Morgunblaðið - 19.08.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.08.2008, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐGANGUR að hreinu vatni fyrir almenning í Malaví verður væntanlega greiðari vegna samstarfs SPRON og Hjálparstarfs kirkjunnar um vatnsöflun í landinu. Ætlunin er að bora fyrir 75 vatnsbrunnum með tilstyrk SPRON og Hjálparstarfs kirkjunnar til að tryggja að- gang fólks að hreinu vatni. Þá er að hefjast söfnun á vegum Starfsmannafélags SPRON til kaupa á fimm þúsund skópörum handa berfættum börnum í Malaví. Skóleysi barnanna veldur hættu á sýkingum í gegnum óvarða fætur þeirra. Malavíski biskupinn í Bvumbwe, hans herradómur dr. Joseph Paul, heimsótti útibú SPRON í Ármúla í Reykjavík í gær ásamt Judidth Jere, framkvæmdastjóra Evangelical Lutheran Development Service, sem stjórn- ar styrktarverkefni SPRON í Malaví, og Jónasi Þóri Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar. Biskupinn kom í þessa heimsókn til að þakka SPRON og starfsmannafélagi SPRON fyrir veitta aðstoð. Starfsmannafélag SPRON gaf skólabörnum í Malaví skólagögn og leikföng að andvirði rúmlega tvær millj- ónir króna í fyrra. Nú kynnti starfsmannafélagið nýtt söfnunarátak og á að safna fé til kaupa á fimm þúsund pörum af skóm handa börnum í Malaví. Flest þeirra ganga nú um berfætt. Morgunblaðið/Ómar Gjafir Dr. Joseph Paul biskup gaf Guðmundi Haukssyni sparisjóðsstjóra SPRON úrvalskaffi frá Malaví og fékk bækur um Ísland frá Guðmundi. Berfætt börn fá skó Malavískur biskup heimsótti SPRON til að þakka veittan stuðning við vatnsöflun og styrk til malavískra barna ÖKUMAÐUR á jeppa var stöðvaður á 150 km hraða á Suðurlandsvegi við Dalssel í Rangárvallasýslu í gær. Sektin fyrir brotið er 130 þús- und krónur. Töluvert bar og á hraðakstri í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Síðdegis höfðu 16 ökumenn verið stöðvaðir, þar af einn á rúmlega 130 km hraða. Innanbæjar voru ökumenn einnig stöðvaðir á allt að 80 km hraða. Þá voru sex ökumenn stöðvaðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut af lögreglunni á Suðurnesjum. Menn voru mældir á 118-136 km hraða og þar af var einn grunaður um ölvun við akstur. Tekinn á 150 km hraða Morgunblaðið/Júlíus FORSETA Ís- lands Ólafi Ragn- ari Grímssyni hafa borist heillaóskir frá ýmsum þjóðhöfð- ingjum í tilefni af nýju kjörtímabili forseta og emb- ættistöku 1. ágúst. Heillaóskirnar eru m.a. frá þjóðhöfðingjum Norð- urlanda, George W. Bush forseta Bandaríkjanna, Medvedev forseta Rússlands, Hu Jintao forseta Kína, Akihito keisara Japans og Horst Köhler forseta Þýskalands. Í kveðju sinni þakkar George W. Bush forseta Íslands sérstaklega fyrir framlag hans við að kynna í Bandaríkjunum og víðar í veröld- inni reynslu og þekkingu Íslend- inga í nýtingu jarðhita og fyrir að hvetja af framsýni til hagnýtingar þeirrar tækni í þágu annarra þjóða. Forseti fékk heillaóskir Ólafur Ragnar Grímsson Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is STARFSENDURHÆFING hefst í Hafnarfirði í byrjun september. Þar verður fólk þjónustað sem vegna slysa, veikinda eða félagslegra erf- iðleika hefur þurft að hætta vinnu og stefnir að endurkomu á vinnu- markaðinn. Einkum er um að ræða fólk sem þiggur örorku- eða endurhæfingar- lífeyri frá Tryggingastofnun eða bætur frá lífeyrissjóðum, svæðis- vinnumiðlun eða sveitarfélagi. Starfsemin verður staðsett í Menntasetrinu við Lækinn, sem jafnan er betur þekkt undir heitinu Gamli-Lækjarskóli. Samvinna við SN Umsjón starfsendurhæfingar í Hafnarfirði verður í höndum sam- vinnufélags og að því koma meðal annars fulltrúar frá