Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 23
tímann stóð Nobbi, maðurinn henn- ar, eins og klettur við hlið hennar og vék aldrei frá. Starfsfólk líknardeild- ar Landspítalans hafði orð á því hve duglegur og góður hann var. Börnin þeirra, Steinunn og Fertram, önnuð- ust móður sína ekki síður og voru þau hjá henni öllum stundum. Elsku systir okkar er í góðum höndum. Pabbi okkar og litli bróðir hafa tekið vel á móti henni ásamt Sig- urbjörgu, tengdamóður hennar, sem lést fyrr á þessu ári. Við flytjum kveðju frá aldraðri móður og systkinum með eftirfarandi ljóðbroti: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku Nobbi, Steinunn, Fertram og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill. Megi góður Guð styðja ykkur og styrkja í sorg ykkar. Sigurveig, Helena og Ingibjörg. Elsta systir mín, Aðalbjörg (Aja), hefur látið undan síga eftir frækilega baráttu við illvígan sjúkdóm. Að fylgjast með baráttu hennar síðustu vikur og mánuði var sárt og átakan- legt fyrir hennar nánustu en hún lét engan bilbug á sér finna og ætlaði sko ekki að gefast upp og barðist til síð- asta dags. En enginn flýr örlög sín og öll vissum við að hverju stefndi. Foreldrar okkar hófu búskap á Þórshöfn á Langanesi. Af níu börn- um þeirra komust átta á legg. Þrjú elstu eru fædd þar. Þau léttu heimdraganum 1946 og fluttu til Akureyrar með stuttri dvöl á Melum sunnan Akureyrar. Okkur fannst við alltaf vera að flytja. Fyrst man ég eftir mér í innbænum, síðan áttum við heima í miðbæ Akureyrar þegar pabbi vann við að reisa Lands- bankahúsið og svo byggði hann húsið við Ásabyggð. Þar sem við þrjú elstu vorum á líku reki lékum við okkur mikið saman. Að vera „litla systir“ var ekki alltaf auðvelt fyrir Aju. Mér fannst hún alltaf vera eins og lítið blóm sem ég þurfti að passa upp á og vernda. Hún var í minningu minni svo lítil og tilfinninganæm, svo auð- særð. En enginn skyldi vanmeta Aju systur. Það kom fljótt í ljós að það var töggur í henni. Hún var mikil pabbas- telpa, enda var hún skírð í höfuðið á fósturmóður hans, Aðalbjörgu á Gunnarsstöðum, þar sem faðir minn ólst upp. Systir mín var mjög vinamörg og var stundum ekki þverfótað fyrir vin- konum hennar á heimilinu. Og svo kynntist Aja Nobba sínum, en hann var námsmaður í Menntaskólanum á Akureyri, gjörvulegur ungur maður sem mikið orð fór af fyrir að vera af- bragðsnámsmaður. Með þeim tókust ástir sem brátt bar ávöxt og Steinunn Björg kom í heiminn í janúar 1964. Nobbi hafði haustið áður haldið til náms í Þýskalandi og bjuggu þær mæðgur heima á Byggðaveginum. Það kom í minn hlut verandi heima að lesa undir stúdentspróf að gæta Steinunnar litlu og var það ekki mikið mál þar sem hún var einstaklega þæg og góð. Systir mín og Nobbi bjuggu sér heimili í Hamborg og dvöldu þar á annan áratug meðan Nobbi lauk doktorsnámi. Á þessum árum voru einu samskipti okkar bréfaskipti og skrifuðumst við systkinin á í mörg ár. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá bréf frá Aju því hún var ritfær mjög. Síðustu árin starfaði Aja í Búnað- arbankanum sem síðar varð KB banki. Nú ert þú farin, elsku systir mín. Það er líkn að geta fengið að sofna eftir miklar þjáningar. Ég veit að pabbi hefur tekið vel á móti þér þegar þú bankaðir upp á „Gullna hliðið“ og steigst inn í ljósið fyrir handan. Mamma sem dvelur á hjúkrunar- heimili á Akureyri og ekki er ferða- fær, hugsar vel til þín og þakkar þér fyrir allt. Megi Guð blessa og styrkja Nobba, Steinunni Björgu og Guðmund Fert- ram og öll yndislegu ömmubörnin sem þér þótti svo vænt um, í þeirra miklu sorg. Við Kristín kveðjum þig, Aja mín, með þökk fyrir allar samverustund- irnar.Þinn bróðir, Halldór S. Kristjánsson (Dóri.) Það er mikil eftirsjá í henni Aju minni. Og eiginlega absúrd að hún skuli vera dáin úr krabbameini, hún sem var hraustust allra og hristi allt af sér. En þetta blinda mein spyr einskis þegar það finnur sér íveru- stað og lætur sjaldnast undan síga. Við Aja kynntumst á Akureyri þegar ég var send í MA til að læra guðsótta og góða siði – og námsefni vetrarins. Ég fór þangað með hunds- haus, en fann út eins og skot að nem- endur voru skemmtilegir, blátt áfram og ósnobbaðir, ólíkt því liði sem var í MR. Við Aja kynntumst eiginlega í gegnum bisness; hún þrengdi fyrir mig pils. Ég skrifaði fyrir hana rit- gerð. Góður díll, og báðar voru sáttar. Tími unglingsáranna er tíminn þar sem ekkert skiptir máli nema augna- blikið. Tími fölskvalausrar eigingirni og óbeislaðrar bjartsýni. Þegar brauðstritið er hafið lifum við mest í þátíð og framtíð – minnst í núinu. Við skoðuðum mynd núna um dag- inn frá þessum löngu liðnu dögum. Hún var tekin á balli, frábær mynd af Aju; með augabrúnir og varir til að drepa fyrir, horfir enda sigri hrós- andi beint á ljósmyndarann. Kannski hitti hún Nobba sinn þarna. Þau tóku saman unglingarnir og hafa verið saman síðan í farsælu hjónabandi, sem lýkur nú með dauða hennar. Árið ’76 fórum við Aja að hanna föt, sauma og selja. Þar var hún rétt manneskja á réttum stað og tíma. Við notuðum eingöngu hveitipoka, sem við drógum á sjálfum okkur upp í Öskjuhlíð, þar sem Perlan er nú, til að hrista hveitið úr þeim. Góðir tímar og við höfðum ekki undan, enda ís- lensk fatahönnun í skötulíki á þessum árum. Það var gaman að mæta í vinn- una. Þetta var strembinn tími í mínu lífi og ómetanlegt að hlaupa í skjól í búðinni hjá Aju, enda andvarpaði ég oftast af feginleik þegar inn var kom- ið. Hún haggaðist aldrei. Gerði allt vel. Var raunsæ – dró skýjaglópa nið- ur á jörðina, hæfileikarík, umburðar- lynd og lét fátt koma sér á óvart, eða í uppnám. Það hefur ekki verið ónýtt að eiga slíka eiginkonu og móður. Enda sést það á börnum þeirra, Steinunni og Fertram. Öskjuhlíð ’77: Hveitið þyrlast, ljóst hárið dansar í sólinni þegar Aja snýr sér snöggt við og hlær. Hláturinn segir: „Mikið er gaman að lifa, Gunna!“ Og tíminn líður … Allt í einu er allt orðið of seint. Aja liggur banaleguna í miklu sólskini með útsýni út á Kópavoginn. Og jafn- vel þá fann Aja sér eitthvað til að gleðjast yfir, til að kveðja í sátt. Viss- una um að lifa áfram í afkomendun- um, að fjölskyldan væri sterk, tengdabörnin vel gerðar manneskjur og barnabörnin heilbrigð og efnileg. Það mat hún að verðleikum. Ég kom nokkrum sinnum til henn- ar í banalegunni, ásamt öðrum vin- konum, og ég sá bara unglingsstúlk- una sem ég kynntist forðum. Hláturinn var sá sami. Tárin líka. Slíkur er galdur æskuvináttunnar. Nobbi eiginmaður hennar fylgdi henni alla þá leið sem dauðlegum mönnum er unnt. Hann bar fyrir hana allt til enda þær byrðar sem á valdi hans var að létta af henni. Það gerðu börnin þeirra líka. Öll sú samúð sem ég á streymir nú til þeirra sem elskuðu hana mest. Hún var falleg og sterk. Og hún ætti að vera hér enn. Guðrún Ægisdóttir.  