Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 38
38 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er laugardagur 19. júlí, 201. dag-
ur ársins 2008
Orð dagsins: Verið því óhræddir, þér
eruð meira verðir en margir spörvar.
(Mt. 10,31.)
Víkverja finnst stundum eins oghann sé staddur í kvikmyndinni
The Fast and the Furious. Sú mynd
segir af ungu fólki sem hugsar ekki
um neitt nema bíla og eigið útlit og
þeysist um götur stórborgar á trylli-
tækjum sínum af miklu kæruleysi.
Þannig virðist Miklabrautin í augum
margra ungra ökuþóra (og -freyja)
vera löng og kræsileg kappaksturs-
braut sem þeir geta keyrt eins hratt
eftir og þeim sýnist á útlitsbreyttu
bíldruslunum sínum, sem oftar en
ekki eru búnar óþarfa, dýrkeyptu
drasli eins og álfelgum og vindkljúf-
um. Fátt er nú fyndnara en að sjá
slíkar druslur með sportröndum og
tilheyrandi gúmmígæjadóti, jafnvel
merktar Daytona-kappakstrinum (!)
eða einhverju álíka ,,svölu“.
x x x
Víkverji þarf eina viku í mánuði aðvinna á kvöldin og keyrir þá um
miðnæturbil heim til sín, frá Rauða-
vatni niður í miðbæ Reykjavíkur. Oft
kemur hann við á bensínstöð N1 við
Miklubraut, skammt frá BSÍ, vanti
mjólk eða annað lífsnauðsynlegt í ís-
skápinn. N1 virðist vera hálfgerð fé-
lagsmiðstöð á kvöldin, miðstöð fólks
sem nýkomið er með bílpróf. Ungir
graðfolar reykspóla á vindkljúfandi
gervisportbílum sínum á bílastæðinu,
2-3 metra frá bensíndælum, og ung-
meyjar skríkja innanhúss með munn-
inn fullan af skyndibita, kóki og sæl-
gæti. Skiptir þá engu hver er árstíðin,
ungviðið leikur sér á öllum árstímum
sem er auðvitað gott og gaman. Svo
lengi sem það veldur ekki skaða.
x x x
Þó svo að þetta ungviði sé líklega ímeirihluta til fyrirmyndar virð-
ast hinir svörtu sauðir oft á tíðum
ófærir um að aka bifreið. Víkverji býr
við götu þar sem mörg eru börnin og
hámarkshraði 30 km/klst. Oft sér
hann unga graðhesta bruna eftir göt-
unni á 50-60 km hraða, sem er auðvit-
að hrein og klár bilun og verið að leika
sér að hættunni. Rússnesk rúlletta.
Ef barn hleypur út á götu, t.d. á eftir
bolta, þegar slíkur vitleysingur á leið
hjá, er ekki að spyrja að leikslokum.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 nístingskuldi,
4 tunna, 7 drukknu,
8 fjaldskapur, 9 blóm,
11 magurt,13 hafði upp
á, 14 ofhermi, 15 í fjósi,
17 heimskingja, 20 augn-
hár, 22 krá, 23 ljúka,
24 sparsöm, 25 hamingja.
Lóðrétt | 1 viðarbörkur,
2 rimill, 3 stingur,
4 dolla, 5 spjald, 6 mál-
gefin, 10 stórsjór,12 guð,
13 burt, 15 sólgin,
16 vogandi að gera,
18 læst, 19 búa til,
20 forboð,21 haka.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 mikilvirk, 8 grjón, 9 sýpur, 10 auk, 11 sonar,
13 arnar, 15 þvarg, 18 skúti,21 alt, 22 lítil, 23 aldan,
24 mannvitið.
Lóðrétt: 2 iðjan, 3 iðnar, 4 vaska, 5 ræpan, 6 uggs,
7 grár, 12 aur, 14 rík,15 þola, 16 aftra, 17 galin, 18 stapi,
19 úldni, 20 iðna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. f4 d5 2. Rf3 e6 3. e3 Bd6 4. b3 Rd7 5.
