Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra sneri í gær ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 13. febrúar sl. og ákvað að umhverfisáhrif álvers- ins á Bakka við Húsavík og tengdra virkjana á Þeistareykjum og Kröflu II skyldu metin saman, ásamt áhrif- um af háspennulínu frá virkjununum til álversins. Það var Landvernd sem í mars kærði þá ákvörðun Skipulags- stofnunar að nýta ekki heimild í 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfis- áhrifum til að meta þetta í samein- ingu. Telur ráðherra öll skilyrði upp- fyllt fyrir því að meta sameiginlega. Framkvæmdir séu háðar hver ann- arri og samráð hafi verið haft við þá sem málið varðar. Gerð frummatsáætlana var komin á skrið þegar ákvörðun Skipulags- stofnunar var kærð. Landsnet hf. hafði kynnt tillögu að matsáætlun vegna háspennulínanna og Þeista- reykir ehf. sömuleiðis vegna Þeista- reykjavirkjunar. Drög Landsvirkj- unar að tillögu að matsáætlun vegna Kröfluvirkjunar II voru þá í vinnslu og á leið í kynningu en drög Alcoa að matsáætlun vegna álvers á Bakka voru hins vegar ekki tilbúin. Í júní kynnti Alcoa tillögu að matsáætlun fyrir 250.000 tonna álver, en 18. júlí nýja vegna 346.000 tonna álvers. Kynning þeirrar tillögu stendur fram til 6. ágúst nk. Skipulagsstofnun lagði í ákvörðun sinni áherslu á að umhverfisáhrif allra framkvæmda mætti meta á svipuðum tíma og fyrir því væri vilji hjá framkvæmdaraðilum. Þá kom fram hjá stofnuninni það viðhorf að ein stór skýrsla um allar fram- kvæmdirnar yrði of óaðgengileg al- menningi og þeim sem vildu kynna sér málið. Þarf að tryggja samvinnu Í því taldi Þórunn ekki felast sömu tryggingu og í ákvörðun um sameig- inlegt mat. Hin kærða ákvörðun inni- haldi einungis yfirlýsingu um áherslu Skipulagsstofnunar, sem þó hafi eng- in lagaleg úrræði til að fylgja henni eftir kjósi framkvæmdaraðilar að skila inn frummatsskýrslum á mis- munandi tímum. Sameiginlegt mat sé því nauðsynlegt til að ná fram markmiðum umhverfismats og laga um mat á umhverfisáhrifum. Það tryggi samvinnu framkvæmdaraðila, ólíkt því sem staðfesting hinnar kærðu ákvörðunar myndi gera. Það að tvær matsáætlanir liggi nú þegar fyrir breyti ekki niðurstöð- unni, enda veiti þær ekkert frekar en hin kærða ákvörðun tryggingu fyrir því að samtíma mat framkvæmda nái fram að ganga. Að sama skapi sé það ekki hindrun að framkvæmdirnar séu á vegum mismunandi fyrirtækja. Álið og orkan metin saman  Ráðherra sneri ákvörðun Skipulagsstofnunar og vill sameiginlegt umhverfismat álvers á Bakka og tengdra virkjana  Stenst meðalhófsreglu því undirbúningsferlið var skemmra komið en í Helguvík Morgunblaðið/Steinnun Ásmundsdóttir Fjarðaál Svona blöstu kerskálar álvers Alcoa við Austfirðingum árið 2006. Úrskurður umhverfisráðherra gæti seinkað undirbúningi álvers sama fyrirtækis við Húsavík eitthvað en ráðherra vill vanda umhverfismatið.                                  Í HNOTSKURN »Skipulagsstofnun tókákvörðun sína 13. febrúar síðastliðinn. Landvernd kærði þá ákvörðun til ráðherra fjór- um vikum síðar. Ráðherra sneri ákvörðuninni í gær. »3. apríl staðfesti umhverf-isráðherra ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 4. október 2007 þess efnis að ál- verið í Helguvík og tengdar framkvæmdir skyldu ekki metin saman. FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir úr- skurð umhverfisráðherra koma nokkuð á óvart, í ljósi fyrri úrskurða sem fallið hafa. Rökstuðningur fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í febrúar, þess efn- is að ekki þurfi að meta framkvæmdirnar í sameiningu, sé sterkur. Svo sem að álframleiðslan og orkufram- leiðslan þurfi ekki nauðsynlega að haldast í hendur um alla framtíð, þótt núverandi áætlanir gangi út á það. Þar að auki hafi stofnunin bent á að hægt sé að láta umhverfismat framkvæmdanna fjögurra fylgjast að í tíma án þess að binda þær svona kirfilega saman. Landsvirkjun uni hins vegar úrskurðinum, og í fram- haldinu þurfi starfsfólk hennar að skoða nánar hvaða þýðingu úrskurð- urinn hafi og ræða um það við aðra framkvæmdaraðila. „Það geta skapast vandamál með þessu. Ef einhverjar tafir verða hjá einum framkvæmda- raðila verður hinn bundinn af því. Menn þurfa að hafa í huga að fram- kvæmdirnar byrja ekki á sama tíma og að framkvæmdahraðinn er misjafn. Mér þykir ekki alveg tekið nægilegt tillit til þess,“ segir Friðrik. Óvænt í ljósi fyrri úrskurða Friðrik Sophusson ÁKVÖRÐUN Þórunnar Sveinbjarnardóttur tryggir að það verður ekki farið af stað í álversframkvæmdir fyrr en hægt er að sjá fyrir endann á orkuöflun og orkuflutn- ingum, segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar sem var kærandi í málinu. „Nú er tækifær- ið til þess að meta hvað er forsvaranlegt að virkja af þessum svæðum og láta það svo verða takmarkandi þátt í stærð notandans,“ segir Bergur og á með því við álver Alcoa. „Með þessu gefst tækifæri til þess að hlífa Gjástykki. Það má minna á það varðandi Gjástykki að rannsókn- arleyfið sem menn hafa unnið á var gefið út á vafasöm- um forsendum rétt fyrir síðustu kosningar – leyfi sem núverandi iðn- aðarráðherra hafði í hendi sér að ógilda. Núna eigum við að meta hvaða orku við getum fengið úr þessum svæðum sem við ætlum inn á og sníða svo notandann eftir þeirri orku sem fæst.