Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 29
hversu gefandi, skemmtilegt og í raun
hversu einstakur þessi tími hefur ver-
ið. Í þessum hópi hefur alltaf verið
stutt í húmorinn. Þetta samstarf sem
nú hefur varað í um 18 ár hefði aldrei
geta orðið það sem það varð nema
fyrir aðkomu og þátttöku allra að-
standenda hópsins. Það var ósjaldan
sem hópurinn leitaði á náðir hennar
enda léttleikinn og húmorinn aldrei
langt undan. Einstakur hæfileiki til
að sjá hið spaugilega og orðheppni
hennar hefur reynst okkur Fíla-
penslum ómetanlegur liðsauki. Sibba
vinkona okkar féll því vel í hópinn og
aðkoma hennar að hópnum hefur ver-
ið okkur sem tókum þátt í þessu æv-
intýri ógleymanleg.
Þó maður hafi kannski ekki áttað
sig á gildi þess að tilheyra hópi, sem
þessum, á þeim tíma sem sól hans reis
hvað hæst. Þá áttar maður sig á því
þegar maður á þessari stundu lítur til
baka og horfir yfir farinn veg. Þær
stundir sem hópurinn hefur átt sam-
an hvort sem það var á ferðalagi, í
veislum eða á skemmtunum virðast
verða enn merkilegri. Það er enda
ekkert sjálfgefið að svo margir ein-
staklingar nái saman á þann hátt sem
náðist í þessu tilfelli. Það er í gegnum
þessar hugsanir og minningar sem
við viljum minnast Sibbu.
Við viljum því senda Finna, Ella,
Gunnu, Heiðu og Þóreyju okkar
dýpstu samúðarkveðju.
Guð blessi minningu Sibbu vinkonu
okkar.
Ólafur, Hörður, Tómas,
Sturlaugur og Þorsteinn
(Óli Kára, Höddi Júll,
Tommi Kára, Stúlli Kristjáns,
Steini Sveins) og fjölskyldur.
Elsku Sibba. Það er með trega í
hjarta sem ég skrifa þessar línur,
enda erfitt að horfa á eftir samferða-
fólki sínu hverfa af vettvangi í blóma
lífsins, en ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast öðrum eins karakt-
er og þér.
Ég minnist þeirra stunda sem við
áttum saman þeirra ára sem ég bjó á
Siglufirði. Milli okkar var alltaf gott
og það voru ófáar stundirnar sem við
áttum saman. Oftar en ekki var setið
við eldhúsborðið á Túngötunni og
hláturinn var alltaf skammt undan.
Þú hlóst þínum dillandi hlátri og
hreifst alla með, enda var nærvera
þín þrungin gleði og húmor sem fáum
er gefið. Það var sama hvert umræðu-
efnið var, þér tókst alltaf að finna
spaugilegar hliðar á öllum málefnum.
En nú er hlátur þinn hljóðnaður mín-
um eyrum en í hjarta mínu heyri ég
hann hljóma um ókomin ár.
Ég man þegar þið Finni komuð í
heimsókn á Skagann með Heiðu
Jonnu og Þóreyju Völu. Það var um
verslunarmannahelgi fyrir um 9 ár-
um. Ykkur voru sýndir merkilegustu
staðirnir í bænum og meðal annars
fórum við og skoðuðum gamla vitann
á Breiðinni. Þú ætlaðir ekki að kom-
ast upp í vitann sökum lofthræðslu og
ég man hvað við hlógum að því eftir á.
En nú ertu kominn í hærri hæðir,
Sibba mín, og þar þarftu ekkert að
óttast, enda er þar vel séð um þig og
ég trúi því að himnafaðirinn gæti þín í
hvívetna.
Ég græt þig, kæra vina, og bið al-
góðan Guð að vera með þér. Minning
þín verður ávallt geymd í hjarta mér.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Elsku Finni, Elías, Gunna, Heiða
Jonna og Þórey Vala. Guð gefi ykkur
styrk til að takast á við sorgina.
