Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 21
Óhefðbundinn Appelsínur og fennel seta sitt mark á þennan rétt. Léttur Makríllinn er einnig tilvalinn í sumarlegt salat með eplum, lauk og graskersfræjum ásamt fleiru. Sveinn ákvað að gera asíska wok-réttinn að gamni sínu. „Bak- aður áll er oft notaður til sushi- gerðar og þá settur í soya eða hois- in sósu. Hugmyndin að wok-réttinum kom því svolítið það- an. Hugmyndina að uppskriftinni með fennelnum þekki ég svo frá fyrri störfum í Hollandi.“ Reyktur makríll (snakk á milli mála) reyktur makríll snittubrauð hvítlauksolía bruschetta-tómatmauk frá Sacla Sneiðið snittubrauðið og ristið í hvítlauksolíunni á heitri pönnu. Setjið bruschettu-maukið á brauðið og makrílinn yfir. Makríl-eplasalat (fyrir 4) 4 makrílflök 1 msk dijon sinnep 1 msk hunang pipar og salt 100 g graskersfræ 2 rauð epli 1 lítill rauðlaukur 1 búnt vorlaukur 3 msk sérríedik timjan Forhitið ofninn í 200°C. Hrærið saman sinnepinu og hunanginu og smyrjið því á makrílflökin. Saltið og piprið. Bakið í um 10 mínútur og kælið. Ristið graskerfræin á pönnu. Skrælið eplin og skerið í teninga. Saxið laukinn fínt og bætið honum saman við eplin ásamt gras- kersfræjunum og sneiddum vor- lauknum. Setjið sérríedikið út í. Rífið steikta makrílinn gróflega út í salatið, stráið fersku timjani yfir og berið fram. Pönnusteiktur makríll með fennel, appelsínu og salvíu (fyrir 4) 2 stk appelsínur 1 fennel (um 200 g) 20 g salvía 100 g pístasíuhnetur smjör til steikingar 8 makrílflök smá hveiti (til að slá makrílnum í) Maldon salt og nýmulinn pipar örlítið koníak (má sleppa) 1 dl pístasíuolía Byrjið á að skera börkinn af app- elsínunum og skera þær til helm- inga og síðan í sneiðar. Geymið. Skerið fennelinn eins, setjið hann í sjóðandi vatn og sjóðið í um 2 mínútur. Snöggkælið. Sigtið, setjið saman við appelsínuna og saxið sal- víuna út í. Hitið pönnuna, ristið pistasíu- hneturnar og geymið. Hitið smjör á pönnunni, sláið fisknum í hveiti og steikið í smjör- inu. Saltið og piprið. Leggið fiskinn örstutt á disk. Bætið appelsínunum og fennelnum á vel heita pönnuna ásamt hnetunum og ristið. Gott er að hræra létt í á meðan eða hrista pönnuna þannig að allt blandist vel. Látið fiskinn aftur á pönnuna. Hell- ið koníakinu út á og látið suðuna koma upp. Gott er að dreypa pístasíuolíu yf- ir fiskinn og bera fram, til dæmis með nýjum íslenskum kartöflum. Makríll á wok í hoisin (fyrir 4) 30 g engifer 6 msk hoisin-sósa 2 msk sesamolía 2 msk límónusafi 1 msk vatn 800 g roðlaus makríll 1 hvítlauksgeiri 2 msk. olía 1 laukur 1 rauð paprika 100 g shitake-sveppir 200 g sykurbaunir 150 g cashew-hnetur. 2 chilialdin salt og pipar eftir smekk Fínsaxið engifer og bætið út í hoisin sósuna, ásamt sesamolíunni, límónusafanum og vatninu. Blandið vel saman og geymið þar til síðar. Maukið hvítlaukinn út í olíuna. Skerið makrílinn í um þrjá bita hvert flak. Grófskerið laukinn, paprikuna og shitake sveppina. Hitið pönnuna og steikið fiskinn. Bætið öllu græn- metinu og hnetunum saman við og snöggsteikið. Hellið hoisinsósu- blöndunni yfir og látið suðuna koma upp. Fræhreinsið chilli og saxið smátt. Stráið yfir pönnuna. Verði ykkur að góðu. Austurlenskt Engifer, hoisin-sósa og cashew-hnetur eru meðal þess sem notað er í bland við makrílinn í girnilegum Wok-rétti Sveins. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 21 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Barcelona 8. og 15. ágúst frá kr. 29.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á vikuferðum til Barcelona, 8. og 15. ágúst. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Frábært mannlíf og óendanleg fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu úrvali fjölbreyttra verslana í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri - takmörkuð gisting og sætafjöldi í boði! Örfá sæti laus Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð, 8. og 15. ágúst. Verð kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Gran Hotel Catalonia **** í 7 nætur með morgunverði, 8. eða 15. ágúst. Þeir sem eru að huga að sjálfboðastörfum ættu að vita að fjölbreytnin er gríðarleg. Hægt er að hjálpa börnum sem fullorðnum, dýrum eða öðru lífríki í hverri heimsálfu jarðarinnar. Á veglegri heimasíðu Lonely Planet er þáttur tileink- aður sjálfboðastörfum. Þar fær lesandi á einu bretti allar nauðsynlegustu upplýsingar er tengjast hjálparstörfum. Þar er að finna reynslusögur ferðalanga auk upplýsinga um ýmsar leiðir til að nálgast góð störf. En eins og með margt sem nýtur vinsælda getur verðið hjá fyrirtækj- unum sem Lonely Planet bendir á verið í hærri kant- inum. Til að gera sér einhvers konar mynd af fjölbreytni hjálparstarfa sem boðið er upp á er hægt að vafra í smá stund um heimasíðu hjálparstarfsmiðluninnar i–to– i. Fyrirtækið býður upp á alls kyns tegundir hjálparstarfa í Afríku, Latnesku Ameríku, Asíu og Eyjaálfu. Að velja hjálparstarf gegnum i–to–i þykir öruggur kostur en er oft talið taka meira í buddunna en góðu hófi gegnir. Heimasíðan gefur hins vegar góða yfirsýn yfir þann fjölda möguleika sem finna má til að leggja sitt af mörk- um til að gera heiminn eilítið betri. Til dæmis má þar finna vinnu við endurhæfingu pokadýra í Ástralíu, stuðla að verndun lífríkis á Madagaskar, byggja heimili fyrir fátækar fjölskyldur í Víetnam, vera leiklistarkennari í Indlandi, byggja listamiðstöð í Brasilíu, vernda risa- skjaldbökur á ströndum Costa Rica eða kenna nepölsk- um munkum ensku svo fátt eitt sé nefnt. Volunteer Abroad er einnig aðgengileg safnsíða þar sem leita má að störfum eftir heimsálfum, löndum, teg- undum starfa og lengd starfanna. Síðan gefur yfirgrips- mikla mynd af góðum störfum sem í boði eru út um allan heim. Reuters Rannsóknardýr Apar eru oft notaðir í efnarannsóknir en hjálparsamtök reyna að koma þeim í öruggt skjól. Ólík sjálfboðastörf í boði http://www.lonelyplanet.com/volunteer/ http://www.i-to-i.com/volunteer/ http://www.volunteerabroad.com/search.cfm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.