Morgunblaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 225 . tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF KAREN AXELSDÓTTIR ÞOLIR EKKI AÐ TAPA REYKJAVÍKREYKJAVÍK Fetar í fótspor Buffalo Bills ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Ómissandi í veisluna! Ástin er diskó, lífið er pönk >> 29 Komdu í leikhús Leikúsin í landinu Isinbajeva bætti ólympíu- og heimsmetið með því að stökkva 5,05 metra. Í þriðju tilraun fór hún örugglega yfir slána og bætti heimsmetið í 16. sinn. Stokkið til sigurs Reuters „ÞAÐ var stöðug fækkun þar til það kom uppsveifla í júlí,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um þró- un innbrota og þjófnaðar í umdæmi lögreglunnar. Brotist var inn í 202 hús á höfuðborgarsvæðinu í júlí sem er um fjórð- ungsaukning frá sama tímabili í fyrra, þegar tilkynnt var um 161 innbrot. Hefur ekki verið brotist inn í fleiri hús frá því í janúar 2007, þegar 247 inn- brot voru tilkynnt. Þá komu 464 þjófnaðarmál til kasta lögreglu í júlí í ár en 351 í sama mánuði í fyrra. „Miðborgin er hæst í öllum tölum,“ segir Geir aðspurður um hvar fólk verði helst fyrir barðinu á innbrotum. Æ fleiri kúbein á lofti Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is „ÞAÐ er eins og einhver hafi verið að safna í hreiðrið sitt,“ segir Berg- þór Hauksson, sem telur líklegt að útigangsmenn hafi verið að verki þegar brotist var inn í hús hans að Vesturvallagötu 7. Hann hefur bú- ið þar í 12 ár en aldrei lent í innbroti fyrr en í síðustu viku, þegar brotist var inn í gestaíbúð á fimmtudags- kvöld og, til að bæta gráu ofan á svart, aftur á laugardaginn. „Fjár- hagslega tjónið er ekkert óskap- legt,“ segir Bergþór, sem finnst miklu erfiðara að vita til þess að ein- hver hafi komið inn til hans í óþökk hans. Lögregla telur að þjófarnir hafi spennt upp glugga við útidyrnar og náð að smeygja sér í gegnum hann. Engar skemmdir voru unnar á íbúð- inni, en í fyrra skiptið tóku þjófarnir hluti á borð við hljómtæki og sæng. Á laugardaginn hafa innbrotsþjóf- arnir komið að kvöldi til milli klukk- an sex og átta. Hirtu þeir þá ým- islegt í eigu þýsks vinafólks fjölskyldunnar, sem dvaldist í hús- inu. „Við fjölskyldan fórum [um klukkan sex] í bíó og komum aftur um klukkan átta. Þetta gerist þarna akkúrat á milli, eins og einhver hafi verið að fylgjast með. Það er ónota- tilfinning sem fylgir því.“ Hátt hlutfall upplýstra brota Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, segir að í þessum mála- flokki sé lögreglan með mjög stórt hlutfall upplýstra brota. „Það hefur oft gerst að þegar næst í ákveðna menn upplýsast mörg mál,“ segir Geir, „Það þarf ekki marga til að hleypa þessu upp.“ Einhver virðist vera að safna í hreiðrið sitt  Tvisvar brotist inn í sama húsið á 48 klukkutímum  Fylgst með íbúum? Í HNOTSKURN »Mun oftar er brotist inn íheimili en fyrirtæki. »Geir Jón Þórisson yfirlög-regluþjónn segir að oft haldi menn uppteknum hætti strax og þeir sleppa út úr fangelsinu. »Ekki þarf marga þjófa tilað hafa áhrif á tíðni inn- brota.Bergþór Hauksson  Íslendingum hefur ekki verið boðið til viðræðna við aðrar strand- þjóðir um stjórnun á sameigin- legum makrílstofni og engar vís- bendingar eru um að von sé á slíku boði. Íslensk skip hafa