Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 13 AÐSÓKN í sundlaug Bolungar- víkur hefur stóraukist. Hátt í tveimur þúsundum fleiri gestir hafa sótt sundlaugina í sumar en á sama tíma í fyrra en það er um 100% aukning. Í veðurblíðunni undanfarna daga hefur aðsókn verið meiri en nokkru sinni fyrr en það má þakka nýju vatnsrennibrautinni. Fólk nýtur sundlaugarinnar, heitu pottanna og hinnar rómuðu sólbaðsaðstöðu. Tjaldstæði Bolungarvíkur er við sundlaugina. Ferðafólk hefur í auknum mæli nýtt sér það að gista á tjaldstæðinu en aðstaða þar hefur verið stórbætt undanfarin ár. Sundlaugin verður opin alla verslunarmannahelgina, í dag kl. 8- 22, laugardag kl. 10-18, sunnudag kl. 10-16 og mánudag kl. 8-22. Fullt af fólki í sundlauginni MÚSARRINDILL gerði sér í sumar hreiður í gömlum aðventukransi sem hangið hefur á vegg í grillkrók við sumarbústað við Skorradal nokkur undanfarin ár. Það sama gerðist reyndar einnig fyrir fjórum árum. Í hreiðrinu eru nú sex ungar. Flottur músarrindill FEMÍNISTAFÉLAG Íslands hvetur til ábyrgrar kynhegðunar þar sem ánægja og vellíðan þátttakenda sem ganga fúsir til leiks er mark- miðið um leið og það harmar að umræða undanfarinna daga sé á þá leið að texti við lag Baggalúts, Þjóðhátíð ’93, snúist um eðlilega hegðun í samskiptum kynjanna. „Leiddar hafa verið að því líkur að eitthvað hljóti að vera að hjá fólki sem sér ofbeldistilvísanir og kven- fyrirlitningu út úr textanum. Við bendum á að kynferðisofbeldi er út- breitt í íslensku samfélagi og að stórátaks sé þörf svo unnt sé að sporna við því. Til að útrýma kyn- ferðisofbeldi er nauðsynlegt að byggja upp samfélag jafnréttis og virðingar á milli kynja.“ Hvetja til ábyrgr- ar kynhegðunar MESSAÐ verður í Ábæjarkirkju í Austurdal í Skagafirði nk. sunnu- dag, 3. ágúst, kl. 14.30. Aðeins er messað í kirkjunni einu sinni á ári. Sr. Ólafur Hallgrímsson þjónar fyr- ir altari og predikar. Jóhann Már Jóhannson flytur einsöng og org- anisti er Rögnvaldur Valbergsson. Að messu lokinni bjóða systkini Helga heitins Jónssonar, síðasta ábúandans í dalnum, öllum kirkju- gestum til kaffis að Merkigili, líkt og þau hafa gert í yfir áratug. Ár- leg messa í Ábæjarkirkju er ávallt vel sótt en vegurinn er seinfarinn og því gott að gefa sér góðan tíma til ferðarinnar, segir sr. Ólafur Hallgrímsson. Árleg messa í Ábæjarkirkju ELDUR kom upp í tveimur brögg- um í Nauthólsvík um þrjúleytið í gær og var slökkviliðið í Skógarhlíð og af flugvellinum kallað á staðinn. Braggarnir eru í eigu sigl- ingaklúbbsins Brokeyjar og Svif- flugfélags Íslands og eru báðir nýttir sem geymsluhúsnæði. Þeir voru mannlausir þegar slökkviliðið kom á staðinn en að venju voru þó sendir inn reykkafarar til að ganga úr skugga um að enginn væri inn- anhúss. Eldurinn kom upp í einu herbergi en dreifði úr sér og var kominn á milli þilja þegar slökkvi- menn komu á staðinn, með þeim af- leiðingum að rjúfa þurfti þakið og brjóta niður veggi. Umtalsverðar skemmdir urðu því á húsunum og því sem þar var geymt vegna elds og reyks. Um klukkustund leið frá því að kallið barst og þar til tekist hafði að slökkva eldinn með þrem- ur dælubílum. Lögreglan fer með rannsókn málsins en líklegt þykir að um íkveikju sé að ræða, þar sem húsin eru ekki tengd rafmagni. unas@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Sprautað Tæpa klukkustund tók að slökkva eldinn með hjálp kröftugra dælubíla slökkviliðsins. Geymslur brunnu í Nauthólsvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.