það leið ekki á löngu uns þeir birtust heima á Fremristekk síðla kvölds. Kvöldin urðu svo fleiri en eitt.“ Í bókinni lýsir Guðmundur nánar aðdrag- anda þess mikla afreks sem þjóðarsáttin var. Það er greinilegt að auk formlegri funda voru málin mikið rædd af for- ystumönnum launþega og vinnuveitenda, jafnframt því að báðir ræddu málin víðtækt í sínum hópi. „Við vorum báðir (þ.e Einar Oddur og Guðmundur J.) sannfærðir um að við ættum að láta á það reyna hvort við kæmumst ekki upp úr djúpu hjólfari staðl- aðrar og staðnaðrar samningagerðar.“ Og það var gert. Á meðan Guðmundur J. var sér til hressingar og hvíldar í Hvera- gerði var fundað stíft. Í bókinni segir Guð- mundi svo frá: „En það sem þeir góðu læknar vissu ekki var að á meðan ég átti að vera í íhugun og leirböðum sat ég iðulega fundi á Hótel Örk ásamt Einari Oddi, Gunnari Birgissyni, Ásmundi Stefánssyni forseta ASÍ og Þórarni Viðari Þórarinssyni framkvæmdastjóra VSÍ. Einar pantaði morgunverð í bítið og svo var setið við hann fram eftir degi. Þeir sem voru með mér til hressingar á Náttúrulækningahælinu voru stundum að spyrja hvað ég væri alltaf að gera á þessum Lionsfundum á Hótel Örk. Ég gaf lítið út á það. Þarna byrjaði þjóðarsáttin að taka á sig mynd. Að sjálfsögðu voru fleiri fundir og víðar – en það var enginn fundarstjóri og enginn sagði fund settan eða honum slitið.“ Tæki til allra Guðmundur rekur síðan hvernig í fyll- ingu tímans var sest að formlegri samn- ingagerð og að því máli komu mun fleiri „Þessir samningar voru margbrotnir enda var hugmyndin að þeir tækju til allra í þjóðfélaginu. Annaðhvort væru allir með eða enginn. Þarna voru til dæmis bændur samningsaðilar í fyrsta skipti – og það kom fljótt í ljós að þeir tefldu fram mjög hæfum mönnum úr stjórn Stéttarsambands bænda undir forystu Hauks Halldórssonar for- manns sambandsins. Að sjálfsögu var haft ýtarlegt samráð við BSRB sem tók þátt í þessu af heilum hug þótt viðsemjandinn væri annar. Háskólamenntuðum ríkisstarfs- mönnum í BHMR var boðin þátttaka í samningsgerðinni – en þeir vildu ekki við henni líta. En það var ekki bara að komast að samkomulagi við samtök atvinnurek- anda. Einn þátturinn var að semja við bankana um vaxtalækkanir. Bankarnir voru erfiðir þá og eru enn. Síðan voru óteljandi viðræðufundir við fulltrúa ríkisstjórn- arinnar, oft í ráðherrabústaðnum í Tjarn- argötu og oftast með þeim Steingrími Her- mannssyni, Jón Baldvini Hannibalssyni, Ólafi Ragnari Grímssyni og reyndar Jóni Sigurðssyni einnig. Það hefði verið óhugs- andi að gera slíka samninga án náins sam- ráðs við ríkisstjórnina. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra hélt mjög vel á málum í þessari samningsgerð allri og ekki efa ég að forysta Sjálfstæðisflokksins fylgd- ist vel með í gegnum Einar Odd.“ Enn segir Guðmundur: „Þetta var gíf- urleg tæknivinna og hún hvíldi aðallega á Ásmundi Stéfánssyni og Þórarni V. Þór- arinssyni. Þórarinn er fljúgandi skarpur maður og verkhæfur. Það er ekki heiglum hent að snúa á hann í samningum. Þessir tveir menn voru lykilmenn í öllum und- irbúningi og samningsgerð.“ Skelfilegum hlutum afstýrt Og þegar samningarnir voru í höfn horfir hinn mikilvirki verkalýðsleiðtogi til baka og segir: „Þjóðarsáttin hefur skapað meiri stöðugleika í efnahagslífinu á Íslandi en áð- ur hefur þekkst. Hvort hún heldur til enda skal enginn fullyrða, það verður að berjast fyrir henni hvern dag og hún er engin end- anleg lausn á vandamálum verkafólks. Ég er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að með þessum samningum, sem hófust svo hógværlega heima á Fremristekk, var af- stýrt skelfilegum hlutum En hvort ættjörðin frelsast á Flateyri er allt annað mál.“ Aðdragandinn var langur. Að gerð þjóð- arsáttarinnar komu síðan fjölmargir aðilar, þar með talið samtök bænda með beinum hætti, ríkisstjórnin á þeim tíma sem og önnur stjórnmálaöfl, bankarnir o.fl. Það sem hratt atburðarásinni af stað var hins vegar atbeini aðila vinnumarkaðarins. Að- koma ríkisvaldsins var þó vitaskuld nauð- synleg við þessar aðstæður, en það er þó öllum ljóst sem það vilja vita að frum- kvæðið kom frá aðilum vinnumarkaðarins og með öflugri þátttöku bænda. Það sýna frásagnir þeirra sem á vettvangi voru og hér hafa verið raktar. Eftir Einar K. Guðfinnsson » Þessi lýsing á atburða- rásinni er mjög athygl- isverð og dregur upp þá mynd að lykillinn að henni hafi verið fullkomið trúnaðartraust sem ríkti á milli verkalýðshreyf- ingar og vinnuveitenda. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þjóðarsáttin og aðdragandi hennar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.