Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 16
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttir ben@mbl.is Hvort sem kreppan, semallir tala um, er farin aðhafa áþreifanleg áhrif áfjölskylduna eða ekki, hefur umræðan um hana ekki farið fram hjá neinum. Það gildir líka um yngstu kynslóðina sem alls ekki er víst að hafi nokkra burði til að átta sig í orðafrumskógi fullum af óarga- dýrum á borð við „gjaldþrot“, „lausa- fjárkreppu“, „gengishrap“ og „fros- inn fasteignamarkað“. Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur segir ákaflega misjafnt hversu mikil áhrif krepputalið hafi á börnin. „Það fer eftir aðstæðum, s.s. aldri barnsins og ekki síst eftir því hversu mikil áhrif umræðan hefur á foreldrana. Ef foreldrarnir eru mjög áhyggju- fullir yfir horfunum eða finna áþreif- anlega fyrir versnandi efnahag er nú líklegt að börnin verði vör við það.“ Það er líka einstaklingsbundið hversu vel krakkarnir skilja afleið- ingar kreppunnar. „Undanfarin misseri hefur þorri þjóðarinnar get- að leyft sér mjög mikið. Margir for- eldrar hafa einmitt talað um að þeir hafi áhyggjur af því að þeir séu allt of eftirgefanlegir við börnin sín og að allt sé orðið þeim sjálfsagt. Ef við Krakkarnir í kreppunni Morgunblaðið/Ásdís Áhyggjulaus Engu líkara er en að snúsnúbandið sé að senda skilaboð um þróun efnahagsmála. Krakkarnir sem hoppa eru hins vegar grunlausir um versnandi hag og þannig á það líka að vera. „Pabbi, hvað þýðir verðbólga?“ spyr níu ára heima- sætan áhyggjufull á svip. Daglega dynja neikvæðar efnahagsfréttir á landsmönnum og þá má ekki gleyma því að pottarnir hafa eyru. þurfum að endurskoða þennan lífsstíl mun það að sjálfsögðu hafa áhrif á börnin og breytingarnar verða mörg- um þeirra, ekki síst unglingunum, snúnar.“ Skuldastaðan ekki fyrir börn En geta áhyggjur af efnahags- ástandinu smitast yfir á börnin okk- ar? „Það fer eftir því hvernig við kynn- um þetta fyrir þeim,“ svarar Einar og bætir því við að sennilega muni börnin, líkt og fullorðnir, fá ýkta mynd af stöðunni í gegnum fjölmiðla. „Aftur er lykilatriðið hvernig foreldr- arnir sjálfir höndla þessar áhyggjur. Ég held að það sé ágætt að útskýra fyrir börnunum á einfaldan hátt að nú séu breyttir tímar þar sem minna er um peninga en það er mjög mik- ilvægt að foreldrarnir blandi ekki krökkunum inn í fjárhagsáhyggjur sínar. Börnin þurfa ekki að vita ná- kvæmlega hvernig skuldastaðan er heldur er hægt að útskýra fyrir þeim á einfaldan og ódramatískan hátt að fjölskyldan þurfi að vera sparsöm og hætta að gera sumt sem hún er vön að gera. Alvöruþrungnar ræður um að tíu ára gamall sonurinn þurfi að horfast í augu við ástandið eru alls ekki rétta leiðin.“ Í sumum tilfellum hafa efnahags- þrengingar veruleg áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, t.a.m. þegar fyrir- vinna missir vinnuna eða þegar end- ar hætta að ná saman af öðrum or- sökum. Einar segir þá mikilvægt að sýna barninu fram á hvernig til hjálpast að en það þarf að tala um það á jákvæðum og uppbyggilegum nótum. Börn eiga svo erfitt með að sortéra. Ef barnið er til dæmis sakað um tillitsleysi eða heimtufrekju er hætt við að það yfirfæri slíka ásökun á aðra hluti og telji ástandið sér að kenna, staldri sem sagt ekki við ásök- unina eins og við meintum hana. Eins þurfum við að passa að leggja ekki á börnin að skilja eitthvað sem við eig- inlega skiljum varla sjálf og það á ekki síst við um ýmsar hliðar efna- hagsmála.“ Aðalatriðið er að forðast að barnið fái einhvers konar heimsendatilfinn- ingu. „Það er ekkert gott fyrir barn að þurfa að horfast í augu við að allt sé svart framundan. Það er reyndar ekki gott fyrir neinn – ekki heldur fullorðna. Þess vegna er það enn einn kosturinn við að eiga börn. Þau setja þá kvöð á okkur að við vöndum okkur við að upplifa og skilgreina áföll sem við verðum fyrir. Það hjálpar okkur sjálfum í leiðinni.