Hafnafjarðar- bæ, Starfsmannafélagi Hafnarfjarð- ar og Verkalýðsfélaginu Hlíf. Endurhæfingin verður unnin í sam- vinnu við Starfsendurhæfingu Norðurlands (SN) og byggir á sömu hugmyndafræði, sem felst í því að þátttakandinn tekur virkan þátt í eigin endurhæfingu og ber ábyrgð á henni. Til að yfirfæra hugmynda- fræði SN og aðlaga að hafnfirskum aðstæðum fékkst styrkur úr Leon- ardo-sjóði Evrópusambandsins. Þátttakendur munu vinna saman í hóp og reynslan hefur sýnt að slíkt eflir trú þátttakenda á eigin getu. Áður en endurhæfingin hefst fer fram ýtarlegt mat á stöðu og þörf- um þátttakandans. Starfsendurhæfingin miðar svo að því að efla fólk til sjálfshjálpar. Það er meðal annars gert með fjár- málaráðgjöf, sálfræðistuðningi og líkamsþjálfun. Þeir sem beina fólki í starfsendurhæfingu eru til að mynda læknar, fagfólk í félags- þjónustu, vinnumiðlanir og aðrir aðilar sem fólk leitar til í erfið- leikum. Vinnur gegn örorku Algengasta ástæða þess að fólk hverfur af vinnumarkaði áður en það nær eftirlaunaaldri er atvinnu- leysi og örorka. Frá árinu 1995 til ársins 2006 fjölgaði öryrkjum á Ís- landi úr 7.800 í 13.200. Það gerir um 6% á ári. Talið er að skortur á möguleikum á endurhæfingu sé einn þeirra þátta sem hefur haft áhrif á þessa þróun. Starfsendurhæfing hefur reynst auka líkur á að fólk sem hefur þurft að hætta vinnu vegna veikinda eða slysa komist aftur til vinnu og leiða til þess að færri verða öryrkjar. Þá eru meiri líkur á að árangur náist ef endurhæfing hefst fljótlega eftir að fólk þarf að hætta vinnu. Starfsendurhæfing hefur ekki verið algeng hér á landi en hefur þó verið að færast í aukana. Í fyrsta hópnum sem þjónustaður verður í nýju endurhæfingunni í Hafnarfirði verða um 15-20 manns. Þjónustan verður að mestu leyti fjármögnuð af ríkinu og verður þátttakendum að kostnaðarlausu. Starfsendur- hæfing hefst í Hafnarfirði „TRYGGINGASTOFNUN greiðir stærsta hluta kostnaðarins við þetta og þjónustan verður þátttak- endum að kostn- aðarlausu,“ segir Anna Guðný Eiríksdóttir, for- stöðumaður hjá nýju endurhæf- ingarmiðstöð- inni. Hún segir starfsendurhæf- ingu vera mik- ilvægt málefni enda hafi öryrkj- um fjölgað umtalsvert á síðustu ár- um. „Skortur á endurhæfingarúr- ræðum er talinn vera einn þáttur- inn í þessari þróun.“ Mikill skortur á úrræðum Hvað er starfsendurhæfing? Endurhæfing miðar að því að auka færni fólks og möguleika til þess að það geti verið virkt í samfélaginu. Hún hefur reynst auka líkur á að fólk, sem hætta hefur þurft vinnu vegna veikinda eða slysa, geti snúið aftur til vinnu. Er slík þjónusta algeng hér á landi? Starfsendurhæfing hefur ekki verið mjög áberandi hér á landi en slík þjónusta hefur færst nokkuð í aukana. Nýja endurhæfingin verður í Hafnarfirði og starfar í samvinnu við Starfsendurhæfingu Norðurlands. S&S KONA nokkur æfði listir sínar með sprotum á horni Skólavörðustígs og Bankastrætis. Spurning er hvort hún er að æfa sig fyrir Menningarnótt, sem nú nálgast óðfluga, en hún verður haldin hátíðleg um næstu helgi. Þá gefst gestum og gangandi færi á að gleðja andann, sýna sig og sjá aðra. Morgunblaðið/Valdís Thor Sprotar á götuhorni Í PISTLI sunnudagsblaðs um Strætó var ofsagt að aldraðir og börn ásamt námsmönnum fengju frítt í strætó. Aldraðir eiga kost á kortum með verulegum afslætti, líkt og börn og unglingar á skóla- aldri. Börn undir skólaaldri þurfa ekki að greiða fargjald. Einstök sveitarfélög veita hins vegar fram- haldsskólanemum og í sumum til- fellum háskólanemum fríkort í strætó. Ekki frítt í strætó Anna Guðný Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.