Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 31 Elsku langalangafi, ég þakka þér fyrir tím- ann sem við áttum saman. Það er ótrúlega dýrmætt að vera aðeins tveggja ára og eiga afa sem er 98 árum eldri. Það eru ekki allir sem fá að upplifa það. Ég er alltaf að biðja mömmu um að kíkja í heim- sókn til þín en hún segir að þú sof- ir nú rótt og sért kominn á góðan stað. Ég trúi því og kveð þig með miklum söknuði. Mamma samdi ljóð handa mér til minningar um þig. Eitt lítið líf sem bráðum vex úr grasi og naut svo góðs af visku afa síns. Að ekkert fæst með röflinu né þrasi ég ávallt man öll góðu orðin þín. Nú ertu farinn en minningin er fögur, elsku afi, ég sakna þín ávallt. En mamma mín mun segja sög- ur um þig svo lifi áfram þessi minning mín. Svo dýrmætt er að muna sögur saman og ófáar þær eru til af þér. Ég mun þó minnast hvað við höfðum gaman um jólin er þú hlóst svo dátt með mér. Góða nótt, afi minn. Þín, Rebekka Rut. Elsku langi minn, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn. Það er kannski ekkert skrítið að ég hafi verið farin að taka þér sem sjálfsögðum hlut, þú orðinn 100 ára og frískari en við hin til sam- ans. Ég leyfði mér að trúa að þú yrðir alltaf hjá okkur. Það verður einmanalegt án þín, ekki síst hjá ömmu Ljótunni sem fór til þín alla daga, og það mynd- ast ákveðið tóm sem erfitt verður að fylla. Ég hef alltaf verið svo stolt af því að eiga þig fyrir afa, svona merkilegan og kláran kall sem hafði upplifað meira en fólkið sem ég las um í skólabókunum. Við lærðum um gamla skólann og heimakennsluna í sveitunum og þú hafðir upplifað það, við lærðum um vesturfarana, fólkið sem flykktist til Ameríku í leit að nýju lífi og þú hafðir upplifað það. Þú meiri að segja ferðaðist um í hestakerrum og í Ameríku varstu ekki með bur- berry’s-töskusett heldur koffort. Þú hafðir yndi af ættfræði og eftir þig liggur ógrynni af fróðleik sem fáir aðrir búa yfir, safnið hér á Húsavík á eftir að njóta góðs af allri vinnunni sem þú og langa- langafi unnuð. Þá var ekki sendur tölvupóstur til að afla upplýsinga, heldur farið á milli staða á hestum eða fótgangandi og gat það tekið fleiri daga. Amma Sólveig stóð ætíð við bak- ið á þér og ég veit að þið eruð að bralla eitthvað saman núna. Ekki yrði ég hissa þó þú værir farinn að búa til ættartré fólksins þarna hin- um megin. Það var mér ótrúlega mikils virði þegar þú komst, 98 ára gamall, á leiksýninguna mína. Það skipti mig auðvitað miklu máli hvað þér fyndist þar sem þú hefur alltaf haft áhrif á mig þegar kemur að því að semja. Þú varst auðvitað voða stoltur af mér og það gladdi mig mikið. Við munum minnast þín þegar við fáum okkur saman pítsu í fram- tíðinni því að pítsur voru það besta sem þú fékkst. Hundrað ára af- mælisdagurinn þinn var yndislegur og við áttum svo góða stund sam- Indriði Indriðason ✝ Indriði Indriða-son ættfræðingur, rithöfundur og múr- ari fæddist á Ytra- Fjalli í Aðaldal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 17. apríl 1908. Hann lést á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík föstudaginn 4. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 17. júlí. an. Ég man svo vel eftir svipnum á þér þegar við skoðuðum myndirnar á skjá- varpanum. Þú hafð- ir mikið yndi af myndum og það var alltaf svo gaman að hlusta á sögurnar þínar við hverja mynd. Mamma mun halda minningunum á lofti og segja okk- ur fullt af sögum, þið höfðuð eitthvað sérstakt samband sem enginn annar skildi. Þú varst henni svo góður vinur og leitaðir oft til hennar þegar þig vantaði eitthvað. Bæði voruð þið mikið fjöl- skyldufólk og höfðuð mikinn áhuga á ættfræðinni. Ég veit að mamma hefur misst mikið núna þegar þú ert farinn og enginn kemur til með að fylla skarð þitt í hennar hjarta, þú varst þeim systrum meira en bara afi og þær munu njóta góðs af því áfram. Minningarnar um þig, afi minn, munu ætíð lifa, góðsemi þín og endalaus húmor, viska og glæsi- menni eru orð sem minna mig á þig. Ég sakna þín meira en orð fá lýst. En þú skilur mig eftir með svo mikla visku sem þú hefur gefið mér í nesti og ég er þakklát fyrir það. Ég kveð þig nú, elsku langi minn, með þessum orðum: Nú hefur slokknað lífsins ljósið bjarta þú hefur kvatt mig nú í hinsta sinn. Minningar lifa ávallt í mínu hjarta ég kveð þig með söknuði elsku afi minn. Þín, Kristjana María. Ein er vor ættjörð einn vor himinn vor ósk og trú þegar á herðir. (I.