Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Listamennirnir
Kristjana Samp-
er og Baltasar
Samper opna
samsýningu í
DaLí Gallery á
morgun kl. 17 á
Akureyrarvöku.
Á sýningunni verða sýnd málverk eftir Baltas-
ar sem unnin eru upp úr goðafræði, sérstak-
lega Eddukvæðum, og skúlptúrar eftir Krist-
jönu sem vísa til fornrar trúar. Kristjana
Samper vinnur einkum í þrívídd, í stein, járn,
tré, leir og steinseypu. Baltasar vinnur með
blandaða tækni í myndverkum sínum. Sýn-
ingin stendur til 14. september.
Myndlist
Kristjana og
Baltasar í DaLí
Baltasar og Kristjana Samper.
NÚ hefur verið opnuð
sýning á úrvali muna
sem bárust Þjóðminja-
safni Íslands árið 2007.
Munir sem berast safn-
inu á ári hverju eru jafn-
fjölbreyttir og þeir eru
margir. Meðal muna á
sýningunni má sjá
ferðaklósett, sem talið
er að Friðrik konungur VIII. hafi notað í Ís-
landsheimsókn sinni árið 1907, „hippavesti“
frá því um 1970, pappírspoka merktan Lata-
bæ, fermingarkort frá 1960, barmmerkjasafn
frá 9. áratug 20. aldar, forna öxi sem fannst í
Þjórsárdal sumarið 2004 og rúmfjöl frá 1773.
Þjóðminjar
Sýna ferðaklósett
Friðriks VIII
Merki Eimskipafjelags
Íslands.
SÍÐASTI dagur af-
mælisveislu Nor-
ræna hússins er í
dag. Unga kynslóðin
í dag sem verður
orðin fullorðin árið
2018 hefur Norræna
húsið til umráða í
kvöld. Ungt fólk sem allt er undir tvítugu hefur
undirbúið og skipulagt dagskrána og þátttak-
endurnir eru á svipuðum aldri. Ungviðið leikur
lausum hala í Norræna húsinu í kvöld. Fram
koma Gjörningahópurinn Kúmíkat, leikhópur
frá Vinnuskóla Reykjavíkur, hljómsveitin Syk-
ur og danska hljómsveitin Skandals. Enginn
aðgangseyrir og léttar veitingar frá kl. 18.
Listir
Framtíðarfólkið í
Norræna húsinu
Sykur
ÆFINGAR eru að hefjast á
ný hjá Söngsveitinni Fíl-
harmóníu. Spennandi verk-
efni eru framundan: tón-
leikar með Ragnheiði
Gröndal og hljómsveitinni
Bardukha með klezmer-
tónlist, aðventutónleikum í
Langholtskirkju og vortón-
leikum með flutningi Messu
í g-moll eftir Bach og Sálu-
messu Mozarts. Stjórnandi
kórsins er Magnús Ragnarsson. Raddpróf fyr-
ir nýja félaga verða þriðjudagskvöld 2. sept-
ember kl. 19 og eru allir áhugasamir hvattir til
að mæta. Nánari á www.filharmonia.mi.is.
Tónlist
Fílharmónía að
hefja vetrarstarf
Magnús
Ragnarsson
FYRSTA frumsýning vetrarins er á
morgun klukkan þrjú en þá sýna
Þjóðleikhúsið og Fígúra, leikhús
brúðuleikarans Bernds Ogrogniks,
leikritið Klókur ertu, Einar Áskell.
Bernd hefur áður verið í samstarfi
við Þjóðleikhúsið, t.d. í sýningunum
vinsælu Klaufar og kóngsdætur og
Pétur og úlfurinn.
Gunnilla Bergström höfundur
bókanna um Einar Áskel átti frum-
kvæðið að því að færa hann á svið
og hafði samband við Bernd eftir að
hafa séð hann og brúðurnar hans í
þættinum Út og suður. Hún ætlaði
sjálf að vera viðstödd frumsýn-
inguna, en handleggsbrotnaði og
varð því að fresta ferð sinni hingað.
