Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR NAFN 19. aldar skákmeistarans Howard Staunton tengist svo ekki verður um villst því sem kallað hef- ur verið rómantíska tímabil skák- arinnar. Og Staunton-taflmenn eru í miklum metum. Þegar einvígi Fischer og Spasskí var haldið í Reykjavík 1972 kom ekki annað til greina en að kaupa til einvígisins nokkur sett af útskornum Staun- ton-taflmönnum. Howard þessi Staunton tengdist einnig frægðar- för Paul Morphy um miðja 19. öld þegar snillingurinn frá New Or- leans hélt til „Gamla heimsins“ og háði fræg einvígi á Café de la Re- gence í París og reyndi árangurs- laust að fá að tefla við hinn nafntog- aða enska meistara. Allar þær tilraunir runnu út sandinn og æ síð- an hafa um ástæður þess staðið all- sérkennilegar deilur. Þó virðist liggja í augum uppi að Staunton þorði ekki í Morphy sem m.a. hreinlega rústaði einum fremsta meistara þess tíma, þýska meist- aranum Adolph Andersen. Eng- lendingar halda minningu Staunton á lofti með ýmsum hætti þessi miss- erin. Innan veggja ákaflega virðu- legs veitingahúss, Simpsons, í London þar sem breska yfirstéttin vandi komur á árum áður fer nú fram keppni milli sex Hollendinga og sex Englendinga. Þetta er jafn- framt 12 manna mót þar sem allir tefla við alla en innbyrðis úrslit milli Hollendinga og Englendinga eru tekin saman. Staðan að loknum fjórum um- ferðum er sú að Michael Adams var efstur með 3 ½ vinning en á hæla hans koma Hollendingarnir Jan Timman, Loek Van Wely og Eng- lendingurinn Peter Wells, allir með 2 ½ v. Í landskeppninni hafa Hollend- ingar forystu 10:8. Vinsamleg tilmæli frá mótshald- aranum, Staunton Society, til kepp- enda um að þeir reyni nú að tefla í 19. aldar stíl virtust ná til Adams þegar hann vann nýbakaðan Hol- landsmeistara Smeets. Jan Smeets – Michael Adams Skoskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Ba6 9. b3 0–0–0 10. Bb2 Dg5 11. Df3 Bb4+ 12. Kd1 Rf4 13. h4 Dh6 14. g3 Re6 15. Bc1 Dg6 16. h5 Dc2+! 17. Kxc2 Rd4+ 18. Kd3 Rxf3 19. Ke4 19. Rxe5! 20. h6 Rg4 21. hxg7 Hhg8 22. Kf5 Hxg7 23. f3 Rf2 24. Hh2 Bc5 25. Bh6 Hg6 26. Rd2 Bd4 27. Bg5 He8 28. Hxf2 He5+ – og Smeets gafst upp. Guðmundur vann í 8. umferð Guðmundur Kjartansson vann Tyrkjann Berc Deruni í áttundu umferð heimsmeistaramóts ung- menna, sem fram fór í dag í Gazian- tep í Tyrklandi. Guðmundur hefur 3½ vinning og er í 67.-82. sæti. Í ní- undu umferð sem fram fór átti Guð- mundur að tefla við Miguel Alvarez Ramirez frá Mexíkó. Kínverski stórmeistarinn Chao Li er efstur á mótinu ásamt Þjóðverjanum Arik Braun. Þeir eru báðir með 6 ½ vinning. Alls taka 108 skákmenn þátt í mótinu og þar af eru 24 stór- meistarar. Guðmundur er 64. stiga- hæsti keppandinn á mótinu. Borgarskákmótið fer fram 18. ágúst Borgarskákmótið fer fram nk. mánudag þann 18. ágúst og hefst það kl. 16:00. Samkvæmt hefð fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur en mótshaldarar eru Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þetta er í 23. sinn sem mótið fer fram og er þetta iðulega eitt best sótta skák- mót hvers árs. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning fer fram á www.hellir.com einnig í síma 866 0116. Fallegir taflmenn Nigel Short viðrir fyrir sér Staunton taflmennina Helgi Ólafsson | helol@simnet.is SKÁK London , England 7. – 18. ágúst 2008 Minningarmót um Howard Staunton Taflmennska í anda gömlu meistaranna ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Mig langar til þess að minnast Jóhanns Guðmundssonar eða Jóa í Hafnarfirði eins og við kölluðum hann alltaf hjá Eimskip. Ég kynntist Jóa fyrst fyrir rúmum 10 árum en hann var þá afgreiðslustjóri Eimskips í Hafnarfirði. Það gustaði heilmikið af