Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 21 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í JÚNÍ varð undirrituð fyrir þeirri lífsreynslu að þurfa að fara í aðgerð á Landspítala við Hringbraut. Í stað þess að fara í sumarleyfi á þessum tíma tók við aðgerð og lega eftir það eins og eðlilegt er. Þessi lífsreynsla hafði mikil áhrif á mig og vil ég með þessum skrifum lýsa þakklæti mínu við þá fjölmörgu sem komu þar að. Undirbúningur Nokkrum dögum fyrir aðgerð var ég kölluð inn á göngudeild til undirbún- ings aðgerðinni og því sem á eftir kom. Viðtöl við svæfingarlækni og skurðlækni sem útskýrðu það sem framundan væri og hverju ég mætti búast við. Einnig talaði ég við sjúkra- þjálfara, aðstoðarlækni og blóðþrýst- ingur var mældur og blóðprufur tekn- ar. Þetta var mjög gott fyrir mig, sem aldrei fyrr hafði farið í aðgerð á sjúkrahúsi, að fá þennan undirbúning og vita að einhverju leyti hvað var í vændum. Aðgerð Kvöldið fyrir aðgerðina kom ég á deildina mína sem var 13 G og fékk eina sprautu og mátti síðan sofa heima. Þó ekki hafi svefninn verið með best móti, var þó betra að vera heima í sínu rúmi, en á nýjum ókunnum stað. Að morgni dags var tekið vel á móti mér og var ég sett á stofu 5, þar sem eldri kona var í sjúkrarúmi og búin að vera í fjórar vikur. Hún tók líka vel á móti mér. Eftir undirbúning á stofu var mér ek- ið niður á aðra hæð og þar fór fram áframhaldandi undirbúningur fyrir aðgerðina m.a. mænudeyfing, sem er mikil tækni til að koma í veg fyrir verki eftir aðgerð. Ekkert vissi ég af mér meðan aðgerðin fór fram, líka eins gott og mikið vandaverk sem skurðlæknar taka að sér og annað að- stoðarfólk, sem kemur þar að. Spítalavist Þegar ég vaknaði aftur var ég á svo- kallaðri vöknun og var þar fylgst með öllu hugsanlegu sem þarf að vera í lagi með aðstoð hjúkrunarfræðinga og allskyns tækja og tóla, sem ég ætla ekki að telja upp hér. Um kvöldið var mér ekið aftur á mína stofu og um- hyggja hjúkrunarfræðinga þar tók við. Það var með mig eins og vænt- anlega flesta aðra sjúklinga, að mik- ilvægt er að fara sem fyrst framúr og ganga um með aðstoð sjúkraþjálfara eða sjúkraliða. Stöðugt var verið að fylgjast með að líðan mín væri góð og allt kerfið gengi samkvæmt því sem hægt er að ætlast til eftir aðgerð. Eft- ir því sem dagarnir liðu fækkaði slöngunum sem ég var tengd við fyrst eftir aðgerðina og smám saman var hægt að ganga lengra eða fara fleiri ferðir eftir ganginum. Maturinn kom alltaf á sama tíma. Hver sjúklingur var með bókað hvað hann ætti og mætti borða sýndist mér, og sem vænta mátti var matarlystin mjög af skornum skammti fyrstu dagana. Ég undraðist reyndar hve matarskammt- arnir voru stórir. Hálfur skammtur var meira en ég er vön að borða undir venjulegum kringumstæðum, en fjöl- breytnin var mikil og ótrúlega marg- ar tegundir af súpum og grænmeti. 13 G til fyrirmyndar Eftir 7 daga dvöl var ég útskrifuð og hélt heim. Dvölin á deildinni var ótrú- lega notaleg. Hjúkrunarfræðingarnir sáu til þess að halda mér verkjalausri og allt gert til að mér liði sem best. Mér skilst, að mænudeyfingin sem var gerð fyrir aðgerð hafi heppnast fullkomlega. Svo er fyrir að þakka svæfingarlækninum. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina kom nær dag- lega og talaði við mig og fylgdist með hvernig mér liði. Sjúkraliðarnir voru alltaf að koma inn á stofu og sáu til þess að allt umhverfi væri í lagi og gerðu lífið auðveldara. Allir voru svo vingjarnlegir, meira að segja ræst- istúlkan vann sína vinnu með bros á vör Hér með langar mig að þakka öll- um sem komu að þessu verkefni kær- lega fyrir hjálpina og fyrir það að vera svo vingjarnlegir og þægilegir í um- gengni sem raun bar vitni um. Ég gef deild 13G á Landspítala við Hring- braut hæstu einkunn. UNNUR STEFÁNSDÓTTIR, íbúi í Vesturbæ Kópavogs. Sumarleyfi á Landspítala Frá Unni Stefánsdóttur ÞAÐ væri ekki í þágu þorra Íslend- inga ef það ógæfuspor væri tekið að ganga í Evrópusambandið. Auk þess að tapa sjálfstæðinu og í framhaldi af því þjóðerninu er ekki hægt að ganga að því vísu að lífskjör okkar myndu batna. Hvað ætti að batna? Staða okkar í dag sem sjálfstæðrar þjóðar er góð og getur ekki gert annað en að batna. Auðlindir okkar liggja ekki í málmum og skóglendi eða olíu sem fer þverrandi í þeim löndum sem njóta þesskonar auðlinda í dag. Auð- lindir okkar liggja í vatnsorku, bæði heitri og kaldri og fiskimiðunum. Eftirspurn eftir hvoru tveggja fer vaxandi og verð þessara verðmætu auðlinda hækkar með hverjum degi sem líður. Framtíð okkar sem sjálf- stæðrar þjóðar er því björt og það væri meira vit í því að segja skilið við EES og Evrópusambandið heldur en að tengjast því sterkari böndum. Eftir því sem samband okkar við ESB hefur vaxið hafa tækifæri okkar til að hafa áhrif á gang mála minnk- að. Eftir að við gerðumst aðilar að Schengen-samkomulaginu erum við orðin landamæraverðir fyrir Evr- ópusambandið en jafnframt höfum við með nánari tengslum við ESB galopnað okkar eigin landamæri fyr- ir meðlimaþjóðum ESB. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að vaxandi fjöldi fólks frá nýjum aðildarlöndum ESB í Austur-Evrópu hefur leitað hingað til lands. Áhrifin hafa orðið sterkust í aukningu ofbeldisglæpa og eiturlyfjasölu . Áður komu flestir innflytjendur frá löndum í Asíu, t.d. Filippseyjum og Taílandi. Þetta fólk hefur ekki verið til vandræða og reynst okkur vel. Vandræðafólkið kemur yfirleitt undantekningarlaust frá Evrópu! Haldið þið að þetta myndi batna með aðild að ESB? Þá er komið að því að svara spurning- unni „í þágu hverra?“ Hverjir eru það sem berjast harðast fyrir aðild að ESB? Fyrst verður að nefna Sam- fylkinguna, flokk sem telur sig vera jafnaðarmannaflokk! Er þetta ekki með ólíkindum? Síðan eru það auð- menn og viðskiptajöfrar sem hafa hæst. Þeir sem myndu tapa á aðild- inni eru m.a. útgerðarmenn og sjó- menn, bændur og innlendir framleið- endur auk þorra fólksins í landinu sem á hagsmuna að gæta með þess- um aðilum. Nú velta menn vöngum yfir útspili Björns Bjarnasonar í sambandi við evruna. Halda jafnvel að þarna sé Björn að leysa gátuna! En Björn Bjarnason er snjallasti stjórnmálamaður og um leið sá van- metnasti, sem Ísland á í dag. Nei þarna er Björn einfaldlega að sýna fram á að upptaka evru eða aðild að ESB er tóm fjarstæða. Takk fyrir Björn. Þú bregðst ekki í þessu máli frekar en öðrum. HERMANN ÞÓRÐARSON Eskivöllum 9b, Hafnarfirði. Aðild að ESB væri ógæfu- spor - í hverra þágu? Frá Hermanni Þórðarsyni Á ÞINGVÖLLUM við Öxará var því lýst yfir 17. júní 1944, eða fyrir rúmum 64 árum, að Ísland væri aftur orðið sjálfstætt ríki og Alþingi kaus fyrsta for- seta lýðveldisins, Svein Björnsson. Sama dag gaf hinn nýkjörni for- seti út forsetaúrskurð um skjaldarmerki lýðveldisins. Þar segir: „Skjaldarmerki Ís- lands er silfurlitur kross í heið- bláum feldi, með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rend- ur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðj- ungi lengri. Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heims- kringlu: Griðungur, hægra megin skjaldarins, bergrisi, vinstra megin, gammur, hægra megin, ofan við griðunginn, og dreki, vinstra meg- in, ofan við bergrisann. Skjöldurinn hvílir á stuðlabergs- hellu.