Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir tvo áratugi af Spaug-stofunni er orðið erfitt aðímynda sér þá Karl Ágúst Úlfsson, Sigurð Sigurjónsson og Örn Árnason í einhverju öðru. En nú um daginn rifjaði ég upp ævin- týri einkaspæjarans Harrys Rögn- valds og Heimis Snitzels, hins hundtrygga aðstoðarmanns hans. Þættirnir, sem nefndust Með öðr- um morðum, komu nýlega út á fjórum geislaplötum og eru merki- leg heimild um íslenska gam- ansemi fyrir tuttugu árum. Maður hefur á tilfinningunni að handritshöfundarnir hafi ávallt spunnið það fyrsta sem þeim datt í hug af fingrum fram, sem er ekk- ert endilega tilfellið, en sköpun slíks flæðis er aðall góðra hand- rita. Sögurnar eru flestar í anda gömlu rökkurmyndanna með kryddblöndum úr ýmsum öðrum greinum, en þær eru ávallt teygðar og togaðar í hverja þá átt sem leik- urunum dettur í hug hverju sinni, og hér gilda engar reglur. Þriðja aðalhlutverkið er í raun sögumað- ur, sem Örn Árnason leikur, sem einnig tekur fullan þátt í sögunni, segir upp vinnunni oftar en einu sinni og kemur meira að segja að einu glæpamálinu. Þetta er póst- módernískir gamanþættir, Harrý og Heimir hitta Karl Ágúst og Sigga Sigurjóns, kvarta undan handritinu en eru ávallt bundnir af því – neyðast til að mynda ávallt til þess að borða fiskisúpu þótt hvor- ugum finnist hún góð, það stóð nefnilega í handritinu.    En um leið og þessir þættirminna mann á hve miklir náttúrutalentar í gamanleik þessir þremenningar eru þá er ekki hjá því komist að maður velti því fyrir sér um leið af hverju Spaugstofan (sem þeir þrír mynda hryggjar- stykkið í) hefur ekki verið fyndin í áraraðir, með stöku heiðarlegum undantekningum. Þreyta hefur örugglega eitthvað með það að segja, tveir áratugir eru ansi lang- ur tími með sama konseptið, en kannski liggur vandamálið í konseptinu sjálfu. Fyrir fáeinum árum virtist varla Stofnanavætt spaug AF LISTUM Ásgeir H. Ingólfsson » Pólitískur húmorhefur venjulega þann tilgang að opinbera fáránleika hlutanna, en hérlendis virðist hann frekar gera fáránleik- ann að norminu. Gömlu góðu dagarnir Sögumaðurinn Örn Árnason segir Heimi og Harrý fyrir verkum. Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga Hancock kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Meet Dave kl. 4 - 6:10 - 8:30 - 10:40 B.i. 7 ára Big Stan kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára The Incredible Hulk kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Hellboy 2 kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:10 POWER B.i.12ára Mamma Mia kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ Hellboy 2 kl. 3 - 6 - 8:30 - 11 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 3 - 6 - 8:30 - 10:50 LEYFÐ Hancock kl. 10 B.i. 12 ára Kung Fu panda enskt tal kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ Sex and the City kl. 3 - 6 - 9 B.i. 14 ára SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI 650kr. Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! Þau komu langt utan úr geimnum... í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega... Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL 650kr. Það er kominn nýr hrotti í fangelsið... af minni gerðinni! SÝND SMÁRABÍÓI Þau komu langt utan úr geimnum... í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega... Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ 650kr. eeee Yfirburða snilldarleg bresk- bandarísk gaman-, söng- og dansræma byggð á svellandi ABBA-lögum, frábærlega fjörug, fyndin, fjölskrúðug og kynþokkafull. - Ó.H.T, Rás 2 eee “Hressir leikarar, skemmtilegur fílingur og meiriháttar tónlist!” - T.V. - Kvikmyndir.is eee - L.I.B, Topp5.is/FBL SÝND SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! 650kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.