Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 9

Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 9 FRÉTTIR Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „VIÐ ræddum meðal annars um að hraða þurfi tvísköttunarsamningum milli ríkjanna tveggja,“ sagði Ro- hitha Bogollagama, utanríkisráð- herra Sri Lanka, í gær en ráðherr- ann er hér á landi í opinberri heimsókn. „Ég átti mjög árangurs- ríkar viðræður við bæði forsætisráð- herrann og utanríkisráðherrann, en tilgangurinn var að styrkja enn bet- ur náin samskipti Sri Lanka og Ís- lands.“ Að hans sögn ræddu ráð- herrarnir einnig mögulegan loftferðasamning milli ríkjanna. „Til þess að hafa sterkan flug- iðnað þurfum við mikil tengsl við önnur lönd. Ég notaði heimsóknina til þess að bjóða íslenskri sendinefnd að heimsækja Sri Lanka til þess að ganga frá loftferðasamningi milli Ís- lands og Sri Lanka, en við þurfum að efla tenginguna við Evrópu. Við höf- um mikinn áhuga á þeim framförum sem Íslendingar hafa náð á sviði flugmála og við lítum til Íslendinga sem fyrirmyndar í þeim efnum,“ sagði Rohitha. Ráðherranum varð einnig tíðrætt um þær framfarir sem hafa átt sér stað á Sri Lanka. „Lýðræðis- umbætur hafa fylgt bættum efna- hag. Í fyrsta skipti hefur okkur tek- ist að innleiða stofnanir í austurhluta Sri Lanka sem starfa á lýðræðis- grundvelli. Á fundinum gat ég upp- lýst íslensku ráðherrana um að okk- ur hefur tekist að veita hryðjuverka- hópum í landinu mikla mótspyrnu. Það er markmiðið að eyða með öllu hryðjuverkum, í hvaða birtingar- mynd sem er, úr landinu.“ Íslenskar og norskar eftirlitssveitir, sem starf- að höfðu á Sri Lanka, yfirgáfu landið í febrúar á þessu ári. Dást að Íslendingum Morgunblaðið/Valdís Thor Utanríkisráðherra Sri Lanka segist hafa áhuga á þeim framförum sem Íslendingar hafa náð á sviði flugmála Í HNOTSKURN »Sri Lanka er eyja 30 kíló-metrum frá suðurströnd Indlands og eru íbúarnir rúm- lega tuttugu milljónir. Sam- anstanda þeir af mörgum þjóðarbrotum og skiptast í nokkra trúflokka. »Mannréttindasamtök einsog Amnesty International og Human Rights Watch hafa í gegnum tíðina harðlega gagn- rýnt bæði stjórnvöld og að- skilnaðarsinna í landinu fyrir mannréttindabrot. Ráðherrann Rohitha Bogollagama, utanríkisráðherra Sri Lanka, kvaðst ánægður með heimsóknina. Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsveit | Kuml og mjög forn plógför fundust nýlega í Þegj- andadal sem hafa vakið athygli fornleifafræðinga en að und- anförnu hafa staðið yfir fornleifa- rannsóknir í dalnum sem Hið þingeyska fornleifafélag og Forn- leifastofnun Íslands standa fyrir. Farið var í þessar rannsóknir til að varpa ljósi á aldur, eðli og um- fang þeirrar byggðar sem blómstraði á þessu svæði frá land- námsöld og fram á miðaldir en síðan þá hefur dalurinn verið í eyði og litlar sem engar frásagnir eru til af eyðingu byggðarinnar. Þeir sem unnið hafa að rann- sóknunum telja að líklega megi finna fleiri kuml á staðnum en það var á eyðibýlinu Ingiríðarstöðum sem heiðin gröf fannst með manni og hesti. Í þessu kumli fannst blý- met og bútur af gangsilfri og um- hverfis virtist vera lífrænn úr- gangur sem gæti hafa verið pyngja við beltisstað. Þá fannst járnhlunkur sem talið er að hafi verið hnífur og einnig fannst fleira úr járni sem eftir er að greina og timburleifar með. Annað sem fannst þarna í grenndinni og er talið mjög merkilegt eru ævagöm- ul plógför eftir arð sem var V– laga frumstæður plógur sem dreg- inn var af stórgrip. Ekki er vitað að slík ummerki arðs hafi áður fundist hér á landi og út frá gjóskulögum eru plógförin tölu- vert mikið eldri en frá 1300 og að líkindum frá 10. öld. Þessi fundur hefur vakið ýmsar spurningar um landbúnaðarhætti og lífsviðurværi fólksins sem þarna bjó sem ef til vill stundaði kornrækt á jörð- unum. Til stendur að fram fari frekari rannsóknir í Þegjandadal á næstu árum en sérfræðingum þykir sýnt að garðlög þar hafi verið byggð ekki seinna en á 10. öld og er mik- ill áhugi meðal félagsmanna í Hinu þingeyska fornleifafélagi að vinna með Fornleifastofnun Íslands að þessu áhugaverða verkefni. Kuml og forn plógför finnast á Þegjandadal Í HNOTSKURN »Þegjandadalur er upp af Aðaldal í S-Þing. á milli Þorgerðarfjallsog Múlaheiðar. Þegjandadals er getið í Landnámu en svo ekki fyrr en á 14. öld og skv. ritheimildum virðist allt í eyði strax á 16. öld. »Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og Jón Sigurgeirsson fráHelluvaði grófu á eyðibýlinu Einarsstöðum í Þegjandadal sumarið 1974 og komu niður á gjósku frá 1477 yfir rústunum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Áhugavert Kumlið hefur vakið athygli fornleifafræðinga. Hið þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun Íslands standa fyrir rannsóknunum. www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 36-56 Nýjar vörur frá NÝTT - NÝTT Glæsilegur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið laugard. í Bæjarlind 10-15 fatnaður frá ÚTSALA 30-75% afsláttur www.xena.is SÉRVERSLUN Stærðir 36- 44 GLÆSIBÆ S: 553 7060 Lestrarskóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14, 200 Kópavogi „Læs“ á átta vikum Byrjendanámskeið í lestri. Næsta lestrarnámskeið hefst 25. ágúst og lýkur í október. Námið er ætlað fjögurra og fimm ára börnum. Kennt er hálftíma á dag, fjórum sinnum í viku. Hópar eru kl. 8.00, 8.30 og 15.00. Verð kr. 30.000, námsefni er innifalið. Skóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14 í Kópavogi. Netfang: helgasd@internet.is Veffang: www.skolihelgu.is S. 554 2337og 696 2834. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.