Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 5        6                        /          (* '  @ % +=1 :, ,$%, '+=1<0'?AB' ,C9'"9 37'1 ., ' . 1'% !"#$"% & '()' *+$"% ((,-')' *+$"% ./&$"% )!/&/'0(/$"% 1"%/2(/+"3!45! 6#!/')' *+$"% 7*+8/4($"% 90(/5!$"% '!$"% :;  &'*2*'<*'='>?>'"%0%$"% @*'$"% 8% 2 7# ''  &!&/#/' A &!&/#:&' !*2:B /((/ C' A( D$'?/$"% A2/$"% 'A44/42/=&-=/$"% /!*&-=/$"% 3 ! ( ' E&*'A!*2/*2E % 1)'/$"% 12+/=?$"% &  9                                                        /=(/+&/ 4/ /!0 =F! (4G 7*+! H%H % % % H H %%  I% % H%J I% % J % J %  H% I%J  % % % H%II % %I  % H %J   %I%  % HH%H H%J %H < < < < I% % < < K  KI IK  K   K  JK IK HK I HKH JK  JK     < < < HJH  < K I IK IK  K  K  JK  JK HK I HK JK J HK   KJ < < IK HJI  ?-!/ ,/=(/+&   J H I   H <   < < < < < < 4&/4 ,/=(%,'= %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %I%  %%  H%I%  % %  H%%  %I%   %I%  %H%    FRÉTTASKÝRING Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „OKKUR er ekki kunnugt um að bankar hafi svindlað á Seðlabank- anum,“ segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri. „Viðskiptabank- arnir hafa farið að reglum um við- skipti fjármálafyrirtækja við Seðla- bankann en okkur þykir ástæða til að yfirfara reglurnar í ljósi reynsl- unnar hér á landi og reglna og fram- kvæmdar þeirra í nágrannalöndum.“ Morgunblaðið hefur undir hönd- um drög að nýjum reglum sem send voru fjármálafyrirtækjum í gær. Samkvæmt þeim á að takmarka verulega möguleika fjármálafyrir- tækja til að sækja lán í Seðlabank- ann með veði í ótryggðum verð- bréfum sem viðskiptabankarnir gefa út. Verður það gert í skrefum til 1. janúar 2009. Hingað til hafa fjármálafyrirtæki getað fengið lán í Seðlabankanum með því að leggja eingöngu fram ótryggð verðbréf viðskiptabankanna þriggja. Bankarnir hafa fengið fjár- málafyrirtæki til að kaupa af sér skuldabréf, leggja inn í Seðlabank- ann og afhenda bankanum andvirði lánsins. Fyrir þennan gjörning fær fjármálafyrirtækið þóknun. Jafnvel eru dæmi þess að tveir viðskipta- bankar hafa keypt skuldabréf af hvor öðrum og fengið lán í Seðla- bankanum með veði í bréfunum. Þetta hafa yfirmenn fjármála- fyrirtækja, framkvæmdastjóri milli- gönguaðila, starfsmaður viðskipta- banka sem tók þátt í þessu ferli og embættismenn staðfest. Snúið á kerfið Með þessum hætti hafa bankarnir nánast getað fengið óendanlega mik- ið af krónum að láni í Seðlabankann. Hefur því verið haldið fram að þetta jafngildi valdi til peningaprentunar, sem bankarnir hafi tekið sér. Rétt er að taka fram að glufa í reglunum gerir viðskiptabönkunum þetta kleift. Engar reglur hafa verið brotnar. Í frétt á forsíðu Viðskipta- blaðs Morgunblaðsins í gær, undir fyrirsögninni „Svindluðu á Seðla- banka“, kom það skýrt fram. Fyrir- sögnin vísaði til þess að brögðum var beitt til að fá aðgang að lausu fé í Seðlabanka. Ekki átti að gefa í skyn að menn færu ekki eftir settum reglum. Gerðu athugasemdir Aðspurður hvort ákvörðun stjórn- enda Seðlabankans, að þrengja regl- urnar, sé ekki vegna þess hvernig bankar hafa notfært sér þessa glufu segir Eiríkur Guðnason: „Auðvitað erum við að bregðast við einhverju sem hefur verið að gerast. En það er ekki þar með sagt að bankar hafi brotið reglur.