Fleiri minningargreinar um Aðal- björgu Kristjánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 23 ✝ Kristrún Magn-úsdóttir fæddist í Arnþórsholti í Lundarreykjadal 29. júlí 1923. Hún lést á dvalarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 5. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús Sigurðs- son, bóndi í Arn- þórsholti, f. 30.3. 1890 á Vilmund- arstöðum í Reyk- holtsdal, d. 2.9. 1968, og Jórunn Guðmunds- dóttir, f. 9.7. 1887 á Laugabóli við Ísafjarðardjúp, d. 1.5. 1967. Systkini Kristrúnar voru Sig- urður Ragnar, f. 11.4. 1913, d. 9.1. 1939, Hildur, f. 1914, dó nokkurra vikna, Andrés, f. 25.11. 1916, Ragnhildur Kristín, f. 7.3. 1922, Kristrún, f. 29.7. 1923, Steinunn Gunnhildur, f. 6.4. 1934, d. 24.3. 1995, og Guð- mundur, bóndi í Arnþórsholti, f. 14.12. 1929. eiga þau þrjú börn, Rósu Maríu, Jón Þór og Kristján Sindra. Fyr- ir átti Elinborg Friðrik Þór og Berglindi. Anna María á fyrir dæturnar Berglindi Ósk og Kol- finnu Rán. Kristrún dvaldist í Arnþórs- holti til tvítugs, er hún flutti til Reykjavíkur. Þaðan flutti hún í Kópavog 1954 og bjó þar alla tíð síðan. Nám sitt sótti hún í far- andkennslu á heimaslóðum. Vann hún á æskuárum sem vinnukona hér og þar, en eftir að hún flutti í borgina vann hún ýmis verka- konustörf, meðal annars í ORA, Ömmubakstri, Efnagerðinni Val, Borgarspítalanum og síðast við mötuneyti Sunnuhlíðar í Kópa- vogi, þar sem hún svo dvaldist tæp þrjú síðustu árin. Meðfram heimilisstörfum stundaði hún saumaskap. Þau hjónin stunduðu hestamennsku og voru meðal stofnenda Hestamannafélagsins Gusts. Kristrún dvaldist á sam- býlinu Skjólbraut 1 í þrjú ár áð- ur en hún vistaðist á Sunnuhlíð. Útför Kristrúnar verður gerð frá Kópavogkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. Kristrún giftist 1945 Jóni Kristni Höskuldsyni frá Tungu í Naut- eyrarhreppi við Djúp, f. 24. mars 1918, d. 1. janúar 1996. Rúna og Jón eignuðust þrjá syni. Þeir eru 1) Magnús, f. 1.5. 1946, sam- býliskona hans er Rut Åse Tesdal. Áð- ur var Magnús kvæntur Grétu Ósk- arsdóttur og átti með henni soninn Jón Óskar, fyr- ir átti Gréta dótturina Lindu Birnu. Með Katrínu Pálsdóttur á Magnús soninn Rúnar. 2) Hösk- uldur Pétur, f. 4.8. 1948, kvænt- ur Theodóru Óladóttur. Börn þeirra eru Kristrún Signý og Óli Geir en hann lést af slysförum. Fyrir átti Theodóra dótturina Dagnýju. 3) Níels Steinar, f. 11.3. 