Þ.) Nú hefur Indriði Indriðason frá Fjalli kvatt, sá seinasti af sínum stóra systkinahóp. Það vekur hvorki undrun né harm þegar sá sem lifað hefur hundrað ár fellur frá, en eftirsjá og hryggð kemur upp í vitund manns, það er svo mikið misst. Hugur minn leitar til bernskudaga þegar foreldrar mínir voru að kenna mér vísurnar sem afi minn og faðir Indriða orti um börn sín. Og þar sem ég ólst upp á sama stað og þau meira að segja í sama bænum þótti mér sem ég hefði mjög ákveðin og náin kynni af þeim. Þannig var t.d. með vís- una sem þeir áttu saman bræður Úlfur og Indriði: Aftur láta hurð á hjörum held ég enga þraut Úlfur hespar, enn við förum Indriði litli á braut. Þegar ég man eftir mér var Indriði fluttur til Reykjavíkur. Ég hitti hann því ekki oft á bernskuár- um mínum. Það voru færri ferðir milli Reykjavíkur og Norðurlands í þá daga. En það fóru mörg bréf á milli bræðranna Ketils og Indriða. Samband þeirra var afar hlýtt og innilegt enda féllu áhugamál þeirra mjög saman. Unglingurinn frá Fjalli sem fór til Ameríku 1926 kom aftur og ætlaði að feta í fót- spor feðra sinna og frænda að yrkja jörðina á heimaslóðum. Þá var tekið undir orð skáldsins „Fag- ur er dalur fyllist skógi, frjálsir menn þegar aldir renna“ og lifað eftir því. Að vísu olli heilsubrestur því að búskapur Indriða og Sól- veigar konu hans varð skemmri en skyldi en þá hófst ræktun talaðs orðs og síðar ættfræðistörf hans, þar sem hann tók upp merki föður síns með söfnun og útgáfu Þing- eyskra ætta. Þar er óbrotgjarn minnisvarði meðan fólk lætur sig einhverju varða um uppruna sinn og vert er að minnast þess að allt það starf var unnið samhliða full- um vinnudegi. Það breytist margt á hundrað árum og þarf ekki svo langan tíma til. Indriði Indriðason hélt sinni lífssýn og viðmiðunum óbreyttum til æviloka, um það vitna blaða- viðtöl sem birtust við hann í tilefni hundrað ára afmælisins 17. apríl sl. Við bróðir minn og mágkona kom- um til hans 31. mars nú í vor. Tveimur dögum áður höfðum við fylgt kærum frænda Þorkeli Þrándarsyni, bróðursyni Indriða, seinasta spölinn í Grenjaðarstað- arkirkjugarði. Þá var nístingskalt og gekk á með snörpum éljum. En svo hægði og birti og Aðaldalur var eins fallegur og hann getur verið að vetrarlagi, hvítar hlíðar með dökkum skógarblettum, svart hraunið og Laxá svo fagurblá. Að heimsókn lokinni fylgdi Indriði frændi okkur til dyra að gömlum sveitasið. Svipurinn heiður og hlýr eins og ævinlega. Það var haldið upp á hundrað ára afmæli hans og fjöldi gesta kom. Hann hafði af því mikla ánægju en eftir það var ekki að neinu að keppa og mál að hitta Sólveigu. Við hlið hennar fær hann að hvíla. Nú er hásumar og þau voru bæði sólar- og sumarbörn. Við systkinin frá Ytra-Fjalli þökkum föðurbróður okkar ára- löng kynni sem aldrei bar skugga á og sendum börnum hans og afkom- endum innilegar samúðarkveðjur. Ása Ketilsdóttir. Kveðja frá Ættfræðifélaginu Með Indriða Indriðasyni er genginn einn af merkari ættfræð- ingum þessa lands. Indriði var heiðursfélagi Ættfræðifélagsins, einn af stofnendum þess og for- maður um skeið. Frá blautu barns- beini og til hinstu stundar, á 100 ára ævi, var ættfræðin hans helsta áhugamál. Hann átti ekki langt að sækja þann áhuga, sonur Indriða Þórkelssonar bónda, skálds og ættfræðings á Ytra-Fjalli í Aðal- dal, en það var hann sem lagði grunninn að Ættum Þingeyinga, því mikla riti, sem enn er verið að fullvinna og gefa út undir styrkri stjórn Brynjars Halldórssonar. Sjálfur helgaði Indriði Indriðason því allar frístundir sínar áratugum saman. Í 20-30 ár safnaði hann fróðleik í verkið og vann á Þjóð- skjalasafninu dag hvern eftir vinnu og eyddi þar flestum laugardögum og sumarfríum. Seinustu árin helg- aði Indriði sig samantekt á Þing- eyingum sem fluttu til Vestur- heims. Áhuginn var ótrúlegur, minnið gífurlegt og þekkingin ein- stök. Með Indriða er lokið merkum kafla í sögu ættfræðinnar á Ís- landi. Hann var samtíða öðrum stórmennum ættfræðinnar eins og Pétri