“ Morgunblaðið veit til þess að Seðlabankinn hefur gert athuga- semdir við þessa framkvæmd. „Við höfum gert athugasemdir við hvernig þessi viðskipti hafa farið fram þrátt fyrir að það hafi verið farið að öllum reglum,“ segir Eirík- ur. Spurður hvort bankarnir hafa tek- ið sér ígildi seðlaprentunarvalds með að fara þessa leið segir banka- stjórinn: „Við höfum af fúsum vilja aukið aðgang að lausu fé í Seðla- bankanum. Það er rétt, að hægt sé að kalla það seðlaprentun. Það hefur verið gert af ásettu ráði og veðlán hafa sannarlega aukist vegna þess.“ Í gærmorgun sendi Seðlabankinn yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem fram kom að bankanum væri ekki kunnugt um að fjármálafyrirtæki hefðu svindlað á honum. Eiríkur segir marga hafa óskað eftir viðbrögðum Seðlabankans eftir fréttina sem birtist á forsíðu Við- skiptablaðs Morgunblaðsins. Því hafi verið ákveðið að senda út yfir- lýsingu. Reglur voru ekki brotnar ● HLUTABRÉF hálfopinberu íbúðalánasjóð- anna Fannie Mae og Freddie Mac, féllu mikið við opnun markaða í Bandaríkjunum í gær, eftir að skýrsla var birt þar sem því var haldið fram að ríkis- sjóður gæti þurft að yfirtaka sjóðina. Bréf Fannie féllu um 20% og Freddie um 30% og hafði gengið ekki verið lægra áður. Bréfin náðu sér lítið eitt á strik er leið á daginn. gretar@mbl.is Hlutabréf Fannie og Freddie í falli ● TRYGGINGAFÉLÖGIN Sampo í Finnlandi og Storebrand í Noregi standa sig einna best af norrænum tryggingafélögum. Þetta er mat greinenda hjá sænska bankanum Handelsbanken, samkvæmt nýrri greiningarskýrslu bankans um nor- ræna tryggingamarkaðinn. Exista er stór hluthafi í báðum þessum fé- lögum, á um 20% hlut í Sampo og um 8,7% í Storebrand. Í greiningarskýrslu Handels- banken segir m.a. um Sampo að fjöl- breytni félagsins sé með því mesta á þessum markaði og möguleikar séu á enn frekari hagræðingu í rekstrinum. Um Storebrand segir m.a. að verulega hafi dregið úr áhættu félagsins til langs tíma litið. gretar@mbl.is Sampo og Storebrand eru góðir kostir ● HAGNAÐUR Frjálsa frjárfest- ingarbankans var umtalsvert minni á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili í fyrra, eða 146 milljónir króna samanborið við 1.035 milljónir á síðasta ári. Arð- semi eigin fjár var 5,1%. Kristinn Bjarnason, framkvæmda- stjóri Frjálsa, segir afkomuna valda vonbrigðum. Þá segir hann að merkja megi aukna greiðsluerfið- leika hjá viðskiptavinunum. gretar@mbl.is Hagnaður Frjálsa minnkar mikið ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 0,8% í gær og er lokagildi hennar 4.243 stig. Mest lækkun varð á hlutabréfum Exista, eða 6,0%, og Eik banka, 5,0%, Mest hækkun varð hins vegar á hlutabréf- um Century Aluminum, 2,1%, og SPRON, 1,8%. Velta með hlutabréf nam 1,8 millj- örðum króna í gær, þar af mest með bréf Kaupþings og Landsbankans, fyrir um hálfan milljarð hvors félags. gretar@mbl.is Lækkun í Kauphöllinni ● HAGNAÐUR eignaleigufyrirtæk- isins SP-Fjármögnunar á fyrri helm- ingi þessa árs nam 416 milljónum króna eftir skatta en var 473 millj- ónir á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu frá SP-Fjármögnun segir að afkoma félagsins sé í sam- ræmi við áætlanir þrátt fyrir að verulega hafi hægt á nýjum útlán- um og vanskil hafi aukist talsvert á árinu. Heildarvanskil af útlánum fyrirtækisins námu liðlega 1,1 millj- arði króna í lok júní, en þá voru van- skil eldri en 30 daga tæp 1% af heildarútlánum og höfðu aukist úr tæpum 0,6% frá ársbyrjun. gretar@mbl.is SP-Fjármögnun hagn- ast um 416 milljónir Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is BRESKA lágverðs-verslanakeðjan Iceland hefur notið góðs af sparnað- arþankagangi neytenda nú á sumar- mánuðum. Sala í verslunum Iceland, sem er í eigu Baugs, jókst um 14,4% frá lokum maímánaðar til 10. ágúst síðastliðins, samkvæmt könnun markaðsrannsóknafyrirtækisins TNS. Þetta er mesti vöxtur keðjunn- ar í meira en áratug, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Að- eins lágverðskeðjan Aldi fer fram úr Iceland, en sala Aldi jókst um 19,8% á tímabilinu. Í heild jókst sala hjá breskum lág- verðsverslunum, að hluta til á kostn- að stærri keðja á borð við Tesco og Marks & Spencer. Forstjóri TNS sagði í samtali við FT að verð á mat- vælum hefði hækkað, það mældist í júlí 6,8% hærra en ári fyrr. Þrátt fyrir efnahagsþrengingar jókst almenn smásala í Bretlandi óvænt í júlí, um 0,8%. Útsölur og tækjabúnaður á borð við hinn nýja iPhone eru talin helsta skýringin á því. Greinendur benda á að algengt sé að þegar viðskipti með stærri fjár- festingar á borð við húsnæði og bíla liggi niðri, sé gjarnan meiri verslun með smærri hluti. Auk þessa komi til tekjur af ferðamannaþjónustu. Sala jókst hjá House of Fraser Ólíkt júlímánuði var 4,3% sam- dráttur í sölu í júní og hafa uppgjör verslanakeðja mörg borið þessa samdráttar merki. House of Fraser, sem er að stærstum hluta í eigu Baugs, er þó ekki í þeim hópi. Sala hjá fyrirtækinu jókst um 2,9% á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá jókst hagnaður fyrri árshelmings fyrir skatta og afskriftir um meira en 30% milli ára, en frekari tölur voru ekki gefnar upp. FT greinir ennfremur frá því að áhugi Baugs og samstarfsaðila fé- lagsins á að taka yfir Debenhams og Saks hafi vaknað á ný. Baugur, sem einnig á í viðræðum um kaup á smá- söluhluta Woolworths, á hlut í báð- um félögum. Heimildamenn blaðsins benda þó á að markaðsaðstæður gefi lítið svigrúm fyrir slíka fjárfestingu. Iceland nýtur góðs af sparnaði Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Verslun Teymi fjárfesta undir forystu Baugs keypti keðjuna House of Fraser árið 2006 fyrir 351 milljón punda, eða um 54 milljarða króna. Smásala í Bretlandi rétti úr sér í júlí www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Viltu sitja eða standa? Muvman fyrir breytilega hæð • Bakið beint • Dýpri öndun • Aukin virkni • Sveigjanleiki Einstakur stóll Ef fjármálafyrirtæki A vill taka 10 milljarða króna í veð- lán hjá Seðlabankanum þá má það ekki leggja bréf fyrir nema helmingi þeirrar upp- hæðar sem eru ótryggð bréf frá innlendum fjármálafyrir- tækjum. Hinir 5 milljarðarnir. verða að vera tryggðir með öðrum bréfum. Nýjar reglur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.