Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingileif Stein-unn Þórarins- dóttir fæddist á Úlfsá á Ísafirði 8. júní 1918. Hún lést á Sólvangi 3. ágúst síðastliðinn. Hún var næst yngst 9 barna hjónanna Þórarins Elíasar Sigurðssonar bónda og dag- launamanns, f. 15. maí 1877, d. 17. des. 1946 og Her- dísar Guðrúnar Guðmundsdóttur, f. 10. júní 1881, d. 28. okt. 1975. Önnur börn Herdísar og Þórarins voru 1) Þórey Sigrún, f. 25. sept. 1902, d. 21. apr. 1911, 2) Ólafía Kornelía, f. 3. júlí 1904, d. 21. feb. 1977, m. Sveinbjörn Hall- dórsson, 3) Petrína, f. 7. júlí 1906, d. 11. sept. 1961, 4) Guð- mundur Ágúst, f. 1. ág. 1908, d. 6. feb. 1966, 5) Sigrún Þórdís, f. 18. júlí 1912, d. 26. apríl 1988, m. Sigurbjörn Eyjólfur Guð- mundsson, 6) Guðbjörg, f. 16. Guðni Þór, f. 22. okt. 1998 og Tómas Freyr, f. 5. júní 2002. 2) Herdís, f. 21. sept.1967, m. Hall- grímur Þór Björnsson, f. 6. apr. 1962, börn Hreiðar Ingi, f. 30. des. 1996, og Halldór Örn, f. 7. apr. 2000. 3) Guðni, f. 8. sept. 1976, samb.k. Ólöf Jakobína Ernudóttir, f. 4. maí 1969, börn Erna Sóley Ásgrímsdóttir, f. 4. maí 2000, Tómas Oddur, f. 7. feb. 2007. B) Þórarinn, f. 17. ág. 1943, k. 21. des. 1968, Anna Ey- mundsdóttir, f. 22. jan 1944, börn: 1) Eyrún Björk Valsdóttir, f. 5. mars 1967, m. Vignir Sig- urðsson, f. 4. nóv. 1965, börn Ragnheiður, f. 31. júlí 1990 og Margrét, f. 5. júní 1997. 2) Inga Sigrún, f. 30. nóv. 1969, samb.m. Hreiðar Þór Björnsson, f. 27. feb. 1968, sonur Hilmir, f. 20 jan. 2000. 3) Finnur Breki, f. 29. júlí 1974, k. Hrefna Marín Gunn- arsdóttir, f. 1. mars 1977, börn Anna Sólrún 25. des. 2003, Reynir Hugi, f. 28. júní 2007, d. 28. júní 2007 og Bjarki Freyr, f. 28. júní 2007. 4) Eymundur Freyr, f. 12. maí 1976, samb.k. Aðalheiður Konráðsdóttir, f. 27. maí 1976, dóttir Arnhildur Lilja, f. 3. nóv. 2006 5) Steinunn Þyri, f. 1. mars 1984, samb.m. Einar Ólafsson, f. 18. feb. 1981. Útför Ingileifar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 11. ágúst. apr. 1916, d. 29. apr. 1983, 7) Pálína Guðrún, f. 30. des. 1919, d. 29. apr. 1920, og 8) Pálína Kristín, f. 6. okt. 1921, d. 14. des. 2004, m. Valgeir Ólafsson. Þau Her- dís og Þórarinn áttu einnig fósturson, Stefán Jónsson, f. 4. júlí 1927, d. 19. sept. 1995, k. Björk Jónasdóttir. Ingileif giftist 6. des. 1941, Guðna Hreiðari Tóm- assyni, f. 22. okt. 1920, d. 31. des. 1943. Foreldrar hans voru Tómas Guðnason, f. 30. maí 1887, d. 31. maí 1929 og Solveig Gíslína Gísladóttir, f. 22. ág. 1895, d. 19. mars 1929. Þau eignuðust tvo syni, þeir eru: A) Tómas Gísli, f. 25. apr. 1942, k. 20. febr. 1965, Jónfríður Hall- dórsdóttir, f. 18. feb. 1942, börn: 1) Margrét, f. 16. des. 1965, m. Þór Egilsson, f. 4. maí 1964, börn Þórdís Ylfa, f. 2. jan. 1994, Á 13. afmælisdeginum sínum, þ. 8. júní 1931, mun Inga hafa verið stödd á Kirkjubóli í Bjarnardal, og þá orti frændi hennar Guðmundur Ingi Kristjánsson lítið ljóð til hennar: Sjáðu nú, Inga frá Úlfsá, með æskunnar bros á kinn: indælt er vorið ekki á afmælisdaginn þinn. En kuldinn og krapið úti, það kemst ekki hingað inn. Hjá okkur er vor og æska á afmælisdaginn þinn. Veistu það, Inga frá Úlfsá? Æskan er vinur minn. Mér þykir vænt um vorið og vinsæla daginn þinn. Vafalítið hefur oft verið kuldalegt á Vestfjörðum á vordögum og enn átti eftir að næða um ungu stúlkuna frá Úlfsá. Æskuheimilið á Ísafirði var ör- lítið steinhús. Hún óx upp í glaðvær- um hópi systkina og lauk barnaskóla- námi en lengra mun skólanámið ekki hafa orðið. Hún var 17 ára þegar hún fluttist til Hafnarfjarðar til að leita sér vinnu en þar bjó m.a. frændi hennar Sveinbjörn Sveinsson og hjá honum hóf hún störf á klæðskera- verkstæði. Það varð afdrifaríkt, því þar kynntist hún verðandi eigin- manni sínum Guðna Hreiðari Tóm- assyni. Þau gengu