Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 4
„TROÐIÐ á rétti barna! Frumvarp Daggar úr allsherjarnefnd og til umræðu!“ Þessi orð voru skrifuð á stéttina fyrir framan Héraðsdóm Norðurlands Eystra í gær. Það er Félag ábyrgra foreldra á Akureyri (FÁFAK) sem stendur fyrir mót- mælunum. Meðlimir félagsins eru ósáttir við að frumvarp Daggar Pálsdóttur til barnalaga hafi ekki verið afgreitt í allsherjarnefnd Al- þingis í vor. Helstu nýmæli lagafrumvarpsins eru þau að dómurum verði gert kleift að dæma sameiginlega forsjá. „Þetta er réttlætismál fyrir börnin okkar. Auk þess tel ég þann dóm- ara ekki öfundsverðan sem verður að velja milli tveggja hæfra for- eldra,“ segir Jóhann Kristjánsson, formaður félagsins. Félag ábyrgra foreldra á Akureyri stendur fyrir mótmælum Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson „Réttlæt- ismál fyrir börnin“ GUNNAR Smári Egilsson, fyrr- verandi forstjóri Dagsbrúnar, hef- ur verið ráðinn til að gera heild- arúttekt á upp- lýsingamálum Reykjavík- urborgar. Gunnar Smári hóf störf um mánaðamótin og er ráðning hans tímabundin til sex vikna. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, skrif- stofustjóra á skrifstofu borg- arstjóra, hefur staðið til í nokkurn tíma að láta gera úttekt á upplýs- ingamálum borgarinnar og styrkja upplýsingamiðlun og almanna- tengsl almennt. Gunnar Smári hefur m.a. verið ritstjóri Fréttablaðsins. Hann var einnig forstjóri Dagsbrun Media í Danmörku, sem hleypti Nyhedsav- isen af stokkunum. haa@mbl.is Úttekt gerð á upplýs- ingamálum Gunnar Smári Egilsson UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ ráð- leggur Íslendingum eindregið frá því að ferðast til Georgíu vegna ófriðarins, sem þar ríkir. Ráðu- neytið óskar jafnframt eftir upplýs- ingum um þá Íslendinga sem kunna að vera í landinu. Þeir sem vita um Íslendinga í landinu geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðu- neytisins í síma 545-9900. Varað við ferðalögum HVALKJÖTIÐ sem Hvalur hf. flutti til Japans fyrr í sumar hefur ekki enn verið tollafgreitt. Ekkert inn- flutningsleyfi hefur fengist frá jap- önskum stjórnvöldum fyrir nærri 80 tonnum af hvalkjöti. Um er að ræða afurðir af lang- reyðum, sem veiddar voru árið 2006. Kjötið var sent til Japans í maí á þessu ári og hefur verið í frystigeymslu síðan. Þá sendu Norðmenn 5 tonn af hrefnukjöti með sömu sendingu. Íslendingar hafa ekki selt hvalkjöt til Japans frá því í byrjun tíunda áratugar síð- ustu aldar. thorbjorn@mbl.is Hvalkjötið enn í tollinum Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is „ÉG var bara á heimferð,“ segir Fjólmundur Fjólmundsson, sem komst lífs af þegar trilla sem hann var á sökk í Skagafirði aðfaranótt sunnudags. „[Þá] kom högg og eins og hár brestur á bátinn. Ég var þá aftarlega í bátnum að gera að fiski sem ég hafði fengið. Ég fór fram í og sá [strax] að það var kominn leki að honum,“ útskýrir Fjólmundur, sem telur líklegt að um rekavið hafi verið að ræða. Fyrstu viðbrögð sjómannsins voru þau að sækja síma sinn. Hann hafði kastast til af hillu og fann Fjól- mundur hann ekki í myrkrinu. „Það var óvenjulega dimmt.“ Kveikti á neyðarsendinum Því næst fór hann að huga að því að koma björgunarbátnum út. Kveikti hann þá strax á neyðar- sendinum. „Það er bæði sterkt ljós á honum og píp líka. Auk þess þarf maður að taka öryggi af honum,“ lýsir Fjólmundur, en sem kunnugt er fékk Landhelgisgæslan ekki boð- in fyrr en 4 til 5 tímum seinna. „Ég var alveg viss um að þetta tæki ekki langan tíma,“ segir hann og bætir við að meðan hann beið hafi hann hafi gert sér vonir um að björgunarmenn yrðu komnir innan hálftíma og hægt yrði að bjarga trill- unni. En enginn kom. „Það bara tók enginn eftir þessu,“ segir Fjólmundur, sem í örvæntingu sinni skaut upp tveimur sólum og notaði tvö handblys. Á meðan horfði hann á bílljósin í fjarska en hvorki gæslan né nærstaddir tóku eftir sjó- manninum í neyð. „Það er ekki hægt að lýsa henni,“ segir Fjólmundur um hvernig tilfinning það var að vera úti í björgunarbátnum, sem rak um Skagafjörðinn í fimm tíma. „Þetta er hálfdapurleg tilfinning, í þreifandi myrkri úti á sjó í smábala.