Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Viltu bjalla á sorphirðuna, Óskar minn, ég stend þá einu sinni enn að því að vera ekki standbæ með tunnu fyrir einnota borgarstjóra. VEÐUR Hvaðan kemur umboð stjórnmála-manna? Hvenær hefur meiri- hluti umboð og hvenær ekki?     Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam-fylkingarinnar í borgarstjórn, sat fyrir svörum í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær og tók undir að greina mætti beiskju hjá borgar- búum, „því að hér er verið að fara með vald, sem með réttu er þeirra og í raun misvirða niðurstöðu kosn- inga í því hvernig menn umgangast sitt umboð.“     Vissulega kemurekki á óvart að Degi skuli mis- líka nýr meiri- hluti. En hver er skilningur hans á lýðræðinu?     Þeir borgarfulltrúar, sem númynda meirihluta, voru kosnir í síðustu kosningum og fengu þá um- boð sitt. Umboð stjórnmálamanna fer ekki eftir sveiflum í skoðana- könnunum heldur niðurstöðum í kosningum.     Núverandi fyrirkomulag er byggtá því að kjósendur geti refsað stjórnmálamönnum að kjör- tímabilinu loknu með því að kjósa þá ekki aftur og núverandi meirihluti á reyndar langt í land ætli hann sér að forðast slík örlög.     Eða er það einfaldlega misvirðingvið niðurstöðu kosninga að mynda nýjan meirihluta yfir höfuð?     Ef svo er má spyrja á móti hvortekki hafi sömuleiðis verið mis- virðing við niðurstöðu kosninga að mynda svonefndan Tjarnarkvartett.     Kannski er málið einfaldlegaþannig vaxið að án Samfylk- ingar hefur enginn meirihluti um- boð. STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Ekkert umboð án Samfylkingar? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -                            12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                    :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                                 *$BC                               !    "#    *! $$ B *! ! "#$ "$ % &$ '& <2 <! <2 <! <2 ! %$# ( ) *+,&-  CCB D                   B   " 2  $  %         "    %    &  '  *  () %       %$  ( *         + ,     /     *   " ,  - $. /         * ! "# $.  ./ &00 &$  1& , &( ) Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR SAMTÖK um bíllausan lífsstíl eru nýr þrýstihópur í Reykjavík og vilja félagsmenn gera aðrar samgöngur að vænlegri kosti og jafnframt sýna borgarbúum fram á að líf án einka- bíls sé ekki vonlaust. „Það sem hindrar fólk oft í að nota aðra samgöngumáta er að það er bú- ið að telja sér trú um að það sé ekki hægt,“ segir Guðrún Helga Krist- jánsdóttir stærðfræðingur og stofn- andi samtakanna. „Maður heyrir ýmsar mýtur, til dæmis að veðrið sé svo slæmt, en svo kannar maður borgir eins og Stokkhólm og Þránd- heim þar sem veturnir eru mun harðari en hér en samt eru almenn- ingssamgöngur mikið notaðar þar.“ Fyrsti fundur samtakanna var haldinn á miðvikudag og mættu rúmlega 50 manns. Samtökin urðu hinsvegar til á samskiptasíðunni Facebook, þar sem um 1.100 með- limir hafa skráð sig frá stofnun þeirra í maí. Ekki er ætlunin að þetta verði nein skúffusamtök held- ur er starf þeirra þegar orðið öflugt. Stofnaðir hafa verið starfshópar sem vinna að ýmsum áhugamálum, svo sem úrbótum á strætó og í vikunni var opnuð heimasíðan www.billaus.is Ný samtök um bíllaus- an lífsstíl Líf án einkabíls er mögulegt í Reykjavík EKKERT liggur enn fyrir um hvort umdeildur kafli um landsskipulag verður í skipulagsfrum- varpi umhverfisráðherra sem umhverfisnefnd Al- þingis hefur til umfjöllunar. Fundur var í nefnd- inni í gær og þar farið yfir umsagnir við þrjú