Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 14

Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama var formlega val- inn forsetaefni demókrata á flokks- þingi þeirra í fyrrakvöld og varð þar með fyrsti blökkumaðurinn til að verða fyrir valinu sem forsetaefni annars af stóru flokkunum í Banda- ríkjunum. Þetta er mikið afrek í ljósi þess að fyrir aðeins ári töldu margir útilokað að blökkumaður gæti náð svo langt í bandarískum stjórn- málum. Á flokksþingi demókrata var samt lítið sem ekkert fjallað um þýðingu þessa tímamótasigurs Obama fyrir blökkumenn. Líkt og í kosningabar- áttu hans almennt var lítið eða ekkert skírskotað til kynþáttar hans, talað var um þessa hlið málsins undir rós eða ekki neitt. Álitsgjafar og stjórnmálaskýr- endur fjölmiðlanna fjalla oft um kyn- þátt Obama í tengslum við flokks- þingið og skírskota þá til samtala við fulltrúa á flokksþinginu. Fulltrúarnir voru mjög fúsir til að tala um þetta mál í einrúmi en ræðumenn á þinginu sögðu ekki aukatekið orð um það. Aðstoðarmenn Obama fóru vand- lega yfir ræðurnar áður en þær voru fluttar og vildu láta sögulega þýðingu sigursins liggja í láginni. „Obama er forsetaefni sem vill svo til að er blökkumaður, en ekki blökkumaður sem vill svo til að er for- setaefni,“ hafði fréttastofan AP eftir Chris Lehane, sem var talsmaður Als Gore þegar hann var forsetaefni demókrata fyrir átta árum. Þögnin er athyglisverð í ljósi þess að á flokksþinginu var nokkrum sinn- um fjallað um mikilvægi þess fyrir réttindabaráttu kvenna að Hillary Clinton skyldi hafa náð eins langt og raun ber vitni í forkosningum demó- krata. Þrír af atkvæðamestu þing- mönnum demókrata úr röðum blökkumanna fluttu ávörp á flokks- þinginu án þess að skírskota til sögu- legrar þýðingar sigurs Obama fyrir blökkumenn. Ástæðan fyrir þögninni er einföld að mati þeirra sem skipuleggja kosn- ingabaráttu demókrata. Því meira sem talað er um Obama sem blökku- mann þeim mun meiri líkur eru á því að kjósendur úr röðum hvítra verka- manna hafni honum í kosningunum. Þessi kjósendahópur er mjög mik- ilvægur í ríkjum, sem geta ráðið úr- slitum í forsetakosningunum, svo sem Michigan, Ohio og Pennsylvaníu. Reuters Eining Obama og Joe Bilden, varaforsetaefni demókrata, við skjá með mynd af Hillary Clinton á flokksþinginu. AP Styður Obama Bill Clinton fagnað eftir að hann ávarpaði flokksþingið. Minntust ekki á kynþáttinn Þögn um þýðingu sigurs Obama fyrir blökkumenn VLADÍMÍR Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, sagði í einkavið- tali við bandarísku sjónvarpsstöð- ina CNN í gær að Bandaríkin bæru ábyrgð á átökunum í Georgíu. Í viðtalinu sagði Pútín að bandarísk- ir ríkisborgarar hefðu verið á átakasvæðinu í Suður-Ossetíu og „tekið við tilskipunum frá leiðtog- um þeirra.“ Hann sagði jafnframt að ráðgjafar sínir í varnarmálum segðu að átökin hefðu átt að veita forsetaframbjóðanda repúblikana, John McCain, aukna möguleika á að ná kosningu í nóvember. Talsmaður Hvíta hússins hefur svarað ásökununum og segir þær ekki á rökum reistar. Pútín sagði jafnframt að Banda- ríkin hefðu vopnavætt og þjálfað georgíska herinn. „Hvers vegna að fara torvelda sáttaleið í friðarum- leitunum? Það er jú auðveldara að vopnavæða aðra fylkinguna og espa hana til að fella hina fylkinguna. Og takmarkinu er náð,“ sagði Pút- ín. Vesturveldin í uppnámi Enn var tekist á um málefni Georgíu í gær og sagði franski utanríkisráðherrann, Bernard Kouchner, að nokkur Evrópusam- bandsríkjanna væru að hugleiða refsiaðgerðir