Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 41
BANDARÍSKU sjónvarpsstöðvarnar Fox og Disney ABC
eru þessa dagana í óðaönn við að kynna dagskrá næsta
vetrar. Á meðal þess sem stöðvarnar gera í þeim tilgangi
er að fara í fyrirlestrarferðir um Bandaríkin þar sem
framleiðendur, leikstjórar, handritshöfundar og leik-
arar koma saman og deila reynslu sinni og þekkingu
með fundargestum og blaðamönnum. Margir af vinsæl-
ustu sjónvarpsþáttum í bandarísku – og íslensku – sjón-
varpi eru framleiddir af þessum fyrirtækjum og má þar
til dæmis nefna, The Simpsons, Lost, Desperate Hou-
sewives, Scrubs, Family Guy og 24. Stjörnur þáttanna
þekkjum við öll en andlitin á bak við þættina eru okkur
ekki jafnkunnug. Á myndunum má sjá sjálfa „heilana“ á
bak við þá þætti sem stytta okkur stundir á kvöldin.
Tveir sjónvarpsrisar Marc Cherry sem átti hugmyndina að Desperate Housewifes og skrifar og framleiðir þættina
skiptist á skoðunum við aðalframleiðanda þáttanna Lost, Carlton Cuse.
Týndur Damon Lindelof
framleiðir þættina Lost sem
sífellt verða skringilegri.
Klár Seth MacFarlane er
maðurinn á bakvið „Family
Guy“ og „American Dad“.
Grín Bill Lawrence fram-
leiðir „Scrubs,“ vinsæla
gamanþætti um unglækna.
Reuters
Snjall Matt Groening, skapari þáttanna um Simpson-fjölskylduna.
Umræður Greg Berlanti, aðalframleiðandi þáttanna Eli Stone, Dirty Sexy Money og Brothers & Sis-
ters, og Shonda Rhimes, höfundur og aðalframleiðandi „Grey’s Anatomy“ og „Private Practice“.
Fólkið á bak við tjöldin
RÆFILSTUSKAN hann Pete Do-
herty virðist vera með hjartað á
réttum stað þótt rokkaralegur lífs-
stíll hans sé kannski ekki til eft-
irbreytni. Pete litli lét sig ekki muna
um að syngja í minningu aðdáenda
síns í erfidrykkju á þriðjudag.
Þeir Pete og hinn sextán ára
gamli Daniel Squires höfðu tengst
vináttuböndum en banamein Daniels
var beinkrabbamein.
Mun erfidrykkjan hafa verið hald-
in á knæpu í bænum South Tyneside
í norðurhluta Englands og söng
Pete fyrir viðstada og vakti mikla
hrifningu.
Pete og hljómsveit hans Babys-
hambles kom fram á hinni virtu
djasshátíð Montreux Jazz Festival á
dögunum en hún er haldin árlega í
Sviss og er jafnan sótt af merkustu
tónlistarmönnum samtímans.
Reuters
Snyrtipinni Doherty var óvenju vel til fara á Montreux-hátíðinni í vikunni
þegar hann kom fram ásamt hljómsveit sinni Babyshambles.
Pete minn-
ist vinar
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið)
Lau 23/8 kl. 15:00
Lau 23/8 kl. 20:00
Sun 24/8 kl. 16:00
Fös 29/8 kl. 20:00
Lau 30/8 kl. 15:00
Lau 30/8 kl. 20:00
Lau 6/9 kl. 15:00
Lau 6/9 kl. 20:00
Sun 7/9 kl. 16:00
Frú Norma
4711166 | norma@frunorma.is
3DM - þrír dje emm (Sláturhús - Menningarsetur - Egilsstöðum)
Sun 20/7 kl. 20:00 Þri 22/7 kl. 20:00 Fim 24/7 kl. 20:00
Soffía mús á tímaflakki (Farandleiksýning)
Fös 25/7 kl. 11:00 F Sun 27/7 kl. 13:00 F
Kómedíuleikhúsið Ísafirði
8917025 | komedia@komedia.is
Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning)
Fös 25/7 kl. 14:00 Lau 26/7 kl. 20:00 U
Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík)
Fim 24/7 kl. 20:00 Fim 31/7 kl. 20:00
GANGA.IS
Ungmennafélag Íslands