Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 26

Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er þriðjudagur 19. ágúst, 232. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Sjá, Drottinn mun út fara frá bústað sínum, mun ofan stíga og ganga eftir hæðum jarðarinnar. (Mík. 1, 3.) Víkverji hefur sökum krankleikahorft meira á útsendingar Sjón- varpsins frá ÓL í Peking en ella hefði orðið. Hinar ólíklegustu íþróttagrein- ar hafa orðið til að stytta stundir, t.d. dýfingar og fimleikar, en lýsingar sjónvarpsþula á þeim hafa verið lýj- andi og virkað sem besta svefnlyf. Mesta fjörið hefur verið í frjálsum íþróttum. Samúel Örn getur verið frískur og frumlegur í sínum lýs- ingum en hann á langt í land með að ná tilburðum kollega síns, Sig- urbjörns Árna Arngrímssonar. Fyrir utan það að vera gangandi alfræðirit um frjálsar eru lýsingar hans stór- kostlegar. Það ætti að stoppa þennan dreng upp að honum gengnum í Efstaleitinu! Sigurbjörn hefur fengið hjarta Víkverja til að slá aukaslög í lokaspretti í greinum á borð við 3.000 metra hindrunarhlaup kvenna. Sjón- varpið ætti að fastráða þennan dreng, hann er vissulega sérfræð- ingur í frjálsum íþróttum en hann getur lýst hverju því sem hreyfist. Væri t.d. gaman að heyra hann lýsa golfi. x x x Víkverji fær sér heilsubótargönguum hverfið öðru hvoru og þeim ferðum hefur fjölgað undanfarið sök- um fyrrnefnds krankleika. Oftar en ekki liggur leiðin upp Háteigsveginn og framhjá Vatnshólnum svonefnda við Stýrimannaskólann. Umhirða á þeim ágæta hól er viðkomandi eig- anda til skammar, hvort sem það er Reykjavíkurborg eða Orkuveita Reykjavíkur. Hóllinn er kominn í órækt og orðinn umhverfislýti í hverfinu. Úr þessu þarf að bæta. x x x Skólavörðustígur var opnaður fyrirumferð um helgina eftir gagn- gerar endurbætur. Víkverji átti þar leið um á sunnudeginum, ásamt fjölda fólks, og þótti mörgum undr- unarefni hve fáar verslanir voru opn- ar. Þær mátti telja á fingrum ann- arrar handar. Vonandi hefur gröfturinn ekki tekið burt við- skiptavitið frá kaupmönnum þess- arar góðu götu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 forspár, 8 gjóla, 9 smáaldan, 10 verkfæri, 11 fleina, 13 meiðir, 15 ráðrík kona, 18 rengla, 21 nem, 22 af- laga, 23 sáðlands, 24 áköf. Lóðrétt | 2 styrkti, 3 mæla fyrir, 4 einkennis, 5 afkvæmi, 6 afkimi, 7 vendir, 12 tangi,14 kyn, 15 tegund, 16 hamingja, 17 bikar, 18 sundfugl, 19 duglegur, 20 súg. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gerla, 4 fátæk, 7 gotan, 8 loppa, 9 aum, 11 alin, 13 árna, 14 ærnar, 15 kurr, 17 arða, 20 org, 22 býður, 23 lagin, 24 sorti, 25 pésar. Lóðrétt: 1 gegna, 2 rætni, 3 Anna, 4 fálm, 5 tapar, 6 klaga, 10 unnur, 12 nær, 13 ára, 15 kubbs, 16 ræður, 18 regns, 19 agnir, 20 orgi, 21 gláp. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O–O b5 6. Bb3 Be7 7. c3 d6 8. He1 O–O 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. b3 cxd4 13. cxd4 exd4 14. Rxd4 Rc6 15. Rxc6 Dxc6 16. Dd3 Bb7 17. f3 Hac8 18. He2 Rd7 19. Bb2 Re5 20. Dd2 Bf6 21. Rc3 Staðan kom upp á helgarmóti Tafl- félagsins Hellis og Taflfélags Reykja- víkur sem lauk fyrir skömmu. Örn Stefánsson (1310) hafði svart gegn Tinnu Finnbogadóttur (1655). 