Morgunblaðið - 11.08.2008, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
HINN 27 ára gamli Bandaríkjamaður Andy
Skurka ferðaðist um miðhálendi Íslands án
gps-tækis. Ennfremur var hann með óvenju-
léttan búnað, en hann styðst við mjög ákveð-
ið viðhorf til ferðalaga af þessu tagi, þ.e. að
ferðast með lítinn en nauðsynlegan búnað og
vera fljótur í förum. Hann gekk um 50 km á
dag og sem dæmi má nefna að hann notar
ekki hefðbundna gönguskó, heldur létta
fjallahlaupaskó, og ennfremur er tjaldið
hans aðeins 150 grömm að þyngd. Enginn
botn er í tjaldinu og það á sinn þátt í hversu
létt það er. „Þetta var reyndar ákveðinn galli
því þegar ég tjaldaði á öræfum feykti vind-
urinn sandi undir skörina og inn í tjaldið,“
bendir hann á. En að öðru leyti var tjaldvist-
in góð og gekk ferðin vel þrátt fyrir nokkurn
kulda og bleytu í upphafi.
Andy Skurka á að baki mikla bakpokaleið-
sinna leiða án þess að villast. „En maður
þarf alltaf að líta vel í kringum sig og fylgj-
ast vel með því hvar maður er, kjósi maður
að notast eingöngu við kort og áttavita.“
Göngumenn á borð við Andy, sem kjósa að
ferðast langar leiðir einir síns liðs, eru ekki
ýkja margir en í Bandaríkjunum þrífst lítið
samfélag þessara ferðalanga og þegar þeir
eru ekki í leiðöngrum skiptast þeir á skoð-
unum á netinu og vita hver af öðrum. „Ég
sækist mjög eftir því að læra nýja hluti og
ferðast. Besta leiðin til að skoða nýjar slóðir
er að ferðast um þær fótgangandi,“ segir
hann. Til gamans má geta þess að hann hef-
ur á ferðum sínum fengið athugasemdir um
þetta atriði. „Fólk sem heyrir að ég gangi
um 50 km á dag spyr forviða hvernig ég geti
skoðað umhverfið þegar ég fer svona „hratt“
yfir. En þá er nú fokið í flest skjól ef göngu-
maður er gagnrýndur fyrir að fara of hratt.
Þetta eru ekki nema 5 km á klukkustund,“
segir hann.
Hann var valinn „ævintýramaður ársins“
2007 af tímaritinu National Geographic Ad-
venture og „maður ársins 2005“ af tímaritinu
Bacpaker. Hefur hann lagt að baki 11 þús-
und km leið í gegnum sjö ríki í vesturhluta
Bandaríkjanna og fleiri tröllauknar göngu-
leiðir.
„Mér fannst Ísland henta frábærlega í
stutta ferð.“ Með „stuttri“ ferð á hann við
ferðir sem taka minna en 30 daga. „Myndir
og frásagnir af íslenskri náttúru voru mjög
ólíkar því sem ég hafði upplifað áður.
Norðan Vatnajökuls var eftirtektarvert að
nánast hvergi var skjól að finna og veðrið
gat verið býsna slæmt. En á síðari hlutanum,
í Kerlingafjöllum og allt inn á Arnarvatns-
heiði og loks til Snæfellsness, var veðrið
gott.“
Andy notar eingöngu kort og áttavita á
ferðum sínum, enda telur hann gps-tækin of
þung og geta bilað eins og flest rafmagns-
tæki. Með kort og áttavita komst hann allra
angra og á síðustu árum hefur honum tekist
að sinna leiðangursmennskunni alfarið og lif-
að af fyrirlestrahaldi og styrkjum frá fram-
leiðendum útivistarbúnaðar.
„Þarf alltaf að líta vel í kringum sig“
Einn fremsti göngumaður heims af ungu kynslóðinni lauk nýverið við göngu um miðhálendið
Hann gekk frá Stafafellslandi að Snæfellsjökli og var rúmar tvær vikur á leiðinni
Frískur Andy Skurka gengur um 50 km á
dag og segir það ekki vera mikið.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
HLAUP hófst í Skaftá í Skaftárdal í
gær. Venjulegt rennsli í ánni er um
150 rúmmetrar á sekúndu en það
mældist tæplega 300 rúmmetrar á
sekúndu í gærmorgun. Hlaupið fór
heldur hægt af stað en því óx ásmeg-
in eftir því sem leið á daginn. Guð-
mundur Ingi Ingason, varðstjóri á
Kirkjubæjarklaustri, taldi að hlaup-
ið myndi ná hámarki sínu í gær-
kvöld. Sumarhús í grenndinni voru
fljótlega rýmd enda hætt við að veg-
urinn að þeim yrði ófær. Þá fylgir
hlaupum sem þessum brennisteins-
mengun sem getur reynst mönnum
og skepnum hættuleg. Björg-
unarsveitir voru við Lakagíga,
Langasjó og Sveinstind til að að-
stoða ferðamenn. Rennsli í Skaftá
var orðið um 360 rúmmetrar á sek-
úndu þegar Morgunblaðið fór í
prentun.
Vestari ketillinn
Hlaupið kemur líklega úr vestari
katlinum í Skaftárjökli. „Það kemur
ekki úr þeim austari, svo mikið er
víst. En við vitum ekki hvort það
gæti mögulega komið annars staðar
frá. Það er þó langlíklegast að hlaup-
ið komi úr vestari katlinum,“ segir
Oddur Sigurðsson, sérfræðingur á
sviði jöklafræði hjá Vatnamælingum
Íslands.
