Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 47

Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 47 - kemur þér við Kjaramál flugfreyja FÍ í hnút Lofar litadýrðina við Skógarfoss Þorsteinn Gunnarsson segist kátur kettlingur Hvað varð um sveita- böllin? Bestu menntaskóla- myndir allra tíma Valdimar Jóhannsson leikur sér að eldinum Hvað ætlar þú að lesa í dag? ÞAÐ kannast eflaust flestir notendur You- tube við það að sjá linka á eitthvert spenn- andi myndband sem er svo hvergi til þegar þú ætlar að horfa. Ástæðan er flókin rétt- indamál og þetta virkar venjulega þannig að um leið og einhver tekur niður ólöglega myndbandið sem þú ert að fara að horfa á er einhver annar að setja það upp aftur. Þannig er því löngu ljóst að rétthafarnir eru að berj- ast vonlausri baráttu. En kvikmyndafyrirtækið Lionsgate (sem sérhæfði sig lengstum í litlum óháðum kvik- myndum en er hægt og rólega að færa sig nær miðjustraumnum), er það fyrsta sem hættir að berja hausnum við steininn og tek- ur þess í stað upp samvinnu við Youtube. Þeir munu vera með sérstaka Lions-gate síðu innan Youtube og deila að einhverju leyti gróðanum. Þá er ljóst að efnið frá kvik- myndafyrirtækinu yrði aðallega stiklur úr myndum fyrirtækisins eða þá myndbrot úr þeim og með myndi þá iðullega fylgja tengill þar sem notendur gætu keypt myndina til niðurhals. Þá mun notendum standa til boða að blanda eftir eigin hentugleik efni frá Lions- gate en mikil hefð er fyrir að notendur leiki sér að því að skeyta saman brot úr ólíkum myndum, setji nýja tónlist yfir eða eitthvað annað sniðugt. asgeirhi@mbl.is Lionsgate á Youtube Kvikmyndafyrirtækin læra það loks að steinninn er harðari en hausinn Árekstrar Matt Dillon og Thandie Newton sjást hér í Óskarsverð- launamyndinni Crash, líklega þekktustu mynd Lionsgate til þessa. Bankaránið Stikla úr kvikmyndinni Bank Job sem Lions Gate framleiðir á Youtube.com. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ADAM Freeland spilar á Nasa í kvöld, laugardagskvöld, og verður húsið opnað á miðnætti. En hverju megum við búast við frá þessum breska plötusnúði? „Þetta verður elektrónísk geðveiki í rokkanda,“ svarar Adam sem byrjaði í tónlist þegar hann var nemandi í Lund- únaborg. „Ég var alltaf að fara á klúbba og áttaði mig á því að þetta var eitthvað sem ég varð að gera, ég átti ekkert val. Síðan fór ég að framleiða tónlist og endur- hljóðblanda. Þetta er einfaldlega köllun mín.“ Hann hefur endurhljóðblandað ýmsar frægar sveitir, þeirra á meðal The White Stripes, The Prodigy, Marylin Manson, Nirv- ana og The Doors. Oftast hefur sveitin lokið sinni vinnu en það kemur þó fyrir að tónlistarmenn- irnir koma með tillögur og at- hugasemdir. En hverju þarf að breyta? „Ef þú ert með virkilega gott lag reynirðu að breyta sem minnstu. Oftast tek ég lag sem ég fíla og bæti við bíti sem virkar fyr- ir dansgólfið. Set það í klúbbvænni útsetningu. Ég reyni að halda anda lagsins og gefa því nútíma- búning fyrir dansgólfið,“ segir Adam sem er snöggur til svars þegar hann er spurður um bestu reynsluna. „Ég er að endur- hljóðblanda Nick Cave og hljóm- sveit hans Grinderman núna, ég er mikill Nick Cave-aðdáandi – og það er uppáhaldið mitt því ég er að vinna að því akkúrat núna. Það verka minna sem hefur líklega gengið hvað best hingað til er end- urhljóðblöndun af lagi Sarah Vaughan, „Fever“. Það fékk meðal annars Grammy-tilnefningu – en það er ekki endilega í uppáhaldi.“ Töluvert af tónlist Freelands hefur verið notað í sjónvarpsþætti eða tölvuleiki, en oftast eftir að hann hefur lokið vinnu sinni við tónlistina. „Ég samdi upphafslagið fyrir CSI: New York, það var ein- mitt remix af gömlu Who-lagi. En ég er ekki mjög góður að vinna tónlist fyrir ákveðna hluti, hins vegar virðist tónlistin mín vera frekar kvikmyndaleg.“ En það getur verið erfitt að samræma það að búa til tónlist og flytja hana. Adam hefur ferðast víða með plötusafnið sitt, spilað á stöðum á borð við Beijing, Dúbaí og Glastonbury. „Ég reyni að fara á túra,“ segir Adam um hvernig ferðalögin séu skipulögð. „Ég var á flakki um helgar og heima á virkum dögum, en þá var mjög erfitt að klára nokkurn skapaðan hlut. Þú ert svo stutt í hljóðverinu í einu, svo þarftu að fara aftur þegar þú ert rétt að komast í gír- inn. En nú reyni ég að eyða mánuði í tónleikaferðir og svo mánuði í hljóðveri, mér verður miklu meira úr verki þannig.“ En hvert er för- inni heitið næst? „Næst er það Burning Man, ótrúleg hátíð í Ne- vada-eyðimörkinni. Brjáluð heið- ingjahátíð í miðri eyðimörkinni, 30 þúsund manns og engar reglur. Ég hef farið þangað nokkrum sinnum og það er alltaf gaman.“ En hver er þessi brennandi mað- ur? „Bara einn sérstaklega óhepp- inn einstaklingur.“ Elektrónísk geðveiki Breskur plötu- snúður á Nasa sem unnið hefur með Nick Cave og The White Stripes DJ Freeland er mikill aðdáandi Nick Cave og endurhljóðblandar lög hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.