Bb2 Rgf6 6. Be2 c6 7. O–O Dc7 8. c4
O–O 9. De1 b6 10. Rc3 e5 11. cxd5 exf4
12. Hc1 c5 13. e4 Db8 14. Bb5 Re5 15.
Bc6 Rd3 16. De2 Rxc1 17. Hxc1 Bb7 18.
e5 Bxc6 19. dxc6 He8 20. Rb5 Bc7 21.
Dd3 Rg4.
Staðan kom upp á sænska meistara-
mótinu sem lauk fyrir skömmu í Växjö.
Stórmeistarinn Lars Karlsson (2475)
hafði hvítt gegn Hans Tikkanen (2437).
22. Rg5! hvítur hótar nú bæði Dd3–xh7
og Dd3–Dd7. Við báðar þessar hótanir
verður ekki ráðið. Framhaldið varð:
22…Bxe5 23. Dxh7+ Kf8 24. c7! Db7
25. Rd6! Bxb2 26. Rxb7 Bxc1 27. Dh8+
Ke7 28. Dxg7 hvítur hefur nú gjörunnið
tafl. 28…Hf8 29. Rd8 Bxd2 30. Rge6
Be3+ 31. Kf1 Rxh2+ 32. Ke2 Hh8 33.
Dxh8 fxe6 34. Rc6+ Kd7 35. Dxa8 Kxc7
36. Re5 Bd4 37. Dc6+ Kb8 38. Rd7 mát.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Ófyrirleitni.
Norður
♠Á8764
♥G4
♦K75
♣1053
Vestur Austur
♠D109 ♠G3
♥D8732 ♥K965
♦1082 ♦DG9
♣D6 ♣K984
Suður
♠K52
♥Á10
♦Á643
♣ÁG72
Suður spilar 3G.
Franski spilarinn Henri Svarc er
mættur aftur til leiks, en hann var líka
í aðalhlutverki í gær. Svarc opnaði á 1G
í suður og makker hans lyfti beint í 3G.
Svolítið skrítið að nefna ekki spaðann á
nafn, en franskir spilarar eru ein-
staklega hændir að þremur gröndum.
Útspilið er ♥3. Er einhver von?
Ekki á opnu borði, en það má reyna
að tæla vörnina til samstarfs. Svarc
stakk upp ♥G, drap kóng austurs og
spilaði hjartatíu í öðrum slag. Þótt
vestur væri margreyndur spilari kom
þessi ófyrirleitna spilamennska honum
í opna skjöldu. Eftir nokkrar vanga-
veltur komst hann að þeirri (röngu)
niðurstöðu að Svarc hlyti að eiga ♥9 að
baki tíunni. Og dúkkaði ♥10 til að
halda sambandi við makker sinn í litn-
um. Svarc fríaði spaðann og það dugði í
níu slagi – með ♥10!
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Ekki örvænta þótt þú hafir enn
ekki fundið hinn fullkomna áheyranda
sem er upprifinn af hverju orði sem þú
mælir. Það verður auðveldar að finna
hann í næstu viku.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þótt þú fáir ný ábyrgðarhlutverk,
eru þau lítil í samanburði við það sem þú
hefur haft á herðum þér undanfarið. Allt
verður auðveldara héðan í frá.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það sést hversu mikið sjálfs-
öryggi þú hefur. Þú ættir að krefjast
meira af fólki, og það mun taka því betur
en þú heldur. Láttu vaða, engin takmörk!
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Af hverju virðist sannleikurinn
ekki heiðarlegur? Skoðaðu málið í víðu
samhengi. Hver sem efi þinn er, er alltaf
betra að fá álit sem flestra.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert svo heppinn. Gnægð er til af
því sem þú þarfnast. Mundu að gleðjast
fyrir því áður en þú pælir í hvað þú þarfn-
ast næst. Biddu um hæfilega mikið.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú mætir til lífsins og þú þarf ekki
að gera mikið meira en það. Að vera þar
sem þú ert er nógu mikið verk í sjálfu sér.