“ Hann óttaðist að illa gæti farið ef hann ræki að Þórðarhöfða, en þar er m.a. stórgrýtt. Þegar hann tók að reka þangað hóf hann að róa ákaft í um fjóra tíma til að komast hjá höfð- anum. „Þetta er bara gúmmíbátur sem hefði getað rifnað á grjóti. Þá hefði bara sjórinn verið næst.“ Þegar hann skilaði sér ekki til hafnar hringdi eiginkona hans í neyðarlínuna og voru björgunar- sveitir þegar kallaðar út. Fundu þær Fjólmund um 15 metra frá landi, en þá var hann hólpinn. „En ég var orð- inn andskoti uppgefinn,“ segir hann. „Þú verður að reikna með að þurfa að bjarga þér sjálfur,“ segir sjómað- urinn, sem hefur verið viðloðandi sjó og sjósókn í 45 ár. „Ekki stóla á aðra.“ Enginn tók eftir honum  Fjólmundur sá bílljósin í fjarska meðan hann barðist fyrir lífi sínu úti á sjó  Bjóst við að björgunarmenn kæmu innan hálftíma  „Ekki stóla á aðra“ Morgunblaðið/Björn Björnsson Einn á báti Fjólmundur hefur aldrei lent í öðru eins á þeim 45 árum sem hann hefur verið viðloðandi sjó og sjósókn. Hann hafði heppnina með sér. 4 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is BETUR fór en á horfðist þegar Jón Eiríksson, ferðafrömuður frá Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði, betur þekktur sem Jón Drangeyj- arjarl, féll í sjóinn við eyna á dögunum. Honum tókst fyrir eigin rammleik að komast í land, klæddur lopapeysu og fullum skrúða, eftir að hafa synt á eftir báti sínum en ekki komist um borð þar sem stigi utan á bátnum virkaði ekki sem skyldi. Varð honum ekki meint af, utan marbletta á baki, gleraugun héldust á sínum stað, úrið virkar áfram en blessaður farsíminn þoldi ekki volkið. Jón hafði nýlokið við að skila ferðamönnum af sér upp á Drangey þegar óhappið átti sér stað við bryggjuna, sem hann smíðaði á sínum tíma. „Mér datt í hug að skreppa í sjóstöng að fá mér í soðið, á meðan fólkið var í eynni. Sneri bátnum við eftir kúnstarinnar reglum og ætl- aði að stíga um borð þegar ég rann til á stefn- inu á bátnum, hlunkaðist fyrst niður á bryggj- una og þaðan í sjóinn. Þá var báturinn laus og rak frá bryggjunni. Mér þótti hálfleiðinlegt að verða þarna eins og glópur með fólk í eynni og bátlaus, svo ég ákvað að synda á eftir bátnum,“ segir Jón sem komst aftur fyrir bátinn, eina 20 metra leið, og reyndi að fara upp stiga utan á bátnum. Ekki tókst honum að ná taki á efstu riminni og handfangi þar fyrir ofan og „hlunk- aðist“ Jón í sjóinn aftur, eins og hann orðar það. Ákvað hann að synda í land og var kominn að kletti í Drangey þegar báturinn var þá kom- inn á eftir honum. „Báturinn lagði bara kinn- unginn upp að mér, þar sem ég sat á klett- inum, og ég gat þá stigið um borð eins og fínn maður. Þetta var nú fallega gert af honum, það hefði ekki hvaða skagfirskur gæðingur sem er gert slíkt hið sama. Ég sigldi svo bátnum aftur að bryggjunni og var búinn að klæða mig í flot- galla áður en fólkið kom aftur um borð, eins og ekkert hefði í skorist,“ segir Drangeyjarjarl- inn og er ekki í nokkrum vafa um að góðar vættir hafi fylgt sér þarna eins og svo oft áður í ferðum sínum í eyna, að meðtöldu bjargsigi og eggjatöku allt frá árinu 1951. Ósmeykur hélt hann för sinni áfram, fékk send þurr föt að heiman fyrir næstu ferð þann daginn út í Drangey með hóp ferðamanna. Jarlinn synti sitt Drangeyjarsund Morgunblaðið/Einar Falur Jarlinn Jón Eiríksson hefur siglt með ferðamenn út í Drangey til fjölda ára og lætur ekki smá volk á sig fá, farinn að nálgast áttrætt. Segir góðar vættir hafa fylgt sér í eynni alla tíð. Í HNOTSKURN »Jón Eiríksson Drangeyjarjarl kall-ar ekki allt ömmu sína og hefur með eigin hendi og hjálp góðra manna reist bryggju bæði í eynni og á Reykja- strönd, þaðan sem hann siglir með fólk út í eyna. Ferðin tekur 20 mínútur í stað 60 mínútna frá Sauðárkróki áður. »Að sögn Jóns mætti umferðin íDrangey hafa mátt vera meiri í sumar. Þó er alltaf reytingur af ferða- mönnum, innlendum sem erlendum. »Enginn skortur er á lundanumþetta árið, feitum og pattaralegum. Jón Eiríksson féll í full- um skrúða í sjóinn og synti sjálfur í Drangey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.