Morgunblaðið - 19.08.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.08.2008, Qupperneq 28
Undirritaður er t.d. bú- inn að búa sér til hina miklu bardagahetju Ásgeir- san … 28 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is VEGLEGUR geisladiskur er vænt- anlegur í nóvember þar sem hægt verður að sjá sýninguna Laddi 6- tugur sem flutt hefur verið við mikl- ar vinsældir síðan í febrúar 2006. „Annars vegar er það sýningin og allt sem henni tengist, og svo mað- urinn sjálfur, Laddi, og hans ferill,“ segir Ísleifur Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Bravó, sem gefur diskinn út í samstarfi við Senu. Bak við tjöldin „Sýningin hefur verið tekin upp nokkrum sinnum, m.a. þær sýningar þar sem hafa verið sérstakar uppá- komur t.d. þegar Laddi varð 61 árs og fékk til sín leynigesti úr Heilsu- bælinu, og á 100. sýningunni þegar Bryndís Schram, Björgvin Halldórs og Sigga Beinteins komu,“ segir Ís- leifur. „Svo hafa myndatökumenn fylgst með baksviðs og séð hvernig Laddi hleypur úr einu gervi í annað. Rætt hefur verið við aðstandendur sýningarinnar og gesti.“ Hugsanlega tvöfaldur pakki Ísleifur leggur á það áherslu að diskurinn muni verða drekkhlaðinn af efni. „Laddi mætir örugglega í hljóðver og segir frá uppruna atrið- anna og persónanna og verður hægt að hlusta á um leið og horft er á sýn- inguna. Við viðum að okkur alls kyns aukaefni, jafnvel eldra efni með Halla og Ladda, og þátturinn sem Logi Bergmann gerði í vetur um Ladda verður á diskinum í heilu lagi,“ segir Ísleifur og bætir við að ef efnið rúmist ekki á einum diski verði væntanlega um tvöfalda útgáfu að ræða. „Diskurinn á að vera Laddi eins og hann leggur sig, og þetta á einfaldlega að vera flottasti diskur sem gerður hefur verið á Íslandi.“ Nokkrar aukasýningar Sýningum á grínleik Ladda átti að vera lokið, enda höfðu verið haldnar 130 sýningar fyrir fullu húsi. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að halda nokkrar aukasýningar í október og nóvember. Ísleifur reikn- ar með að miðasala hefjist strax á föstudag þegar miðasala Borgarleik- hússins verður opnuð. Laddi á DVD og nokkrar viðbótarsýningar Morgunblaðið/ÞÖK Óborganlegur Á diskinum verður nánast tæmandi umfjöllun um Ladda. www.bravo.is  Sjónvarpið hef- ur lengi verið gagnrýnt fyrir að sinna illa listmiðli sem er sem snið- inn fyrir sjón- varp, myndlist- inni. Í síðustu viku bárust þær gleðifréttir að menningarsjón- varpsmaðurinn Þorsteinn J. myndi bæta úr þessu með nýjum menning- arþætti næsta vetur í Sjónvarpinu, Kátu maskínunni, þar sem sinna á öllum listgreinum. Þátturinn verður í anda South Bank Show, einn listamaður tekinn rækilega fyrir í hverjum þætti, portrett dregið upp af honum svo að segja. Einu þættirnir um mynd- list í Sjónvarpinu undanfarið hafa verið erlendir örþættir um lista- menn Carnegie Art Awards sýning- arinnar, sem enn er verið að sýna (þó sýningunni hafi lokið í Gerð- arsafni fyrir níu dögum). Vonandi að myndlistin fái nú fastan sess. Loksins, loksins, loks- ins, loksins myndlist  Og aftur að Sjónvarpinu. Í fyrra- kvöld voru gerð allt að því súrreal- ísk mistök í dagskrá stöðvarinnar þegar bandaríska kvikmyndin The Sisters (Systurnar) var sýnd í stað auglýstrar, argentískrar myndar, Hermanas (Systur). Sú argentíska, frá árinu 2005, var auglýst á dag- skrá í öllum fjölmiðlum og m.a.s. kynnt af sjónvarpsþulu áður en sýn- ing hófst á þeirri bandarísku, sem einnig er frá árinu 2005. Áhorfendur hafa eflaust margir klórað sér í hausnum og velt fyrir