gegn Rússum. Rússneski utanríkisráðherrann Sergij Lavrov, sagði að allt tal um refsiaðgerðir sýndu uppnám vest- rænna ríkja vegna ástandsins. jmv@mbl.is Pútín áfellist Bandaríkin Í HNOTSKURN »Frakkar hafa kallað tilneyðarfundar ESB á mánudaginn þar sem sam- skiptin við Rússland verða til umræðu. »Bandamenn Rússa í Asíu,Kína og ríki Mið-Asíu, funduðu í gær og lýstu yfir áhyggjum vegna ástandsins í Georgíu. Þeir hafa ekki fylgt Rússum og viðurkennt sjálf- stæði S-Ossetíu og Abkasíu. Segir að Bandaríkin standi á bak við átökin í Georgíu í eiginhagsmunaskyni AP Sorg Ættingjar fallinna georgískra hermanna syrgja við grafir þeirra í minningarathöfn sem haldin var í Tíblisi.                                   !"#              ! !       !"  $%"& #$%&'( #)** *$%'  + ,- .  ' (") #$% / 0 ,- 1"$((  &  #$% 2 / #- 1"$((  % %  &#$% - *  3-  #  ' &"*   #$% &#- 1"$((  % ++*, #1" 4'5  1"$  -% #$%  "  *- *06  #  #$%  7- ""    , #$%  8,0.- 1"$(( Bill Clinton, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, lýsti yfir eindregnum stuðningi við Barack Obama í ræðu á flokksþinginu. Stuðnings- yfirlýsingin þótti kröftugri en margir höfðu búist við og mikilvægt innlegg í þá við- leitni Obama að sannfæra kjósendur um að hann væri fullfær um að gegna forseta- embættinu þrátt fyrir til- tölulega ungan aldur og tak- markaða reynslu. „Obama er tilbúinn að stjórna Bandaríkjunum,“ sagði Clinton. Hann hafði sjálfur sagt í forkosningabar- áttunni að Obama væri ekki undir það búinn að stjórna, einkum í öryggismálum. Öflugur stuðningur RÉTTARHÖLD yfir 16 sænskum sjómönnum hófust í Svíþjóð á mið- vikudag, en þeir eru sakaðir um ranga skráningu á afla. Lögsóknin varðar 143 landanir níu fiskiskipa ár- ið 2005 og er mönnunum gert að sök að hafa vísvitandi skráð yfir 100 tonn þorskafla sem lýr, en það er fiskur af ufsaætt sem ekki er kvótaskyldur. Þegar aflinn var svo seldur til vinnslu var hann réttilega skráður sem þorskur. Samkvæmt Svenska Dagbladet lönduðu sænskir sjómenn aðeins rúmum þremur tonnum af lýr úr Jót- landshafi á árunum 2002 og 2003 . Ár- ið 2004 hafði aflinn aukist í rúm fjög- ur tonn. Árið 2005 gerðust svo undur og stórmerki því þá veiddust 44 tonn af lýr á fyrsta ársfjórðungi og 80 tonn á öðrum fjórðungi. Á sama tíma hafði þorskkvóti Svía í Jótlandshafi verið skertur verulega af Evrópusamband- inu. Umrædd veiði mannanna nam um 12% af leyfilegum þorskkvóta ár- ið 2005 samkvæmt upplýsingum Dagens Nyheter. Mennirnir eru ákærðir fyrir gróft brot á veiðilögum og er þetta eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp í Svíþjóð. jmv@mbl.is Sænskir sjó- menn ákærðir Skráðu yfir 100 tonn af þorski sem lýr AP. Rio de Janeiro | Yfir 200 dauð- um mörgæsum útötuðum í olíu hefur skolað upp á baðstrendur Río de Janeiro í Brasilíu síðustu daga. Yfirvöld segja að ein- hverjum mörgæsum hafi verið bjargað og eru nú 155 í með- höndlun vegna olíunnar. Ekki er vitað hvaðan olían kemur en lík- legt er talið að hún komi úr skipi. Nokkuð algengt þykir að mör- gæsir finnist á ströndum Brasilíu, dauðar sem lifandi. Sterkir haf- straumar bera þær af leið en aldrei þó í jafn miklum mæli og nú. Mörgæsirnar þykja líka leita lengra norður en áður og hafa nokkrar fundist við Rio Grande do Norte, sem liggur við miðbaug. Líffræðingar segja líklegt að sterkari hafstraumar eða kaldara haf en áður togi fuglana lengra norður. Ofveiði gæti líka leitt mörgæsir lengra í leit að æti. jmv@mbl.is Mörgæsir í voða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.