Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Verðhrun af öllum vörum í versluninni Nú 2 fyrir 1 af öllum buxum fyrir dömur og herra Útsala! Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík sími 568 2870 www.friendtex.is Kápa á mynd 4.900 kr. „Fjörið er hér“ Morgunblaðið/Hjálmar S. BrynjólfssonVinsæll Ungir sem aldnir gæddu sér á harðfisk enda herramannsmatur.Litagleði Í Nígeríubásnum var litadýrð og stemning. Tónlist Eyþór Ingi úr Bandinu hans Bubba fékk alla til að hlusta. Skraut Sumir voru í búningum í tilefni dagsins. Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Dalvík | „Lítt’á Dalvík, það er kjörið,“ glym- ur í hátölurum eftir setningu Fiskidagsins á slaginu 11. Dúndrandi salsatónlistin leikur um hátíðarsvæðið á meðan Friðrik Ómar og Matti í Pöpunum syngja Fiskidagslagið, sem sannarlega er engu lagi líkt. Ekki frekar en Fiskidagurinn sjálfur sem var haldinn á laug- ardag. Veislan er komin af stað og hafist er handa við að metta lýðinn með fiski, brauði og nokkrum íspinnum. Tugþúsundir manna streyma fram og aftur um hátíðarsvæðið eins og síldartorfa og gæða sér á gómsætum rétt- unum. Bros á allra vörum þótt sólin standi ekki í báðar lappirnar heldur láti sér nægja að koma og fara. Um hádegisbilið er hátíðarsvæðið sneisa- fullt alveg niður eftir bryggjunni og fjör á öllum 25 grillstöðvunum: Allt frá fimm fer- metra saltfiskpitsu að þurrkuðu þorskhaus- unum, frá kræklingasúpunni í Nings að rúg- brauðsstöð Kollu Páls og síldarstúlknanna. Götuleikhús, harmónikkuleikarar, hákarla- skurður, ferskfiskasýning, blöðrur, hoppu- kastalar og fjöldi tónlistaratriða skemmtir fólki á öllum aldri. Sex tímum síðar er veislunni lokið. Hátíð- inni slitið með þessum gullnu orðum: „Líttu við og sjáðu: Fjörið er hér. Líttu við og láttu sjá þig hér á Fiskidaginn mikla.“ Þar með hefur Fiskidagslagið hljóma í síðasta sinn. Í bili. En snýr eflaust aftur og mun eftir það hljóma áfram um ókomin ár. Verður jafnvel enn meiri klassík en Síldarvalsinn innan skamms, sérstaklega ef hátíðin vex með sama hætti og verið hefur. Því víst létu fleiri einn og fleiri en tveir sjá sig á Fiskideginum mikla í ár. Eftirtekt Mannfjöldinn hlýðir á tónlistina hans Eyþórs Inga. Stoltur Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri stóð stoltur í brúnni og leit yfir mannskapinn á Fiskideginum mikla á Dalvík. Heimsmet? Risastóra saltfiskpitsan var gríðarlega vinsæl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.