veitt rúm 90 þúsund tonn af makríl það sem af er sumri, á móti 36.500 tonnum á síð- asta ári og hverfandi afla á árunum þar á undan. Þessar veiðar hafa valdið titringi í herbúðum hinna ríkjanna enda nema þær nú þegar fimmtungi heildarkvótans og verða væntanlega dregnar frá kvóta sem ríkin úthluta á næsta ári. » 6 Makrílveisla en ekki boðið að samningaborði  Um helm- ingur leik- skóla í Reykjavík, sem eru um 80 talsins, er fullmann- aður. Nú standa ráðn- ingar yfir og því óljóst hversu margt starfsfólk vantar. „Þetta er allt önnur staða en var í fyrra,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leik- skólasviðs Reykjavíkurborgar, en þá glímdu leikskólar við mikla manneklu. „Ég finn að það er allt annað hljóð í okkar stjórnendum en var í fyrra,“ segir Ragnhildur. Ekki aðeins séu umsækjendur fleiri held- ur sækir um fólk með meiri reynslu og menntun. ylfa@mbl.is Fleiri leikskólar fullmannaðir  Fjárhags- áætlun Reykja- víkurborgar verður lögð fram á hefð- bundnum tíma í haust og und- irbúningsvinna stendur sem hæst, að sögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, verðandi borgarstjóra. Breyting á meirihlutasamstarfi veldur ekki seinkun. Hanna Birna var spurð hvernig breyttar aðstæður í efnahags- málum myndu endurspeglast í fjárhagsáætluninni. „Ég tel að það þurfi að bregðast við því ástandi sem við blasir á vettvangi borg- arinnar af mikilli festu og öryggi. Það mun nýr meirihluti gera, en ég vil ekki tjá mig nú um þær til- lögur.“ Fjárhagsáætlun kemur á hefðbundnum tíma RÚSSNESKA stangarstökkskonan Jelena Isinbajeva þurfti ekki nema tvö stökk til að tryggja sér ólympíu- gullið í gær, en hún lét ekki þar við sitja heldur bætti hún bæði ólympíumetið og heimsmetið. Það síðarnefnda átti hún reyndar sjálf. Isinbajeva stökk 4,70 metra, síðan 4,85, þá 4,95 og loks 5,05. „Auðvitað gerir hann það mjög oft,“ segir Vala Flosa- dóttir, stangarstökkvari, aðspurð hvort hugurinn hverfi ekki til baka þegar hún fylgist með Ólympíuleikunum að heiman. Vala stökk sem kunnugt er 4,50 metra á sínum tíma og hlaut að launum bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. „Hún á þónokkuð inni,“ segir Vala um Isinbajevu, „Hún er að gera hlut- ina vel en hún getur gert þá aðeins betur samt sem áður. Ég er viss um að hún á eftir að stökkva aðeins hærra en þetta,“ segir hún. „Það er gaman að sjá hvað það eru að gerast góðir hlutir og hvað hefur verið mikil þróun í greininni,“ segir íslenski bronsverðlaunahafinn, „Það er gaman að sjá að Ísland var með keppanda þarna,“ bætir hún við og segist vonast til að sjá fleiri Íslendinga keppa í stangarstökki í framtíðinni. Telur heimsmethafann geta bætt sig mikið enn Vala Flosadóttir  Tveir snarpir jarðskjálftakippir, upp á 3,7 og 3,8 stig, urðu kl. 13.21 í gær. Upptök fyrri skjálftans voru 21,9 km ASA af Grímsey og hins 13 km ASA af Grímsey, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum sem birtar eru á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Nokkur skjálftahrina kom eftir hádegið í gær eftir fremur tíðinda- litla nótt. Upptök flestra jarð- skjálftanna eru í 10–20 km fjarlægð austur og austsuðaustur af Gríms- ey. Jarðskjálftar við Grímsey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.