Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Versl-un-ar- mannahelgin er einhver mesta ferðahelgi ársins og býður upp á mörg tilefni til skemmtunar. Flestir eiga góðar minningar frá verslunarmannahelgum, en því miður fylgir þessari helgi hins vegar skuggi og mörgum hefur skemmt- anahaldið orðið dýrkeypt. Fyrir hefur komið að útihá- tíðir hafi farið úr böndunum með þeim hætti að ekki er hægt að nefna orðið skemmt- un í sömu andrá. Þær hafa orðið að minnisvarða um skríl- mennsku. Fyrir hverja verslunar- mannahelgi fer fram umræða um ofbeldi og nauðganir. Með- an á helginni stendur er varla um annað fjallað en útihátíð- irnar. Þá er iðulega spurt hvernig þær hafi farið fram. Enginn mælikvarði hefur hins vegar fundist á þessa spurn- ingu. Fer útihátíð vel fram ef tíu nauðganir eiga sér stað? Fimm nauðganir? Hvað mega miklar barsmíðar eiga sér stað á útihátíð til þess að hún missi einkunnina „að hafa far- ið vel fram“? Öll samskipti fólks eiga að byggjast á gagnkvæmri virð- ingu. Sá sem ekki getur komið fram við náunga sinn af virð- ingu gengisfellir sjálfan sig. Nauðgun er hrottalegur glæp- ur og ófyrirgefan- legur. Sár á lík- ama gróa, en sárin á sálinni gróa aldr- ei. Það er einfalt mál að nei þýðir nei. Í þeim efnum er ekki hægt að skýla sér bak við ölvun eða annarlegt ástand. Glæpurinn er jafn- alvarlegur og ábyrgðin jafn- ótvíræð. Ölvun og akstur fara ekki saman. Ölvunarakstur hefur orðið mörgum að aldurtila og margir eru örkumlaðir eftir slys, sem rekja má beint til drykkju. Ökumenn verða að gera sér grein fyrir því að á þeim hvílir sérstök ábyrgð, ekki bara gagnvart þeim og þeirra farþegum, heldur einn- ig öðrum í umferðinni. Þessi ábyrgð á ekki að koma í veg fyrir að þeir skemmti sér, en þeir verða að gæta sín á að úti- loka sig ekki frá akstri, jafn- vel þótt ekki eigi að leggja í hann fyrr en næsta dag. Áminningar um banaslysin eru víða meðfram þjóðveg- unum þar sem bílflökum hefur verið komið fyrir á stalli. Fórnarkostnaðurinn í umferð- inni er of mikill og eina ráðið til að draga úr honum er að ökumenn haldi vöku sinni og aki skynsamlega, ekki síst þegar umferðin er þung. Glaumurinn verður mikill á hátíðum um allt land um helgina. Hvers konar hátíð á að halda? Skemmtanahald um verslunarmanna- helgi hefur verið dýrkeypt} Hvers konar hátíð? ÁkvörðunEhuds Olmerts, forsætis- ráðherra Ísraels, um að segja af sér embætti sprettur af miklum þrýstingi, sem hann hefur verið beittur und- anfarið úr röðum eigin sam- herja vegna ásakana um spill- ingu. Litið hefur verið á Olmert sem veikan leiðtoga og hann hefur átt erfitt uppdráttar eftir að tilraun hans til að uppræta Hisbollah-hreyf- inguna með því að ráðast inn í Líbanon 2006 misheppnaðist gjörsamlega. Hins vegar hafa vonir verið bundnar við að honum gæti orðið ágengt í að semja við Palestínumenn. Olmert mun sitja í embætti tvo mánuði til viðbótar og kveðst ætla að beita sér af öll- um kröftum að því að semja um frið. Það er hins vegar ólíklegt að hann búi yfir næg- um styrkleika eftir allt sem á undan er gengið til að ná ár- angri. Olmert hefur hingað til tek- ist að standa af sér ágjöf af ýmsum toga. Hann er nú sakaður um að hafa þegið fé þeg- ar hann var borg- arstjóri í Jerúsalem og ráð- herra. Að mörgu leyti hafa sam- skiptin milli Ísraela og Palest- ínumanna róast í stjórnartíð Olmerts. Hann er sagður ná góðu sambandi við Mahmoud Abbas, leiðtoga Fatah- hreyfingarinnar. Langt er hins vegar í land og ljóst er að Ísraelar og Palestínumenn munu ekki ná samkomulagi án þess að alþjóðasamfélagið beiti þrýstingi og myndi þar vitaskuld muna mest um Bandaríkjamenn. Ófáir Bandaríkjaforsetar hafa hins vegar reynt að knýja á um frið í Mið-Austurlöndum án þess að hafa erindi sem erfiði og með afsögn Olmerts aukast líkurnar á því að George Bush Bandaríkjaforseti, sem í lok forsetatíðar sinnar hefur sýnt þessum