Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 33
Gegnsósa á Neistaflugi Felix Bergsson „Skemmtilegasta minningin tengist Neistafluginu og Brunaslönguboltanum sem ég tók fyrst þátt í árið 2000, held ég. Bruna- slöngubolti er sérstök íþrótt sem er spiluð með fótbolta, mörkum, 7 manna fótboltaliðum og slökkviliðs- bíl. Markmenn halda á brunaslöng- um slökkviliðsins í Fjarðabyggð og verja markið með vatnsbunum svo brátt eru leikmenn, boltinn og allir áhorfendur orðnir rennblautir. Að- alsportið er að missa stjórn á slöng- unni og bleyta vel í áhorfendum. Stemningin sem skapast er einstök, hátíðargestir eru allir í þessu saman, börnin elska þennan viðburð og ég varð hás af hlátri og æsingi fyrsta ár- ið sem ég tók þátt í þessu.“ Ísbrjótur sem virkar: „Hæ – ert þú ekki í Framsóknarflokknum?“ Stúlkan úr Hafnarfirðinum Þorsteinn Guðmundsson „Ég fór á Þjóðhátíð í Eyjum 17 ára gamall með vinum og kunningjum. Í stuttu máli sagt var grenjandi rigning allan tím- ann og í heimsku minni hellti ég í mig baneitruðum landa til þess að halda á mér hita. Fyrsti dagurinn var ágætur, ég og vinur minn sem nú er frægur læknir og kvikmyndaleikstjóri úti á landi, klifruðum upp á hólinn þarna og ég man að ég komst nálægt því að ná mér í stelpu. Ég man ekkert hvað hún hét en ég man að við sátum góða stund þarna í brekkunni og töluðum saman og ég man að hún var lang- hlaupari úr Hafnarfirði. Í ein- hverjum klaufaskap týndi ég henni eftir þessi stuttu kynni. Ég hef kannski verið óbærilega andfúll þannig að hún hefur tekið „rönner- inn“ á þetta. Í sorg minni hélt ég áfram að hella í mig ógeðinu, varð fljótlega veikur og ætlaði að leggja mig en þá hafði vinur minn, sjálfur sveitalæknirinn, hellt úr heilli kókflösku yfir svefn- pokann minn. Þetta var fyrsta kvöld- ið. Eftir þetta hallaði undan fæti. Ég man að Stuðmenn voru þarna og mér fannst þeir alveg frábærir. Þetta var í kringum frumsýninguna á Með allt á hreinu. Mér fannst ég heppinn að ná að sjá þá á tónleikum vegna þess að ég átti alveg eins von á því að þetta væru þeirra kveðju- tónleikar. Ekki að þeir væru lélegir, mér fannst þeir bara komnir á aldur. Ég tók mikið af myndum í þessari ferð en það var eitthvað að mynda- vélinni þannig að það þurrkaðist allt út af filmunni. Eftir að ég kom heim lágum við bróðir minn í viku í rúminu með heiftarlega flensu (áfeng- iseitrun). Ég fékk ofskynjanir og fannst herbergið vera að ráðast á mig. Þetta var ágætis ferð.“ Ísbrjótur sem virkar: „Hey, þú ert sæt. Þú gætir verið systir Þorsteins Guðmundssonar.“ Fjörið hjá ömmu Anna Pála Sverrisdóttir „Mín ljúfasta minning um verslunarmannahelgi er frá Akureyri þegar ég var líklega þrettán eða fjórtán. Held ég á þeim tíma þegar rosalegustu hátíðirnar voru haldnar þar. En ég eyddi helginni ekki á tjaldsvæði heldur í faðmi Önnu ömmu, eða Ömmu Snill- íngs. Amma bjó í hjarta bæjarins við Ráðhústorgið og átti líka stærsta hjartað í bænum. Hún var með eld- rautt litað hár, gekk í Levı́s buxum og var frjálslyndasta manneskja sem ég hef kynnst. Þessa helgi óð ég inn og út úr húsinu hennar ásamt vin- konunum á milli atriða í skemmti- dagskránni. Til að fá besta útsýnið fórum við uppá efstu hæð á svalirnar sem lágu meðfram öllu húsinu og horfðum niður á mannfjöldann og hljómsveitirnar á torginu. Að vanda var það samt amma sem hélt uppi mesta stuðinu.“ Ísbrjótur sem virkar: „Hæ. Höfum við ekki hist áður?“ Sósíaldemókratísk vitfirring Bergur Ebbi Benediktsson „Fram á unglingsár var ég yfirleitt staddur fjarri góðu gamni um versl- unarmannahelgi enda í sveit hjá afa og ömmu sem voru af svo gömlum skóla að þau litu á umrædda helgi sem stéttarfélagslegt fyrirbæri. Um verslunarmannahelgina sagði amma jafnan sögu af bónda á nærstöddum bæ sem gekk í hvítum skóm á frídegi verslunarmanna og þótti það mikið hneyksli fyrir bónda að taka á þenn- an hátt undir veruleikafirrtar sósíal- demókratískar kröfur versl- unarmanna.“ Ísbrjótur sem virkar: „Má bjóða þér 90 frídaga í viðbót?