“ Bergur segir þetta líka tækifæri til að horfa til annars konar orkunotenda, smærri og ef til vill fleiri, sem geti minnkað þörfina fyrir fyrirferðarmikil flutningsmannvirki orku. Sníði notandann eftir orkunni Bergur Sigurðsson ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir segir sameiginlegt mat á heildarumhverfisáhrifum framkvæmdanna veita betri upplýsingar um áhrif þeirra á umhverfið. Þá fái almenn- ingur betri upplýsingar um hvað felst í framkvæmd- unum. „Það sama á við um sveitarstjórnirnar, sem á end- anum veita öll tilskilin leyfi svo hægt sé að fara af stað. Þá hafa þær í höndunum heildarmatið. Það er líka mark- mið laganna og ekki síður mikilvægt að draga úr hugs- anlegum neikvæðum umhverfisáhrifum,“ segir Þórunn. Hún segir seinkunina sem þetta valdi í mesta lagi verða nokkrar vikur, sem megi sín lítils þegar litið sé til þess að nokkur ár séu þar til ál verður framleitt á Bakka. „Matsferli snýst ekki um að leyfa eða banna, heldur leiða fram allar upp- lýsingar um umhverfisáhrif og sammögnunaráhrif framkvæmda,“ segir Þórunn. Hún segir muninn á ákvörðun sinni um sameiginlegt mat í Helgu- vík og á Bakka vera að í Helguvík hefði ákvörðunin talist of íþyngjandi þar sem undirbúningur var mjög langt kominn. Það eigi ekki við nú og segja megi að stjórnsýslukæran hafi komið fram á réttum tíma í þetta skiptið. Nokkurra vikna seinkun Þórunn Sveinbjarnardóttir FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞEGAR verslunarmannahelgin gengur í garð og ungmenni flykkjast á útihátíðir í stórum stíl er ekki ólík- legt að mörg ungmenni teygi sína fyrstu sopa af áfengum drykkjum. Sú staðreynd er eflaust sorgleg í hugum margra, sérstaklega ef um ósjálfráða einstaklinga er að ræða. Boð og bönn eða umburðarlynd afstaða foreldra David Cameron, formaður breska Íhaldsflokksins, lét hafa eftir sér í útvarpsviðtali í vikunni að hann teldi heppilegt að ungmennum sé kennt að umgangast áfengi heima fyrir til þess að fyrirbyggja ofdrykkju. Voru ummælin svör við spurningu um vaxandi unglingadrykkju á Bret- landseyjum. „Þeir sem áttu við mesta áfengisvandamálið að stríða voru þeir sem var með öllu bannað af foreldrum sínum að drekka, en þeir sem fengu lítið glas af víni eða bjór heima fyrir voru þeir sem umgeng- ust áfengi af ábyrgð. Það er rétta leiðin inni á heimilunum,“ sagði Cameron. „Það er auðvitað töluverður menningarmunur á Íslendingum og Bretum að þessu leyti. Ég held að flestir íslenskir foreldrar vilji ganga á undan með því góða fordæmi að brýna fyrir ósjálfráða börnum sínum að snerta ekki áfengi. Við þurfum að vera samkvæm sjálfum okkur og sýna börnunum okkar að við virðum þau lög sem í landinu gilda,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræð- ingur hjá Lífi og sál. Þess ber að geta að sjálfræðisaldur á Íslandi er átján ár og fólk þarf að vera tvítugt til þess að geta keypt sér áfengi. „Þegar við erum búin að gefa grænt ljós á drykkju þá verður að huga að því að unglingar eru ekki með foreldrum sínum nema ákveð- inn hluta dagsins, þeir eru mest með félögum sínum. Þá er svolítið erfitt að fylgja því eftir að unglingarnir fái sér ekki annað og þriðja glas, ef for- eldrarnir eru búin að gefa grænt ljós á neysluna. Með slíkum skilaboðum er verið að opna gátt áfengisneyslu,“ segir Þórkatla. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem neyta áfengis eru mun líklegri til að byrja snemma að stunda kyn- líf. Tengslum íslenskra barna við foreldra sína hrakar meira með aldri á Íslandi en hjá öðrum Vesturlanda- þjóðum, samkvæmt samanburðar- rannsókn á heilsu og lífskjörum skólanema á Vesturlöndum sem kynnt var í byrjun sumars. Unglingadrykkja viðgengst hér á landi sem annars staðar Á drykkjan að hefjast heima fyrir? Morgunblaðið/Árni Sæberg Útihátíðir Mörg ungmenni dýfa tánni vel í áfengisbrunninn á útihátíðum án nokkurs eftirlits foreldra. Á unglingsaldri dregur úr tengslum við foreldra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.