Ykkar vinur
Guðbjörg.
Kveðja frá fyrrum KS-stelpum
Við sem mynduðum kvennalið
Knattspyrnufélags Siglufjarðar vilj-
um í dag minnast vinkonu okkar, Sig-
urbjargar Elíasdóttur. Í árdaga
kvennaknattspyrnunnar var margt
brallað enda reyndum við eftir
fremsta megni að vera ekki eftirbátar
strákanna. Skipti þá engu hvort um
var að ræða fjáraflanir, skemmtanir
eða frammistöðu inni á vellinum. Það
koma því upp margar minningar í
tengslum við fótboltann. Þau voru
t.a.m. ófá skiptin sem við húktum fyr-
ir utan böll inn í handónýtu Volkswa-
gen-rúgbrauði. Þar seldum við misvel
á sig komnum ballgestum Hótels
Hafnar samlokur, sem smurðar höfðu
verið heima hjá Bylgju Hauks. Þau
skipti sem við létum í okkur heyra yf-
ir því að fá ekki að spila á grasvell-
inum voru einnig ófá.
Sibbu vinkonu okkar verður sér-
staklega minnst fyrir það hve auðvelt
hún átti með að slá á létta strengi
hvar og hvenær sem var. Sibba var
mikil keppniskona og gaf sig alla í þau
verkefni sem hún tók sér fyrir hend-
ur, hvort heldur sem um var að ræða
fótboltann eða eitthvað annað. Í dag
fylgjum við til grafar vinkonu okkar
sem kvatt hefur þennan heim langt
fyrir aldur fram. Fráfall hennar hefur
verið öllum sem kynntust henni mikið
áfall. Við stelpurnar lítum til baka
með tregablandinni gleði og þökkum
fyrir þær stundir sem við fengum að
njóta með Sibbu.
Við kveðjum góða og trausta vin-
konu með söknuði og biðjum góðan
Guð að styrkja Finna og fjölskyldu.
Blessuð sé minning Sigurbjargar Elí-
asdóttur.
F.h. fótboltastelpnanna úr KS
Siglufirði,
Bylgja Hauksdóttir.
Sibba vinkona mín er dáin og ég
mun því ekki njóta elskulegs faðm-
lags hennar næst þegar ég kem norð-
ur í heimsókn. Það eru ekki mjög
mörg ár síðan ég kynntist Sibbu en
hún var mér mikilvægur vinur sem
gaman var að rabba við og ávallt
skein gleðin og hlýjan af henni þegar
hún og Finni tóku á móti mér á heim-
ili þeirra eða annars staðar þar sem
við hittumst gjarnan í seinni tíð. Það
kemur kannski ekki á óvart að við
kynntumst fyrst í tengslum við fót-
boltann á Siglufirði í kringum Pæju-
mót og yngri flokka starf þar sem hún
átti börn sem öll hafa með einhverjum
hætti tengst KS órjúfanlegum bönd-
um líkt og foreldrarnir. Ég var svo
heppinn að eiga Sibbu sem eina af
mínum mikilvægustu og traustustu
vinum á síðustu árum og verð ævin-
lega þakklátur fyrir að hafa kynnst
henni og fjölskyldu hennar. Það er
sárt að kveðja þig Sibba mín en hugur
minn er hjá Finna og krökkunum,
þeim sendi ég hugheilar kveðjur og
hugsa fallega til allra þeirra góðu
stunda sem við höfum átt saman. Ég
mun aldrei gleyma okkar vináttu og
hún mun lifa með vönduðum krökk-
um sem nú þurfa að takast á við lífið
án þín og þinnar handleiðslu. Elsku
Finni, Elli, Gunna, Heiða, Þórey Vala
og Daði, sorg ykkar er mikil og hugur
minn er hjá ykkur á erfiðum tímum.
