Morgunblaðið - 19.07.2008, Page 48
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 201. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Álag í ráðuneytinu
Dr. Tryggvi Þór Herbertsson
bankastjóri hefur verið ráðinn efna-
hagsráðgjafi forsætisráðherra.
Staða efnahagsmála veldur miklu
álagi í ráðuneytinu og hefur Tryggvi
verið ráðinn tímabundið til sex mán-
aða til að veita liðsinni. » Forsíða
Sogn nær Reykjavík?
Viðræður eru hafnar um hvernig
manna megi stöðu réttargeðlæknis
að Sogni. Enginn hefur sótt um stöð-
una sem hefur verið laus í heilt ár.
Landlæknir telur að starfsemin
þurfi að vera nær Reykjavík. » 6
Víkingastaðir skráðir
Áform eru uppi um að Þingvellir
verði „móðurskip“ í því að fá vík-
ingastaði víða um heim skráða sem
heimsminjar og alheimsmenning-
arverðmæti, að sögn Björns Bjarna-
sonar, dómsmálaráðherra og for-
manns Þingvallanefndar. » 8
SKOÐANIR»
Staksteinar: Hagstæður samanburður?
Forystugreinar: Greið gjaldtökuleið
Í hjarta borgarinnar
Ljósvaki: Dularfulla álftahvarfið
UMRÆÐAN»
Heilsuvernd á faglegum forsendum
Sundabraut í göngum
Þjóðarsáttin og aðdragandi hennar
Opið bréf til … Framsóknarflokksins
Börn: Efnilegir tennisspilarar
Risastóra sumarkrossgátan
Lesbók: Franz Kafka
Landið fyrir handan
BÖRN | LESBÓK »
3
3 3 3 3
3
4
"
+5(% .
(* +
6
((
$( (
3
3 3
3 3 3 3
3
-
7!1 %
3
3
3 3
3 3 3 3
89::;<=
%>?<:=@6%AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@%7(7<D@;
@9<%7(7<D@;
%E@%7(7<D@;
%2=%%@$(F<;@7=
G;A;@%7>(G?@
%8<
?2<;
6?@6=%2*%=>;:;
Heitast 20°C | Kaldast 12°C
Vestlæg átt, 5-10
m/s, og yfirleitt létt-
skýjað. Hlýjast sunnan-
lands en mun svalara á
annesjum norðan til. » 10
Sum kvikmyndafyr-
irtæki eru hætt að
berja hausnum við
steininn og birta
sjálf myndskeið sín á
YouTube. » 47
KVIKMYNDIR»
Komin á
YouTube
KVIKMYNDIR»
Rangur maður á röngum
stað. » 45
Harry og Heimir
vekja minningar hjá
Ásgeiri H. Ingólfs-
syni um árin áður en
Spaugstofan hóf
störf. » 42
SJÓNVARP»
Fyrir Spaug-
stofuna
TÓNLIST»
Steed Lord er á leið til
Bandaríkjanna. » 44
TÓNLIST»
Pöntuð á Brennsluna af
Damien Rice. » 40
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Minnsta hótel í heimi?
