Morgunblaðið - 19.08.2008, Page 29

Morgunblaðið - 19.08.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 29 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Þri 19/8 kl. 17:30 U Lau 23/8 kl. 15:00 Ö Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 U Fös 29/8 kl. 20:00 Ö Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 U Sun 7/9 kl. 16:00 Fös 3/10 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 15:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Fjársjóðsleit (Útisýning) Lau 23/8 kl. 16:30 Soffía mús á tímaflakki (Farandleiksýning) Þri 19/8 kl. 15:00 Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 4/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Fim 18/9 kl. 20:00 Sumartónleikar LSÓ í kvöld, þriðjudag, kl. 20:30 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70, 105 Rvk. www.LSO.is - LSO@LSO.is Guðný Guðmundsdóttir fiðla og Gunnar Kvaran selló Verk e. Karólínu Eiríksdóttur, Bach og Honegger Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÉG VEIT eiginlega ekkert í hvaða box er hægt að setja þessa tónlist okkar,“ segir Heiða og hlær pínu vandræðalega. Hún hittir samt eig- inlega naglann á höfuðið: um leið og tónlistin er hægstreym og áferð- arfalleg – og giska aðgengileg þann- ig er erfiðara að negla niður geirann. Djass? Jú. En líka smá-þjóðlaga- tónlist, nútímaklassík og heilnæmur slatti af óræðum spuna og tilrauna- starfsemi. Eitthvað af þessu er hægt að út- skýra með því að horfa til liðsskip- anar hljómsveitarinnar: söngkonan Heiða er klassískt menntuð söng- kona, en klarinettuleikarinn Joachim Badenhorst kemur úr djassinum. Fiðluleikarinn, Ananata Rossen, er þá tangómenntuð og Hilmar Jensson er úr djassi auk þess að vera mikið í nýsköpun og tilraunastarfsemi. Upptökumaðurinn, Áki Ásgeirsson, hefur svo verið mikilvirkur á jaðri ís- lensks tónlistarlífs, m.a. með tónlist- arhópnum Aton. Þjóðlög Heiða segir að sveitin hafi komið saman þegar meðlimir voru saman í námi í Haag í Hollandi. „Við byrjuðum á því að leika okkur með íslensk þjóðlög og toguðum þau og teygðum á ýmsa lund. Svo fórum við að leika okkur með ýmsa aðra stíla. Við spunnum mikið með þetta og þar kom að við ákváðum að negla þessu inn á plötu. Lögin eru frum- samin og ég samdi texta. Svo notaði ég slatta úr íslensku Vísnabókinni sem er mér mjög kær. Og ég samdi ný lög við þær vísur sem ég þekkti ekki tónlistina við. Ættjarðarástin var farin að gera rækilega vart við sig þarna úti eins og þú heyrir og það skýrir m.a. nafn sveitarinnar.“ Platan var tekin upp í Sólheima- kirkju síðasta haust á einum og hálf- um degi. „Í dag búum við víðs vegar um heiminn og nótur gengu því á milli heimsálfa. Svo þegar við komum saman hér á landi fæddist platan. Í návíginu gerðist mikið og við gátum lagst almennilega yfir lögin, breytt þeim og bætt þau eftir þörfum.“ Það er belgíska útgáfan Radical Duke sem gefur út og hið öfluga dreifingarfyrirtæki PIAS sér um að dreifa. „Joachim er vel tengdur inn í hol- lensku og belgísku djasssenuna og hann landaði þessum samningi. Hann lét innanbúðarmenn í Radical Duke hafa demó af plötunni okkar og þeim leist vel á. Þeir sem reka merk- ið eru í hljómsveitinni DAAU sem er eins og við í því að sulla saman ólík- um stílum. DAAU voru á mála hjá Sony en meðlimir urðu fyrir miklum vonbrigðum þar og ákváðu að stofna útgáfu sem hefði algert listrænt frelsi í hávegum. Enda fengum við að ráða öllu í sambandi við þessa plötu.“ Útrás Heiða segist hafa lokið námi árið 2004 en fluttist ekki „almennilega“ heim fyrr en síðasta haust. „Ég er að kenna við listaskóla Mosfellsbæjar en er svona að hasla mér meiri völl í spilamennsku og lagasmíðum. Tilkoma þessarar sveit- ar var eiginlega vegna þess að mig langaði til að komast úr klassíska ferhyrningnum (hlær). Mér finnst t.d. mjög fyndið að ég sé að fara að syngja á djasshátíð, ég sá það ekki fyrir mér fyrir einhverjum árum síð- an.“ Heiða kann litlar skýringar á þessari tilraunagleði sinni. „Það er bara svo gaman að skapa eitthvað alveg nýtt og fá útrás fyrir sköpunargáfuna sem maður býr yfir. Það er engu að síður ágætt að vera inni í nefndum ferhyrningi – þar er grunnurinn og það er svona eins og að koma heim að hverfa til hans. En að sama skapi er gríðarlega frelsandi að gægjast út fyrir hann. Ég hef t.d. mesta unun af því að syngja barrokk en það hagar sér dálítið eins og djassinn, rými til túlkunar þar er mjög mikið.“ Heiða segir að Mógil muni halda ótrauð áfram næstu misseri, slíkt sé gamanið og stemningin í hópnum. Leikur að formum Mógil Hljómsveitin sem spilar óflokkanlegu tónlistina er skipuð þeim Heiðu Árnadóttur, Hilmari Jenssyni, Anöntu Roosens og Joachim Badenhorst. Mógil heldur útgáfutónleika vegna Ró þann 29. ágúst á Djasshátíð Reykjavíkur. Sveitin heldur svo tónleika í Hollandi og Belgíu í end- aðan september. Í þessari viku mun Heiða svo troða upp með kvartettinum HeiðAndréScot- Toggi en á efnisskránni eru lög eftir franska tónskáldið Michel Legrand. Kvartettinn kemur fram á Seyðisfirði á miðvikudaginn, á Akureyri á fimmtudaginn og svo í Fríkirkjunni í Reykjavík á föstu- daginn. Sjá nánar á www.my- space.com/heidaarna Út er komin fyrsta plata hljómsveitarinnar Mógil, Ró. Söngkonan Heiða Árnadóttir stofn- setti sveitina á náms- árum sínum í Hollandi en tónlistin er mel- ódískur, seiðandi spuni þar sem íslenskar þjóð- vísur eru oftlega til grundvallar. Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan AMERICA Ferrera, leikkonan gull- fallega sem leikur titilhlutverkið í þáttaröðinni Ljótu Betty, var valin skemmtikraftur ársins þegar ALMA verðlaunin voru veitt í gær. Þar eru leik- arar og tónlistarfólk af suður-amerískum uppruna verðlaunuð fyrir frammistöðu í starfi. Þá fengu leikararnir sem fara með hlutverk Suarez fjöl- skyldunnar í þáttunum einnig verðlaun fyrir framúrskarandi samleik og leikstjóri þátt- anna, Linda Menoza, var valin sjónvarps- leikstjóri ársins. Kynnir kvöldsins var leikkonan Eva Longoria sem best er þekkt fyrir hlut- verk sitt í þáttunum Aðþrengdar eig- inkonur. Í hvert skipti sem hún steig á svið á hátíðinni var hún komin í nýjan kjól og urðu þeir alls tíu um kvöldið og hver öðrum glæsilegri eins og sjá má af nokkr- um dæmum hér. Ljóta Betty sigur- vegari kvöldsins Reuters „Ljóta“ Betty Leikkonan America Ferrera kom, sá og sigraði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.