1958, sambýliskona Anna María Clausen. Níels var áður giftur Elinborgu Chris Argabrite, og Í dag er borin til hinstu hvílu tengdamamma mín Kristrún Magn- úsdóttir. Með fáum orðum langar mig að minnast hennar sem hefur verið mín fyrrverandi í mörg ár. Ég hef aldrei kunnað að kalla hana annað en tengdamömmu. Eins var með hana, hún kynnti mig fyrir ókunnugum sem tengdadóttur sína. Við andlát vakna margar minning- ar liðinna ára. Fyrstu kynni mín af tengdamömmu áttu sér stað fyrir rúmum 40 árum. Þá kom hún til mín í vinnuna, kynnti sig og sagði mér að hún væri að koma frá Magga (kær- astanum mínum), en hann vann þá í verslun beint á móti mínum vinnu- stað. Ég man hvað ég varð feimin og vandræðaleg og vissi ekki hvað ég átti að segja eða gera. En hún bjarg- aði vandræðagangi mínum með hlátri, sem henni var svo eiginlegt, og sagði að nú væri kominn tími til að ég kæmi í heimsókn til hennar. Vin- átta okkar varð mikil eftir fyrstu kynni, samskiptin voru í nálægð því að í Holtagerðinu var enginn sími, þar af leiðandi varð að fara í heim- sókn til að tala saman. Við áttum margt sameiginlegt, það sem stendur upp úr í minning- unni er saumaskapurinn. Við hönn- uðum og sniðum jafnt á okkur sjálfar og á börnin mín Lindu Birnu og Jón Óskar. Þessar stundir standa enn ljóslifandi í minni mínu enda var þetta svo skemmtilegt. Eins og að of- an greinir var tengdamamma hlát- urmild og skemmtileg kona, það er ekki þar með sagt að hún hafi verið skaplaus. Hún hafði sterkar skoðan- ir ef svo bar undir og þá varð henni ekki haggað. Tengdamamma kom oft með mér í Kjósina. Fyrst dvöldum við í tjaldi, síðar í sumarbústaðnum mínum. Henni fannst fyndið þegar ég var að gefa henni í þessum ferðum okkar te sem ég sauð úr blóðbergi eða mar- íustakk. Ég sagði henni að þetta væri hollt fyrir okkur og hló með henni. Það var toppurinn á tilveru henn- ar að fara í berjaferð og oft hafði hún orð á því hvað landslagið væri fallegt í Kjósinni. Hún naut þess vel að vera þarna með mér. Minningarnar um tengdamömmu eru margar og skemmtilegar sem ég ætla ekki að rita hér, heldur geyma með sjálfri mér. Ég votta ykkur bræðrum Magn- úsi, Pétri, Níelsi og fjölskyldum ykk- ar samúð á raunastund. Elsku Rúna mín. Ég þakka þér samfylgdina og öll skemmtilegu árin sem við áttum saman. Megir þú hvíla í friði. Gréta Óskarsdóttir. Elsku amma Rúna. Þegar ég var lítil fannst mér alltaf skemmtilegast að koma í heimsókn til þín því að garðurinn í Kjarrhólm- anum er svo stór og með mörgum leikvöllum. Meðan ég var úti varstu vön að sitja úti á svölum og fylgjast með mér og ég fylgdist með hvort þú værir ekki alveg örugglega að fylgj- ast með mér. Á sumrin þegar veður var gott sát- um við stundum saman á svölunum að spila eða í sólbaði. Ég fékk stundum að gista hjá þér og þá varst þú vön að syngja mig í svefn. Þegar ég varð eldri átti ég stund- um erfitt í skólanum og þá var svo gott að geta leitað athvarfs hjá þér, því þá leið mér alltaf miklu betur. Það var svo gaman að koma til þín, spjalla, spila og oftar en ekki baka góða köku saman. Skemmtilegast var samt þegar við tókum upp á því að búa til karamellur, sem urðu svo alltaf ótrúlega vondar. En það mátti alltaf reyna aftur. Þegar þú fluttir á sambýlið á Skjólbraut man ég að þér fannst svo erfitt að geta ekki boðið okkur upp á kaffi og með því. En þú reddaðir því nú alltaf með því að eiga eitthvað sætt inni í fataskápnum. Ég held að það hafi verið erfiðast fyrir þig að hafa ekki þitt eigið eld- hús. Þér fannst alltaf svo gaman að taka á móti gestum. Núna veit ég að þú ert komin á góðan stað og ert með þeim sem þér þykir vænt um. Ég vil kveðja þig með