Morgunblaðið - 11.08.2008, Qupperneq 12
MARKMIÐ Íslendingadagsnefndar er að vekja athygli á
og varðveita áhuga á íslenskri menningararfleifð, fyrst
og fremst með því að bjóða upp á árlega fjölskylduhátíð,
Íslendingadaginn.
Íslendingadagshátíðin hefur verið haldin síðan 1890,
fyrstu árin í Winnipeg en frá 1932 í Gimli. Hún hefur
eflst með hverju árinu og undanfarin ár hafa um 50.000
til 60.000 gestir sótt Gimli heim þessa fyrstu helgi í
ágúst.
Robert Arnason, formaður Íslendingadagsnefndar,
segir að stefnt sé að enn frekari kynningu á hátíðinni
með það fyrir augum að vekja athygli á því að um sé að
ræða helstu hátíð, sem haldin sé til að minnast íslenskrar menningar-
arfleifðar í Norður-Ameríku.
Undanfarin 40 ár hefur listasýning verið á dagskrá og í tilefni tímamót-
anna var sérstök sýning á verðlaunamyndum undanfarna fjóra áratugi.
Auk þess var að vanda boðið upp á fjölbreytta dagskrá frá morgni til
kvölds. En þó mikið sé í gangi og margt að sjá eru það fjölskyldutengslin
sem allt snýst um. Fjölskyldumeðlimir eru gjarnan dreifðir um alla Norð-
ur-Ameríku en margir nota tækifærið til að hittast í Gimli um Íslend-
ingadagshelgina. steinthor@mbl.is
Markmiðið að efla tengslin
Hátíð Helgi Skúla-
son býr á Gimli.
12 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VESTURHEIMI
Morgunblaðið/Steinþór
Sól Curtis Olafson með Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur í Mountain.
„HÁTÍÐIN gekk eins vel og und-
anfarin ár, heimamenn eru tilbúnir
til að leggja mikla, ólaunaða vinnu
á sig til þess að allt gangi sem best
og ég er sannfærður um að svona
verður það um mörg ákomin ár,“
segir Curtis Olafson, öldungadeild-
arþingmaður í Norður-Dakóta í
Bandaríkjunum og formaður Ís-
lendingafélagsins í Mountain og
nærsveitum.
Íslenska hátíðin í Mountain var
nú haldin í 109. sinn. Curtis segir að
margir hafi óttast að hún missti
flugið eftir 100 ára afmælið 1999 en
annað hafi komið á daginn. „Það
má ekki síst þakka góðum stuðningi
frá íslensku ríkisstjórninni og Ís-
lendingum, sem hafa styrkt okkur
vel,“ segir hann.
Þakkir til
Íslendinga
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„VIÐ höfðum nóg að gera alla helgina og gátum
hjálpað nokkrum einstaklingum og fjölskyldum
frá Íslandi að finna ættingja sína hérna megin
hafsins,“ segir Pam Furstenau um starfsemi
ættfræðisetursins í Mountain í Norður-Dakota
um liðna helgi.
„Fjölskyldurnar stækka og stækka og það er
það skemmtilega við þetta,“ segir Pam og bætir
við að það sé ótrúlega gaman að geta liðsinnt
fólki í þessa veru. Nýr heimur opnist og það sé
svo gaman að sjá fólk hitta ættingja sem það hafi
aldrei séð áður. „Við ætlum að auglýsa starfsem-
ina með góðum fyrirvara næsta ár,“ segir hún.
