Morgunblaðið - 19.08.2008, Page 22

Morgunblaðið - 19.08.2008, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kær vinur er nú kvaddur eftir nær hálfrar aldar kynni og vináttu. Fundum okkar bar saman í upp- hafi sjötta áratugar síðustu aldar. Þá hófumst við handa um svipað leyti við að byggja okkur framtíðar- hús við götuna Stekkjarflöt í Garða- bæ. Hann og Eyja, kona hans, á lóð nr. 5 en við Stella á nr. 14. Þar urðu svo heimili okkar næstu áratugina og samgangur mikill milli fjölskyldnanna og vina og kunningja sem byggðu þar á næstu grösum. Þetta voru frumbyggjar Flatahverf- isins í Garðabæ. Margs er að minnast frá þessum fyrstu árum og raunar sækja að minningar allt til hinna síðustu ára um góða granna, þótt samfundum hafi fækkað hin seinni árin, svo sem oft vill verða þegar aldur færist yfir. Auk þess fluttu þau Árni og Eyja á aðrar slóðir fyrir um fjórum árum. Þau eignuðust fjóra syni á þessum árum og við Stella eina dóttur. Þau voru öll einstakir leikfélagar, leik- völlurinn gjarnan lóðirnar umhverfis hús okkar, og svo hraunið sunnan byggðarinnar með öll sín ævintýra- lönd og bakkar Hraunsholtslækjar þar sem horft var á lontur að leik. Þarna var gott að vera og alast upp. En það var ekki aðeins að börnin knýttu vinaböndin. Við Árni vorum félagar í Rótarýklúbbnum Görðum. Þar stofnuðum við söngkvartett með góðum félögum og skemmtum á árshátíðum klúbbsins um nokkurra ára skeið. Og svo var líka sungið á heimilum okkar og félaganna. Árni var sá eini okkar sem hafði jú lært söng. Hann Árni Jónsson ✝ Árni Jónssonfæddist í Hólmi í Austur-Land- eyjahreppi í Rang- árvallasýslu 12. maí 1926. Hann lést á Landspítalanum, Fossvogi, 29. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 16. ágúst. hafði undurfagra ten- órrödd sem hann hafði þjálfað í óperuskólum á Ítalíu og víðar. Hann hélt söngskemmtanir hér heima að loknu námi og hlaut lof fyrir söng sinn. Ég held að honum hafi staðið ýmsar dyr opnar á þessum fyrstu árum. En af ástæðum sem mér eru ekki nægilega kunnar kaus hann að leggja sönginn að mestu leyti á hilluna. Löngu síðar tók hann sig þó aftur til og hélt söngskemmtanir á nokkrum stöðum. Fylgdi hann þannig eftir út- gáfu á hljómdiski þar sem er að finna upptökur af mörgum hans þekktustu sönglögum. Við minnumst margra ferða sem við fórum með Árna, Eyju og drengj- unum. Þá var slegið upp tjöldum á fögrum stöðum eða dvalið í sumar- húsi í grennd við æskuslóðir hans. Gjarnan var þá rennt fyrir silung og einstaka sinnum farið í laxveiði. En lífið er ekki allt aðeins leikur. Árni átti oft við veikindi að stríða sem settu auðvitað mark sitt á frama hans sem söngvara og gerðu honum að öðru leyti erfitt fyrir. Fyrir um tólf árum varð hann alvarlega veikur og varð að gangast undir erfiðan uppskurð. Átti hann lengi í þeim veikindum og má raunar segja að hann hafi ekki náð heilsu eftir þá raun. En Árni átti góða konu, hana Eyju, sem annaðist hann af stakri kostgæfni og fórnfýsi. Þess naut hann ekki síst hin seinni ár þegar veikindi sóttu á af meiri þunga. Hann átti líka góða drengi sem hafa verið foreldrum sínum einkar góðir og umhyggjusamir. Við Stella, Ásta dóttir okkar og hennar fjölskylda, þökkum sam- fylgdina og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Góður drengur er genginn. Hvíli hann í friði. Eyju, sonunum og öðr- um ættingjum biðjum við Guðs blessunar. Ólafur G. Einarsson. Vor sál er himnesk harpa helgum Guði frá, vér lifum til að læra að leika hana á. Og þá sem ljúfast leika þau lög, sem Drottinn ann, við komu dauðans kallar í kóra sína hann. (Gunnar Árnason.) Eftir eitt besta sumar sem við munum hefur vinur okkar til margra ára, Árni Jónsson söngvari, kvatt að sinni og tekur nú væntanlega þátt í himnakórnum. Lífsferill Árna var fjölbreyttur allt frá því að hann var sveitadrengur í Landeyjunum til þess að stunda söngnám víða erlendis og halda söngtónleika víða um lönd en einkum á Íslandi. Hann fékk í vöggugjöf ein- staklega sterka og mikla rödd og því fór ekki milli mála hvar hann var á ferðinni því fallega tenórröddin hans þekktist hvar sem var. Á þeim tím- um var ekki hægt að lifa af sönglist- inni hér á Íslandi og því varð ævi- starf hans á öðru sviði en ávallt hafði hann sönginn með. Árni var þrek- vaxinn og þéttur í lund, hafði breitt og gefandi bros sem allir þekktu, var röskur í spori og léttur á sér og mjög greiðvikinn. Hann var sérlega kurt- eis og háttvís í allri framkomu og mikið snyrtimenni, ávallt vel til hafð- ur á allan hátt svo eftir var tekið. Kynni okkar hófust er Árni giftist vinkonu okkar Eyju 1964 og frá þeim tíma höfum við fylgt þeim á gleði- og sorgarstundum og fylgst með börn- unum okkar vaxa úr