ljóðinu sem þú varst vön að syngja fyrir mig. Sofðu, unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónsson) Ég á eftir að sakna þín, elsku amma. Rósa María Níelsdóttir. Hún amma Rúna er látin. Frá því að ég hitti hana í fyrsta skipti 6 ára gömul tók hún mér sem sínu barnabarni og ég fann aldrei nokkurn tímann fyrir því að við vær- um ekki tengdar blóðböndum. Þegar ég spurði hana hvort hún væri núna orðin amma mín þá var ekkert hik í svarinu hennar. „Já, auðvitað, ég held ég hafi alltaf verið það.“ Þessi yndislega kona var mín uppáhalds- manneskja öll mín uppvaxtarár. Hún skildi mig svo vel, talaði alltaf við mig sem fullorðna manneskju og útskýrði hlutina fyrir mér ef ég skildi þá ekki. Það var hún sem kenndi mér að spila. Hún kenndi mér ólsen, rommí, vist og ótal teg- undir kapla. Þá kenndi hún mér marías sem var okkar uppáhaldsspil og það voru ófáar helgarnar sem við sátum og spiluðum í margar klukku- stundir og kjöftuðum um allt milli himins og jarðar. Hún sagði mér frá ævisögum sem hún var að lesa í það og það skiptið og ég sagði henni hvað ég var að læra. Við ræddum það sem gekk á í fréttunum og síðan ræddum við auðvitað uppáhaldssjónvarps- þáttinn okkar Fame. Það var vegna hennar sem ég heimtaði að læra á strætó 6 ára gömul, ég varð bara að komast í Kjarrhólma 22 og hitta ömmu. Fyrsta ferðin fór nú ekkert sérstaklega vel og ég var heillengi að labba til hennar þar sem ég var svo- lítið stressuð og hringdi bjöllunni á kolvitlausum stað og það var áhyggjufull en fegin amma sem tók á móti mér þann daginn. Eftir það voru það fáar helgar sem ég var ekki hjá henni og afa Jóni. Ég svaf líka oft hjá þeim og það var alltaf jafn gam- an. Þá fékk ég að vera hrotustopp- arinn hans afa en amma kenndi mér aðferð við að stoppa hroturnar hjá karlinum og stundum lagðist ég bara á gólfið við hliðina á rúminu hans afa og beið eftir að fá að kippa í sængina hans svo hann hætti að hrjóta og amma gæti nú sofið almennilega. Þegar ég ákvað að venda kvæði mínu í kross og fara úr Verslunar- skóla Íslands yfir í sagnfræði í Há- skóla Íslands var amma mjög hreyk- in og sagði að nú fengju allar ævisögurnar sem hún hafði troðið inn í hausinn á mér að njóta sín. Hún átti líka ritröðina Sögu mannkyns sem ég hafði alltaf haft áhuga á að skoða og hún var viss um að það hefði haft sitt að segja um þennan söguáhuga minn. Nú á ég þessar bækur og hef átt síðan hún flutti úr Kjarrhólmanum og yfir á elliheimilið og þær eru meðal minna verðmæt- ustu eigna. Þegar ég varð eldri og heimsókn- irnar færri til hennar þá tóku syst- kini mín við og eyddu mörgum stundunum með ömmu og hún átti sérstakan stað í hjarta okkar allra. Nú þegar hún er farin þá er ég því fegin að Óli bróðir og Jón afi taka á móti henni og láta henni líða vel á nýjum stað. Elsku amma, ég kveð þig í dag með erindi úr kvæði Magnúsar Jóels Jóhannssonar: Hún með sinni ömmu átti ótal marga gleðistund. Góðvildin og gæska hennar geislum stráði í barnsins lund. Og að leysa lífsins gátur lærðist oft við þeirra fund. Ég veit að þú ert aftur orðin eins og þú átt að þér, spilandi og rökræð- andi þín hjartans mál. Kveðja Dagný. Kristrún Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.