í hjónaband 6. des. 1941 og vorið eftir fæddist þeim son- ur. Guðni stofnaði eigið klæðskera- verkstæði og festi kaup á íbúðarhúsi. En um jólin 1943, skömmu eftir að þeim fæddist annar sonur, veiktist Guðni hastarlega og lést úr lífhimnu- bólgu á gamlársdag sama ár. Eftir sat ekkjan með tvo kornunga syni og hús og fyrirtæki í skuld. Yngri syn- inum var komið fyrir hjá systur Ingu, Sigrúnu, og manni hennar Eyjólfi Guðmundssyni kennara og hjá þeim ólst hann upp fram að fermingu. Hún bjó áfram í litla húsinu sínu í Lækj- argötu 16 með Tómasi, eldri syni sín- um. Varla hefði hún þó haldið því í sinni eigu ef ekki hefði orðið eitthvað til bjargar. Góður vinur Guðna heit- ins úr KFUM stóð einn góðan veð- urdag á tröppunum og knúði dyra. Erindið var að færa ekkju vinar síns 5.000 krónur að gjöf sem hefur trú- lega verið allt hans sparifé. Varð þetta til þess að Inga hélt húsinu og bjó þar lengst af síðan. Eftir að Guðni lést vann hún að margvíslegum störfum sem henni buðust, m.a. við matseld í Kaldárseli, ræstingar, saumaskap og húsgagna- bólstrun hjá Ragnari Björnssyni. Hún kom sér upp sérstakri vél til við- gerða á nylonsokkum. Tvær litlar verslanir voru um miðja síðustu öld starfræktar í Hafnarfirði; „Sigga og Beta“ og „Geira og Leifa“. Þessar verslanir tóku við sokkunum til við- gerðar og þangað sóttu synirnir vör- una og skiluðu fyrir móður sína. Inga var hógvær og lítt áberandi en var stolt og glæsileg kona, bæði glað- sinna og skemmtileg. Hún var sann- arlega eins manns kona og eftir að ör- stuttu hjónabandi þeirra Guðna lauk bast hún aldrei síðan böndum við aðra karlmenn. Þegar synirnir voru uppkomnir fór hún hins vegar að ferðast og fór víða þótt ekki talaði hún önnur tungumál en íslenskuna. Síðustu æviárin dvaldi hún á Sól- vangi, fyrst í íbúð á Sólvangsvegi 1 en síðustu árin á hjúkrunardeild, þar sem vel var séð um hana af afburða vel hæfu hjúkrunarfólki sem veitir skjólstæðingum sínum góða umönn- un. Fyrir það þakka aðstandendur innilega. Þórarinn Guðnason. Inga var ákveðin í skoðunum og stóð föst á sínu. Hún var heiðarleg, hreinskiptin, vinnusöm og verklagin. Hún var orðheldin, talaði ekki um fólk og vildi ekki að aðrir væru að hnýsast í sín mál. Lengst af bjó hún í litlu húsi á Lækjargötu 16 í Hafnarfirði. Þar voru oft á tíðum margir í heimili, syst- ur Ingu og foreldrar um tíma. Mikil samheldni var í systrahópnum og þær sýndu Herdísi, móður sinni, ein- staka umhyggju. Herdís lá á Sólvangi í 11 ár, lengst af sambandslaus við umheiminn. Það breytti því samt ekki að á hverjum einasta degi heimsótti einhver dætranna hana. Inga átti aldrei bíl og fór allra sinna ferða fót- gangandi, í heimsókn til mömmu sinnar og eins í vinnuna dag hvern. Í seinni tíð talaði hún oft um það hve erfitt hefði verið að láta Þórarin, yngri son sinn, frá sér þegar hann var á öðru ári en vegna aðstæðna var það óumflýjanlegt. Hann flutti svo aftur til hennar og bróður síns um ferming- araldur. Hún bauð okkur, fjölskyld- um beggja sona sinna, nokkrum sinn- um á ári í mat í litla húsið sitt á Lækjargötu. Lambakjöt var þá gjarnan á borðum, ýmist nýtt eða hangið í samræmi við árstíð. Á hverju ári mættum við líka öll í stóra kart- öflugarðinn að baki húsinu hennar, að vori og hausti, til að setja niður og taka upp kartöflurnar. Börnin okkar minnast þessara vinnuferða með ánægju. Inga kom þá með hressingu, kaffi, rabarbarasaft og brauð með heimatilbúinni kæfu, kleinur og ann- að bakkelsi út í garð. Þegar ég kynnt- ist henni hafði hún þann sið að vaka á Jónsmessunótt, gjarnan úti undir beru lofti og fylgdist með sólarupp- rás. Þetta gerði hún til margra ára á meðan hún bjó á Lækjargötunni. Hún bauð líka í sólarkaffi þegar sólin birtist yfir Hamrinum á vorin. Þann sið þekkti hún frá Ísafirði. Þegar