Virðist vera lítið hlaup
Hlaupið sem hófst í gær virðist
ætla að verða heldur lítið. Að með-
altali verður hlaup í Skaftá á um
tveggja ára fresti og dæmi eru um
að rennslið hafi orðið allt að 1.800
rúmmetrar á sekúndu í ánni.
Undir vestanverðum jöklinum eru
tvö jarðhitasvæði sem stöðugt
bræða jökulinn og mynda stöðuvötn.
Yfir stöðuvötnunum er þungur jök-
ull og því sleppur loft ekki svo auð-
veldlega út. Brennisteinsvetni
myndast og helst undir jöklinum. Á
um tveggja ára fresti streyma stöðu-
vötnin svo fram líkt og nú og þá fyrst
sleppur brennisteinsvetnið út.
Tröll lyftu jöklinum
Soffía Sigurðardóttir, skálavörður
í Nýjadal, segir að þýskur göngu-
maður á Sprengisandi og tveir liðs-
menn Hjálparsveitar skáta í Von-
arskarði, hafi heyrt drunur í
Vatnajökli á föstudagskvöld.
„Við vissum ekki hvað þetta gæti
verið og datt helst í hug að þetta
hefði aðeins verið tröllagangur!
Okkur fannst það prýðileg útskýring
á látunum í jöklinum. Svo þegar við
heyrðum af hlaupinu vorum við viss
um að tröllin hefðu einfaldlega lyft
jöklinum upp og valdið hlaupinu.“
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Skaftá Í gær hófst hlaup í Skaftá. Rennslið var orðið um 360 rúmmetrar á sekúndu í gærkvöldi. Hefðbundið rennsli í ánni er um 150 rúmmetrar á sekúndu.
Hlaup hófst í Skaftá í gær
Fór hægt af stað en óx ásmegin þegar leið á daginn Á líklega upptök sín að rekja
til vestari ketilsins í Skaftárjökli „Tröllin hafa lyft jöklinum og valdið hlaupi“
AÐ SÖGN lögreglu mættu um 30–
40 þúsund manns í gleðigöngu
Hinsegin daga sem fram fór í gær í
tíunda skipti. „Þetta gekk bara
mjög vel,“ segir Geir Jón Þórisson
yfirlögregluþjónn. Lögreglan mæl-
ir mannfjölda með því að styðjast
við gamlar yfirlitsmyndir yfir
mannfjölda. Þeim myndum hefur
verið skipt upp í ferninga og talið
hversu margir eru í hverjum reit og
þær tölur teknar saman.
„Ef fjöldinn er svipaður þeim
talningum sem við höfum áður gert
með mjög markvissum hætti getum
við nokkurn veginn sagt til um
fjöldann. Ef ákveðin svæði í
miðborginni eru dekkuð af fólki
vitum við nokkurn veginn hver
fjöldinn er,“ útskýrir Geir Jón.
andresth@mbl.is
30–40 þús-
und í mið-
bænum
FRAMKVÆMDASTJÓRI Neyð-
arlínunnar, Þórhallur Ólafsson,
vill ekki tjá sig um framgang
vinnuhóps nokkurs sem í síðustu
viku setti upp mastur fyrir Neyð-
arlínuna á Hestgerðishnútu, sem
er syðsti hluti Borgarhafnarfjalls,
skammt sunnan við Skálafells-
jökul.
Landeigendur Borgarhafnar-
fjalls voru afar ósáttir við að ekki
var beðið um leyfi til að fara yfir
land þeirra upp á hnútuna en
vinnuvélarnar skildu eftir sig djúp
og mikil för í mosa og mýrum á
u.þ.b. 2 km kafla sem afar erfitt
verður að græða. ylfa@mbl.is
Vill ekki tjá
sig um tjón
ELDUR kom upp í sumarbústað
skammt frá Geysi í Haukadal í gær-
morgun.
Málsatvik eru þau að húsráðandi
var einn í húsinu og ákvað að fara í
göngutúr að morgni dags. Þegar
hann kom aftur að bústaðnum sér
hann að eldur er laus. Reyndi hann
sjálfur að slökkva eldinn en fékk
ekki við neitt ráðið. Breiddist eld-
urinn hratt út enda um bjálkahús
að ræða.
Slökkvistarf tók um þrjá tíma en
bústaðurinn er að sögn lögregl-
unnar á Selfossi talinn ónýtur. Tal-
ið er líklegt að kviknað hafi í út frá
kerti.
Bústaður
brann
Hvað veldur hlaupinu í Skaftá?
Undir vestanverðum Vatnajökli eru
tvö jarðhitasvæði sem bræða stöð-
ugt jökulinn og mynda stöðuvötn
undir honum. Að lokum lyftist jök-
ullinn og vatnið streymir fram.
Þetta gerist á um það bil tveggja
ára fresti.
Hvað er brennisteinsvetni?
Brennisteinsvetni er litlaus gasteg-
und og er í miklu magni jafneitrað
og blásýra. Megn lykt er af brenni-
steinsvetni, sem flestir kannast við
af hverasvæðum.
Hvaðan kemur
brennisteinsmengunin?
Brennisteinsvetnið kemur með jarð-
hitavatninu upp á yfirborðið. Þar
festist það undir jöklinum enda
sleppur lítið loft út. Það streymir
svo loks með vatninu fram er
hlaupið verður.
S&S