Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Ný sending
frá
Tunguhálsi 10,
110 Reyjavík
Á ANNAÐ þúsund manns á öllum
aldri flykktist í Laugardalshöllina í
gær til þess að hitta ólympíuhetjur
íslenska handboltalandsliðsins.
Leikmennirnir árituðu myndir af
landsliðinu auk þess sem margir
gestanna komu með eigin búninga,
félagsfána, bolta og ýmislegt fleira
til áritunar.
Logi Geirsson var meðal liðs-
mannanna í Höllinni. Hann tók vel á
móti ungum upprennandi hand-
boltahetjum og leyfði þeim meðal
annars að handleika silfurpening-
inn góða.
Landsliðið tók sér góðan tíma
fyrir aðdáendur sína og liðu rúmar
tvær klukkustundir þar til allir
höfðu hitt kempurnar.
Handboltahetjurnar hittu aðdáendur sína í Laugardalshöll í gær
Fékk að
handleika
silfrið
Morgunblaðið/Ómar
TVÖ íslensk kvikmyndafyrirtæki,
Kaldaljós ehf. og Ferð ehf., áður
Little trip ehf., hafa verið tekin til
gjaldþrotaskipta.
Kvikmyndafélagið Kaldaljós ehf.,
Bjarkargötu 6 í Reykjavík, var stofn-
að til að framleiða kvikmynd Frið-
riks Þórs Friðrikssonar, Kaldaljós.
Leikstjóri myndarinnar var Hilmar
Oddsson og Ingvar Sigurðsson var í
aðalhlutverkinu.
Fram kemur í Lögbirtingablaðinu
að fyrirtækið hafi verið tekið til
gjaldþrotaskipta 20. febrúar 2008 og
lauk skiptum 19. ágúst sl. Lýstar
kröfur í þrotabúið námu alls rúmum
86,6 milljónum króna. Upp í kröfurn-
ar greiddust rúmar 9 milljónir.
Skiptastjóri var Ásdís J. Rafnar hrl.
Ferð ehf., Skálholtsstíg 7, Reykja-
vík, var stofnað til að framleiða
mynd Baltasars Kormáks, A little
trip to heaven. Myndin skartaði m.a.
útlendum stórstjörnum, þeim Forest
Whitaker og Júlíu Stiles.
Fyrirtækið var tekið til gjald-
þrotaskipta 10. júlí s.l. og verður
skiptafundur haldinn 28. október
n.k. Að sögn skiptastjórans, Helga
Jóhannessonar hrl., var fyrirtækið
úrskurðað gjaldþrota að kröfu Kaup-
þings . sisi@mbl.is
Kvikmynda-
fyrirtæki í þrot
Kaldaljós ehf. og Ferð ehf. gjaldþrota
EGG húsgagnaverslun flytur á
næstunni í Skútuvog 16 og verður
starfrækt í samstarfi við Blóma-
val. Steinn Logi Björnsson, for-
stjóri Húsasmiðjunnar og Blóma-
vals, segir að verslunin fái um 300
fermetra pláss í Blómavali sem er
töluvert minna en núverandi versl-
un Eggs á Smáratorgi.
Af þessum sökum verði vissir
vöruflokka gefnir upp á bátinn en
verslunin muni halda útliti sínu og
nafni.
Einhverjar uppsagnir
Fyrirkomulagið segir Steinn
Logi vera mjög hagkvæmt fyrir
bæði Egg og Blómaval og styrki
starfsemina. Einhverjar uppsagnir
hjá Egg munu fylgja breyting-
unum en ekki liggur fyrir hve
margar þær verða. „En nýja Egg-
ið þarf náttúrlega starfsfólk og
hluti af fólkinu fer þangað,“ segir
Steinn Logi. Nú eru þrettán
starfsmenn fastráðnir hjá Eggi.
skulias@mbl.is
Egg fer inn
í Blómaval
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
GRÍÐARMIKLAR framkvæmdir á
Miðbakka í Reykjavík, hvort heldur
sem eru hafnar eða fyrirhugaðar,
hafa eflaust ekki farið framhjá
mörgum. Bygging tónlistar- og ráð-
stefnuhússins stendur yfir af fullum
krafti en auk þess er ráðgert að
reisa á svæðinu hótel, viðskipta-
miðstöð og höfuðstöðvar Lands-
bankans.
Nú hefur hinsvegar komið í ljós að
byggingu viðskiptamiðstöðvarinnar
World Trade Center Reykjavík
verður frestað um óákveðinn tíma
eða þar til hægt verður að ná eðlileg-
um kjörum á fjármögnun verkefn-
isins, eins og haft var eftir Höskuldi
Ásgeirssyni, forstjóra Nýsis, í Morg-
unblaðinu á þriðjudag.
Jarðvegsvinna við hótelið er langt
komin. Þá hefur Landsbankinn ný-
lokið hönnunarsamkeppni um höf-
uðstöðvar sínar en úrslitin verða til-
kynnt í haust. Bæði verkefnin eru þó
í ákveðinni biðstöðu meðan ekki
liggur endanlega fyrir hvort Geirs-
gatan verður lögð í stokk eða ekki.