“ Morgunblaðið/Kristinn Sálfræðingurinn „Það er mjög mikilvægt að foreldrarnir blandi ekki krökkunum inn í fjárhagsáhyggjur sínar,“ segir Einar Gylfi Jónsson. Í HNOTSKURN »Útskýrið fyrir börnunum áeinfaldan hátt að nú séu breyttir tímar. »Forðist að blanda börn-unum inn í fjárhags- áhyggjur foreldranna. »Útskýrið fyrir barninuhvernig til stendur að tak- ast á við fjárhagserfiðleika sem hafa mikil áhrif – setjið það upp eins og verkefni. »Passið að vekja ekki sam-viskubit hjá barninu. »Ekki ætlast til að barniðskilji flókin fjármál. stendur að takast á við erfiðleikana. „Auðvitað þarf að kalla hlutina rétt- um nöfnum og útskýra að nú sé pabbi eða mamma búin að missa vinnuna. Hins vegar sé hann eða hún að leita að nýrri vinnu en í millitíðinni þýði þetta ákveðnar breytingar. Kannski þurfi fjölskyldan að minnka við sig húsnæðið og búa þrengra um ákveð- inn tíma. Ég held að sé mjög mikil- vægt fyrir börnin að upplifa erfið- leikana sem verkefni eða ferli sem hægt er að sjá sæmilega fram úr. Fjölskyldan þurfi að haga sínum málum öðruvísi en hún muni laga sig að því og komast í gegnum það.“ Forðist heimsendatilfinningu Einar geldur varhug við því að vekja samviskubit hjá börnunum eða gera þau samábyrg. „Það er allt í lagi að tala um að fjölskyldan þurfi öll að |þriðjudagur|12. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf Einar Gylfi mælir með því að foreldrar ræði við börn sín verði þeir varir við að þau séu áhyggjufull, og reyni þá að komast að því hvað valdi áhyggjunum. „Krakkar hafa auðvitað heilmikið ímyndunarafl og það get- ur vel verið að barnið sé farið að ímynda sér einhverjar afleiðingar af efnahagsástandinu sem eru alls ekkert í spilunum. Það þarf ekki annað en að það misskilji einhverja fullyrðingu eða taki hana úr samhengi. Þannig að það er gott að vera vakandi fyrir því hvort barnið burðist nokk- uð með íþyngjandi hugsanir og gjarnan útskýra ástandið með orðfæri sem maður veit að barnið skilur.“ Ímynda sér afleiðingar GEISPI getur verið býsna smitandi, eins og flestir vita. Nú er hins vegar komið í ljós að hundar smitast af geispandi mannverum. Menn vita ekki með vissu hvers vegna geispi er smitandi en það gerir hann ótvírætt bæði meðal manna og nánustu ættingja þeirra í dýraríkinu. Rannsóknir hafa sýnt að ein- hverfir bregðast þó minna við geispum ann- arra en meðbræður þeirra og hefur sú skýring verið fundin á því að smitið megi rekja til hæfi- leika til að lifa sig inn í aðstæður annarra. Aftenposten greinir á vefsíðu sinni frá dr. Atsushi Senju við Birkbeck College, Univers- ity of London sem ákvað að rannsaka hvort hundar bregðist við geispa manna. Alls tóku 29 hundar þátt í tilraun sem fólst í því að manneskja, ókunn hvutta settist fyrir framan hann og kallaði nafn hans. Í fyrri lotu tilraun- arinnar geispaði viðkomandi um leið og hann náði augnsambandi við hundinn en í seinni lot- unni kallaði hann nafn seppa en geispaði ekki. 21 af 29 hundum geispuðu þegar ókunni maðurinn gerði það. Enginn þeirra geispaði þegar maðurinn sleppti því. Senju telur þetta sýna að hundar hafi sam- úð, þ.e. eiginleika til að lifa sig inn í aðstæður og hugarheim manneskja. „Hundar hafa mjög sérstakan eiginleika til að lesa úr samskiptum manneskja og bregðast við því sem við segjum og gerum,“ segir vísindamaðurinn. Morgunblaðið/Ómar Geisp! Hvort þreyttur tvífætlingur standi andspænis þessum hvutta skal ósagt látið. Seppi sýnir samúð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.