Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 40
Steed Lord-sándið er
alltaf á sínum
stað … 44
»
reykjavíkreykjavík
ALLT lítur út fyrir að kvenkynið
muni ráða ríkjum á tónlistarhátíð-
inni Bræðslunni sem hefst á Borg-
arfirði eystri um næstu helgi. Áður
hefur verið sagt frá því að Eivör og
Dísa hyggjast troða þar upp ásamt
Magna og Damien Rice en nú hefur
þriðja tónlistarkonan bæst í hópinn.
Amy Kuney kallast hún og er frá
borginni Tulsa í Oklahoma-ríki
Bandaríkjanna. Amy hóf feril sinn í
Hondúras þar sem hún spilaði í
salsa-hljómsveit en það var ekki fyrr
en hún hóf háskólanám í Kaliforníu
að hún ákvað að gera tónlistina að
sínu aðalstarfi. Fyrsta og eina plata
Amy kom út fyrir tveimur árum og
þrátt fyrir að hafa ekki vakið neina
gríðarlega athygli náði hún til eyrna
smekkvísra manna á borð við Da-
mien Rice sem óskaði sérstaklega
eftir því að Amy myndi hita upp fyr-
ir hann á tónleikum hans á NASA
næsta fimmtudag. Þar sem Amy
hugðist koma hingað á annað borð
fannst Kára Sturlusyni skipuleggj-
anda Bræðslunnar ekki annað hægt
en að Amy kæmi með austur og svo
varð úr.
Fyrst og fremst lifandi
Miðar á Bræðsluna og NASA eru
uppseldir eins og stendur en sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
Morgunblaðsins er möguleiki á að
hægt verði að kaupa sig inn við inn-
ganginn fyrir austan. Engin ábyrgð
er þó tekin á því ef menn koma svo
að lokuðum dyrum og hundfúlum
dyraverði. Þess má svo einnig geta
að á föstudeginum verða tónleikar í
félagsheimilinu Fjarðarborg þar
sem Vilhelm Anton (Villi Naglbítur)
kemur fram og ekki er ólíklegt að
eitthvað bætist við þá dagskrá líka.
Eftir að tónleikunum í Fjarð-
arborg lýkur á föstudeginum mun
Ólafur Páll Gunnarsson þeyta skíf-
um inn í nóttina en Ólafur Páll hefur
getið sér gott orð sem útvarpsmað-
urinn Óli Palli á Rás 2.
Og talandi um Rás 2 þá mun út-
varpsstöðin útvarpa beint frá
Bræðslunni á laugardagskvöldið því
Rás 2 er að sjálfsögðu fyrst og
fremst í lifandi tónlist.
hoskuldur@mbl.is
Amy Kuney á Bræðslunni
Enn bætist við dagskrána á Borgarfirði eystri
Klippi, klipp Amy Kuney með þáttarstjórnandanum fræga og fyndna, Jay
Leno. Damien Rice bað sérstaklega um Amy fyrir tónleika sína á NASA.
Óhætt er að
segja að Herbert
Guðmundsson
hafi komið með
bombu ársins í
popp-fréttalegum
skilningi þegar
hann leysti loks frá skjóðunni eftir
24 ár um að snerilslög Charlie
Watts, trommuleikara The Rolling
Stones sé að finna í nokkrum lögum
plötunnar Dawn of the Human Re-
volution. Herbert hefur alltaf verið
slyngur við að koma sér í fjölmiðla
og um leið og fréttin birtist fóru
menn að velta því fyrir sér hvort
uppljóstrunin væri liður í kynning-
arstarfsemi Herberts fyrir næstu
plötu kappans Spegill sálarinnar
sem væntanleg er í plötubúðir með
haustinu. Hvað sem öllum slíkum
vangaveltum líður er ljóst að platan
verður athyglinnar virði því sem
endranær verður Herbert studdur
af fremstu hljóðfæraleikurum
landsins á plötunni. Má þar nefna
menn eins og Axel trommara úr
Naglbítunum, Ingó Sigurðsson, Jón
Elvar úr Stjórninni, Svan Herberts-
son, Magnús og Jóhann í bakrödd-
um og síðast en ekki síst Þorstein
Magnússon gítarleikara úr Eikinni.
Stórskotalið með
Hebba á nýju plötunni
Ágúst Guðmundsson leikstjóri
var aðalræðumaður á ráðstefnu Fé-
lags háskólakennara í norrænum
fræðum í Kanada á dögunum og
flutti fyrirlestur um Ingmar Berg-
man. Samkvæmt logs.is var kvik-
mynd Ágústs, Mávahlátur, sýnd
fyrir fullu húsi og svaraði leikstjór-
inn spurningum bíógesta að sýning-
unni lokinni. Annan fyrirlestur hélt
Ágúst síðan við Viktoríu-háskóla og
fjallaði þá um íslenska kvikmynda-
gerð, fór þar fljótt yfir sögu fyrstu
tvo áratugina, en lagði áherslu á
öldina sem nú líður.