Hönnunarvinna stöðvuð
Að sögn Helga S. Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra Portus, hefur
hótelið á Miðbakka verið forhannað.
Portus hefur verið í viðræðum við
tvo aðila um aðkomu að verkefninu
sem Helgi vonast til að verði und-
irbúið frekar á næstu mánuðum.
„Eina ástæðan fyrir að við höfum
beðið er sú vinna sem hefur verið í
gangi í samstarfið við Reykjavík-
urborg um að setja Geirsgötu í
stokk,“ segir Helgi.
„Jarðhæðin á hótelinu og kjall-
arinn breytast mjög mikið ef Geirs-
gatan fer í stokk. Því höfum við
stoppað frekari þróun og hönnun
meðan þau mál fást á hreint. Hug-
myndir liggja fyrir um útlit og hönn-
un hússins en næsta skref er að end-
urskoða þá hönnun í samræmi við
stokkalausn og halda þá verkefninu
áfram þegar ákvörðun liggur fyrir.“
Upphaflega var gert ráð fyrir að
hótelið yrði opnað vorið 2010 en nú
er vonast til að það verði vígt þá um
haustið eða vorið 2011.
Haukur Þór Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs Lands-
bankans, segir teikningar af fyr-
irhuguðum höfuðstöðvum bankans
verða kynntar innan skamms, en
ekki sé búið að ákveða hvenær fram-
kvæmdir á þeim hefjist eða þeim
ljúki. Það helgist af því að byggingin
tengist heildarframkvæmdum á
svæðinu. Ekki sé hægt að klára út-
færslu og byggingu á neðanjarð-
arbílastæðahúsi sem er forsenda
þess að hægt sé að hefja byggingu
höfuðstöðvanna, fyrr en ákveðið hef-
ur verið hvar og hvernig fyrr-
nefndur stokkur eigi að vera.
Óljóst með framkvæmd
Þegar sú ákvörðun hefur verið
tekin er hægt að hefja byggingu
bílastæðahússins en það er gríð-
arlega stórt og nær undir heild-
arsvæðið, líkt og sést á korti hér að
ofan. Verður það á tveimur hæðum
og er ráðgert að þar rúmist um 1.600
bílar. Þegar þeirri byggingu er lokið
hefur skapast grunnur undir höf-
uðstöðvar Landsbankans.
Jóhannes S. Kjarval, arkitekt og
verkefnastjóri hjá skipulags- og
byggingarsviði Reykjavíkurborgar,
segir tillöguna að stokknum ekki
vera afgreidda en framundan sé
hefðbundið ferli þurfi að breyta
deiliskipulagi. „Mér skilst að ekki sé
ákveðið hvort það eigi að fara í þetta
yfirhöfuð. Það þarf að undirbúa
þetta í samningum við ríkið og Port-
us sem gegnir þarna höfuðhlut-
verki,“ segir Jóhannes.
Spurður hvað gera eigi við svæðið,
sem viðskiptamiðstöðin átti að
standa á, svarar Jóhannes því til að
það sé úrlausnarefni sem borgin
standi frammi fyrir. Um sé að ræða
stórt, steypt plan sem mögulegt sé
að móta á ýmsa vegu. „Þetta er svo
óljóst enn sem komið er að ég hef
ekkert annað að segja en að þarna er
tækifæri til að gera eitthvað sem er
okkur allavega ekki til vansa á með-
an það er svona.“
Framkvæmdir í bið
vegna óvissu um stokk
Byggingar í bið-
stöðu meðan beðið
er ákvörðunar um
stokk í Geirsgötu
Að sögn Helga S. Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra Portus, ganga
framkvæmdir við Tónlistar- og
ráðstefnuhúsið vel en verkið er
nokkrum vikum á eftir áætlun. Á
byggingarsvæðinu vinna nú um
250 starfsmenn en í heild koma
um 450 manns að verkinu.
Flestir starfa á Íslandi en aðrir
starfsmenn eru í sex löndum.
Glerhjúpurinn, sem hannaður er
af Ólafi Elíassyni listamanni, er
framleiddur í Kína, loftræsti-
samstæður í Svíþjóð, sviðsbún-
aður útbúinn í Austurríki auk þess
sem hönnuðir og ráðgjafar eru í
Danmörku, Þýskalandi og Banda-
ríkjunum.
Helgi segir steypuvinnu vænt-
anlega verða lokið í enda ársins.
Nú þegar er hafin vinna við að
loka ákveðnum sölum, t.d. er ver-
ið að setja þak yfir ráðstefnusal-
inn og æfingasalinn. Þá er hafin
vinna við innri frágang, líkt og við
innveggi, loftræstikerfi og lagnir
auk þess sem byrjað er að mála
kjallarann. Áætlað er að Tónlistar-
og ráðstefnuhúsið verði tilbúið í
desember 2009.
Unnið hörðum höndum í sjö löndum