grasi. Árni var ríkur maður því þau Eyja eignuðust fjóra drengi en fyrir átti Árni son frá fyrra hjónabandi. Mikil auðæfi felast í fimm sonum sem allir eru vel menntaðir og nýtir þjóðfélagsþegnar en fyrst og fremst hafa þeir verið foreldrum sínum sérstaklega góðir og hjálpsamir ekki síst nú í veikind- um Árna. Ennfremur hafa tengda- dæturnar og barnabörnin veitt hon- um mikla gleði. Hann talaði oft um hve lánsamur og þakklátur hann var Eyju fyrir alla umhyggjuna og sagði að hann hefði ekki komist í gegnum veikindaloturnar án hennar sem er sannarlega satt því hún hjúkraði Árna sínum af stakri alúð og elsku öll veikindaárin. Við hjónin, börnin okkar Jón Gunnar og Sigga Þrúður og fjöl- skyldur þeirra, þökkum af alhug all- ar ánægjulegu samverustundirnir og mikla gestristni á heimili þeirra, en Árni var sannur gestgjafi eins og sveitamanni og heimsmanni sæmir. Saumaklúbburinn hennar Eyju átti góðar stundir með Árna og þakkar fyrir þær og sendir sínar innilegustu samúarkveðjur. Elsku Eyja, Ragnar, Valur, Jónsi, Tryggvi og Sigurjón, tengdadæturn- ar og öll barnabörnin, hugur okkar er hjá ykkur og við biðjum góðan Guð um að líkna ykkur í sorginni og um frið ykkur til handa, fjölskyldum ykkar, systkinum Árna og öðrum ættingjum. Minning um góðan dreng lifir. Hertha og Stefán. „Seg mig god natt i denna stilla stund …“ Inni í lítilli baðstofu að Kirkjubóli í Valþjófsdal stendur Árni Jónsson söngvari síðdegis í júlí fyrir 45 árum og er að æfa sig með Skúla Ég var svo heppin að fá að kynnast Stínu, eða ömmu Stínu eins og ég kallaði hana nán- ast alltaf, hefði svo sannarlega vilj- að að árin hefðu verið fleiri með henni en þau urðu bara fjögur. Þegar við hittumst fyrst hugsaði ég með mér að ég vildi verða svona hress og kraftmikil þegar ég yrði eldri. Ömmu Stínu var margt til lista lagt, það var nú líklega fátt sem ekki lék í þessum fimu höndum. Kristín Magnúsdóttir ✝ Kristín Hólm-fríður Halla Magnúsdóttir fædd- ist á Siglufirði 1. maí 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 18. ágúst. Heimilið hennar bar þess svo sannarlega merki, svo fallegt, fullt af flottum mun- um sem hún hafði búið til. Amma Stína útbjó skírnarkerti þegar Sæþór var skírður, ég hef oft skoðað kertið vand- lega og það eru bara listamannshendur sem geta útbúið svona muni. Það var svo sannarlega falleg sjón þegar Sæþór fékk að sofa í fanginu á langömmu sinni nokkrum dögum fyrir andlát- ið, amma Stína var alltaf svo hrifin af hárinu hans og klappaði honum svo blítt. Ég á svo sannarlega eftir að segja honum frá langömmu sinni. Góðar minningar um yndislega konu lifa með okkur um ókomna tíð. Ragnhildur Gunnlaugsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ÞORVALDSDÓTTIR, Reykjavikurvegur 50, Hafnarfirði lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 17. ágúst. Áslaug Gísladóttir, Kristján Kristjánsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Þórður Harðarsson, Hjörtur Kristjánsson, Jón Ragnar Kristjánsson, Guðrún Ósk Stefánsdóttir, og ömmubörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Kirkjulundi 8, Garðabæ, áður Heiðargerði 90, Reykjavík, sem lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 16. ágúst, verður jarðsunginn frá Vídalínkirkju miðvikudaginn 27. ágúst kl. 15.00. Erla Fríður Sigurðardóttir, Ingvar Friðriksson, Fríður Sigurðardóttir, Ari Guðmundsson, Guðmundur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, HRAFNHILDUR HANNESDÓTTIR, Huldulandi 22, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut sunnudaginn 17. ágúst. Þórir Halldórsson, Rannveig Þórisdóttir, Eiður Jóhannsson, Hannes Þórisson, Áslaug S. Jónsdóttir, Hrafnhildur, Jóhann og Þórir, Ingibjörg Hannesdóttir ✝ Eiginmaður min, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi PÁLL BECK, lést á Droplaugastöðum laugardaginn 16. ágúst, Guðný Sigurðardóttir, Brynja Beck, Sölvi Stefán Arnarson, Axel Þór Beck, Sigurður Pálsson Hrefna Egilsdóttir, Kristín Þóra Pálsdóttir Beck, Rögnvaldur Stefán Cook, Rikarður Pálsson, Elísabet Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HAFDÍS K. ÓLAFSSON, Lindargata 9, Siglufirði, sem lést sunnudaginn 17. ágúst verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 23. ágúst kl.14.00. Hinrik Karl Aðalsteinsson, Jón Aðalsteinn Hinriksson, Anna Viðarsdóttir, Auður Helena Hinriksdóttir, Bergsteinn Gíslason, Hinrik Karl Hinriksson, Bylgja Rúna Aradóttir, ömmubörn og langömmubörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ANTON V. ÁRMANNSSON frá Urðum í Svarfaðardal, lést laugardaginn 9. ágúst. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Zophonías Antonsson og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.