Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er mánudagur
11. ágúst, 224. dagur ársins 2008
Orð dagsins: En hjálparinn, andinn
heilagi, sem faðirinn mun senda í
mínu nafni, mun kenna yður allt og
minna yður á allt það, sem ég hef sagt
yður. (Jóh. 14, 25.)
Víkverji er með hýrasta móti í dagenda enn að rifja upp gleði-
göngu samkynhneigðra á laugardag.
Fjörið, litirnir og tónlistin duga til að
lyfta geði allra, jafnvel gamalla
svartagallsrausara eins og Vikverja.
Hann hefur á undanförnum árum
tekið þátt í göngunni. Ekki vegna
kúgaðrar kynhneigðar (sem er í sam-
ræmi við smekk meirihlutans eins og
fleira í fari Víkverja) heldur til að
minna sjálfan sig og aðra á að mann-
réttindi samkynhneigðra eru líka
réttindi okkar allra.
Og að sjálfsögðu var strax byrjað
að rífast um fjöldann, voru þátttak-
endur 40.000 eða 90.000? En þeir
voru margir og vafalaust hærra hlut-
fall þjóðarinnar en annars staðar á
byggðu bóli. Ef þetta er heimsmet
getum við verið stolt.
x x x
Stundum hefur Víkverja reyndarþótt of mikið um hrossalegan
húmor í þessum göngum og átt erfitt
með að skilja hvers vegna nauðsyn-
legt þætti að gera gys að trúar-
táknum kristninnar. Þau eru jafn
mikilvæg fyrir trúaða og mannrétt-
indi fyrir samhneigða. En til allrar
hamingju er nú miklu minna um þess
konar uppákomur enda fjarstæða að
hrekja kristið fólk frá göngunni.
x x x
Setning ólympíuleikanna var mikiðsjónarspil. En ung vinkona Vík-
verja velti fyrir sér hvort ráðamenn í
Beijing myndu einhvern tíma átta sig
á því að tilraunir þeirra til að búa til
glansmynd af borginni væru eins og
hvert annað búmerang. Við vitum öll
að Kínverjar eru almennt mun fátæk-
ari en auðugir vesturlandamenn og
að þar er einræði.
Hvers vegna þá að stugga við fá-
tæklingum og banna þeim og and-
ófsmönnum að sjást meðan á leik-
unum stendur, reisa jafnvel múra til
að fela fátækrahverfin? „Það eina sem
þeir hafa upp úr þessu er að frétta-
menn og aðrir verða auðvitað enn for-
vitnari og vilja vita hvað sé verið að
fela,“ sagði vinkonan. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 sleitulaust, 8
grotta, 9 þurrki út, 10
ungviði, 11 horfa, 13
húsfreyjan,15 fáni, 18
lítið, 21 sápulög, 22
skjálfa, 23 eldstæði, 24
vanmáttugur.
Lóðrétt | 2 fugl, 3 rýja, 4
flanaði, 5 orkt, 6 guðs, 7
vangi, 12 togstreitu, 14
viðkvæm,15 flot, 16 end-
urtekið, 17 kátt, 18 syllu,
19 borðhaldinu, 20 fjalls-
topp.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 bjáni, 4 fúlga, 7 bóman, 8 níræð, 9 agn, 11
turn, 13 hrum, 14 ósmáa, 15 brot, 17 klók, 20 þró, 22
ostur, 23 lofar, 24 iðaði, 25 rýrar.
Lóðrétt: 1 búbót, 2 álmur, 3 inna, 4 fönn, 5 lærir, 6 auð-
um, 10 gómar, 12 nót, 13 hak, 15 bloti, 16 ostra, 18 lifur,
19 kærar, 20 þrái, 21 ólar.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5.
a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. Rf3 Da5 8. Bd2
Da4 9. Db1 a6 10. dxc5 Rd7 11. Bd3
Rxc5 12. O–O O–O 13. Be3 Dc6
Staðan kom upp á opna alþjóðlega
mótinu í Fíladelfíu í Bandaríkjunum
sem lauk fyrir skömmu. Alþjóðlegi
meistarinn Robert Hess (2484) hafði
hvítt gegn hinum 12 ára Darwin Yang
(2116). 14. Bxh7+! óvenjuleg staða fyr-
ir hina frægu biskupsfórn á h7. Í fram-
haldinu nær hvítur kröftugri sókn.
