Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is GRÍÐARGÓÐ laxveiði er í Rangán- um þessa dagana. Fyrir hádegi í gær veiddust til að mynda 113 laxar í Ytri-Rangá. Veitt er á 18 stangir í ánni sem þýðir að rúmlega sex laxar veiddust á hverja stöng á vaktinni. „Ytri-Rangá er komin yfir 2.000 laxa og var í 750 á sama tíma í fyrra, og þá varð metveiði í ánni. Hvar endar þetta?“ spurði Stefán Sigurðsson hjá Lax-á í gær. „Þetta er frábært. Það má segja að það sé löndunarbið í Rangánum. Í fyrradag veiddist 151 í þeirri ytri og það hafa veiðst um 100 á dag í báðum ánum síðustu vikuna.“ Stefán greindi einnig frá því að fjög- urra daga holl sem lauk veiðum í Víðidalsá í gær hefði veitt 120 laxa á átta stangir. Þá er Tungufljót í Bisk- upstungum, þar sem veitt er á fjórar stangir, komið með á fimmta hundr- að laxa. „Tungufljótið er ein besta veiðiá landsins í dag,“ sagði Stefán. Nýjustu veiðitölur í 25 helstu lax- veiðiám landsins voru birtar á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is, í gær. Þar sést frábær veiði síðustu vikna svart á hvítu. Tvær ár eru þegar komnar með yfir 2.000 laxa, Norðurá og Ytri-Rangá. Í Norðurá er veiðin þegar vel yfir meðaltali síðustu ára. Í Þverá- Kjarrá veiddust yfir 500 laxar í vik- unni, og í Langá er veiðin ríflega þreföld miðað við sama tíma í fyrra. Tveir 20 pundarar – og 398 til Í síðustu viku voru erlendir veiði- menn í Haffjarðará og veiddu bara með fjórum stöngum, en ekki sex eins og vant er. Veiddu þeir aðeins um fjóra tíma á vakt en það kom ekki að sök því veiðin var ævin- týraleg, eða um 400 laxar á sex dög- um. Um 100 laxar á stöngina, að sögn Einars Sigfússonar. „Þar á meðal voru tveir 20- pundarar grálúsugir og nokkrir 15, 16 kílóa fiskar. Fiskurinn er dreifður um alla á,“ sagði hann. Veiðin í ánni er komin yfir þúsund laxa og Einar sér fram á metsumar. Löng viðkynni vega þungt Veiðifélag Laxár í Leirársveit samþykkti einróma á félagsfundi að ganga til samninga við Sporðablik ehf. um leigu á ánni til næstu ára. Tveir aðilar voru með hærri tilboð, SVFR og Lax-á. Buðu þau um 126 og 121 milljón fyrir þriggja ára leigu en Sporðablik bauð um 113 milljónir. Sporðablik mynda þeir Haukur Geir Garðarsson og Ólafur Johnson, en þeir hafa um árabil aðstoðað bændur við sölu veiðileyfa í ánni, sem er ein af bestu laxveiðiám landsins. „Ég reikna með að þessi löngu viðkynni hafi vegið þungt í þeirri ákvörðun bænda að semja við okk- ur,“ sagði Ólafur Johnson í samtali við fréttavefinn votnogveidi.is. Morgunblaðið/Einar Falur Laxar Þeir eru sannkallað augnayndi fyrir áhugamenn um veiðar, laxarnir ofan við stíflu í Elliðaánum. Í gær var þar mökkur af fiski. Mokað úr Rangánum  Veiðifélag Laxár í Leirársveit ræðir við Sporðablik, sem var með þriðja hæsta tilboðið í ána  400 laxar á fjórar stangir á sex dögum í Haffjarðará            ! "  ##  $% &#  '()  *)*+, *)(-. +)/*. +)--- +)'++ +)(0. +)(-- ,'. ,(* 0/1                       -0( .'1 /1+ +)*-* ''. 1(, 1-( -/' 0'( *.. +) )                23%  +1 +/ +1 +0 /4+* /4+( 0 140 +* +(4+*                 *')   !" #  HANNA Birna Kristjánsdóttir, for- maður skipulagsráðs Reykjavíkur, og fulltrúar Listaháskóla Íslands og Samson Properties hafa á fundi far- ið yfir verðlaunatillögu +Arkitekta að nýbyggingu Listaháskóla Ís- lands sem fyrirhugað er að rísi á Frakkastíg. Niðurstaða fundarins var að vinna tillöguna áfram með tilliti til sjónarmiða skipulagsyfirvalda og þarfa skólans. Aðstandendur sam- keppninnar lýsa ánægju með fund- inn og telja að nú geti hafist sú fag- lega og málefnalega umfjöllun sem skólinn hefur óskað eftir um verð- launatillöguna. Góð umræða um tillöguna VARAÐ er við ferðum upp á Snæ- fellsjökul, sem orðinn er mjög sprunginn og blautur svo hætta getur stafað af, að sögn Önnu Berg, landvarðar í þjóðgarðinum Snæ- fellsjökli. Ástæðuna má líklega rekja til mikilla sumarhita en tals- verð sólbráð hefur verið und- anfarið og því opnast sprungur á jöklinum sem gera hann erfiðan yf- irferðar. Fyrirtækið Snjófell hefur hætt við frekari skipulagðar vél- sleðaferðir á jökulinn í sumar af þessum sökum. unas@mbl.is Bráðnandi Snæfellsjökull Bráðnar Snjóhettan hefur hopað mjög. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÚTGJÖLD hins opinbera hafa vaxið of hratt í efnahagsuppsveiflunni á undanförnum árum. Það hefur verið rætt um það að sá sem ber að lokum ábyrgð á fjárhæð sveitarfélaganna sé ríkisvaldið. Sumir hafa stungið upp á því að lögfesta útgjaldareglur þannig að vöxtur ríkisútgjalda yrði fastur og ákveðinn á hverju ári,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar- deildar Kaupþings. Að sögn Ásgeirs ætti ríkið yfirhöf- uð að fylgja þeirri reglu að draga úr umsvifum á tímum mikils hagvaxtar. „Það gerist hins vegar oftar en ekki að ríkið sýnir ekki nægilega mikla að- haldssemi á sama tíma og það er mikil aukning í skatttekjum. Með því að setja útgjaldareglu væri búið að veita hagstjórninni ákveðið aðhald sem kæmi í veg fyrir að ríkisútgjöld gætu elt skammvinnar góðæristekjur.“ Útgjöldin ætti að nýta til sveiflujöfnunar Nokkur sátt virðist vera um það meðal hagfræðinga að hið opinbera eigi að draga úr framkvæmdum í góð- æri og halda að sér höndum, en leggj- ast í framkvæmdir á krepputímum. „Menn eru almennt sammála um það að hið opinbera eigi, eftir því sem hægt er, að nota útgjöldin til sveiflu- jöfnunar en það er ekkert mjög mikið svigrúm til þess að gera það. Það hef- ur samt þótt góð aðferðafræði að halda aftur af framkvæmdum þegar umsvifastigið er hátt. Margir bentu einmitt á það þegar teknar voru ákvarðanir um virkjanaframkvæmd- ir. Þær voru illa tímasettar með tilliti til hagsveiflna,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár lögðust ríki og sveit- arfélög í margvíslegar framkvæmdir sem fólu í sér aukin ríkisútgjöld. Kárahnjúkavirkjun er dæmi um slík- ar framkvæmdir, en ráðist var í þær án þess að ríkið legði fram mikið eigið fé. Ákvörðun um byggingu Kára- hnjúkavirkjunar var tekin á tímum nokkurrar óvissu í efnahagsmálum. Því var tímasetningin rétt þegar ákvörðun var tekin, en í kjölfarið fylgdi mikið góðæri og framkvæmdin því óheppileg. „Hið opinbera á standa í framkvæmdum í niðursveiflu en spara í uppsveiflu,“ segir Ásgeir. Hann segir einnig miklu ódýrara fyrir hið opinbera að fá til sín vinnuafl í efnahagslægð í stað þess að keppa við einkaframtakið í uppsveiflu. „Það eru því bæði hagkvæmnisrök og hags- tjórnarrök sem mæla með því.“ Að sögn Ásgeirs eru útgjöld ríkis- ins í góðæri samt að einhverju leyti skiljanleg því í uppsveiflu hefur hið opinbera gríðarlega miklar tekjur og þá er freistingin til staðar til þess að nýta þær í þágu ýmissa málefna. Það komi jafnframt krafa frá kjósendum um framkvæmdir þegar ríkið hafi miklar skatttekjur. Á að setja reglu um útgjöld?  Setja þyrfti reglur um útgjöld hins opinbera til að veita hagstjórninni aðhald  Hið opinbera eyddi of miklum fjármunum í uppsveiflunni Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir Mikilvægt er að ríkið haldi að sér höndum í uppsveiflu. Í HNOTSKURN »Of mikil eyðsla ríkisins í uppsveiflu gerir þensluna illviðráðanlega. »Útgjaldaregla myndi veita stjórnmálamönnum aðhald. »Hún gæti falist í því að ríkisútgjöld myndu vaxa um einhverja fyrirfram ákveðna prósentutölu á ári alltaf, óháð hagvexti. »Með fastri útgjaldareglu væri búið að losna við ákvarðanatökustjórnmálamanna að þurfa að eyða þegar skatttekjur eru miklar, sem er oft krafa kjósenda. Villibörn Í BLAÐINU í gær var því haldið fram á bls. 19 að ný skáldsaga Björns Þorlákssonar héti Náttúrubörn. Hið rétta er að hún ber titilinn Villibörn. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.