Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 19
Færeysk Þetta hvíta ullarvesti er eftir fær- eyska hönnuðinn Sirri og fæst í Islandiu í Kringlunni. Kostar 14.500 kr. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Einu sinni var bara til íslensk ull í sauðalitunum. Lopapeysan ís-lenska, og það þarf ekkert að blessa minningu hennar, því hún lif-ir enn góðu lífi, var lengi vel eins og íslenska sjónvarpið í árdagasína. Litirnir svart/hvítir og runnu saman í mismunandi gráa tóna á skjánum. Hin hefðbundna lopapeysa á það líka sameiginlegt sjón- varpinu að hafa komið fram á svipuðum tímabili tuttugustu aldarinnar, þeim sjötta og sjöunda. Á áttunda áratugnum urðu litirnir allsráðandi á skjánum hér á landi en ullin hélt sínum lit þótt sjónvarpið breytti sínum. Nú eiga hins vegar báðir þessir hlutir það sameiginlegt að litirnir eru alls ráðandi. En á meðan sjónvarpið hefur fallið af hátindi sínum sem tæknileg- asti miðillinn er ullin að slá í gegn í hátískuheiminum og hönnuðir um víða veröld nota hana í sína hönnun. Íslenskir hönnuðir eru þar engin undantekning og hafa sýnt bæði áræði, sköpunargleði og frumkvæði í hönnun sinni. Ullarpeysan, húfan og vettling- arnir eru ómissandi um verslunarmannahelgina, enda fátt betur til þess fall- ið að halda á manni hita þegar húmar að kveldi og ,,Litla flugan“ sveimar og sönglar um í loftinu. Það á ekki illa við þessa helgi að skreyta sig svo með hálsmeni úr þæfðri ull. En það er að sjálfsögðu í höndum hvers og eins að ákveða hvort hann kjósi hlutverk svarta sauðsins þessa verslunarmanna- helgina eða hlut þess sem líkist helst páfugli á útilegutískupallinum. Fjölbreytni Handgert frá Icelandic Design, fram- leitt í Nepal. Fæst í Rammagerðinni, húfan á 3.790 kr., stúkurnar á 2.990 kr. og taskan á 4.690 kr. Glaðlegt Kitschfríður í Kirsuberjatrénu á heið- urinn af þessum litsterku vettlingum og ullarháls- festi. Vettlingar kosta 4.500 kr og festin 6.200 kr. Morgunblaðið/Frikki Sígild Þessi svarta golftreyja kallast Kross og er frá Farmers Mark- et þar sem Bergþóra Guðnadóttir er hönnuður. Kostar 14.900 kr. Ástríðufull Eldheit rauð ermaslá frá M-design og fæst í Islandiu í Kringl- unni. Kostar 9.995 kr. Alpahúfan fæst í Rammagerðinni og kostar 2.490 kr. Klassísk Ný útgáfa af handprjónuðum, íslenskum lopapeysum úr Rammagerðinni. Peysan kostar 12.500 kr. en húfan, sem er eftir Eddu 3.990 kr. Hlýleg Gráa ullarpeysan Skarðshlíð er frá Farmers Market. Kostar 15.700 kr. Hin undursamlegu hamskipti ullarinnar Litríkt Sjal og handstúkur frá JM-design úr handþæfðri, litaðri ull. Sjalið kostar 9.900 kr., stúkurnar 4.795 kr. Úr Rammagerðinni. |föstudagur|1. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf Það er alltaf skemmtilegt að rifjaupp vísur Skarða-Gísla, en því er það gert nú, að ein af stökum hans ber það með sér að vera ort í molluhita við upptök Laxár. Erfiðar fjárhagsástæður ollu því, að á sextugsaldri 1853 varð hann að flytjast frá Skörðum í Geirastaði í Mývatnssveit og festi þar lítt yndi: Fjörs að dögum færist kvöld, fornir leysast pantar. Brunahraun og flugnafjöld fylla það sem vantar. Tveim árum síðar fluttist hann að Auðnum í Laxárdal og missti 31. júlí konu sína Guðrúnu, en meðal barna þeirra var Arngrímur málari. Hann giftist næsta ár ráðskonu sinni, og kvað við hana stöku þessa eitt sinn er hann kom þreyttur heim af sveitarfundi: Kaffibolla bein þú mér blíð og holl gullseikin, því að hrollur í mér er eftir skollaleikinn. Jakob Johnsen kaupmaður á Húsa- vík hreytti ónotum í konu sína Hildi, systur Guðnýjar skáldkonu í Klömbr- um. Gísli kastaði fram þessari vísu: Eg hef hlýtt á yðar tal ei með sinni gljúpu. Oft hef ég gráan vitað val vega að hvítri rjúpu. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Ort í molluhita við LaxáNÝJASTA æðið í snyrtiheimum eru litlir vatnakarfar sem narta í dauðar húðflögur á fótum fólks. Heilsuvefur MSNBC greinir frá því að um 5000 manns hafi sótt sér meðferð karfanna síðustu mánuði. John Ho, snyrtistofueig- andi, segir meðferðina góða fyrir fólk sem vill hafa fallega fætur. Ho segir að rakhnífarnir sem áður voru notaðir í iðjuna séu litnir hornauga af yfirvöldum. Hann þurfti því að leggja höfuðið í bleyti og finna einstaklega sniðuga lausn á fótsnyrtingavand- anum. Ho efaðist í fyrstu um ágæti karfanna, en er nú sann- færður um að enginn verði svikinn af svolitlu karfanarti. Tracy Roberts, viðskiptavinur Ho, heyrði um meðferðina þeg- ar hún var að hlusta á útvarpið. Hún sló til og segir þetta bestu fótsnyrtingu sem hún hafi fengið. „Allt mitt líf hef ég stundað íþróttir og er því með mikið sigg á fótunum. Í fyrsta sinn á ævinni er siggið nú algjörlega horfið.“ John Ho hyggst ekki láta staðar numið við fiskafótsnyrtingar, heldur stefnir á að útvega sér einkaleyfi fyrir fiskunum og ætlar að færa út kvíarnar. Í framtíðinni geta viðskiptavinir hans sökkt sér í kar með hundruðum fiska og fengið fiskalíkamsmeðferð sem hentar meðal annars sóríasissjúklingum. Fiskafótsnyrting fyrir fagra fætur AP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.