14…Kxh7 15. Db4 Rd7 hvítur hefði
staðið til vinnings eftir 15… b6 16.
Dh4+ Kg8 17. Rg5. 16. Dxe7 Dxc3 17.
Dh4+ Kg8 18. Rg5 Dxc2 19. f4 f6 20.
Rxe6 He8 21. Hac1 De4 22. Rc7 Rxe5
23. Hce1 Bd7 24. Bf2 g5 25. Rxe8
Hxe8 26. fxg5 Dg6 27. Dd4 og svartur
gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Hinn virki áhorfandi.
Norður
♠843
♥ÁD10
♦64
♣G10952
Vestur Austur
♠KDG976 ♠Á
♥2 ♥KG6
♦832 ♦DG10975
♣873 ♣D64
Suður
♠1052
♥987543
♦ÁK
♣ÁK
Suður spilar 4♥.
Martin Hoffman var óhress með
vörn austurs í spili dagsins, en Hoff-
man var sem oftar í hlutverki hins af-
skiptasama áhorfanda – öðru nafni ugl-
unnar. Opnun vesturs á 2♠ gekk til
suðurs, sem sagði 3♥ og norður lyfti í
4♥. Spaðakóngur kom út og austur
dauðsá eftir að hafa ekki doblað loka-
sögnina þegar blindur birtist með
♥ÁD10. Sú eftirsjá reyndist þó tilefn-
islaus.
Eins og vænta mátti skipti austur yf-
ir í ♦D. Sagnhafi tók láglitaslagina og
spilaði hjarta á tíuna. Austur á bágt og
valdi að spila tígli í tvöfalda eyðu, sem
er illskást. Sagnhafi trompaði í borði
og henti spaða heima. Fríaði næst lauf-
ið með trompun, spilaði hjarta á ás og
frílaufi úr borði. Unnið spil, en vörnin
sem Hoffman vildi sjá var tromp í öðr-
um slag, beint upp í ♥ÁD10!
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú hefur ekki mikla löngun til að
sinna þessu verki. Það borgar sig því að
vera mjög skipulagður. Haltu þig við planið
og skipulagða fundartíma. Farðu nákvæm-
lega eftir bókinni.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú ert afslappaður í vinnunni í dag, og
því er hætta á að þú eyðir tíma til einskis.
Forðastu fólk sem finnst gaman að rífast,
þótt það sé skemmtilegt.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Rétt handan við hornið bíður þín
mikið stuð. Keyptu miða, verslaðu og gerðu
plön núna. Vertu hagsýnn og fáðu afslátt.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það skiptir þig meira máli núna
hvernig fólk sér þig. Ekki reyna að neita
því. Horfðu inn á við og pældu í hvernig þú
hugsar um sjálfan þig. Haltu með þér.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú byggir á verkum annarra til að
betrumbæta þau. Það verður tekið eftir
hugmyndum þínum og þær mærðar. Þakk-
aðu fólki fyrir sem á það skilið.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú getur ekki hætt að hugsa um
vissa manneskju. Þú ert líklega að búa til
ímyndaða útgáfu af henni sem stenst engan
veginn. Njóttu ímyndanna svo langt sem
þær ná.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Einhver sem þú virðir fær þig til að
skipta um skoðun. Viðhorfið breytist líka.
Þú ert kátur í aðstæðum sem áður voru
leiðinlegar og pirrandi, og kemur auga á
fleiri tækifæri.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú sérð enga ástæðu til að bíða
eftir að aðrir komi með ástarjátningu. Þú
ert sannfærður um að geta unnið hjarta
fólks. Þessi ástríða þín laðar fólk að þér.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það ber mikið á þér í dag, ert því
líklegt fórnarlamb þeirra sem þurfa að slá
lán eða fá nýja vinnu. Auðvitað mega þeir
spyrja og gott að geta hjálpað.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Nú er mál að skipuleggja sig og
byrja á endanum. Gullið tækifæri bíður þín
í lok mánaðar, ef þú tekur eitt skref aftur á
bak á hverjum degi geturðu gripið það.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú hefur óneitanlega mikinn fé-
lagslegan þokka. Það er ekki mikið mál fyr-
ir þig að lesa í hóp af fólki og skilja hvað er í
gangi og hvernig má passa inn í hann.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Ákvarðanir sem þú tekur í vinnunni í
dag hafa áhrif á frama þinn. Farðu varlega
og sjáðu fyrir afleiðingar allra gjörða.
