Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is NOKKUÐ ber nú á því að ný leigu- íbúðafélög spretti upp, en eins og fram hefur komið leitast byggingar- verktakar nú í auknum mæli við að koma óseldum íbúðum í notkun með öllum tiltækum ráðum. Áætlað hefur verið að um 2.000 fullbyggðar og óseldar íbúðir séu nú á markaðnum. Félagsmálaráðherra staðfestir leiguíbúðafélög og samþykktir þeirra, áður en þau geta sótt um lán hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) í fyrsta sinn. Óskar Páll Óskarsson, lögfræð- ingur á velferðarsviði félagsmála- ráðuneytisins, segir að nú sæki mun fleiri leiguíbúðafélög um staðfest- ingu ráðherra en í fyrra, fimm til tíu félög í hverjum mánuði. Þá segir Ív- ar Ragnarsson, sviðsstjóri fjármála- sviðs ÍLS, að þess séu dæmi að leigu- íbúðafélög í eigu byggingaverktaka hafi tekið leiguíbúðalán hjá sjóðnum á þessu ári. ÍLS hefur á þessu ári heimild til þess að lána fimmtán milljarða króna í almenn leiguíbúða- lán. Upphaflega var sú heimild tíu milljarðar á árinu en seint í júní var tilkynnt um viðbótarframlag ríkis- ins. Þess utan hefur sjóðurinn heim- ild til 6,5 milljarða lána til félags- legra leiguíbúða. Útlán í þessum lánaflokki voru að meðaltali tæpar 859 milljónir á mán- uði fyrri hluta þessa árs. Í júlí voru þau hins vegar 1,9 milljarðar eða ríf- lega 120% yfir meðaltali ársins það sem af er. Ívar Ragnarsson segir erf- itt að segja til um hvort svona hafi einfaldlega hist á í júlímánuði eða ákveðin þróun sé hafin. Þetta sé ekki endilega merki um að útlánin verði sambærileg við júlí á komandi mán- uðum. Hins vegar útilokar Ívar ekki að heimildir til almennra leiguíbúða- lána gætu fullnýst á þessu ári. Það er nokkuð sem yfirleitt hefur ekki gerst á undanförnum árum. Stofna leiguíbúðafélög og taka lán hjá Íbúðalánasjóði FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HVORKI gengur né rekur í kjara- deilu sjómanna og útvegsmanna. Samningar losnuðu 1. júní sl. og mið- aði hægt og lítið í viðræðum viðsemj- enda, sem fram fóru fyrr í sumar. Eftir að sumarleyfum lauk hefur verið haldinn einn viðræðufundur nú í byrjun vikunnar. Forysta LÍÚ og Sjómanna- sambands Íslands hafa orðið ásáttar um að viðræðurnar fari framvegis fram hjá ríkissáttasemjara þó að kjaradeilunni hafi ekki þar með ver- ið vísað formlega til sáttasemjara. Það hefur hins vegar Sjómannafélag Íslands gert en félagið hefur nú vís- að kjaradeilu fiskimanna innan vé- banda þess við útvegsmenn til sátta- meðferðar. Sjómannafélag Íslands (áður Sjómannafélag Reykjavíkur og Matsveinafélag Íslands) gekk úr Sjómannasambandinu fyrir tveimur árum og fer sjálft með sín samnings- mál. Innan raða þess eru um 35% sjómanna á fiskiskipum að sögn Birgis Björgvinssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins. „Við höfum átt smávegis orða- skipti við LÍÚ og þetta var eina leið- in til að koma þessu í farveg. Það eru himinn og haf á milli. Þeir vilja að áhöfnin taki miklu meiri þátt í kostn- aði útgerðarinnar. Það gengur ekki upp,“ segir Birgir. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að viðræð- urnar séu rétt farnar af stað eftir að hafa legið niðri yfir hásumarið. Enn sé þó langur vegur að samningum. Málin eru erfið, að sögn hans. „Við vorum sammála um að þetta væri flókið mál og því væri rétt að fá sáttasemjara að því,“ segir Hólm- geir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins. „Við höfum farið yfir fjölda mála og þetta er flókið eins og venjulega,“ segir Hólmgeir. Útvegsmenn hafa haldið því mjög á lofti að kostnaður útgerðarinnar hafi stóraukist að undanförnu, sér- staklega olíuverðið. „Það er lang- stærsta málið,“ segir Friðrik. Hafa útvegsmenn farið fram á að tekið verði tillit til þess í næstu samn- ingum en talsmenn sjómanna taka þunglega í kröfur um aukna þátt- töku sjómanna í olíukostnaði, sem sé bein tillaga um kjaraskerðingu. Menn skilji vanda útgerða vegna