Zophaníassyni, Guðna Jóns- syni og Einari Bjarnasyni og sam- an áttu þeir Pétur hugmyndina að stofnun Ættfræðifélagsins. Indriði hugsaði stórt og fáir hafa lýst gildi ættfræðinnar betur en hann: „Ætt- fræðin, þekkingin á ættum okkar og uppruna, gerir okkur mun skyggnari á lífið sjálft. Í ættfræð- inni sjáum við kynslóðirnar renna fram hverja af annarri, skynjum lífsbaráttuna og hin kröppu kjör alþýðunnar, sorgina og gleðina. Við finnum að við erum öll hlekkir í langri keðju sem fléttast í sam- ofið net ættanna. Ættfræðin gerir okkur víðsýnni, glöggskyggnari og umburðarlyndari. Ættfræðin gerir okkur einnig ríkari tilfinningalega og sýnir okkur að við erum öll hluti af sögunni og lífinu sjálfu. Um leið er ættfræðin spennandi eins og gestaþraut sem aldrei verður leyst til fulls. Stöðugt bíða óhnýttir endar sem enginn veit hvert leiða fyrr en við fikrum okk- ur eftir þeim á vit nýrra spurning- armerkja. Ættfræðin heldur til haga fróðleik og þekkingu og teng- ir okkur sögunni, þjóðinni og menningunni.“ Ættfræðifélagið þakkar Indriða Indriðasyni langa og gæfuríka samfylgd. F.h. Ættfræðifélagsins, Guðfinna Ragnarsdóttir. ✝ Knútur Haf-steinn Matthías- son fæddist á Hólmavík 27. júlí 1933. Hann andaðist á dvalarheimilinu Uppsölum á Fá- skrúðsfirði miðviku- daginn 10. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja á Hólmavík, f. 15. maí 1902, d. 7. mars 1950 og Matthías Aðalsteinsson verka- maður, f. 19. desember 1888, d. 29. janúar 1973. Systkini Knúts eru Vigdís, f. 1930, Þuríður, f. 1939, Sigurður, f. 1942, og hálfsystir Hulda Lilja Sigríður Þorgeirsdóttir, f. 1925. Knútur ólst upp á Hólmavík fram á unglingsár, þá fór hann vestur í Æðey, síðan flutti hann til Reykjavíkur og stundaði sjómennsku og var mikið hjá Tryggva Ófeigssyni. Hann var hörkudug- legur og laginn neta- maður. Flutti til Breiðdalsvíkur og stundaði þar aðallega sjómennsku. Útför Knúts fer fram frá Hey- dalakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæri yndislegi bróðir, mig lang- ar með nokkrum orðum að minnast þín. Ég hélt að þú hefðir það af að halda upp á 75 ára afmælið þitt, en þú heldur upp á það annars staðar með veislu og fínheitum. Ég er viss um að þú ert búinn að hitta mömmu og pabba og þá sem farnir eru á undan. Ég hélt þegar þú komst í bæinn síðast til læknis að þetta hefði breyst og batinn kæmi en svona er þetta. Ég veit að þér líður vel núna, elsku vinur. Ég votta systrum mínum og öðr- um ættingjum samúð. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Ég bið guð að geyma þig og varð- veita, elsku vinur. Þín systir, Þuríður. Elsku Knútur, ég varð leiður og hryggur, þegar ég fékk þær fréttir að þú værir látinn. Reyndar kom það mér ekki svo mikið á óvart, því þú hafðir verið svo mikið veikur síð- ustu árin á undan. Og þegar þú komst á Jósepsspítalann fyrir nokkru síðan, þá fannst mér og ég skynjaði að það myndi ekki vera langt í að þú myndir kveðja þetta líf. Svona er þetta, það veit enginn ævina fyrr en öll er. En öll þau árin sem ég þekkti þig, voru dýrmæt og lærdómsrík. Þú varst sjómaður alla þína tíð, dugnaðarforkur, eins hafð- ir þú alltaf mjög gaman af því að lesa góðar bækur. Þú talaðir kannski ekki mikið um þínar til- finningar, en þú varst góður maður og ég á eftir að sakna þín. Ég er þakklátur fyrir þau ár sem ég þekkti þig. Ég veit og ég trúi að þú ert nú í faðmi frelsara okkar og drottins Jesú Krists. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Samúðarkveðja, Vilhjálmur Matthíasson. Knútur Hafsteinn Matthíasson ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNDÍSAR ÁRNADÓTTUR frá Ísafirði, sem jarðsungin var frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. júlí. Birgir Finnsson, Auður Birgisdóttir, Páll Skúlason, Finnur Birgisson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Arndís Birgisdóttir, Sigmundur Sigurðsson, Björn Birgisson, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS ÁRMANNS JAKOBSSONAR PÉTURSSONAR, Kringlunni 17, Reykjavík. Blessuð sé minning hans. Hafdís Einarsdóttir, Pétur H. Jónsson, Oddný Þ. Óladóttir, Margrét Jónsdóttir, Arnór H. Arnórsson, Einar Þ. Jónsson, Gina Jónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.