Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is HÚN bíður eftir að þeir komi í land. En bátnum hvolfir og hún sér þá alla, ósynda, hverfa í hafið. Aft- ur og aftur. „Myndin er byggð á sjóslysi sem átti sér stað í Grunda- firði árið 1920 þar sem langafi minn fórst ásamt fleir- um,“ segir Dögg Mósesdóttir mér um stuttmyndina „Eyju“ sem sýnd verður á Reykjavík Shorts & Docs um helgina. „Þetta voru algeng slys í þá daga, þegar menn voru að fara út ósyndir í opnum bátum – og svo biðu konurnar og börnin í fjörunni og mennirnir drukknuðu fyrir framan sína nánustu.“ En stúlkan sem sagt er frá í upp- hafi er þó ekki eiginkona. „Myndin fjallar um litla stúlku, draug, sem upplifir þennan atburð og er föst í honum, upplifir hann aftur og aftur,“ segir Dögg og bætir við: „Pælingin er hvernig það er að búa á eyju eins og Íslandi á miðju Atlantshafi þar sem landamærin, hafið, eru svona hrikaleg, sérstaklega ef fólk er ósynt – þessi litla stúlka vill komast yfir þessi landamæri en getur það ekki.“ Spánverjar og Grundfirðingar En hver leikur þessa Eyju? „Hún heitir Þórey Aðalsteinsdóttir, syst- urdóttir mín, og hún er líka kölluð Eyja. Þetta í annað skiptið sem við vinnum saman, ég er mjög hrifin af henni sem leikkonu. Ilmur Krist- jánsdóttir leikur líka í myndinni, leikur ófríska konu – og hún var nýbúin að eiga barn þegar tökur stóðu. Þetta er lítið en átakalegt hlutverk. Svo er náttúrlega mikið af Grundfirðingum að leika,“ segir Dögg sem hefur einmitt séð um Northern Wave-kvikmyndahátíðina í Grundarfirði en kann því ágætlega að vera nú aðeins þátttakandi með sína eigin mynd. „Ég vildi ekki sýna hana á minni hátíð, fannst það ekki alveg passa að nota mína hátíð til að koma henni á framfæri.“ En þetta er í raun fyrirfram verð- launamynd. „Ég fékk námsárang- ursverðlaun í skólanum mínum og skólinn framleiddi myndina og ég kom með 15 manns erlendis frá úr skólanum og tökuliðið samanstóð af Spánverjum, Portúgalum, Chile- búum og Mexíkana,“ segir Dögg sem lærði kvikmyndaleikstjórn í Barcelona. Þetta er áttunda stuttmynd Dagg- ar en auk þess hefur hún gert heim- ildarmyndir og tónlistarmyndbönd með listamönnum á borð við Úlpu og Dimmu. „Svo er ég að klára handrit um mann á ísbíl,“ bætir hún við um fyrstu myndina í fullri lengd en gef- ur ekki meira upp um það verkefni að sinni. Eyja Daggar Reykjavík Shorts & Docs hefst í dag Bláleit Eyja Þórey Aðalsteinsdóttir sem draugur fastur í harmleik. Dögg Mósesdóttir Hægt er að sjá dagskrá Reykjavík Shorts & Docs á shortdocs.info. Fréttir á SMS Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 X - Files kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Love Guru kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára The Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára "EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT MUN SÓPA AÐ SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM. ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG ÓVÆNTAR FLÉTTUR Í HANDRITINU GERA MYNDINA FRÁBÆRA." -ÁSGEIR J. - DV "ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BESTA MYND ÁRSINS..." -L.I.B.TOPP5.IS STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. YFIR 60.000 MANNS EIN BESTA MYND ÁRSINS! 650kr. “Svona á að gera hrollvekjur!” - Stephen King X-Files kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.16ára Skrapp út kl. 10:10 Síðasta sýning B.i.12ára Mamma Mia kl. 6 - 8 LEYFÐ eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL 650k r. Stærsta mynd ársins 2008 77.000 manns. SÝND HÁSKÓLABÍÓI „Duchovny og Anderson sýna gamla takta” -Þ.Þ. - DV HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI „Duchovny og Anderson sýna gamla takta” -Þ.Þ. - DV SÝND SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Geggjuð gamanmynd Frá leikstjóra Full Monty Eina von hljómsveitarinnar ... ...er vonlaus 650k r. 650kr. The Rocker kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára The Dark Knight kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ -Empire Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga TÓNLISTARSKÓLINN Í REYKJAVÍK 2008-2009 Innritun stendur yfir Nánari upplýsingar á tono.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.