Hermann Hansson og Heiðrún Þorsteins-
dóttir frá Höfn í Hornafirði komust í samband
við óþekkta ættingja með aðstoð Pam. Hún
sagðist strax hafa kannast við nafnið Dalsted,
sem þau voru að leita að og eftirleikurinn hafi
verið auðveldur. Sömu sögu væri að segja af öðr-
um tengingum um helgina. „Ég hringdi í fólk í
Winnipeg, sem átti ættingja hérna á ferðalagi,
og þar ríkti mikil spenna að hitta þá.“
Hafa sameinað ættingja í 5 ár
Árangursríkt starf ættfræðisetursins í Mountain í Norður-Dakóta Fjölskyldur með íslenskar
rætur beggja vegna hafsins stækka og stækka Skyldleikinn kemur mörgum mjög á óvart
Í HNOTSKURN
» Ættfræðisetrið í Mount-ain hefur verið rekið í
fimm ár og í sjálfboðaliða-
vinnu eins og annað fé-
lagsstarf Íslendingafélags-
ins.
» Pam Furstenau(pam@rootstotrees.com)
og George A. Freeman
(gfreeman@gra.midco.net)
hafa staðið vaktina frá byrj-
un.
» Um 200 Íslendingar ífjórum hópum sóttu
Mountain heim um helgina.
Pam og George létu farar-
stjórana vita af sér í tíma og
gaf það góða raun.
Morgunblaðið/Steinþór
Aðstoð Pat Furstenau finnur ættingja Hermanns Hanssonar og Heiðrúnar Þorsteinsdóttur.
KRISTJAN Stefanson, hæstaréttar-
dómari í Winnipeg, hefur séð um
sérstaka gesti á Íslendingadagshá-
tíðinni í Gimli í 25 ár.
,,Ég byrjaði að taka á móti gestum
frá Íslandi með Morris Eyjolfson en
eftir að hann féll frá hef ég séð um
þennan þátt,“ segir Kristjan. Hann
rifjar upp að fjölskylda sín hafi alltaf
verið mjög virk í störfum fyrir hátíð-
ina. Faðir hans hafi til dæmis verið
formaður Íslendingadagsnefndar í
tvígang, samtals í fjögur ár, sem sé
mjög óvenjulegt.
Íslendingar áberandi
Gestir frá Íslandi hafa sett svip
sinn á hátíðarhöldin í um áratug.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utan-
ríkisráðherra, var til dæmis heiðurs-
gestur á hátíðinni í ár og Geir H.
Haarde, forsætisráðherra, í fyrra.
,,Dennis bróðir var formaður Íslend-
ingadagsnefndar fyrir nokkrum ár-
um og segja má að hátíðin hafi alltaf
verið stór hluti af lífi mínu. Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra og
Ásgeir Ásgeirsson forseti komu til
Gimli á sínum tíma og ég kynntist
þeim í gegnum foreldra mína.“
Kristjan segir að það hafi gefið sér
mikið að taka á móti gestum frá Ís-
landi. ,,Það hefur verið mjög gefandi
að aðstoða allt þetta góða fólk. Ég
hef kynnst frábæru fólki og eignast
sérstaka vini vegna þessa.“
Gestgjafi á Gimli í aldarfjórðung
Morgunblaðið/Steinþór
Á Gimli Kris Stefanson fyrir miðju leiðir saman Neil Bardal, Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur og eiginmann hennar Hjörleif Sveinbjörnsson.
SNORRAVERKEFNIÐ er 10 ára um þessar
mundir og af því tilefni var gefið út sérstakt rit á
ensku um verkefnið og því dreift á hátíðunum í
Mountain og Gimli um liðna helgi.
Í ritinu er saga verkefnisins rakin. Þar kemur
fram að Óðinn Albertsson, þáverandi verkefn-
isstjóri hjá Norræna félaginu, hafi varpað hug-
myndinni fram 1997, en fyrstu ungmennin frá
Vesturheimi tóku þátt í verkefninu á Íslandi
sumarið 1999.
Forsvarsmenn Snorraverkefnisins og Snorra
vestur komu saman á Íslendingadagshátíðinni í
Gimli. Frá vinstri: Eric Stefanson, Wanda And-
erson, Ásta Sól Kristjánsdóttir og Almar Gríms-
son.
Morgunblaðið/Steinþór
Snorraverkefnið 10 ára