Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 32
Við erum allir ung- ir í anda, þó við séum orðnir hálfgerð krumpudýr … 36 » reykjavíkreykjavík Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is BANDARÍSKI ljósmyndarinn Julia Staples starfar hér á landi þessa mánuðina, á sex mánaða styrk frá American-Scandinavian Founda- tion. Hún er að mynda verkefni sem hún segir fjalla um vaxandi mun á ríkum og fátækum á Íslandi. „Ég hef verið að koma hingað síð- ustu árin og það vakti athygli mína hvað mikið var byggt af húsum hér. Það vakti forvitni mína að sjá þessi nýju hverfi rjúka upp í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum,“ segir Staples. „Ég las um síaukinn fjölda innflytjenda, fólk sem flytti hingað til að vinna, að þeir ríku yrðu sífellt ríkari og byggðu stærri hús, lifðu við sífellt meiri lúxus. Ég vildi kanna þetta í ljósmyndum og þessi nýju samfélög sem væru að rísa.“ Myndar hús auðmanna Staples segist safna upplýsingum um þróun hverfa eins og Breiðholts, Lindahverfisins og Norðlingaholts. „Ég skrái þessi svæði, hvað mér sýnist vera mikilvægt í þeim fyrir íbúana, eins og útsýni, stærð lóða og húsa, og helstu einkenni húsanna. Í myndunum reyni ég að gefa til- finningu fyrir þessum mun á ríki- dæmi, sem mér finnst aukast hratt hér. Sumir eru farnir að fljúga milli landa á einkaþotum og byggja glæsihallir. Ég hef myndað íbúðar- hús margra þeirra ríku; ég nota arkitektúr sem myndlíkingu fyrir fólkið, í stað þess að taka portrett. Ég hef til dæmis ljósmyndað hús og fyrirtæki sem Jón Ásgeir Jó- hannesson á, hann er einn af auð- mönnunum og á svo margt sem er hluti af daglegu lífi almennings.“ Staples mun sýna hluta verkefn- isins í Lost Horse-galleríinu í sept- ember. Síðar í vetur hefur hún hug á að skapa innsetningu með heild- inni. Staples nam ljósmyndun við Par- sons í New York. Hún hyggst dvelja áfram hér eftir að styrknum lýkur. Ríkir og fátækir á Íslandi Morgunblaðið/Frikki Bygging Julia Staples reynir í myndum að gefa tilfinningu fyrir ríkidæmi. Ljósmyndarinn Julia Staples vinnur að viðamiklu verkefni www.juliastaples.com  Volta-túrinn er nú staddur í Aþenu í Grikk- landi þar sem Björk kom fram í gær í Ólympíu- íþróttahúsi borg- arinnar. Á mánudag kom Björk hins vegar fram á öðrum íþrótta- leikvangi, rómverska hringleikhús- inu í Verona á Ítalíu. Hringleika- húsið er án efa einn fallegasti tónleikastaður í heimi, jafnan not- aður undir risa-óperusýningar á borð við Aidu sem nú er verið að sýna þar. Reyndar varð að hreinsa alla leikmynd óperunnar af sviðinu svo koma mætti að Volta-leikmynd- inni. Byggingu hringleikhússins lauk um 30 e.Kr. og er það þriðja stærsta hringleikahús Ítalíu. Það tekur um 25 þúsund manns í sæti. Næstu tónleikar Bjarkar fara fram í Istanbúl á sunnudaginn. Þar á eft- ir treður hún upp á tónlistarhátíð í Portúgal hinn 7. ágúst en tónleika- ferðinni lýkur á Spáni viku síðar. Er þá rúmlega sjö mánaða tónleika- ferðalagi Bjarkar til kynningar á Volta formlega lokið. Sjö mánaða tónleika- ferð senn á enda  Ef fólk hefur enn ekki gert upp hug sinn – með alla þá tugi val- möguleika sem í boði eru – hvert halda skal um verslunarmanna- helgina þá er svarið ef til vill að finna í hjarta Reykjavíkur. Um miðjan dag í gær fór af stað keðju- póstsending frá ótilgreindum aðila þar sem blásið er til svokallaðs pikknikk-reifs á Miklatúni undir fyrirskriftinni Klambraklikkun 2008. Samkvæmt póstinum hefst fagnaðurinn seinnipart föstudags og stendur alla helgina. Skrítnast er