Sérstök líkamshlutföll
Bernd segir að vel hafi gengið að
koma Einari Áskeli í brúðuform.
„Þetta er búið að vera eitt æv-
intýri,“ segir Bernd. „Hann Einar
er með mjög sérstök líkamshlutföll
og eins og hann er teiknaður þá er
hann með ferkantað höfuð og augu
efst á því. Það gengur ekki alveg
upp í þrívídd. Það þurfti að gera
ýmsar málamiðlanir, en þetta var
frábær reynsla. Bækurnar eru í allt
öðrum stíl en mín verk, en það er
skemmtilegt þegar fólk úr ólíkum
áttum vinnur saman að einhverju
alveg nýju.“
Sýningin er samsett úr tveimur
bókum sem íslensk börn þekkja vel,
Svei-attan Einar Áskell og Góða
nótt Einar Áskell. Þar eru Einar
Áskell og pabbi hans í aðal-
hlutverkum og á sviðinu birtist líka
ímyndaður ævintýraheimur með
tilheyrandi furðudýrum úr kolli
Einars Áskels.
Verið er að skoða möguleikann á
sjónvarpsþáttum í framhaldinu, en
ekkert er þó ákveðið í þeim efnum.
„Mig langar að byrja á því að finna
út hvað er hægt að gera fyrir þenn-
an karakter með brúðum og svo
sjáum við bara til.“
Einar Áskell
lifnar við
í þrívídd
Félagar Einar Áskell og Bernd.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU í vetur verður lögð áhersla
á innlenda leikritun, meðal annars með frumflutn-
ingi á nýjum verkum og nýrri uppfærslu á einni af
perlum íslenskra leik-
bókmennta. Sú nýbreytni verð-
ur tekin upp til að hvetja ungt
fólk til að sækja leikhús að 25
ára og yngri njóta sérkjara í
miðasölunni og greiða 1500
krónur fyrir miðann.
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóð-
leikhússtjóri segir að í vetur
bjóði Þjóðleikhúsið upp á metn-
aðarfulla og spennandi dagskrá.
„Fyrsta frumsýningin á Stóra
sviðinu verður Hart í bak, eftir Jökul Jakobsson,
sem hefði orðið 75 ára í haust. Það naut gífurlegra
vinsælda á sínum tíma og með því sannaði hann í
raun að íslensk samtímaleikritun gæti höfðað til
leikhúsgesta. Við mátum þetta verk við samtímann,
en sagan af skipstjóranum sem var trúað fyrir þjóð-
arskútunni, en brást og sigldi henni í strand, á sér
margs konar tilvísanir í íslenskt samfélag í dag.
Fyrsta frumsýningin í Kassanum er líka íslenskt
verk, en það er Utan gátta eftir Sigurð Pálsson. Að
sögn Tinnu er þetta er drepfyndið verk um þær
Villu og Millu sem geta ekki með nokkru móti verið
saman, en verða að sættast á þá nauðung. „Verkið
er borið uppi af afbragðsleikurum, en það eru þau
Ólafía Hrönn, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson
og Arnar Jónsson sem fara með hlutverkin,“ bætir
Tinna við.
Um jólin frumsýnir Þjóðleikhúsið nýja leikgerð
Hilmars Jónssonar, Sumarljós eftir verðlaunabók
Jóns Kalmans Stefánssonar. „Íslenska þorpið og
hin margvíslegu leyndarmál þess eru í brennidepli í
þessu verki. Ég held að leikhúsgestir geti gert sér
góðar væntingar til þessarar sýningar. Hún á eftir
að krauma af lífi,“ segir Tinna.