ol- íunnar en kapp verði lagt á að verja kjörin. Þungur róður í kjaradeilu sjó- manna og LÍÚ Hafin er löng glíma deilenda hjá sáttasemjara um kjör sjómanna og áhrif olíuverðs Í HNOTSKURN »Kostnaður vegna olíu-verðsins setur mark sitt á kjaradeiluna. »Útvegsmenn halda þvífram að hlutfall olíu- kostnaðar af aflaverðmæti, sem áður var um 8%, sé núna komið yfir 20% og dæmi um allt að 40% í kolmunaveið- unum sl. vor. »Gert er ráð fyrir næstaformlega viðræðufundi í kjaradeilu sjómannasam- bandsins og LÍÚ í þarnæstu viku. Morgunblaðið/RAX LANDBÚNAÐARSÝNINGIN á Hellu verður opnuð í dag, föstudag, kl. 13 í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum. Geir Haarde forsætisráðherra og Einar K. Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra flytja ávarp og mun forsætisráðherra opna sýninguna. Þá syngur Karlakór Rangæinga ásamt hljómsveit undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar. Landbúnaðarsýningin er haldin í tilefni af 100 ára af- mæli Búnaðarsambands Suðurlands og stendur í þrjá daga, til og með sunnudeginum 24. ágúst. Hátíðin Töðu- gjöld á Hellu er hluti af dagskrá landbúnaðarsýning- arinnar. Ljósmynd/Bjartmar Freyr Landbúnaðarsýningin á Hellu opnuð FYRIR marga hjátrúarfulla Íslend- inga skiptir það heilmiklu máli hvort íslenska handboltalandsliðið mun leika í bláum eða rauðum búningum gegn Spánverjum í dag. Morgun- blaðið hafði samband við Einar Þor- varðarson framkvæmdastjóra HSÍ sem staddur er með landsliðinu í Peking og staðfesti Einar að ís- lenska liðið myndi leika í rauðum búningum gegn Spáni. Ísland hefur leikið sex handbolta- leiki á Ólympíuleikunum í Peking. Liðið hefur klæðst bláum búningum þrívegis og rauðum búningum jafn oft. Aðeins einum leik af þessum sex hefur Ísland tapað, leiknum við Suð- ur-Kóreu. Í þeim leik lék Ísland í bláum búningum. Flestir eru á því að slakasti leikur Íslands í keppninni hafi verið gegn Egyptum, þegar jafntefli var knúið fram á lokaand- artökunum, eftir að hafa verið undir nær allan leiktímann. Í þeim leik lék Ísland einnig í bláum búningum. Þeir bláu þurfa þó ekki að vera al- slæmir því í fyrsta leik, gegn Rúss- um, lék Ísland í bláu og hafði sigur. Niðurstaðan er þó sú Ísland hefur tapað þremur stigum í bláum bún- ingum en einungis einu stigi í rauðu búningunum, miðað við að tvö stig séu fyrir sigur, eitt fyrir jafntefli og núll fyrir tap. Þegar rýnt er í úrslit leikja Ís- lands á Ólympíuleikunum má sjá að í öllum þeim leikjum sem Ísland hefur haft sigur eða gert jafntefli hefur liðið skorað annaðhvort 32 eða 33 mörk í leiknum. Spurning er hins vegar hvort það segi eitthvað, en engu að síður skemmtileg stað- reynd. Hjátrúarfullir ættu því að taka gleði sína yfir því að Ísland leiki í rauðu gegn Spáni í dag, því ennþá hefur Ísland ekki beðið ósigur þegar liðið hefur leikið í þeim lit. thorkell@mbl.is Ísland leikur í rauðu                !"#$%  &  $' ()* + ," -./. + ,"  ,"  0 1%1 ,  ," 0 1%1 , % $ * " 23 4 ( '  + ,"  ,$%, ,%,' , ),,  '5)%, 6 ALLT tiltækt slökkvilið á höfuð- borgarsvæðinu var sent að Fóður- blöndunni í Korngörðum í Reykjavík í gærkvöldi vegna elds. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang óttuðust menn sprengingu vegna fín- korna mjölryks sem getur orsakað yfirborðseld með leifturhraða. Jón Viðar Matthíasson slökkvi- liðsstjóri segir að starfsmenn Fóð- urblöndunnar hafi hinsvegar gefið mjög góðar upplýsingar um stað- setningu eldsins og því þurfti ekki að eyða tíma í að leita að eldinum. „Við sendum líka inn marga reyk- kafara til að slökkva eld sem hafði hreiðrað um sig á einstökum stöð- um,“ segir hann. Einnig voru reyk- kafarar sendir inn með hitamynda- vélar til að ganga úr skugga um að svæðið væri öruggt. Talið er að eld- urinn hafi kviknað í loftpressum í húsinu. Starfsmenn reyndu að slökkva með handslökkvitæki án ár- angurs. Eldur í Fóð- urblöndunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.