heimshluta óvæntan áhuga, bætist í þennan hóp. Dregur úr friðar- horfum í Mið- Austurlöndum} Afsögn Olmerts G etur verið að síðustu vendingar í lóðamálum Listaháskólans við Laugaveg séu til marks um það að pólitískt umrót með misvís- andi ákvörðunum mismunandi meirihluta í borginni á síðustu misserum sé farið að segja til sín fyrir alvöru? Eða hvernig má það vera að hægt sé að halda og ljúka heilli verðlaunasamkeppni meðal arkitekta um listaháskóla á Frakkastígsreitnum – í fullu samráði við skipulagsyfirvöld að fullyrt er – til þess eins að verðlaunatillögunni sé hafnað umsvifalaust að sjálfum borgarstjór- anum? Er ekki einhvers staðar brestur í boð- skiptunum? Í sjálfu sér er ekki unnt að álasa Ólafi F. Magnússyni fyrir afstöðu hans. Hann hefur verið algjörlega samkvæmur sjálfum sér í andstöðu við að gömul hús við Laugaveginn verði fjar- lægð og vill halda þar í gamla götumynd hvort heldur hún telst tilheyra 19. öldinni eða fyrri hluta þeirrar 20. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fulltrúi borgarstjóra í skipulagsráði, er á sama hátt fullkomlega samkvæm sjálfri sér þegar hún kýs ekki að taka afstöðu til verð- launatillögunnar fyrr en hún hefur verið tekin til um- fjöllunar í ráðinu – faglegt sjónarmið arkitekts sem átti eftir að að kosta Ólöfu setuna í skipulagsráði. Rektor Listaháskólans, Hjálmar H. Ragnarsson, er sömuleiðis algjörlega samkvæmur sjálfum sér þegar hann segist ekki sjá hvernig unnt er að hverfa frá verð- launatillögunni eftir allt það ferli sem málið hefur farið í gegnum. Hvað þá með arftaka Ólafar Guð- nýjar í skipulagsráði? Magnús Skúlason, fyrrum forstöðumaður Húsfriðunarnefndar, er aldeilis samkvæmur sjálfum sér þegar hann vill ekki að húsin tvö umdeildu víki og telur að nýi skólinn sé einfaldlega of stór biti fyrir Frakkastígsreitinn. Er kannski Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, sá Íslendingur sem víðast hefur farið til að nema stefnur og strauma í borgarskipu- lagi, rödd skynseminnar þegar hann kveður upp úr með að það sé úrelt hugmyndafræði að reyna að klastra stórbyggingum inn í við- kvæmar gamlar götumyndir? Þar sem slíkt hafi verið gert, hafi afleiðingarnar verið skelfilegar. Hvað þá? Borgarstjóri boðar að nú muni hlutaðeigandi aðilar setjast yfir verðlauna- tillöguna og reyna að sætta mismunandi sjónarmið. Mál- ið er væntanlega of langt gengið til að einfaldlega verði hætt við bygginguna á þessum stað. Búið er að kosta of miklu til. Niðurstaðan verður þá væntanlega einhvers- konar málamiðlun, óskapnaður sem á sér formælendur fáa. Skipulagsmistök? Eftirsjá þeirra sem komu að ákvörðunum um nýju Hringbrautina og höfðu ekki döngun í sér til að láta setja hana í stokk svo að á Vatnsmýrarsvæðinu fengist heildsteypt skipulagssvæði, er vissulega víti til varnaðar. Það er hins vegar ekki innstæða fyrir mörgum slíkum axarsköftum. Ella blæðir borginni smám saman út. bvs@mbl.is Björn Vignir Sigurpálsson Pistill Borgarblús Hreinsunarstarfið stendur nú sem hæst FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Þ ótt Kárahnjúkavirkjun sé komin í gang eru enn nokkuð hundruð manns við vinnu á virkjana- svæðinu. Aðalfram- kvæmdin í sumar er við Hrauna- veitur og við Kárahnjúkastíflu er unnið að frágangi og smærri verkum. Þá er mikill atgangur í starfsmönnum Impregilo sem eru að fjarlægja allt sitt hafturtask og skila svæðinu af sér. Þetta er gífurleg vinna sem á að ljúka fyrir veturinn. Ístak tók að sér byggingu Hrauna- veitna og þar eru um 300 manns í sumar. Aðalkúfurinn þar er í sumar en einnig verður unnið þar á næsta ári. Ístak er einnig með stíflu neðan við stóru stífluna og frágangsverk. Starfsmenn Impregilo eru að ljúka frágangi síns mikla verks en aðal- vinna þeirra í sumar er að fjarlægja mannvirki sín og tæki og ganga frá svæðunum í því formi sem samið var um við Landsvirkjun. Hargid Singh sem stjórnar umhverfismálunum fyr- ir Impregilo segir að um 300 manns sé á vegum fyrirtækisins á svæðinu, flestir við hreinsun og landmótun. Hann segir að vinnan gangi vel og eigi að ljúka í september. 