Komdu þér bara vel fyrir.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er eins og stjörnurnar hafa út-
búð handa þér krem sem slær á stöðugan
kláða. Vandamál í sambandi leysast og
hinn aðilinn breytist til batnaðar. Skapið
verður betra.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú skiptir miklu máli og held-
ur áfram að gera það eftir þinn tíma. Þú
gefur frá þér svo sterka ást að hún getur
teygt sig út yfir alheiminn og eilífðina.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Lífið virðist áskorun eftir að
þú kemur heim úr einum af þínum stóru
ævintýrum. Gamla rútínan hentar þér
ekki lengur. Sýndu þolinmæði.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú getur höndlað hvað sem er.
Þú þarft bara réttu tólin. Viðkvæmar til-
finningar þarfnast silkihanska. Haltu
stillingu þinni á meðan þú finnur lausn.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Reyndu að bæta samskipta-
munstur þitt og koma frá þér eins ná-
kvæmum og réttum skilaboðum og þú
getur. Þú ert að skilgreina persónu þína.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Um leið og þú sérð hvað þarf að
gerast, breytist þú úr nöldrara í fram-
kvæmdaaðila. Þú nærð miklum árangri
og niðurstöðurnar verða öðrum leiðar-
ljós.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
19. júlí 1970
Þingeyskir bændur fóru í mót-
mælaferð í bílalest frá Húsavík
til Akureyrar. Þeir voru að lýsa
andstöðu við fyrirhugaðar
virkjunarframkvæmdir í Laxá.
19. júlí 1974
Varðskipið Þór stóð breska
togarann C. S. Forester að
ólöglegum veiðum og varð að
elta hann um 120 mílur á haf
út. Skotið var átta skotum að
togaranum og kom leki að hon-
um. Skipstjórinn, Dick Taylor,
hlaut fangelsisdóm fyrir brotið.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist þá…
Fjóla Guð-
mundsdóttir frá
Böðmóðsstöð-
um í Laugardal
er áttræð í dag,
19. júlí, og tví-
burasystir
hennar Lilja
Guðmunds-
dóttir.
80 ára
Gunnar Páls-
son fv. stór-
kaupmaður,
Hraunbæ 103,
Reykjavík, er átt-
ræður í dag,
laugardaginn 19.
júlí. Gunnar dvel-
ur hjá dóttur
sinni í Þýska-
landi á afmælisdaginn.
80 ára
Þrúður Krist-
jánsdóttir, fv.
skólastjóri í Búð-
ardal og á Laug-
um verður sjötug
mánudaginn 21.
júlí. Í tilefni af
því tekur hún á
móti vinum og
vandamönnum
sunnudaginn 20. júlí í Dalabúð,
Búðardal, milli kl. 16 og 19.
70 ára
„ÉG ÆTLA með fjölskyldunni út að borða á
Humarhúsið,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sindri
Sindrason, spurður hvernig hann ætli að halda
upp á þrítugsafmælið. Hann segir að ekki standi
til að halda veglega veislu um helgina en það sé
hins vegar aldrei að vita nema hann haldi veislu
þegar líða fer á haustið.
Erfitt sé að halda stórveislur að sumri til þegar
margir eru í fríi auk þess sem fólki veiti frekar af
skemmtun á haustin þegar farið er að rökkva.
Fólki veitir eflaust frekar af upplyftingu þá gangi
efnahagsspár eftir en þar veit Sindri hvað hann
syngur. Eins og margir vita sér hann um viðskiptahluta sjónvarps-
frétta Stöðvar 2, Markaðinn, en Sindri er menntaður fjölmiðlafræð-
ingur með mikinn áhuga á viðskiptum.
Gráðuna fékk hann frá bandarískum háskóla í Búlgaríu og þegar
heim var komið hóf hann störf hjá Viðskiptablaðinu. Síðan hefur hann
verið hjá Stöð 2 með viðkomu hjá Baugi. Spurður hvort mikið stress
fylgi því ekki að vera í beinni útsendingu segir Sindri það venjast
furðufljótt þó vissulega komi tímar þar sem hann er undir miklu
álagi.
Viðskipti og fjölmiðlar eru þó ekki einu áhugamál Sindra en hann
hefur gaman af ferðalögum. Þá spilar hann á píanó en aðaláhuga-
málið er þó að njóta einfaldlega lífsins. ylfa@mbl.is
Sindri Sindrason þrítugur
Heldur veisluna í vetur
;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is