Jóa í hópi stjórnenda félagsins enda var hann sterkur persónuleiki sem var hreinn og beinn, hafði ávallt ákveðnar skoðanir á hlutunum og var ekki spar á að láta þær í ljós. Fyrstu árin áttum við Jói ekki mikil samskipti og kynnumst ekki mikið fyrr en árið 2003 þegar starfsemi Eimskips í Hafnarfirði var færð yfir á mitt ábyrgðarsvið hjá fyrirtækinu. Ég hafði á tilfinningunni að Jói hefði nú ekkert sérstaklega mikið álit á enn einum „fræðingnum“ sem væri settur honum til höfuðs. En samstarf Jóhann Guðmundsson ✝ Jóhann Guð-mundsson fædd- ist í Hafnarfirði 7. febrúar 1938. Hann lést á Landspítalan- um 24. júlí síðastlið- inn. Útför Jóhanns fór fram frá Víðistaða- kirkju 1. ágúst sl. okkar Jóa gekk vel og þau kynni eru mér ógleymanleg. Jói var hafsjór af fróðleik um allt sem sneri að rekstri Eimskips. Hann gerði miklar kröfur til sín og sinna starfsmanna, þótti stundum nokkuð harð- ur í horn að taka, var ákafur og metnaðar- gjarn en bar ávallt hagsmuni Eimskips fyrir brjósti sama á hverju gekk. Jói var mjög góður og farsæll stjórnandi en margir af þeim starfs- mönnum sem ólust upp hjá honum í Hafnarfirði hafa tekið við nýjum ábyrgðarstörfum hjá Eimskip á síð- ustu árum. Ég veit að Jói fylgdist vel með þeim og ég vona að hann hafi verið ánægður og stoltur að sjá hvernig þessu unga fólki hefur geng- ið á lífsins leið. Það kom í minn hlut að fara yfir hlutina með Jóa þegar kom að starfslokum hjá Eimskip í byrjun árs 2005 eftir happadrjúg og afar farsæl störf fyrir fyrirtækið í 40 ár. Ég kveið því mjög að ræða þessi mál við Jóa því ég óttaðist að það yrði honum þungt að láta af störfum. Þessi ótti minn reyndist ástæðulaus því Jói var vel undirbúinn og sagði að þetta væri bara það sem hefði legið fyrir lengi og hann hefði reiknað með. Þegar ég spurði hann um hvað tæki við þá sagðist hann ekki hafa neinar áhyggjur af því, nóg væri af spennandi verkefnum sem ekki hefði verið tími til að sinna. Svona var Jói, hann gekk hreinn og beinn til allra verka og tókst á við þau af sínum eðl- islæga krafti og æðruleysi. Jói var mjög mikill Hafnfirðingur og bar barðist af miklum krafti og eldmóði fyrir auknum verkefnum þar sem hægt var að nýta hafnarað- stöðuna í Hafnarfirði til hins ýtrasta. Réttsýni, traust og heiðarleiki voru honum í brjóst borin og þeir eigin- leikar nýttust Eimskip vel allan þann tíma sem hann starfaði hjá okkur. Þegar ég heyrði af veikindum Jóa þá vonaði ég heitt og innilega að hann kæmist yfir þau og gæti haldið áfram að takast á við lífið af þeim krafti og áhuga sem honum einum var lagið. Því miður tókst það ekki og mig setti hljóðan þegar ég heyrði af andláti hans að morgni 24. júlí. Ég vil að lokum þakka Jóa fyrir af- ar gott samstarf og farsæl störf fyrir Eimskip. Einnig vil ég votta Rúnu eiginkonu hans, börnum, tengda- börnum og barnabörnum mína inni- legustu samúð. Lífið heldur áfram en hlý og góð minning um Jóa í Hafn- arfirði mun lifa með okkur áfram um ókomin ár. Guðmundur Nikulásson. Eitt af mörgu sem faðir minn kenndi mér á uppvaxtarárum mín- um var, að lífið hefur 3 meginstoðir, upphaf, framhald og endi. Sá sem öllu ræður ákveður upphaf okkar og endi og lætur okkur um tímann þar á milli til þess að búa okkur undir dvölina á staðnum er við flytjumst til að lífi loknu. Ég veit með vissu að faðir minn fór mjög vel nestaður til þessa staðar, en þrátt fyrir þrautagöngu vegna fötlunar undanfarin 23 ár þá kvartaði hann ekki og vildi ég sjálf- ur hafa aðeins smábrot af því æðru- leysi er hann lifði með og sýndi í orði og á borði. Jafnvel við dyr dauðans var hann æðrulaus og ró- legur og síðustu orð hans við und- irritaðan voru á latínu, eða „Sic transit gloria mundi“ og sýnir það enn einu sinni kjark hans og hug- arró við dauðans dyr, en orð þessi þýða „Þannig hverfur dýrð heims- Símon Sigurjónsson ✝ Símon Sig-urjónsson fædd- ist í Reykjavík 4. ágúst 1930. Hann lést á Grensásdeild LSH 30. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 7. ágúst. ins“ Hann var pabbi, sem var að vinna, þeg- ar aðrir feður áttu frí, en okkur bræðrunum var svo sannarlega bættur upp sá tími, þegar og ef tækifæri gáfust. 30 ár á bakvið bar- borðið hafa eflaust gert hann að góðum hlustanda, en góður uppalandi var hann líka, aldrei var neinn hávaði er hann talaði, heldur var okkur bræðrunum leiðbeint, skýrt, skil- merkilega og ákveðið, Ég skal ekki dæma um hvernig tókst til, læt aðra um að dæma kosti og galla okkar bræðra. Móðir okkar stóð sem klett- ur við hlið föður okkar, frá því að hann fékk heilablóðföll 1985 og var mikið fatlaður upp frá því til dauða- dags og vil ég nota tækifærið og þakka móður minni fyrir þá alúð og umhyggju er hún veitti föður mín- um og veit hún við þessi orð að ég á betra með að koma frá mér orðum í ritmáli en töluðu máli. Við höfum nú lokið ferð okkar saman um þetta líf og er það von mín og trú að næst er við hittumst verðum við óhaltir og heilir. Hvíl í friði. Sigurjón Símonarson. Hinn 29. júlí síðast- liðinn lést Björn Stef- án á hjartadeild Land- spítalans. Björn var föðurbróðir mannsins míns, Jóns Lárusar. Bjössi frændi, eins og hann var alltaf kallaður, var sá fyrsti úr tengdafjölskyldu minni sem ég hitti. Hann bjó í íbúð tengdaforeldra minna (prestshjóna austur í Odda) á Skúlagötu í Reykjavík, þar bjó svo Jón Lárus líka á meðan hann var í menntaskóla og síðar háskóla. ✝ Björn StefánLárusson fædd- ist á Miklabæ í Blönduhlíð í Skaga- firði 29. marz 1936. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 29. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 11. ágúst. Bjössi tók fyrst eft- ir okkar sambandi með því að allt í einu var farin að heyrast klassísk tónlist innan úr herbergi Jóns, nokkuð sem ekki hafði farið mikið fyrir. Ekki leist honum nú illa á það, enda hafði hann takmarkaðan áhuga og álit á nýmóðinstón- list, svo sem jazzi, rokki, poppi eða þaðan af nýrri stefnum. Gott að einhver ætlaði að ala strákinn upp á almennilegri músík, fannst honum. Björn var ótrúlega víðlesinn og fróður maður, einnig skarpgreindur og það var afskaplega skemmtilegt að tala við hann. Nokkrum árum yngri hefði hann væntanlega brill- erað í spurningakeppnum ýmiss konar, enda sóttist fólk eftir að fá að vera með honum í liði í spurninga- spilum. Oftar en ekki hrókur alls fagnaðar í samkvæmum, fylginn sér í pólitískum umræðum, ekki vorum við alltaf samstíga þar, en hann hlustaði ávallt á annarra rök, og tók mark á þeim, þó þau mögulega sam- rýmdust ekki hans skoðunum. Fyrir utan einlægan tónlistar- áhuga og gleði hafði hann mikið yndi af málaralist, stundaði söfn hér á landi og fór í margar utanlandsferð- ir til að skoða spennandi myndlist- arsýningar. Víðförull var hann einn- ig, fór bæði langt í vestur og austur. Björn var heilsulítill mestallt sitt líf, fékk flogaveiki ungur að árum. Hann kvæntist aldrei og eignaðist engin börn. Vann í Slippfélaginu meðan honum entist heilsa. Ég votta Stefáni tengdaföður mínum, eina eftirlifandi bróðurnum, samúð mína, svo og öllum öðrum að- standendum. Læknar og hjúkrunar- fólk hjartadeildar og gjörgæslu Landspítalans eiga skilið bestu þakkir fyrir góða aðhlynningu og virðingu. Bjössa frænda verður sárt sakn- að. Hildigunnur Rúnarsdóttir. Björn Stefán Lárusson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Undirskrift | | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráð- legt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.