kannski að það þurfi yfirleitt að hvetja fólk til að mæta í góða veðrinu út á Miklatúnið. Klambraklikkun 2008 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is BLAÐAMAÐUR man fyrst eftir Árna er hann rak skemmtilega fata- og skóbúð í hinu gamla og goðsagnakennda Grammi, sem lúrði glæst í porti á bakvið Laugaveginn (þessum menning- arsögulega hjalli hefur nú verið rutt í burtu fyrir fullt og allt og eftir stendur útsýni niður á Hverfisgötu. Jibbí!). Árni gat sér svo orð sem annar tveggja í dúettnum Hairdoctor, ásamt Jóni Atla Helga- syni, sem gaf út plötu árið 2005 og hafa um- svifin aukist jafnt og þétt síðan þá. Eða eins og hann orðaði það í viðtali við þetta blað er hann tróð sjö sinnum upp á síðustu Airwaves hátíð: „Þetta er nú einfaldlega það skemmtileg- asta sem ég geri og ég vil því gera það sem oftast. Ég stend ekki í hlutum nema ég hafi 100% gaman af þeim.“ Dundur Hugmyndin var sú að heyra aðeins í Árna og inna frétta en þvílíkt og annað eins! Blaða- manni varð hálf bumbult þegar skriðan byrj- aði en Árni, sem er í rúmlega 75 hljómsveitum eða svo, getur varla náð nema klukkustundar svefni yfir nóttina, sé mið tekið af öllum þeim kynstrum verkefna sem eru á hans könnu. „Ég og Haukur og Bóas úr Reykjavík! erum að setja saman safndisk með nokkrum íslensk- um hljómsveitum og listamönnum. Þetta er í gegnum félagið okkar Golden Circle sem er hópur af mjög góðu fólki í útgáfustarfsemi. Allt er þetta nýtt efni sem verður gefið út á geisladisk og selt á mjög svo vægu verði,“ upplýsir Árni. „Þetta verður gert á einfaldan hátt, aðalmálið er að koma þessu efni út.“ Og Árni er rétt að byrja. „Ég er núna að taka upp Retro Stefson í Sundlauginni ásamt Benna Hemm Hemm. Og svo eru plötur með FM Belfast og Hairdoctor að koma út í haust.“ Árni bjó í Brooklyn síðasta vetur og segir þann tíma hafa nýst vel til vinnu. „Þá gat ég dundað mér við þetta allt saman og kláraði líka sólóverkefni sem kallast Hungry and the Burger. Það er svona rólynd- is „downtempo“ tónlist.“ Árni hefur þá stofnað til útgáfu, World Champion Records, einslags hatt til að setja hin mörgu og margvíslegu verkefni sín undir. Kassettur Auk þessa hefur Árni verið að gera nýstár- legar tilraunir í DJ-settum sínum að und- anförnu. Frekar en að þeyta vínyl, geisla- diskum eða mp3 skrám hefur hann verið að snúðast með kassettur, og notar til þess tvö forláta Walkmantæki. „Það er svolítið mikið að gera akkúrat núna, já já,“ viðurkennir hann. „Ég hef svona nokkurn veginn í mig og á með þessu öllu saman. En svo set ég saman smá auglýs- ingastef við og við til að setja mat í magann.“ Allt í plús Fáir hérlendir tónlistarmenn hafa jafn mikið af járnum í eldinum og Árni plúseinn, sem mamma hans þekkir sem Árna Rúnar Hlöðversson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Takkaóður Árni Rúnar Hlöðversson er margra manna maki þegar kemur að tónlistarsköpun og á því sviði hefur hann getið sér gott orð á til- tölulega stuttum tíma.Hér er hluti af þeim lögum sem prýða disk- inn en listamenn sem þar koma fram verða vel yfir 20:  Kira Kira – „Smellurinn“  Sudden Weather Change – „Blacklung“  Valgeir Sigurðsson – „Haglaskot“  Nine Elevens – „The Secret Order of Blorgoth“  Hank & Tank – „Lonesome Cowboy Me“  Johnny Sexual – „Love You ‘Til You Leave“  Maus – „Cover my Eyes“  Dr. Gunni – „Laugardalsvöllurinn, 5. júní 1975“  Nico Muhly – „Skip Town“  Retro Stefson – „Montana“  Reykjavík! – „Æji, plís“ Lagalisti plötunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.