sér hvernig svona nokkuð gæti gerst í gamla, góða Sjónvarpinu. Voru tveir diskar í útsending- arklefa merktir „Systur“? Verður argentíska myndin sýnd næst? Eða verður hún auglýst en mynd Brians de Palma, Sisters, frá árinu 1973, sýnd í hennar stað? Spennandi... Systrum víxlað Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÞETTA fjallar um firringu nútímamannsins í nútímasamfélagi, fer úr míkrókosmos yfir í hið stóra og úr trúarlegu yfir í veraldlegt,“ segir Borgar Þór Magnason um vídeóóperuna Indeep- endance (sérviskuleg stafsetningin vísar í djúp og dans) sem frumsýnd verður í Arena Civica í Mílanóborg hinn 11. september næstkomandi. Í umrætt hringleikahús komast 2.000 áhorfendur og þar verða fjórir veggir með risaskjám, 9 x 16 metra stórum, og sviði á miðjunni, en þarna hafa hljómsveitir á borð við Sigur Rós, Radiohead og REM spilað í ár. Hringleikahúsið fagnaði hins vegar 201 árs afmæli sínu í gær og í árdaga þess skemmti meðal annars Buffalo-Bill áhorfendum. Eins og stórt reif Um er að ræða vídeólistaverk í 13 köflum og kemur Borgar að verkinu sem tónskáld, útsetj- ari, hljómsveitarstjóri og hljóðfæraleikari. „Það er svolítið mikil kvikmyndatónlistarstemning í þessu, þetta á líka að vera svolítið stuð í leiðinni, þetta er í rauninni eins og reif, þetta er svo stórt og hver sena er á að giska fimm mínútur.“ Þeir sem standa á bak við vídeóverkin eru Masbetos- tvíeykið, vídeólistamenn sem Borgar segir ung- ar listastjörnur á Ítalíu, ítalski rithöfundurinn Aldo Nove og tónlistarmaðurinn Vittorio Cosma, en Borgar hefur áður unnið með Masbestos. Múm í Mílanó „Svo vann ég eitt trakkið með Howie B og fékk Stewart Copeland fyrir annað,“ segir Borg- ar sem lenti einmitt nýlega í forvitnilegu partíi með Copeland, sem er trommari hinnar góð- kunnu sveitar The Police. „Já, kvöldið áður voru Police með síðustu tónleikana í þessum end- urkomutúr og þar hitti maður öll átrúnaðar- goðin, stóð með Annie Lennox öðrum megin við mig og Terry Gilliam hinum megin og var að spjalla við Jeff Beck og frú, en konan hans Jeffs Becks var mjög forvitin um Ísland.“ Alls verður verkið sýnt fjórum sinnum, 11. til 14. september, og í hvert skipti er tónlistin tekin burt úr einhverri af þessum þrettán senum og einhver hljómsveit fengin til þess að fylla upp í gatið. Síðasta kvöldið mun hljósmveitin múm taka það að sér og spila lag með Borgari sem hann samdi með þeim. Borgar hefur þó ekki ver- ið sérstaklega áberandi hér heima undanfarin misseri enda verið búsettur erlendis í rúman áratug. „Ég fór út í nám og hef svo starfað sem klassískur hljóðfæraleikari, spilaði með kamm- erhljómsveit í Amsterdam og var fastráðinn í út- varpshljómsveit í Brussel í einhver ár. Fór svo meira út í lausamennsku og meira út í nútíma- tónlist og það að semja sjálfur. Ég hef gert tón- list fyrir vídeóverk Gabríelu Friðriksdóttur, við unnum mikið saman á tímabili,“ segir Borgar en þau Gabríela fóru saman með verk á Feneyja- tvíæringinn 2005. „En ég flutti heim fyrir rúmu ári þótt ég hafi ekki spilað svo mikið hérna, en næsta vetur fer ég væntanlega loksins að vinna á Íslandi að einhverju ráði.“ Djúpdans í Mílanó  Borgar Þór Magnason semur tónlist við vídeóóperu sem sýnd verður í ítölsku hringleikahúsi  Spilar með múm síðasta kvöldið  Fetar í fótspor Buffalo Bills Morgunblaðið/G.Rúnar Í hringleikahúsi Borgar fetar í fótspor Sigur Rósar, Radiohead, R.E.M. og Buffalo Bill þegar hann spilar í Arena Civica í Mílanó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.