2. Andlát: Birgir Snæbjörnsson
3. Tveir svindlarar á ferð
4. Ræningjunum sópað út
Íslenska krónan veiktist um 0,6%
SIGRÍÐUR Þóra Árdal og Bergsteinn Björgúlfsson
lögðu út heilar 100 þúsund krónur þegar þau keyptu
pallhýsið sitt sem nú er orðið eins og blanda af ind-
verskum glamúr og sígaunastemningu. Þótt Sigríður
Þóra hafi í upphafi verið neikvæð gagnvart hýsinu
varð henni fljótlega ljóst að það væri algjör snilld. | 22
Gerðu lúxushýsi úr 100.000 króna pallhýsi
Glys og glamúr á pallinum
Morgunblaðið/Frikki
SCOTT Ramsay,
skoski knatt-
spyrnumaðurinn
sem leikur með
Grindavík, var
besti leikmað-
urinn í fyrri
helmingi Lands-
bankadeildar
karla í knatt-
spyrnu, að mati
íþróttafrétta-
manna Morgunblaðsins. „Ég æfði
vel í vetur og maður þarf að gera
það á mínum aldri,“ sagði hinn 32
ára gamli Ramsay við Morg-
unblaðið í gær en hann hefur leikið
á Íslandi í tólf ár. | Íþróttir
Ramsay bestur
í deildinni
Scott
Ramsay
EGILL Sæ-
björnsson og
hljómsveitin Flís
spila í tónleika-
röð með áherslu
á neðanjarð-
artónlist í P.S.1
sem er hluti af
MoMA í New
York. Fyrstu
drögin að tón-
leikunum voru lögð í afmæli hjá að-
alskonu í Marokkó. | 40
Egill og Flís
saman í MoMA
Egill Sæbjörnsson
„SÁ SEM býr á Íslandi í íslenskum raunveruleika á að
gera sér grein fyrir því að það eru alvarlegri hlutir að
gerast en álversframkvæmdir,“ segir Bubbi Morthens í
viðtali við Morgunblaðið, spurður um afstöðu sína til
stóriðjustefnu.
„Hvar liggja áherslurnar? Hvort er meiri þörf á því að
mótmæla byggingu álvera eða kjörum almennings?“
spyr Bubbi og segir: „Ég hefði viljað sjá Björk og Sig-
urrós halda tónleika til að vekja athygli á fátækt á Ís-
landi.
Ég er ekki álverssinni, ég gapi yfir þessum lausnum
landsfeðranna en ég gapi líka yfir því að enginn af ungu
kynslóðinni í tónlistarbransanum skuli ganga fram fyrir
skjöldu og benda á að það verði að vinna bug á fátækt-
inni.“
Tapaði miklum fjármunum á hlutabréfum
Bubbi segir ástand á landsbyggðinni vera graf-
alvarlegt. „Ef ég væri venjulegur maður úti á lands-
byggðinni sem ætti hús, væri með fjölskyldu og þyrfti að
borga reikninga og stæði frammi fyrir því að ekkert
nema álver gæti bjargað afkomu minni þá þyrfti ekki að
ræða málið. Viljum við atvinnulíf á landsbyggðinni eða
viljum við að landsbyggðin verði sumarbústaðanýlenda
auðkýfinga?“
Í viðtalinu kemur fram að Bubbi hafi tapað miklum
fjármunum á hlutabréfum. „Ég tapaði það miklu að ég
fór á bólakaf. Auðvitað var það áfall,“ segir Bubbi. | 18
Björk ætti frekar að
syngja gegn fátækt
Bubbi segir alvarlegri hluti en
álversframkvæmdir gerast
Morgunblaðið/Ómar
Bubbi „Ég hefði viljað sjá Björk og Sigurrós halda tón-
leika til að vekja athygli á fátækt á Íslandi.“
Á sumrin fjölgar
sundlaugar-
gestum í sam-
ræmi við hlýn-
andi veður.
Margir nýta sér-
staklega helg-
arfríin til að
skella sér í sund
með vinum og
fjölskyldu, enda eru sundferðir
hressandi og skemmtilegar. Það
skemmir heldur ekki fyrir að fá
smá lit á húðina og fríska upp á út-
litið.
Verðið er þó misjafnt eftir bæj-
arfélögum og getur mikill munur
verið þar á. Grennslast var fyrir um
miðaverð sundlauga á höfuðborg-
arsvæðinu. Kom þá í ljós að ódýrast
er fyrir börn að fara í Varmárlaug í
Mosfellsbæ og kostar það aðeins 70
kr. Dýrast er hins vegar fyrir börn
að fara í sund í Reykjavík, Kópa-
vogi og Seltjarnarnesi, en þar kost-
ar miðinn 120 kr. Fullorðinsgjald er
talsvert lægra en annars staðar á
Álftanesi, 160 kr., en hæst er það í
Reykjavík, 360 kr. og er munurinn
því 125%.
Þess ber þó að geta að sundlaug-
ar eru misvel búnar stökkpöllum,
rennibrautum og öðru, sem getur
haft áhrif á verð. gudnyh@mbl.is
Auratal