“ Nú á tímum al- þjóðavæðingar, útrás- ar Íslendinga og inn- flutnings á fjölda fólks frá hinum ýmsu löndum til Íslands og stóraukningar á er- lendum ferðamönnum til landsins, er mjög nauðsynlegt fyrir Ís- lendinga að gefa skýr skilaboð um sjálf- stæði sitt og menn- ingu. Flestallir þeir ferðamenn sem higað koma, stoppa á Austurvelli og taka myndir af Al- þingishúsi Íslendinga. Þessar myndir berast út um allan heim, koma á netið og eru hluti af kynn- ingarefni um Ísland og Íslendinga. Hvað blasir við á þessum mynd- um? Kóróna og merki Kristjáns IX. Erum við enn undir danskri stjórn? Í lýsingu á byggingu Alþing- ishúsins segir: „Framhlið Alþingishússins, þ.e. norðurhliðin, er nokkuð skreytt. Hæst ber kórónu og merki Krist- jáns IX á burst á þakinu. Undir upsinni er ártalið 1881, málmstafir með stjörnum á milli. Yfir fjórum gluggum á annarri hæð eru land- vættir Íslands í lágskurði, bergrisi, gammur, griðungur og dreki. Í upphafi voru tveir skildir festir á veggi á annarri hæð, annar með flöttum þorski, tákni Íslands, en hinn með skjaldarmerki Danmerk- ur, þremur ljónum. Þeir voru fljót- lega fjarlægðir og eru varðveittir í Þjóðminjasafninu.“ Er ekki tími til komin að setja kórónuna og merki Kristjáns IX á Þjóðminjasafnið og setja skjald- armerki Íslands upp í staðinn? Ég vil skora á alþingismenn Ís- lands, að setja nú í gang vinnu og koma þessu í framkvæmd. Það undrar mig reyndar að þetta skuli ekki hafa verið gert þegar húsið var tekið í gegn og endurnýjað 2003–2005. Það er í raun alveg með ólíkindum að þið þingmenn skulið geta gengið ár eftir ár inn í alþingi Íslendinga undir öðru merki en skjaldarmerki Íslands? Ég vil svona í lokin taka það fram til að fyrirbyggja allan mis- skilning að mér er mjög vel við Dani og allt það sem danskt er. Kaupmannahöfn er svo sannarlega mín önnur höfuðborg Alþingishúsið og skjaldarmerki Íslands Jens H. Valdimars- son skrifar um skjaldarmerkið » Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Ís- lands, gaf út tilskipun 17. júní 1944 um skjald- armerki Íslands, sem er kórónan og merki Krist- jáns IX yfir Alþingi. Jens H. Valdimarsson Höfundur er framkvæmdastjóri. EINELTIÐ gegn innanlandsfluginu sem andstæðingar Reykja- víkurflugvallar standa fyrir minnir mann óþægilega á baráttuna gegn hernum og Nato þegar fyrrverandi for- maður Framsókn- arflokksins Ólafur Jó- hannesson myndaði þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Alþýðu- bandalagsins sáluga. Eflaust eru margir mér ósammála. Verði þeim þá að góðu. Fljótlega færðist fyrr- verandi borgarstjórnarmeirihluti R-listans undan í flæmingi þegar fulltrúum þeirra var sagt að með flutningi innanlandsflugsins úr Vatnsmýrinni yrðu stóru sjúkra- húsin á höfuðborgarsvæðinu og stjórnsýslan að flytja til Keflavíkur. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er og verður aldrei einkamál höfuðborg- arsvæðisins. Næstu áratugina verð- ur hann lífæð allrar þjóðarinnar og nauðsynlegt mannvirki til að tryggja jafnræði einstaklinga. Fyr- ir landsbyggðarmanninn er það ekki sannfærandi að hlusta á rang- færslurnar sem andstæðingar Reykjavíkurflugvallar nota gegn innanlandsfluginu. Að hafa flugvöll- inn í Vatnsmýrinni verður áfram mikið hagsmunamál fyrir lands- byggðina og allt höfuðborg- arsvæðið. Flutningur innanlands- flugsins til Keflavíkur kæmi í veg fyrir að höfuðborgin gæti veitt þá þjónustu sem mikilvæg er fyrir landsbyggðina og