“ Hjólað í gæsluna Egill „Gillzenegger“ Einarsson „Við félagarnir erum á þjóðhátið í eyjum 2002. Í dag er Stóri vaxinn upp úr svona hlutum enda að verða fertug- ur. En á þessum tíma var maður kjáni og hagaði sér oft eins og hálf- viti. Við fengum frábæra hugmynd og það var að hlaupa inn í brennuna. Það voru fyrir framan brennuna ein- hverjir 10-12 gæslumenn en oft eru þessir blessuðu gæslumenn ekkert í neinu toppformi þannig ég hélt þetta yrði easy victory. Ég náði í blað og penna og sketchaði upp fyrir strákana hvernig væri best að tækla gæslumennina svo að lágmark einn myndi ná að hlaupa inn í brennuna. Ég horfði mikið á NFL á þessum tíma og var því með nokkur leikkerfi klár. Við vorum einungis 6 á móti 12 varnarmönnum og því var þetta erf- iður róður en við náðum nokkrum góðum tæklingum og þetta var skemmtiefni fyrir alla brekkuna sem horfði á 6 hálfvita reyna að stinga feitu gæslugæjana af. Eftir á að hyggja þá efa ég nú að þótt einhver hefði náð í gegn hefði hann hlaupið inn í brennuna en það hefði samt sem áður verið ákveðinn sigur. En 12 feitir gæslumenn báru sigurorð af 6 mössuðum drengjum í annarlegu ástandi. Þar sannaðist lík- lega að alkóhól er ekki gott fyrir íþróttamenn. Ég hefði líka getað komið með söguna þegar við sprengdum upp tjald með tívolíbombu, eða þegar Hjenz var látinn flakka niður brekk- una í hjólastól, eða þegar menn skiptust á um að hægja sér í allar holurnar á golfvellinum, en maður verður að eiga eitthvað eftir þangað til seinna!“ Ísbrjótur sem virkar: „Ég þekki Stóra!“ Öskubuska í Eyjum Helga Braga Jónsdóttir „Ég hef yf- irleitt verið að vinna um versl- unarmannahelgina; undanfarin ár sem skemmtikraftur á flestum útihá- tíðum landsins, en þar á undan vann ég á Ferðaskrifstofu Íslands í sjö sumur við að selja útlendingum ferð- ir um Ísland. Eina verslunarmanna- helgina var okkur, sem vorum að vinna, boðið af Leiguflugi að skreppa á þjóðhátíð í Eyjum. Við mættum út á flugvöll eftir vinnu á laugardeg- inum og flugum í dásemdar veðri til Eyja og sáum alla dýrðina úr lofti. Síðan var okkur boðið út að borða og eftir það skelltum við okkur í Dal- inn; þar var auðvitað megastuð; Stuðmenn að spila, gott veður og mikil gleði. Eftir miðnætti, þegar gleðin stóð sem hæst stukkum við upp í flugvél eins og öskubuskur og flugum aftur til Reykjavíkur. Þetta var svo gaman af því að þetta var al- gerlega óvænt ánægja; við héldum að við yrðum bara að vinna alla helgina! Óvænta ánægjan er oft skemmtilegust!“ Ísbrjótur sem virkar: „Fögur er hlíð- in, má bjóða þér upp í dans?!“ Góðar minningar  Furðulegir leikir, ofneysla áfengis og óvæntar uppákomur  Stjörn- urnar luma á góðum ísbrjótum Felix, Þorsteinn, Anna Pála, Bergur, Gillz og Helga deila minningum frá verslunarmannahelginni með lesendum Morgunblaðsins Ein með Öllu Anna Pála á góð- ar minningar frá Akureyri. Maríneraður Þor- steinn Guðmundsson kunni ekki að fara með áfengi þegar hann var lítill gutti. Sveitastrákur Bergur Ebbi fékk lítið að skemmta sér um verslunar- mannahelgina. Helköttaður Gillzinn komst að því að áfengi hef- ur slæm áhrif á frammistöðu kraftakarla. Prinsessa Helga Braga fór í góða og óvænta ferð á þjóðhátíð. Alltaf í bolt- anum Felix Bergsson hefur sjaldan skemmt sér jafnvel og í rennblautum fót- boltaleik á Neistaflugi. Morgunblaðið/Margrét Þóra Góð helgi Það gengur mikið á um verslunarmannahelgina og langflestir fara heim með skemmtilegar minningar í farteskinu. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 33 www.listvinafelag.is Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju JON LAUKVIK frá Noregi leikur verk eftir Rameau, Vierne, Schumann og Rinck. Laugardaginn 2. ágúst kl. 12 Sunnudaginn 3. ágúst kl. 20 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 23/8 kl. 15:00 Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 Ö Fös 29/8 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Ö Sun 7/9 kl. 16:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Farandleiksýning) Lau 2/8 kl. 18:00 F Sun 3/8 kl. 16:30 F Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 15/8 kl. 15:00 U Fös 15/8 kl. 20:00 U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.