21… Rxf3+! 22. gxf3 Bxc3 23. Bxc3 Dxc3 24. Hd1 Dxf3 svartur hefur nú gjör- unnið tafl. Framhaldið varð: 25. Hf1 Dh5 26. Hg2 Dc5+ 27. Kh1 g6 28. Bb1 d5 29. Hg4 dxe4 30. Bxe4 Bxe4+ 31. Hxe4 Dc6 32. Dg2 f5 33. He7 Dxg2+ 34. Kxg2 Hf7 35. He6 Hc2+ 36. Hf2 Hxf2+ 37. Kxf2 Ha7 38. Ke3 Kg7 39. Kd4 Kh6 40. Kc5 f4 41. Kd4 Hf7 42. Hxa6 f3 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Innblástur. Norður ♠G85 ♥ÁD1086 ♦Á7 ♣G73 Vestur Austur ♠Á104 ♠K7632 ♥G74 ♥53 ♦G953 ♦D62 ♣865 ♣1042 Suður ♠D9 ♥K92 ♦K1084 ♣ÁKD9 Suður spilar 6G. „Innblásin spilamennska,“ segir Vic- tor Mollo um úrvinnslu sagnhafa, en er þögull sem gröfin um sagnir. Skilj- anlega, því það er lítill virðuleiki yfir því að melda slemmu þar sem tvo efstu vantar í sama lit. Og ýmislegt fleira vantar líka, því þrátt fyrir útspil í tígli virðast ellefu slagir hámarkið. En sjáum til. Hinn ónefndi sagnhafi Mollos lét lít- inn tígul úr borði og dúkkaði drottn- ingu austurs! Aftur kom tígull (enda austur ekki ófreskur) og sagnhafi tók slagina sína í laufi og hjarta. Undir lok- in fór að hitna undir vestri, sem vildi ólmur halda í ♠Á og henti því tígli frá ♦G95. Sagnhafi fékk þannig úr- slitaslaginn á ♦10. Eins og málpípa Mollos, Gölturinn grimmi, hefur stund- um sagt, þá hafa slæmar sagnir gjarn- an jákvæð áhrif á spilamennskuna. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur enn ekki fundið hinn full- komna áheyranda sem er uppnuminn af hverju orði sem hrynur af vörum þér. Ekki örvænta, hann birtist í næstu viku. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú færð óvænt nokkur ný ábyrgð- arhlutverk, en þau eru lítil miðað við það sem þú hefur fengist við undanfarið. Þú ert að ganga inn í gott tímabil. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Sjálfsmatið endurspeglast í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Það hvet- ur þig til að biðja fólk frekar um greiða – og það kann að meta það. Því skaltu ekki hika. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hvers vegna finnst þér eins og sannleikurinn sé ekki heiðarlegur? Kannski það felist meira í honum en hægt er að útskýra? Fáðu álit annarra. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert svo heppinn. Allt sem þú þarfnast er beint fyrir framan þig. Fagn- aðu því áður en þú ferð að velta fyrir þér á hverju fleiru þú þurfir að halda. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert tilbúinn fyrir lífið – þú þarft ekkert meira að gera. Vertu bara þar sem þú átt að vera. Komdu þér vel fyrir og láttu þér líða eins og heima hjá þér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er eins og stjörnurnar hafi útbúið fyrir þig sérstakt krem til að verja þig fyrir pirringi. Sambandið er á hreinu – hinn aðilinn breytist til batnaðar. Gaman! (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú skiptir máli – það miklu máli að þess verður minnst eftir dauða þinn. Þú gefur frá þér svo mikla ást að hún nær út fyrir endimörk alheimsins. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Lífið virðist áskorun þegar þú kemur heim úr einu af þínum stóru æv- intýrum. Vanagangur lífsins, sem hentaði þér svo vel, passar nú engan veginn. Vertu þolinmóður. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það skiptir ekki máli hvað það er, þú reddar því, þarft bara réttu verk- færin. Vinnuhanska fyrir sterkar tilfinn- ingar og silkihanska fyrir þær viðkvæmu. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Æfðu þig í samskiptatækni. Reyndu að gefa frá þér eins nákvæm skilaboð og þér er unnt. Þú skilgreinir eigin persónuleika með víxlverkan. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Um leið og þú hefur skilið hvað þarf til að láta hlutina virka breytist þú úr nöldrara í framkvæmdamanneskju. Ár- angurinn veitir öðrum innblástur. Stjörnuspá Holiday Mathis 19. ágúst 1950 Skriða féll á tvílyft steinhús á Seyðisfirði og varð fimm manns að bana, móður og fjór- um börnum. Nokkur önnur hús skemmdust í bænum og einnig urðu skemmdir á Eski- firði og Reyðarfirði. 19. ágúst 1959 Á forsíðu Morgunblaðsins birtust myndir frá landsleik Dana og Íslendinga í Kaup- mannahöfn daginn áður, en leiknum lauk með jafntefli. Þetta voru fyrstu símsendu fréttamyndirnar sem birtust í íslensku blaði. 19. ágúst 1993 Íslenskir togarar hófu veiðar utan 200 mílna landhelgi í svo- nefndri Smugu í Barentshafi. Þar með hófst Smugudeilan við Norðmenn. 19. ágúst 2000 Tugir þúsunda manna fylgd- ust með stærstu flugeldasýn- ingu hér á landi en hún var haldin í tilefni aldamótaársins og í tengslum við menning- arnótt í Reykjavík. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá … Lovísa Ýr Héðinsdóttir, Anna Lilja Valdimarsdóttir, Þormóður Geir Héðinsson og Sigurjón Ár- mann Björnsson héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri og söfnuðu 6.111 kr. Á myndina vantar Sigurjón Ármann. Hlutavelta OTTÓ Eyfjörð, listmálari, er áttræður í dag. Hann er giftur Fjólu Guðlaugsdóttur og þau eiga fimm börn. Barnabörnin eru orðin 18 talsins og barna- barnabörnin 6. „Við hjónin ætlum að skreppa austur í Skafta- fellssýslu og hafa það gott. Gista eina nótt á hóteli og hafa það náðugt. En það verður ekkert meira vesen en þetta,“ segir Ottó, aðspurður hvernig hann muni fagna deginum. Ottó setti upp vel sótta málverkasýningu í vor og í fyrra setti hann upp ljósmyndasýningu. „Ég hef verið að braska í þessum myndum í mörg ár – bæði að mála og að taka ljósmyndir.“ Hann segir jafnframt að þessa dagana reyni hann að rækta garðinn sinn vel. „Við erum með hérna veglegan garð hjá okkur, sem ég dunda mér í, og svo hef ég líka verið að taka passamyndir. Ég er með góða tölvu hérna heima þar sem ég get lagað myndir og þvíumlíkt. Maður hefur gott af því.“ Í sumar hefur Ottó staðið í lagfæringum á húsinu sínu og ferðast smávegis. „Við létum skipta um þak á húsinu. Svo höfum við reynt að ferðast aðeins en maður er víst orðinn það gamall að maður verður að fara aðeins hægar yfir en áður,“ segir hann hlæjandi. Þá segist Ottó taka við og við í hljóðfæri sitt – harmonikuna. „Ég spilaði mikið á böllum í gamla daga og reyni að spila á hana við og við. Ég hef svo gaman af því.“ haa@mbl.is Ottó Eyfjörð, listmálari, er áttræður í dag Fer örlítið hægar yfir ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.