stjórnsýslu lands- ins. Við þessar aðstæður kemur aldrei til greina að sjúkraflugvél sem skal vera staðsett á Ísafjarð- arflugvelli sé beint til Keflavíkur. Þeir sem harðast gengu fram í því að fá flugvöllinn fluttan úr Vatns- mýrinni voru Vinstri grænir og Samfylking- arfólk með Kolbrúnu Halldórsdóttur og Ingibjörgu Sólrúnu í broddi fylkingar. Sem starfandi læknir tekur Dagur B. Eggertsson glaður við keflinu án þess að hafa skilning á því að sjúkraflug frá Akureyri og Ísafirði tæki 35 til 50 mín. lengri tíma þegar mín- útur geta skilið milli lífs og dauða. Frá Eg- ilsstaðaflugvelli tæki sjúkraflugið enn lengri tíma þegar erfitt yrði að treysta veðurspánum. Þarna koma þyrlur að engu gagni. Milli Kefla- víkur og Reykjavíkur yrði að setja upp flutningslínu sem tefur sjúkra- flutningana um eina til tvær klukkustundir. Undir það skrifa sveitarstjórnirnar á landsbyggðinni aldrei þegjandi og hljóðalaust, og því síður stjórnendur stóru sjúkra- húsanna í Reykjavík. Utan af landi færu sjúkraflutningarnir frekar til Akureyrar. Í bráðatilfellum getur þessi atlaga að innanlandsfluginu kostað slasaðan mann úti á landi lífið áður en hann kemst undir læknishendur í Reykjavík. Til- raunir til að senda sjúkraflugvél frá höfuðborgarsvæðinu rynnu fljótlega út í sandinn áður en hún gæti lent á Egilsstöðum, Ísafjarð- arflugvelli og Akureyri ef veð- urspárnar standast ekki. Sjúkra- flugvél á leiðinni að sunnan sem ætti eftir um 20 mínútna flug til Vestfjarða, Norður- og Austurlands yrði að snúa við vegna veðrabreyt- inga sem enginn sér fyrir.Við þess- ar aðstæður verður líka erfitt að sinna sjúkrafluginu til Egilsstaða frá Akureyrarflugvelli. Það skulu andstæðingar innanlandsflugsins kynna sér betur og hætta þessum skollaleik. Gegn þessu tala óvinir innanlandsflugsins sem legðist af verði það flutt til Keflavíkur. Án flugvallarins í Vatnsmýrinni tapar Reykjavík sérstöðu sinni sem höf- uðborg. Skammarlegt er að eineltið gegn innanlands- og sjúkrafluginu skuli breiðast út eins og eldur í sinu. Þessi atlaga sem óvinir Reykjavíkurflugvallar standa fyrir flýtir aldrei fyrir því að ráðist verði í mislægu gatnamótin, tvöföldun Suðurlandsvegar, Sundabraut og tvöföldun Reykjanesbrautar. Þess- ar rangfærslur sem notaðar eru gegn innanlands- og sjúkrafluginu vekja spurningar um hvort há- tæknisjúkrahúsið eigi alveg heima á Akureyri. Nú er nóg komið af pólitískum árásum á stuðnings- menn innanlandsflugsins og stjórn- endur sjúkrahúsanna sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni þegar neyðartilfelli koma upp á landsbyggðinni. Til Vestfjarða er útilokað að sinna sjúkrafluginu frá Akureyri og suðvesturhorninu á meðan Ísafjarðarflugvöllur fær aldrei næturflugsheimild þótt höf- uðstaður Norðurlands verði mið- stöð sjúkraflugsins á landsbyggð- inni. Í stuttu máli festast stjórnmálamenn í vítahring kosn- ingaloforða sem þeir svíkja sjálfir og kenna svo öðrum um. Sveit- arstjórnirnar á landsbyggðinni spyrja hvort tilgangurinn með þessum vinnubrögðum sé að innan- landsflugið verði kistulagt og jarð- arförin auglýst síðar. Um innan- lands- og sjúkraflugið skrifuðu talsmenn R-listans margar skamm- argreinar með minnst þúsund stað- reyndarvillum sem þeir þurfa aldr- ei að leiðrétta. Látum innanlandsflugið í friði. Innanlandsflugið kistulagt, jarðarförin auglýst síðar Guðmundur Karl Jónsson skrifar um staðsetningu Reykjavíkurflug- vallar » Skammarlegt er að eineltið gegn innan- lands- og sjúkrafluginu skuli breiðast út eins og eldur í sinu. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.