Aðalræðumaður
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
„EF ÉG dett út þá er síminn raf-
magnslaus, en skjóttu.“ Það er
Egill Sæbjörnsson sem á raf-
magnslitla símann, en hann er
staddur í New York, um það bil
að fara að æfa fyrir tónleika sem
haldnir verða í kvöld í P.S.1, sem
er hluti af MoMA (Museum of
Modern Art). Þar mun Egill spila
ásamt hljómsveitinni Flís, en
hana skipa þau Valdimar Kol-
beinn Sigurjónsson, Helgi Svavar
Helgason, Elsa Kristín Sigurð-
ardóttir og Irene Greenwood
Povlsen. En þátttaka þeirra á
tónleikunum á upptök sín hjá
fornfrægri evrópskri konungs-
fjölskyldu.
„Þetta gigg varð til á mjög
skemmtilegan hátt. Þeir Helgi
Svavar og Valdi Kolli voru í af-
mæli Francescu von Habsburg,
sem væri væntanlega drottning í
dag ef veldi Habsborgara [sem
réðu ríkjum í austurrísk-
ungverska keisaradæminu] væri
enn við lýði. Þar hittu þau hana
Alönnu Heiss, stofnanda P.S.1, og
hún bauð þeim að koma og spila
hérna,“ segir Egill, en afmælið
var haldið í Fez í Marokkó, en
Fransesca þessi mun vera ágætis
vinkona íslensku forsetahjónanna.
En hvað verður svo á dagskrá í
kvöld? „Við erum að fara að spila
lög sem við ætlum síðan að taka
upp í ágúst og koma út á plötu í
lok ársins. Svo skellum við líka
inn einhverjum lögum af síðustu
plötunni minni, Tonk of the
Lawn,“ segir Egill. En verður
frekara samstarf við Flís þegar
tökum lýkur? „Vonandi, þeir hafa
verið ötulir að spila með mér og
ætli það verði ekki einhver frek-
ari sambræðingur í framtíðinni.“
Egill er þó ekki einhamur og
hefur flakkað mikið á milli mynd-
listar og tónlistar í gegnum árin
og mun gera áfram. Hann býr í
Berlín og verður með sýningar
þar, í Mannheim og Frankfurt í
Þýskalandi og í Gent í Belgíu.
„Svo kem ég heim á Sequences-
hátíðina – og verð kannski á
Airwaves líka.“ Fimm myndlist-
arsýningar og kannski einir tón-
leikar, það súmmerar í raun
skiptinguna á milli listgreinanna
hjá Agli. „Tónlistin hefur alltaf
verið meira hobbí,“ segir hann
mér þegar ég spyr um list-
greinaflakkið.
Áhugamálið verður þó í for-
grunni í kvöld, en tónleikarnir
eru hluti af tónleikaröðinni Warm
Up, sem heldur nú upp á tíu ára
afmæli sitt. Með þeim verða þrjú
frönsk atriði, enda kvöldið sér-
staklega tileinkað Agnés B.,
frönskum tískumógúl og tísku-
frömuði sem styrkir tónleikaröð-
ina.
Nokkrar þekktar sveitir hafa
spilað á tónleikaröðinni, svo sem
Sciccor Sisters, Afrika Bambaa-
taa og Kid Koala, en að sögn Eg-
ils er áherslan þó sérstaklega á
bönd sem eru ekkert endilega
fræg og helst dálítið neðanjarðar.
„Tónleikaröðin hófst á tíunda
áratugnum, á þeim tíma sem
myndlistarheimurinn fór að hafa
meiri áhuga á tónlist, sem margir
hafa sagt að hafi verið einkenni
þessa áratugar,“ segir Egill en
leggur áherslu á að hefð fyrir
slíkri skörun sé raunar enn eldri
í New York – hins vegar snúist
tónleikarnir sjálfir aðeins um tón-
list.
Áhrif Habsborgaranna
Egill Sæbjörnsson og hljómsveitin Flís spila á tónleikum í New York
Taka þátt í tónleikaröð í MoMA með áherslu á neðanjarðartónlist
Banastuð Egill Sæbjörnsson og hljómsveitin Flís fyrir utan P.S.1.
Hægt er að hlusta á tónleikana á
netsíðunni wps1.org.
Úr dómi Arnars Eggerts Thoroddsen um Tonk of the Lawn á sínum
tíma stóð m.a. þetta:
„Hversu kaldhæðnisleg sem þessi „tunga upp við tönn“ plata Egils
á að vera neyðist hann til að horfast í augu við þá staðreynd að hér er
að finna hreint frábærar lagasmíðar. Og það er ekkert grín. [...] Egill
nær að búa til eitthvað nýtt og ferskt úr hafsjó tilvísana í sögu og inn-
tak popptónlistarinnar þannig að upp úr stendur frumleg poppplata,
geislandi af öryggi og ekki hvað síst hugrekki til að gera eitthvað
skapandi með dægurtónlistarforminu. [...]
Rödd Egils er líka eftirtektarverð, flott popp/rokkrödd sem spann-
ar breitt svið og hann beitir henni á áhrifa- og hugmyndaríkan hátt.“
Gagnrýnin