Frida Kahlo í aðalhlutverki í vor
Í vor verður nýtt verk eftir Brynhildi Guðjóns-
dóttur leikara og leikskáld sett á svið; Frida … viva
la vida. Verkið er ferðalag um hugarheim mexí-
kósku listakonunnar Fridu Kahlo. „Brynhildur
leikur sjálf titilhlutverkið en í sýningunni má búast
við miklum leikhúsgaldri,“ segir Tinna. „Það má
geta þess að samhliða leiksýningunni verða í fyrsta
sinn á Íslandi sýnd verk Fridu, en það er von á
magnaðri sýningu á verkum hennar í Listasafni Ís-
lands í vor. Mér líst mjög vel á þetta samstarf. Með
þessu ætti almenningi að gefast kostur á fjöl-
breytttri innsýn í myndlist Fridu Kahlo og hug-
arheim hennar.“
Kardimommubærinn fer síðan á fjalirnar í febr-
úar, með þeim Erni Árnasyni, Rúnari Frey og
Kjartani Guðjónssyni í hlutverkum ræningjanna.
„Þetta er vinsælasta barnaleikrit á Íslandi fyrr og
síðar og ekki að ástæðulausu. Þetta er hreint út
sagt frábært verk sem hver kynslóð barna verður
að fá að upplifa.“
Næst á dagskránni á Stóra sviðinu er Þrett-
ándakvöld. „Verkið er einn af ástsælustu gleði-
leikjum Shakespeares en uppsetningin er sam-
vinnuverkefni Þjóðleikhússins og leiklistardeildar
Listaháskólans. Í sýningunni teflum við fram
nokkrum af okkar reyndustu leikurum ásamt
ferskum og spennandi leikhópi nemendaleikhúss-
ins, en með sýningunni útskrifast þau sem fullgildir
leikarar. Það má búast við miklu fjöri,“ segir Tinna.
bandið, og Sædýrasafnið, þar sem meðal annars
Barði Jóhannsson tónlistarmaður og Erna Ómars-
dóttir dansari koma að sköpunarvinnunni.“
Þó að lagt sé í mikla tilraunastarfsemi í Þjóðleik-
húsinu í vetur, ættu allir að finna þar eitthvað við
sitt hæfi að sögn Tinnu. „Markmiðið er að bjóða
upp á glæsilega dagskrá sem getur höfðað til alls
almennings, en jafnframt að gefa þróun leiklist-
arinnar og rannsóknarvinnu sérstakt rými. Við vilj-
um nýta þá auðlind sem býr í listamönnum hússins,
sem er svo sannarlega ekki lítil, og gefa þeim mikið
frelsi til sköpunar.“
„Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins verður vett-
vangur fyrir fjölbreytta tilraunastarfsemi en öfl-
ugur hópur ungs leikhúslistafólks er þessa dagana
að kafa ofan í Macbeth eftir Shakespeare,“ segir
Tinna. „Þar verður einnig lagt upp í rannsókn-
arleiðangur á hinu margbrotna og flókna tilfinn-
ingasambandi manna og heimilistækja, en það eru
þau Kristján Ingimarsson látbragðsleikari, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, Ilmur Stefánsdóttir myndlist-
arkona og fleiri sem þar verða að rannsókn-
arstörfum. Í Kassanum verða tvö ný erlend verk
eftir áramót; Heiður, magnað drama um hjóna-
Íslensk leikritun í öndvegi
Sveitasæla Jörundur Ragnarsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir eru meðal aðalleikara í Sumarljósi eftir
skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar þar sem íslenska þorpið verður grandskoðað frá öllum hliðum.
Þrjú ný íslensk verk frumsýnd í Þjóðleikhúsinu og Hart í bak fer aftur á svið
Yngsta kynslóðin fær að kynnast íbúum Kardemommubæjar
Klassík Gunnar Eyjólfsson leikari í hlutverki skip-
stjórans í leikriti Jökuls Jakobssonar Hart í bak.
Frida og Diego Brynhildur Guðjónsdóttir leik-
skáld og leikkona fjallar um Fridu Kahlo.
Tinna
Gunnlaugsdóttir