Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Fræðsla fyrir ferðamenn er mik-ilvæg til að dýpka skilning fólks á landi og þjóð. Þannig má auka við upplifun ferðalanga þegar þeir þeysast um landið. Víða er vel staðið að þessum málum.     Þingvellir ereinn þeirra staða sem margir útlendingar heimsækja á ferð sinni um landið. Saga staðarins, náttúran og ná- lægðin við höf- uðborgarsvæðið gerir það að verkum að staðurinn er vinsæll viðkomustaður.     Fyrir ofan Almannagjá er rekinnýleg fræðslumiðstöð. Þangað geta ferðalangar sótt fróðleik við nokkra tölvuskjái. Margir kjósa að labba um svæðið, lesa af upplýs- ingaspjöldum og skoða náttúruna.     Tvisvar á dag er boðið uppá leið-sögn um svæðið á ensku, fólki að kostnaðarlausu. Nema um helgar!     Svörin sem fást eru þau að land-verðir hafi svo mikið að gera um helgar að það gefist ekki tími til að veita leiðsögn um svæðið.     Með öðrum orðum þá gefst ekkitími til að leiðsegja fólki á þeim tíma þegar flestir heimsækja Þing- velli.     Þekkist það annars staðar en hjáríkinu að þjónustan sé skert þegar flestir þurfa á henni að halda?     Er þetta ekki eitthvað sem Sig-urður K. Oddsson þjóðgarðs- vörður þarf að skoða fyrir næsta sumar?     Jafnvel eru forsendur til að rukkahóflegt gjald fyrir þjónustuna. STAKSTEINAR Sigurður K. Oddsson Leiðsögn felld niður um helgar SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                          *(!  + ,- .  & / 0    + -                                        12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                              !" "!   :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                  *$BC                  !   "  #  $ #" % &    " # % "  $       '  ()  *   " *! $$ B *! #$ %   $   &  ' <2 <! <2 <! <2 #&% "!( ") *+,!"-  B D                  <    87  +       $  + ,  -    " '   " !   ' !      $   % "   !      " - # "  ' (. (/  *  &   "  6 2  '      $ %  #   "*    -    , $ +   "  '  (0   ./!! 00 "!1  ,( ") Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR STÆRSTA ráð- stefna í raunvís- indum sem haldin hefur verið á Ís- landi til þessa fer fram dagana 17.- 22. ágúst nk. Um- ræðuefnið verður eldfjöll enda um að ræða þing Al- þjóðasambands eldfjallafræðinga. Skráðir þáttakendur eru tæplega 900 frá um 50 löndum. Á þinginu verða veitt æðstu verð- laun Alþjóðasambands eldfjalla- fræðinga verðlaun eru kennd við Sigurð Þórarinsson jarðfræðing og nefnast á ensku Thorarinsson Medal. Styrkþeginn er Stephen Sparks, prófessor í eldfjallafræði við háskólann í Bristol í Englandi. Sparks hefur unnið að eldfjallarann- sóknum víða um heim, en með fyrstu verkefnum hans voru athuganir í Heimaeyjargosinu 1973, en einnig vann hann við rannsóknir á gjósku úr Öskjugosinu 1875. Ráðstefnan verður formlega sett af forseta Íslands mánudaginn 18. ágúst, í stóra sal Háskólabíós. Vefsíða ráðstefnunnar er http:/ www.iavcei2008.hi.is. Risaráð- stefna um eldfjöll Um þúsund þátttak- endur frá 50 löndum Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is KANADÍSKI markaðurinn hefur brugðist betur við flugi Icelandair til og frá Toronto í Kanada en forsvarsmenn félagsins gerðu ráð fyrir. „Við bjuggumst við sterku sumri en þetta er framar vonum,“ segir Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair. Meira en 90% sætanýting Sætanýting hefur verið mjög góð hjá Ice- landair í sumar og erlendir ferðamenn í miklum meirihluta, að sögn Birkis Hólm, eða um og yfir 90%. Hann segir að Norður-Ameríkuflugið hafi jafnan gengið vel á sumrin, flug til Þýskalands hafi gengið mjög vel, farþegafjöldi til og frá Amsterdam hafi aukist, en fjöldinn í gegnum Osló og Stokkhólm hafi komið mest á óvart. Birkir Hólm segir að mikill áhugi sé í Þýska- landi á flugi Icelandair til Kanada og áhuginn sé meiri í Bretlandi en gert hafi verið ráð fyrir, auk þess sem íslenski markaðurinn hafi tekið nýju leiðinni vel. Icelandair flýgur til 23 áfangastaða og þar af er Toronto nýr staður síðan í vor. Hætt verður að fljúga þangað í lok október en byrjað aftur í apríl á næsta ári. Sama á við um flug til Halifax og Minneapolis í Bandaríkjunum. Birkir Hólm segir að uppbygging á nýjum stöðum hafi farið fram á sumrin í eitt til tvö ár áður en farið hafi verið í heilsársflug. Umhverfið sé allt annað á veturna auk þess sem þróunin í efnahagsmálunum og eldsneytisverð geri flugfélögum erfitt fyrir eins og öðrum. stein- thor@mbl.is Flug til Toronto framar vonum Framkvæmdastjóri Icelandair segir mikinn áhuga í Þýskalandi á flugi til Kanada KOSTNAÐARÁÆTLUN fyrir byggingu Tónlistar- og ráðstefnu- hússins í Reykjavík stenst að sögn Helga S. Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Portus. „Kostnaðarmat við framkvæmdir er í samræmi við upphaflegar áætl- anir,“ segir Helgi, en þær hljóðuðu upp á 14 milljarða króna. Fjár- magnskostnaður hafi þó hækkað líkt og hjá öllum en það komi ekki til með að breyta áætlunum. Hvað varðar aðrar framkvæmdir á svæðinu, t.d. við hótel- og skrif- stofuhúsnæði, segir Helgi að kostn- aðaráætlanir þar hafi í sjálfu sér ekkert breyst. Helgi vildi þó ekki gefa upp hversu hár sá kostnaður yrði og sagði Portus hingað til ekki hafa gefið upp þær tölur. andresth@mbl.is Morgunblaðið/RAX Stenst áætlun Gert er ráð fyrir að kostnaður við tónlistarhúsið verði 14 ma. Kostnaðaráætlun fyrir tónlistarhúsið stenst Í HNOTSKURN »Kostnaðarætlun fyrir Tón-listar- og ráðstefnuhúsið hljóðar upp á 14 milljarða. »Byggingin og reksturinner einkaframkvæmd sam- kvæmt samningi milli Portus og Austurhafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.