Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/hag Mauralaus Skuggi ásamt Lovísu, eiganda sínum. Í SÍÐUSTU viku tóku eigendur Skugga, sem er þriggja ára amerískur cocker spaniel, eftir því að lítill, hvítur nabbi myndaðist fyrir ofan nefið á honum. Fyrst héldu þeir að um væri að ræða saklaust bit sem myndi hverfa en síðan tók nabbinn að stækka ört. Vita ekki hvar Skuggi fékk maurinn Að sögn Kristjönu Stellu Arnþórsdóttur, eins eig- endanna, var henni bent á að þetta gæti verið farmaur og á föstudaginn var Skuggi drifinn upp á dýraspítala þar sem maurinn var fjarlægður. Kristjana segir ekki vitað hvaðan Skuggi fékk far- maurinn þar sem hann hefur ekki verið nálægt strönd- um og fjörugróðri. Hins vegar segir Lovísa Guðmunds- dóttir, móðir hennar, að Skuggi hafi fylgt fjölskyldunni í fjallaferð í lok júlí þar sem hann fékk að hlaupa mikið um og gæti hann hafa fengið maurinn þar. Á ekki að valda dýrum óþægindum Á spítalanum var olíu hellt á maurinn og hann los- aður frá Skugga með þar til gerðri töng. Dýralækn- irinn sagði Kristjönu að hundar fyndu ekki fyrir nein- um óþægindum meðan farmaurar væru fastir við þá og Kristjana varð ekki vör við að maurinn angraði Skugga. Á meðan dýralæknirinn losaði maurinn frá trýni Skugga var hann svo rólegur að ekki þurfti að deyfa hann. Skuggi hefur síðan verið hress og kátur en sótt- hreinsa þarf svæðið, þar sem maurinn kom sér fyrir, tvisvar á dag út vikuna. Lítill nabbi sem tók að stækka ört 2 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR flugfelag.is Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. Sækjum og sendum – hratt og örugglega á hagstæðu verði. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VARÐSKIPIÐ Týr er nú í slipp í Reykjavíkurhöfn og hefur verið í um eina viku. Yfirhalningin sem skipið fær að þessu sinni er reglubundið við- hald, en Týr var smíðaður árið 1968 í Danmörku. Skipið verður allt málað að utan og kjölurinn hreinsaður. Þá fer fram viðhald í vélarrúmi og viðgerð á krönum skipsins. Ráðgert er að skipið verði aftur sjósett á morgun, en það gæti þó farið eftir því hvort hann helst þurr í dag. Að sögn Ingvars J. Kristjánssonar, skipatæknistjóra hjá Landhelgisgæslunni, er aðalskoðun varðskipanna á fimm ára fresti svo það líða til skiptis tvö og þrjú ár á milli slipptöku þeirra. Systurskip Týs, Ægir, fór í slipp í fyrra og fer næst eftir tvö ár. Beðið er eftir hinu nýja varðskipi Landhelgisgæslunnar, sem nú er í smíðum í Chile og verður um 4.000 brúttótonn. Að sögn Ingvars gengur smíði skipsins eftir áætlun og er sjósetning áætluð í desember. Enn er ver- ið að smíða skrokkinn, en fyrir liggur að setja niður aðalvélar þess og gíra innan skamms. Að því loknu er hægt að klára smíði skrokksins og sjósetja skipið. Áætlað er að afhenda það um mitt ár 2009. onundur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Tý haldið virðulegum Í slippnum í Reykjavíkurhöfn Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is NOKKUÐ hefur aukist hérlendis að svokallaðir farmaurar festi sig í hunda. Maurarnir koma hingað til lands með stórum farfuglum eða mávum og halda sig mestmegnis í fjörum og votlendi. Að sögn Dag- marar Völu Hjörleifsdóttur, dýra- læknis á Dýralæknamiðstöðinni Grafarholti er því afar mikilvægt í fjöruferðum að eigendur fylgist vel með dýrunum og skoði þau vel þeg- ar heim er komið. Ekki er erfitt að koma auga á maurana. Þeir eru allt að 1 cm á lengd og blása út þegar þeir byrja að nærast af blóðinu og líkjast litlum blöðrum á hundunum. Uppgötvist maurarnir ekki fljótt geta þeir vald- ið sýkingum en að auki bera þeir með sér bakteríur og örverur. Dagmar segir að í Svíþjóð sé farið að bólusetja fólk sem búi við strand- lengjuna gegn örverum sem maur- arnir bera með sér og geta valdið heilabólgum. Berist sú tegund mauranna sem þrífst í Skandínavíu hingað til lands getur það reynst hættulegt. Maurarnir festa sig á öll dýr með heitt blóð og er maðurinn því ekki undanskilinn. Maurarnir grafa höf- uðið undir yfirborð húðarinnar og stækkar haus þeirra eftir því sem þeir ná að sjúga í sig meira blóð. Dagmar segist ekki vita til þess að farmaurar hafi fest sig á fólk hér á landi en gerist það verði fólk að passa sig á því að rífa ekki maurana burt þar sem þá geti hausinn orðið eftir sem sé ekki æskilegt. Til að fjarlægja maurana á að hella smá olíu á haus kvikindisins því þá nær það ekki andanum og sleppir takinu. Þá þarf að skrúfa þá öfugt út, líkt og maður sé að losa skrúfu. Á dýraspítölum eru til sér- stakar tangir sem notaðar eru til þessa. Farmaurar sækja í hunda í auknum mæli Smár Farmaurar geta borið með sér örverur og hættulega sjúkdóma. Stinga hausnum undir skinn þeirra og nærast með að sjúga úr þeim blóð HLAUPIÐ í Skaftá rénaði nokkuð aðfaranótt mánudags, en jókst aftur þeg- ar leið á gærdaginn. Rennslið var um 385 rúmmetrar á sekúndu í gærkvöld en hefðbundið rennsli í ánni er um 150 rúmmetrar á sekúndu. Oddur Sigurðsson, sérfræðingur á jöklasviði hjá Vatnamælingum Íslands, segir hlaupið lítið. „Það gæti þó tekið nokkra daga, upp í viku fyrir ána að jafna sig að fullu.“ haa@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Lítið hlaup í Skaftá ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra heldur opinn fund í Borgarhólsskóla á Húsavík í kvöld klukkan 20. Kristján Möller sam- gönguráðherra og oddviti Samfylk- ingarinnar í Norðausturkjördæmi mun einnig ávarpa fundinn. Þau munu ræða málefni kjördæmisins, þar á meðal nýlegan úrskurð um- hverfisráherra um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Ráðherrar tala við Húsvíkinga TALSVERÐ aukning var í magni sílis miðað við árin 2006 og 2007 í árlegum sandsílaleiðangri sem lauk hinn 20. júlí. Markmiðið er m.a. að meta breytingar í stofnstærð og afla upplýsinga um styrk árganga hjá síli. Aukninguna má að mestu rekja til aukningu eins árs sílis af 2007 árgangi. Meira af eins árs síli en áður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.