Skref tekurðu upp á við með góðri dóm-
greind.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
11. ágúst 1794
Sveinn Pálsson, 32 ára lækn-
ir, gekk á Öræfajökul við ann-
an mann. Var það í fyrsta
sinn sem gengið var á jökul-
inn, svo vitað sé. Í þeirri ferð
mun Sveinn, fyrstur manna,
hafa gert sér grein fyrir
myndun skriðjökla og hreyf-
ingu þeirra.
11. ágúst 1938
Baden-Powell, upphafsmaður
skátahreyfingarinnar, kom til
Reykjavíkur ásamt eiginkonu
sinni, dóttur og á fimmta
hundruð skátum frá Eng-
landi.
11. ágúst 1944
Tveir menn luku ellefu daga
göngu þvert yfir landið, frá
Brú á Jökuldal að Kalman-
stungu í Borgarfirði.
„Lengsta ferð um óbyggðir
sem sögur fara af,“ sagði í
Vísi.
11. ágúst 1979
Flaki af Northrop-flugvél var
lyft upp úr Þjórsá, þar sem
vélin nauðlenti vorið 1943.
Hún var gerð upp og fór á
safn í Noregi.
11. ágúst 1991
Brasilíski knattspyrnusnill-
ingurinn Pele kom til landsins
og hitti unga knattspyrnu-
menn á Akureyri, á Egils-
stöðum, í Vestmannaeyjum, á
Akranesi og í Reykjavík.
11. ágúst 2001
Fiskidagurinn mikli var hald-
inn á Dalvík í fyrsta sinn. Um
sex þúsund manns tóku þátt í
honum og hafði Morgunblaðið
eftir Júlíusi Júlíussyni að
þetta hefði verið fjölmennasta
matarveisla sem boðið hefði
verið til hérlendis. Síðan hef-
ur aðsóknin margfaldast.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist þá …
HAFSTEINN Þór Hauksson, lögfræðingur, fagn-
ar þrítugsafmæli sínu í dag. Hann er kvæntur
Hrefnu Ástmarsdóttur, stjórnmálafræðingi, og
þau eiga von á sínu fyrsta barni saman. Hafsteinn
starfar nú sem skrifstofustjóri hjá Umboðsmanni
Alþingis. „Ég held að ég verði að slá hátíðar-
höldum eitthvað á frest – við erum að gera hérna
upp íbúðina okkar og erum á kafi í fram-
kvæmdum.“ Þau hjónin eru nýkomin frá Oxford
þar sem Hafsteinn var í framhaldsnámi í rétt-
arheimspeki. „Ég var að klára prófin og mun út-
skrifast í október frá Oxford.“
Hafsteinn Þór fer fögrum orðum um Oxford-háskóla. „Þetta var
draumi líkast. Maður hafði ákveðna ímynd í kollinum fyrir og skólinn
stóðst allar væntingar. Það var einstakt tækifæri að fá að læra þarna.
Oxford er svona miðstöð réttarheimspeki á Vesturlöndum og þeir
leggja gríðarlegan metnað í hana innan lagadeildarinnar.“
Hafsteinn segir 10 ára afmælisdag sinn hafa verið eftirminnilegan.
„Þá gáfu foreldrar mínir mér svona litla, upptrekkta flugvél. Ég og
pabbi eyddum svo deginum uppi á húsþökum á Arnarnesinu til að ná í
flugvélina, sem festist ítrekað. Það var mjög skemmtilegur og eftir-
minnilegur dagur.“ Foreldrar Hafsteins Þórs eru Haukur Ragnar
Hauksson, kennari við Tækniskólann, og Rannveig Kristín Hafsteins-
dóttir, húsmóðir. Hann á ennfremur tvö systkin. haa@mbl.is
Hafsteinn Þór Hauksson þrítugur
Útskrifast frá Oxford-háskóla
;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is