Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ „Þeir sem eru samþykkir, rétti upp hönd.“ (Mynd Sigmunds frá því í gær er birt aftur í blaðinu í dag þar sem meðfylgjandi texti féll út.) VEÐUR Vladímír Pútín, forsætisráðherraRússlands, og Dímítrí Medvedev forseti hafa sakað georgísk stjórn- völd um að fremja þjóðarmorð á Suður-Ossetum.     Eftir að hafa kynnt sér atburði íSuður-Ossetíu sagðist Pútín í fyrradag telja að þar hefði „einhvers konar þjóðarmorð“ átt sér stað.     Forsætisráðherrann hvatti tilrannsóknar á stríðsglæpunum og að þeir, sem þá hefðu framið, yrðu dregnir til ábyrgðar.     Medvedev for-seti sagðist ætla að gefa út tilskipun um slíka rannsókn.     Það þýðir vænt- anlega að Rússar hyggjast taka að sér að rannsaka glæpina og dæma hina seku.     Hvar sem framið er þjóðarmorðber að draga stríðsglæpamenn- ina fyrir dóm og refsa þeim.     Fyrst Rússar ætla sjálfir að rann-saka þjóðarmorð í Suður-Ossetíu getur þá varla munað mikið um að rannsaka í leiðinni stríðsglæpina í Tsjetsjeníu.     Þar voru þúsundir myrtar, pynt-aðar, reknar frá heimilum sín- um eða látnar hverfa.     Þeir, sem báru ábyrgð á grimmd-arverkunum í Tsjetsjeníu, eiga að hljóta sinn dóm, rétt eins og Ra- dovan Karadzic fyrir þjóðarmorðið í Bosníu. Það á að handtaka þá og rétta yfir þeim.     Getur Vladímír Pútín haft nokkuðá móti því? STAKSTEINAR Vladímír Pútín Af þjóðarmorðingjum SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                ! !" ##$             12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      % %      !! &!                :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? & &   %& & & & &% & %&%   %& %& & & &% & &% & &                            *$BC                     !"  #       *! $$ B *! '  (!  ! !  )   *  <2 <! <2 <! <2 ' )( #" !+ #$ ,!- "#.  CB D                 /       $                %         $  #   <    87  &              %      !'  !"            !(  #        /0"" !!11 #"! !2  !+ #$ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR KOLBRÚN Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill gera breyt- ingar á frum- varpi til laga um nálgunarbann, þess efnis að lög- reglu verði án dómsúrskurðar veitt heimild til þess að fjarlægja meintan brota- mann af heimili, þar sem heimilis- ofbeldi viðgengst. Fyrir helgi hafnaði meirihluti Hæstaréttar því að framlengja nálg- unarbann gagnvart manni sem var grunaður um að hafa beitt fyrrver- andi sambýliskonu sína grófu ofbeldi og langvarandi kynferðisofbeldi. Kolbrún vill að í þessu samhengi verði litið til frumkvæðis Austurrík- ismanna, en árið 2001 fólu þeir lög- reglunni það vald að setja nálg- unarbann tafarlaust á ofbeldismenn. Lögreglan fékk jafnframt heimild til að fjarlægja menn af heimilinu. Síðustu daga hafa fjölmargir stjórnmálamenn og fulltrúar lög- reglu lýst yfir stuðningi við aukin úr- ræði lögreglunnar til að beita nálg- unarbanni . thorbjorn@mbl.is Vill nálgun- arbann án dóms Kallar eftir auknum heimildum lögreglu Kolbrún Halldórsdóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI Vatnajökulsþjóð- garðs, Þórður H. Ólafsson, segir það alrangt að hann hafi sem yfirmaður Hermanns Valssonar landvarðar sýnt sinnuleysi þegar Hermann sagði honum frá utanvegaakstri fyrir utan þjóðgarðinn í sumar. Einnig segir Þórður það rangt að Her- mann hafi „nú upp á sitt einsdæmi kært utanvega- aksturinn til sýslumannsins á Hvolsvelli“. Þórður bendir á að Hermann hafi þvert á móti kært brotið sem landvörður hinn 9. júlí, í fullu samráði við framkvæmdastjórann. „Þessi málaflokkur, utan- vegaaksturinn, hefur verið mikið áherslumál hjá Vatnajökulsþjóðgarði og við höfum verið að kæra ýmis brot þar að lútandi,“ segir Þórður. „Í þessu tiltekna atviki, tjáði ég Hermanni að eðlilegra væri að skoðað yrði hver hefði lögsögu á viðkom- andi svæði áður en myndirnar færu í fjölmiðla þar sem brotavettvangurinn væri utan Vatnajökuls- þjóðgarðs. En allir geta kært utanvegaakstur, landverðir sem almenningur. Og það er það sem gert var. Hermann kemur að bílunum kl. 18 mið- vikudaginn 9. júlí og segir mér frá atvikinu. Við sammælumst um að leggja fram kæruna og hún er komin til sýslumanns klukkan 23 samdægurs. Það er því erfitt að átta sig á því hvað honum gengur til með ásökunum um meint sinnuleysi mitt. Þess ber líka að geta að hann undirritar kæruna sem land- vörður Vatnajökulsþjóðgarðs í Hrauneyjum.“ Náttúruspjöllin kærð samdægurs Í HNOTSKURN »Þórður segir að skilja megi á frétt semhöfð er eftir Hermanni í Morgunblaðinu í gær að hann sé nýbúinn að kæra, og þá sem einstaklingur, sem er alrangt. »Atvikið varðar tvo stóra flutningabílasem skildu eftir sig djúp för á 300-350 metra kafla. Reynt var að laga hjólförin og Hermann beðinn um að kæra ekki en sýslu- maður fékk samt kæruna. ÞURÍÐUR Sam- úelsdóttir lést 2. ágúst síðastliðinn. Hún var elsti núlifandi Íslend- ingurinn, 105 ára og 42 daga gömul. Hún fæddist í Miðdalsgröf í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu hinn 19. júní árið 1903. Foreldrar hennar voru Samúel Guð- mundsson, f. 4. maí 1862, d. 25. júlí 1939, bóndi í Miðdalsgröf og á Gestsstöðum og seinni kona hans Magndís Friðriksdóttir, f. 29. mars 1879, d. 26. júní 1940. Þuríður átti 15 systkin og voru mörg þeirra þjóðkunn á síðustu öld. Eiginmaður Þuríðar var Jónatan Halldór Benediktsson, bóndi og kaupfélagsstjóri á Hólmavík, en hann lést árið 1983. Þau áttu fjögur börn; Ósk- ar, skrifstofumann og síðar yfirbókara S.Í.S., Svavar, verk- fræðing, Ríkarð, flug- stjóra (látinn) og Láru, húsmæðrakennara. Þuríður Samúelsdóttir Andlát KONA fannst látin í Glerá ofan við Akureyri laust fyrir klukkan 13 í gær. Lögreglan á Akureyri segir, að ekki sé vitað um nánari tildrög málsins en áin rennur þarna í gljúfrum og getur verið varasamt að fara þar um. Lögreglan segir að leit hafi byrjað að konunni á tólfta tím- anum í gær eftir að tilkynning barst um að hennar væri saknað. Lögreglumenn og slökkviliðsmenn frá Akureyri tóku þátt í leitinni sem og félagar í björgunarsveit- inni Súlum. Bíll konunnar fannst nokkru of- an við Akureyri nálægt Glerá. Ekki leið á löngu þar til konan fannst í ánni. haa@mbl.is Fannst látin í Glerá við Akureyri í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.