frumvörp, þ. á m. við frumvarpið til skipulagslaga. Eiga fleiri umsagnir eftir að berast að sögn Kjart- ans Ólafssonar, Sjálfstæðisflokki, sem er varafor- maður nefndarinnar. Kjartan segir að kaflinn um landsskipulag hafi verið settur til hliðar í vor. „Það hefur ekkert verið unnið í honum í sumar. Við höf- um hist nokkuð oft í sumar og fengið umsagnir og aðila til að ræða við okkur enda er þetta viðamikið en landsskipulagið hefur allan tímann verið fyrir utan,“ segir hann. Kjartan segist aðspurður telja þverrandi líkur á að landsskipulagið muni fylgja frumvarpinu þegar það verður tekið fyrir á framhaldsfundum Alþing- is í september. „Landsskipulagið er inni í frumvarpinu,“ segir Helgi Hjörvar, Samfylkingu, og formaður um- hverfisnefndar. „Við erum núna að ljúka umfjöllun um aðra þætti þessara þriggja mála sem eru býsna umfangsmikil. Við munum síðan næstu tíu dagana fara í umtalsverða efnislega umfjöllun um landsskipulagið. Það ræðst þá hvort hægt er að skýra betur þau ákvæði eða að ná um þau betri sátt. Þetta er stjórnarfrumarp þannig að ég á ekki von á öðru en að þau efnisatriði sem í því eru fái framgang í þinginu, þrátt fyrir fyrirvara einstakra þingmanna,“ segir Helgi. Hann segir að eftir eigi að koma í ljós hvaða frumvörp verða tekin fyrir á þingfundunum í sept- ember enda sé þá takmarkaður tími til stefnu og það ráðist m.a. af samráði við stjórnarandstöðu hvaða málum takist að ljúka. „Þessi mál eru stór og viðamikil svo það getur brugðið til beggja vona með þetta sökum tímaskorts,“ segir hann.om- fr@mbl.is Óvissa um landsskipulagið Helgi Hjörvar segir ráðast á næstu 10 dögum hvort unnt er að ná betri sátt ENDURKRÖFUR af hálfu trygg- ingafélaga á hendur fólki sem olli tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi nema 42,5 milljónum króna fyrir árið 2007, samkvæmt niður- stöðu endurkröfunefndar. Tvær hæstu kröfurnar námu 3,5 millj- ónum króna og sú næsthæsta nam 3 milljónum króna. Langalgengasta ástæða endur- kröfu er ölvun tjónvalds, að því er segir í fréttatilkynningu endur- kröfunefndar. Alls bárust nefndinni 88 mál til úrskurðar í fyrra og var endurkrafa samþykkt að öllu leyti eða hluta í 71 máli. Í 44 tilvikum, um 62% endurkrafnanna, reyndist tjón- valdur hafa verið ölvaður. Af þessum hópi reyndust 32 ökumenn, 73%, vera yfir efri mörkum umferðarlaga (1,20‰ eða meira vínandamagn í blóði) og töldust með öllu óhæfir til að stjórna ökutækinu. Karlar í meirihluta Aðrar ástæður endurkröfu voru lyfjaáhrif, ökuréttindaleysi, beinn ásetningur og stórkostlega vítavert aksturslag eða glæfraakstur. Í sum- um málum geta ástæður endurkröfu verið fleiri en ein. Þegar kynjaskipting er skoðuð kemur í ljós að í 61 máli sem end- urkrafa var gerð í á árinu 2007 voru karlar tjónvaldar, þ.e. 86%. Öku- menn undir 25 ára aldri áttu hlut að um 48% málanna. Í tilkynningu nefndarinnar segir að síðastliðin fimm ár hafi með- alfjöldi mála á ári verið 107. Þótt málin hafi verið 88 í fyrra sé ekki hægt að álykta að tjónsatvikum sem falla undir nefndina hafi fækkað verulega. Bent er á að málin sem falla undir nefndina verði aðeins að hluta rakin til tjóna sem urðu á því ári sem nefndin fékk mál til með- ferðar. elva@mbl.is Morgunblaðið/Golli Krafa Nefndin skoðaði 88 mál 2007. Flestir endurkrafðir fyrir ölvunarakstur Í HNOTSKURN »Í umferðarlögum segir aðvátryggingafélag, sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum ökutækja, eignist endurkröfurétt á hendur þeim, sem tjóni olli af ásetn- ingi eða stórkostlegu gáleysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.