600 ferðir til Reyðarfjarðar Þeir hlutir sem Impregilo ætlar að nota annars staðar eða hafa verið seldir eru fluttir til Reyðarfjarðar. Tíu til tólf dráttarbílar frá Eimskipi eru í stöðugum ferðum frá Kára- hnjúkum til Reyðarfjarðar þar sem gámar og tæki hrannast upp. Flutn- ingarnir hafa staðið yfir í allt sumar en að sögn Karls Gunnarssonar hjá Eimskipi á Reyðarfirði var þessi vika sú annasamasta. Áætlað er að fara þurfi alls um 600 ferðir í sumar. Eim- skip hefur fengið bíla frá öðrum stöð- um landsins og verktakar á Aust- fjörðum og annars staðar frá hafa komið til aðstoðar. Varningurinn fer síðan með áætl- unarskipum eða sérstökum flutn- ingaskipum frá landinu. Impregilo er með verk víða um heim og notar bún- aðinn þar. Vinnubúðir og tæki fara meðal annars til Líbíu, Ítalíu, Sviss, Þýskalands og Bandaríkjanna. Þá hefur eitthvað af tækjum verið selt innanlands og til annarra landa, með- al annars Þýskalands. Meðal þess sem bíður útflutnings á Reyðarfirði er þriðji og síðasti borinn. 5.000 tonn af járnarusli Hlutirnir fara ekki nærri allir í heilu lagi úr landi. Hringrás tekur við brotajárninu, m.a. hluta af járnbraut- arteinunum sem notaðir voru við bor- un ganganna. Sömu leið fara einnig bitar af ýmsum stærðum og gerðum og tæki og tól sem gengið hafa úr sér við framkvæmdirnar. Nokkrir fólks- bílar verða brytjaðir niður, ísskápar og tæki af verkstæðunum, svo dæmi séu nefnd. Sveinn Ásgeirsson hjá Hringrás segir að búið sé að flytja hátt í 4.000 tonn af málmum af Kára- hnjúkum og enn sé nóg eftir. Hann býst við að Hringrás hafi tekið við 5-6 þús. tonnum þegar upp verður staðið. Brotajárnið er flutt í endurvinnslu- stöð Hringrásar á Reyðarfirði þar sem það er klippt niður og pressað þannig að það verði tilbúið í bræðslu- pottana einhvers staðar erlendis. Starfsmenn Impregilo taka svo til hendinni við að hreinsa smærra rusl af svæðunum og jafna yfir. Það miðar að því að koma landinu sem mest til fyrra horfs, eins og kveðið er á um í samningum. Þótt enginn starfsmaður verði á svæðinu eftir að framkvæmdum lýk- ur endanlega er Landsvirkjun stað- ráðin í því að koma umhverfinu í sem best horf. Björn Jóhann Björnsson staðarverkfræðingur segir að horft sé til frágangs virkjanasvæðanna á Tungnaár/Þjórsársvæðinu sem fyrir- myndar. Vegir í kringum stífluna verða malbikaðir og upplýsingaskilti sett upp. Þá verður svæðið grætt upp, eftir því sem hægt er. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Brotajárn Hringrás fjarlægir járnarusl af vinnusvæði við Kárahnjúka. BJÖRN Jóhann Björnsson staðar- verkfræðingur Landsvirkjunar við Kárahnjúka hóf störf hjá Lands- virkjun árið 1977 og vann í tíu ár við byggingu Sigölduvirkjunar, Hrauneyjafossvirkjunar og Kvísla- veitna. Eftir það fór hann að vinna sjálfstætt sem verkfræðingur en var svo fenginn til starfa við eftirlit með framkvæmdum við Kára- hnjúkavirkjun 2003. Þar hefur hann verið síðan, í sex til tíu mán- uði á ári. „Ég hafði áhuga á fjallamennsku og útivist og þar með náttúrunni. Ég var ekki tilbúinn að fara í hreina skrifstofuvinnu, vildi lifandi starf. Það leiddi mig út í virkjana- vinnuna og hingað. Þetta getur ver- ið skemmtileg vinna en hún er ekki fjölskylduvæn. Mesta annríkið er á sumrin, þá er mikið unnið og maður er á vakt allan sólarhringinn. Lítið er um hefðbundin sumarfrí. Litla stelpan mín, sem nú er orðin tvítug, kallaði mig einhverju sinni mann- inn hennar mömmu.“ Björn Jóhann segist vera farand- verkfræðingur þegar hann er spurður um framhaldið. „Það berst enginn fyrir okkar atvinnuöryggi, við erum settir út á guð og gadd- inn,“ segir hann með bros á vör. HANN SEGIR ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.