Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 9
LESTUR 24 stunda og Fréttablaðs- ins hefur lítið breyst í sumar en lest- ur Morgunblaðsins hefur minnkað um tæp þrjú prósentustig. Í könnun Capacent Gallup sem gerð var í maí- júlí kemur í ljós að Fréttablaðið er með 64,8% meðallestur, 24 stundir með 50,3% og Morgunblaðið með 38,7%. Lestur DV var ekki mældur. Í könnun sem sama fyrirtæki gerði í febrúar-apríl á þessu ári var Fréttablaðið með 64,9% meðallestur, 24 stundir með 50,4% og Morgun- blaðið með 41,6%. 74,6% skoðuðu mbl.is Sé skoðað aftur í tímann, nánar til- tekið maí 2006, má sjá nokkuð frá- brugðnar tölur. 24 stundir, sem þá hét Blaðið, var aðeins með 32,9% lestur og hefur því sótt töluvert í sig veðrið síðan þá. Bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið voru með meiri með- allestur, eða 54,3% og 68,3%. Sé uppsöfnuð dekkun heillar viku skoðuð mælist Fréttablaðið með 89,1% lestur, 24 stundir með 74,5% og Morgunblaðið með 66,7%. Sam- hliða lestrarkönnuninni voru heim- sóknir á vefmiðlana kannaðar. Mbl.is var eini vefmiðillinn sem tók þátt í könnuninni að þessu sinni en 52,9% þátttakenda fóru daglega inn á vef- inn. Í viðmiðunarvikunni fóru 74,6% þátttakenda inn á vefinn. Mælinguna gerði Capacent Gallup á tímabilinu 2. maí-30. júlí. Úrtakið var 4.500 Íslendingar á aldrinum 12- 80 ára sem valdir voru með tilvilj- unaraðferð úr þjóðskránni. Nettósv- arhlutfall var 60,9%. ylfa@mbl.is Lestur Morgunblaðsins dregst saman 24 stundir halda velli í lestri                 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 9 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 38-56 Nýjar vörur frá LauRie Útsalan enn í fullum gangi Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið laugard. í Bæjarlind 10-15 Allra síðustu dagar útsölunnar ÚTSALA 30-60% afsláttur FRAMLENGJUM ÚTSÖLUNNI UM 3 DAGA ALGJÖRT VERÐHRUN Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Stærðir 40-60 990-2990 kr. slár Útsala 30-50% afsláttur 25% a ukaafs láttur af útsö luvöru m Eftir Andra Karl andri@mbl.is KARLMAÐUR liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur á Suður- landsvegi á tíunda tímanum í gærmorgun. Maðurinn sem er á fimmtugsaldri ók jeppabifreið – í átt að Hveragerði frá Selfossi – sem hafnaði framan á hópferðabíl. Hann er með lífshættulega höfuðáverka og er haldið sofandi í önd- unarvél. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild með töluverð meiðsli, þó ekki eins alvarleg. Þá þurftu nokkrir farþegar hópferðabílsins aðhlynningu. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður jeppans hugð- ist beygja inn til vinstri á Kirkjuferjuveg. Hann hafði, að því er talið er, nánast numið staðar á veginum þar sem hópferðabifreiðin kom á móti. Áður en rútan komst framhjá var lítilli sendibifreið ekið af töluverðu afli aftan á jeppann. Við höggið kastaðist jeppinn framan á rútuna og höfnuðu báðar bifreiðar utan vegar. Ökumaður jeppans og sendibílsins voru einir í bílum sínum. Bílar þeirra skemmdust svo mikið að beita þurfti klippum til að ná mönnunum út. Í rútunni voru á fjórða tug farþega – flestir erlendir ferðamenn. Fjórir farþegar voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar auk bílstjórans. Flestir farþeganna voru í bílbeltum og er talið að þau hafi enn og aftur sannað gildi sitt. Þrátt fyrir að hafa ekki slasast var mörgum farþegum brugðið. Viðbragðshópur Rauða krossins á höfuðborg- arsvæðinu veitti sálrænan stuðning. Voru m.a. útvegaðir túlkar á ítölsku, portúgölsku, þýsku og ensku til að að- stoða fólkið og hlúa að því. Kaflinn situr á hakanum Vegarkaflinn milli Hveragerðis og Selfoss hefur löngum verið talinn með hættulegri vegum, ekki síst þar sem vegurinn er mjög þröngur, vegaxlir nær engar og akreinar ekki aðskildar. Frá árinu 2002 hafa þrír látist í umferðarslysum á veginum. Í öllum tilvikum var um framanákeyrslu að ræða. Bæjaryfirvöld í Árborg og Hveragerði – ásamt sýslumanninum í Árnessýslu – hafa talið afar brýnt að gera á veginum úrbætur en á þeim hefur staðið. Samgönguráðherra hefur raunar boðað tvöföldun á Suðurlandsvegi, en umræddur kafli situr þar á hakanum, Jeppabifreið kastaðist til við aftanákeyrslu Morgunblaðið/Júlíus Slysstaður Þyrla Landhelgisgæslu Íslands var m.a. kölluð til vegna slyssins í gærmorgun. Af myndinni má vel sjá hversu þröngur vegurinn er og vegaxlir duga ekki til ef ökumenn kjósa að víkja fyrir bifreiðum sem taka fram úr. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „ÞAÐ liggur þannig fyrir að þessar miklu hækkanir sem hafa verið á mat- vörum hafa reynst íslenskum neytendum mjög erfiðar. Ef fram koma verulegar verðlækkanir á nýjan leik á mat- vörum þá mun þetta hafa gríðarlega þýðingu [fyrir íslenska neytendur],“ segir Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna. Hrávöru- verð á heimsmarkaði hefur farið lækkandi og er búist við að það geti skilað sér í matvælaverðslækkunum í haust. Menn verði samkvæmir sér Jóhannes segir að hrávöruverðs- lækkunin muni bæði lækka verð á vissum innfluttum sem innlendum matvörum. „Þetta mun slá á verð- bólguna og það kemur nú aldeilis skuldsettum heimilum til góða. Þannig eru þetta að sjálfsögðu mjög mikil gleðitíðindi fyrir neytendur.“ Aðspurður segist Jóhannes vona að verðlækkanirnar skili sér að fullu til neytendanna. „Við ætlumst að sjálfsögðu til þess að menn séu sjálf- um sér samkvæmir og lækki á sama hátt og þeir hækkuðu þegar verðið hækkaði á heimsmarkaði.“ Jóhannes segir Hagstofuna, ASÍ og Neytendasamtökin munu fylgjast með því að verðlækkanirnar skili sér út í verðlagið. „Ég minni á þá stað- reynd að við státum alltaf af þeim vafasama heiðri að vera með hæsta matvöruverð í heimi. Það er nægur verðmunur í dag án þess að menn geri hann meiri. Það ætti að vera keppikefli allra að reyna að ná okkur úr þessu vafasama hæsta sæti.“ ylfa@mbl.is Gleðitíðindi fyrir íslenska neytendur Jóhannes Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.