Ég syrgi þig og mun ávallt minnast
þín, elsku Sibba, og lofa að fara var-
lega í langa sófanum.
Þórir Hákonarson.
12. júlí sl bárust okkur þau sorg-
legu tíðindi að Sigurbjörg vinkona
okkar á Siglufirði væri látin.
Fyrir um einum og hálfum mánuði
greindist hún með lungnakrabbamein
sem var mikið áfall fyrir alla og þá
sérstaklega fjölskyldu hennar.
Við hjónin hittum hana á landsleik í
knattspyrnu rétt eftir þessu válegu
tíðindi, en Sibba var hress að vanda
og ákveðin í að takast á við veikindin
með reisn og æðruleysi. Við tók lyfja-
meðferð sem reyndist Sibbu erfið.
Allir gerðu sér grein fyrir alvöru
málsins, en alltaf er von um að lækna-
vísindin vinni á slíkum meinum. Svo
var ekki í þetta sinn – því miður.
Þau hjón voru meðal okkar bestu
vina og samstarfsmanna á Siglufirði
bæði í leik og starfi, og alltaf hægt að
reiða sig á stuðning þeirra, hjálpsemi
og vináttu. Móttökurnar sem við
fengum hjá þeim hjónum gleymast
aldrei.
Sibba var fyrst og fremst góð hús-
móðir og umhyggjusöm móðir
barnanna sinna sem hún hafði mikinn
metnað fyrir. Hún var jafnframt
spaugsöm og hrókur alls fagnaðar.
Allir þeir sem þekkja Finna eigin-
mann hennar þekkja glettni hans og
störf með Fílapenslunum, sem eru
annálaðir grínistar og prakkarar í
siglfirsku bæjarlífi, en okkur grunar
að margt af hans sprelli og uppátækj-
um hafi átt upptök sín hjá Sibbu, því
hún sá oft skemmtilegar hliðar á
mönnum og málefnum í bæjarlífinu.
Saman spunnu þau því óborganlega
grínþætti og brandara og höfum við
oft verið viðstödd slíkar „generalpruf-
ur“ í eldhúsinu hjá þeim, nokkuð sem
ekki gleymist.
Siglfirskt atvinnu- og bæjarlíf mót-
aði Sibbu eins og aðra krakka á Siglu-
firði, hún tók þátt í því bæði í leik og í
störfum. Uppvaxtarárin voru góð og
mikið um að vera, leikir af ýmsu tagi
allan ársins hring, íþróttir o.fl. Hún
tók virkan þátt í kvennaknattspyrn-
unni á Siglufirði og spilaði með meist-
araflokki í mörg ár.
Þegar iðkun hennar lauk, sneri hún
sér að félagsstörfum fyrir kvenna-
knattspyrnuna í bænum og þá alveg
sérstaklega með hvatningu til dætra
sinna sem allar tóku virkan þátt og sú
yngsta, Þórey Vala sem er 10 ára, æf-
ir og keppir í knattspyrnu og stendur
sig vel, marksækin mjög og varnar-
mannahrellir.
Leiðir okkar hafa alltaf legið saman
við störf á hinu mikla og vinsæla
Pæjumóti sem fram fer árlega í bæn-
um og alltaf var Sibba boðin og búin
til starfa við það, nema árið sem hún
eignaðist Þóreyju Völu sem fæddist
einmitt þegar mótið var að byrja það
árið.
Sibba var jafnaðar– og kvenrétt-
indakona með sterka réttlætiskennd
og umhyggju fyrir þeim sem minna
mega sín. Hún ræddi þau mál oft,
lagði ríka áherslu á jafnrétti kynjanna
og launajafnrétti og að vel væri staðið
við bakið á barnafólki.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta.
Þá sælt er að vita af því
Þú laus ert úr veikinda viðjum,
Þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku fjölskylda. Missir ykkar er
mikill og megi Guð vera með ykkur á
erfiðum stundum.