hún hafði efni á fór hún að ferðast til útlanda. Hún fór m.a. til Ísraels og Egyptalands og naut þeirra ferða vel. Hún hafði gaman af að dansa og fór líka oft á spilakvöld bæði bingó og félagsvist. Þar var hún oft heppin og kom heim með hin veg- legustu verðlaun. Þegar við höfðum hefðbundnar fjölskylduveislur á jól- um og páskum var spilað, ungir sem aldnir, á nokkrum borðum, henni til mikillar ánægju. Sumarið 1998 í til- efni áttræðisafmælisins fór hún með sonum sínum til Ísafjarðar. Þegar þessi ferð var farin var flest hennar fólk horfið þaðan og þessi ferð horfin henni sjálfri ári seinna. Inga bjó í Lækjargötunni til sjötíu og fimm ára aldurs en hafði á orði að hún hefði flutt of seint í íbúðina á Sólvangsvegi. Húsið á Lækjargötu var orðið henni erfitt, m.a. lá mjór stigi niður um lúgu í eldhúsinu niður í þvottahúsið og einnig var brattur stigi upp á hana- bjálkaloft. Á Sólvangsvegi bjó hún í ellefu ár áður en hún fór á hjúkrunar- heimilið Sólvang. Sárt var að fylgjast með þessari dugmiklu konu seinustu árin þegar hún gat ekki lengur tjáð sig og minnið hafði brostið. Ég kveð hana með innilegu þakklæti fyrir dý- mætar stundir og góð kynni sem aldrei bar skugga á. Anna. Ingileif Steinunn Þórarinsdóttir SENDUM MYNDALISTA ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA EIRÍKSDÓTTIR, Hæðargarði 33, áður Miðdal í Kjós, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni aðfaranótt mánudagsins 11. ágúst. Davíð Guðmundsson, Fanney Þ. Davíðsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Grímsson, Kristín Davíðsdóttir, Gunnar R. Magnússon, Guðbjörg Davíðsdóttir, Katrín Davíðsdóttir, Sigurður Ingi Geirsson, Sigríður Davíðsdóttir, Gunnar Guðnason, Guðmundur H. Davíðsson, Svanborg A. Magnúsdóttir, Eiríkur Þ. Davíðsson, Solveig U. Eysteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkæri maðurinn minn, faðir, sonur og bróðir, SVEINN S. ÞORGEIRSSON, Frakkastíg 22, Reykjavík, lést föstudaginn 8. ágúst 2008. Jarðarför verður auglýst síðar. Anna Ringsted, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Þorgeir Sveinsson, Svava Pálsdóttir, Pálmar Þorgeirsson, Hrafnhildur Þorgeirsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Aðalsteinn Þorgeirsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG PETREA HANSDÓTTIR, Fellaskjóli, Grundarfirði, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst, verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugar- daginn 16. ágúst kl. 16.00. Gunnar Erling Sigurjónsson, Þorsteinn Björgvinsson, Helga Stolzenwald, Guðlaug Kristín Björgvinsdóttir, Einar Ingi Jónsson, Hanna G. I. Björgvinsdóttir, Hlynur Jörundsson, Kristján Björgvinsson, Smári Björgvinsson, Helena M. Jónsd. Stolzenwald, Reynir Björgvinsson, Trausti Grundfjörð Björgvinsson, Smári Örn Árnason, Bergljót Kristjánsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, mágur og tengdasonur, DAVÍÐ HÉÐINSSON, húsasmíðameistari og iðnrekstrarfræðingur, Garðsstöðum 9, Reykjavík, er lést á Landspítalanum miðvikudaginn 6. ágúst, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 13. ágúst kl. 13.00. Kristín Benný Grétarsdóttir, Grétar Atli, Gunnar Atli og Anna Sigrún Davíðsbörn. Margrét Héðinsdóttir, Björn Guðmundsson, María Solveig Héðinsdóttir, Sigfús R. Sigfússon, Emil Björn Héðinsson, Margrét Björg Guðnadóttir, Magnús Héðinsson, Margét Þórarinsdóttir, Óskar E. Grétarsson, Helga Harðardóttir, Grétar Bernódusson, Guðrún Eyjólfsdóttir. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, ÞURÍÐUR SAMÚELSDÓTTIR, Rauðalæk 21, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 2. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Óskar Jónatansson, Svavar Jónatansson, Marta Magnúsdóttir, Lára Jónatansdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.