Blessuð sé minning Sigurbjargar
og hafi hún þökk fyrir allt.
Oddný Jóhannsdóttir og
Kristján L. Möller.
Með fáum orðum viljum við minn-
ast Sibbu sem fallin er frá langt fyrir
aldur fram.
Hún var lífsglöð og skemmtileg og
alltaf stutt í bros og hlátur. Greiðvikin
var hún með afbrigðum og er þess
skemmst að minnast er hún hljóp
undir bagga með okkur þegar við for-
eldrarnir vorum fjarri og dóttir okkar
þurfti að komast til og frá á fótbolta-
æfingar á Sigló. Hún var okkur innan
handar með hana, skutlaði og sótti og
setti það ekki fyrir sig. Fyrir það er-
um við þakklát.
Síðast þegar fundum okkar bar
saman vorum við að samfagna Finna
fimmtugum. Það geislaði af þeim báð-
um með barnahópinn sinn og mátti
sjá langar leiðir hve stolt þau voru og
hamingjusöm. En nú hefur hún Sibba
kvatt okkur og skilið eftir sig stórt
skarð sem erfitt verður að fylla.
Elsku Finni, Elías, Gunna, Heiða
og Þórey, megið þið finna huggun og
styrk í þessari miklu sorg.
Minningin um elskulega konu lifir.
Elín Gísladóttir og
Óskar Jakobsson.
✝
Ástkær sonur minn, faðir okkar,tengdafaðir,afi og
langafi,
JÓN JÓELSSON
Reynimel 48
lést á heimili sínu laugardaginn 12. júlí.
Jóel Jónsson,
Guðni Jónsson, Hafdís Elín Helgadóttir,
Jóel Jónsson,
Guðmundur Hjalti Jónsson, Ragna Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
LILJU GUÐLAUGSDÓTTUR,
Víðilundi 24,
Akureyri.
Innilegar þakkir til starfsfólks handlæknisdeildar á
Sjúkrahúsi Akureyrar fyrir einstaklega góða og
hlýja umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Þórhallsdóttir, Karl Eiríksson,
Þórhalla Þórhallsdóttir, Hjörtur Hjartarson,
Valdimar Þórhallsson, Inga Hjálmarsdóttir,
Gylfi Þórhallsson,
Eyþór Þórhallsson, Margrét Sigurðardóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Hjartans þakkir til allra okkar fjölmörgu ættingja og
vina sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
KRISTJÁNS EÐVALDS JÓNSSONAR
bónda,
Hólum,
Dalabyggð.
Elín Þ. Melsteð,
Elías Melsteð Kristjánsson,
Sigurður Finnur Kristjánsson, Margrét Ásta Jónsdóttir,
Hjalti Freyr Kristjánsson, Rebecca C. K. Ostenfeld,
Ásdís Kristrún Melsteð, Jóhannes Haukur Hauksson
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæri
HÖSKULDUR SVAVARSSON
lést á heimili sínu laugardaginn 5. júlí.
Jarðarförin hefur farið fram.
Við þökkum hlýhug og samúðarkveðjur.
Ásrún Snædal, Svavar Björnsson,
Gígja Svavarsdóttir, Egill Gunnarsson,
Þóra Björg Gígjudóttir,
Sjöfn Egilsdóttir,
Svavar Egilsson.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og stjúpföður,
HILMARS JÓHANNESSONAR
rafeindavirkjameistara,
Brekkugötu 19,
Ólafsfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Hrafnhildur Grímsdóttir,
Jóhann G. Hilmarsson, Anne Irmeli Turunen,
Haukur Hilmarsson
Gunnar B. Þórisson, Helga Helgadóttir,
Súsanna V. Þórisdóttir, Gunnar S. Sigurðsson,
Gísli V. Þórisson, Guðný Ó. Viðarsdóttir
Grímur Þórisson, Anna Ingileif Erlendsdóttir
og fjölskyldur.